Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Dr. Michael Corgan, sérfræðingur í öryggismálum, telur litlar líkur á að varnarliðið verði kvatt brott
Breytingar í Keflavík hafa
ekki áhrif á skuldbindingu
Dr. Michael T. Corgan er sérfræðingur í
bandarískum stjórnmálum og hefur beint
rannsóknum sínum að Islandi. Hann
kvaðst í viðtali við Karl Blöndal vera þeirr-
ar hyggju að þótt kalda stríðinu væri lokið
væri Island enn mikilvægt og táknrænt
gildi þess að hafa varnarliðið hér á landi
væri slíkt að Bandaríkjamenn myndu ekki
íhuga að kalla það heim á næstunni. Hann
flytur fyrirlestur um Island og bandaríska
öryggishagsmuni eftir lok kalda stríðsins í
hátíðarsal Háskólans klukkan 17.15 í dag.
BANDARÍKJAMENN leggja í
stefnu sinni í öryggismálum höfuðá-
herslu á að viðhalda þeim bandalög-
um, sem þeir eru aðilar að. Dr.
Michael T. Corgan er prófessor við
Boston-háskóla á sviði sagnfræði og
alþjóðastjórnmála og sagði hann í
samtali við Morgunblaðið í gær að
sú stefna tæki til Islands eins og
annarra bandamanna Bandaríkja-
manna. Þótt breytingar yrðu á sam-
setningu varnarliðsins mætti ekki
túlka það sem breytingu á skuld-
bindingu varnarsamningsins og að-
ildarinnai- að NATO.
Togstreitan milli þings
og forseta
Corgan er staddur hér á vegum
Willard Fiske-stofnunarinnar á Is-
landi og flutti í gær fyrirlestur und-
ir heitinu „Hver mótar utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna?" á vegum
Félags stjórnmálafræðinga og talar
í hátíðarsal Háskóla Islands klukk-
an 17.15 í dag um ísland og banda-
ríska öryggishagsmuni eftir lok
kalda stríðsins á vegum Sagn-
fræðiskorar Háskólans. Corgan var
í bandaríska sjóhernum og var hér
á landi 1981 til 1982. Doktorsritgerð
hans fjallaði um íslensk stjórnmál
og öryggismál á níunda áratugnum.
Hann fjallaði í gær um togstreit-
una milli þings og forseta í utanrík-
ismálum og tengdi það þeim málum,
sem nú standa yfir vegna sambands
Bills Clintons Bandaríkjaforseta við
Monicu Lewinsky.
„Sú barátta sem nú á sér stað um
það hvort svipta eigi forsetann emb-
ætti er að hluta til tengd baráttu,
sem staðið hefur undanfarin 200 ár
milli þings og forseta um það hvor
eigi að ráða meiru um utanríkis-
stefnuna," sagði hann. „Þingið er
ávallt að reyna að taka frá forsetan-
um vald, sem hann hefur tekið til
sín þegar neyðarástand hefur ríkt
eða stríð.“
Corgan sagði að eftir að kalda
stríðinu lauk hefði mátt eiga von á
því að þingið reyndi að ná aftur til
sín völdum forsetans eða takmarka
þau burtséð frá því hvaða flokkur
væri þar í meirihluta og hvort það
væri flokkur forsetans eða ekki. Það
væri hluti af myndinni, en einnig
væru repúblikanar að hefna fyrir
það að á sínum tíma þegar
demóki-atar voru í meirihluta hefði
dómsmálanefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings samþykkt að hefja
umfjöllun um það hvort setja ætti
Richard Nixon forseta af. Þá hefði
hugmyndafræði Repúblikanaflokks-
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Michael T. Corgan
ins og andúðin á Clinton örugglega
sitt að segja.
Ekki of mikið vald til einstak-
linga og einstakra hópa
í fyrirlestri sínum í gær sagði
Corgan að í stjómarskrá Banda-
ríkjanna væri meðal annars fjallað
um það að stjómvaldið þyrfti að
vera valdamikið, en einstaklingar
og einstakir hópar innan þess
mættu ekki verða of valdamiklir.
„Því var ákveðið að deila völd-
um,“ sagði Corgan. „Oft er talað um
aðskilnað valdsins, en það er ekki
rétt. Valdinu er deilt og allir geta
lagt sitt af mörkum. Það er aðeins
þáttur valdsins, sem aðeins einn
hluti stjómvaldsins hefur og hann
liggur hjá forsetanum. Hann getur
náðað hvern sem honum sýnist. En
það er enginn hluti stjórnsýslunnar
sem er utan valdsviðs annað hvort
þings eða forsetaembættisins."
Hann sagði að þetta gerði það
vandkvæðum bundið að reka utan-
ríkisstefnu, nema um væri að ræða
neyðarástand.
„Þá getur forsetinn tekið völdin,“
sagði hann. „En um leið og neyðará-
standið er afstaðið getur þingið tek-
ið völdin til sín aftur.“
Corgan hyggst í dag fjalla um Is-
land og Bandaríkin og mótun
bandarískrar öryggisstefnu.
Ný áhersla á mikilvægi
bandalaga
„I Bandaríkjunum er verið að
reyna að horfa fram í tímann í ör-
yggismálum," sagði hann. „Eins og
stendur eru ísland og önnur ríki
Atlantshafsbandalagsins dæmi um
það að stefnan hafí gengið upp.
Sambandið við Evrópu er sterkt.
Bandaríkjastjórn hefur gefíð út
skjal, sem ber heitið Sameiginleg
sýn fyrir árið 2010, og þar stendur
að það séu ákveðnir hlutir, sem þarf
að halda við. Það fyrsta, sem þar er
nefnt, er að styrkja þurfi þau
bandalög, sem Bandaríkjamenn
eiga aðild að. Það er nýtt, ef eitt-
hvað er að marka reynslu mína úr
hernum, að í skjali um stefnu skuli
bandalög vera nefnd í upphafi.
Þetta er ný áhersla og það segir
mér að þau bandalög, sem Banda-
ríkjamenn eiga aðild að - og þar er
Island meðtalið - muni áfram verða
hátt skipuð og það sé ætlun Banda-
ríkjamanna að viðhalda þessum
bandalögum eins og verið hefur,
sem bandalögum ríkja, sem hafa
samráð. Þetta er ekki spurning um
alvalda Bandaríki eins og sumir
hafa sagt og ýmsir stjómmálamenn
og hermálaskýrendur eiga eftir að
halda fram.“
Corgan benti á að nú væru ýmsir
þættir að bætast við skilgreining-
una á öryggismálum. Umhverfismál
væru farin að vega þungt, en hefðu
ekki gert það áður. Efnahagsmál
hefðu alltaf skipt máli, en nú væri
vægi þeirra enn meira. Þá væri
ákveðið gildismat um það hvernig
hlutirnir ættu að ganga fyrir sig í
heiminum hluti af þessu.
Upplýsingabyltingin tekur
við af iðnbyltingunni
„Ég vitna í Eisenhower, sem
sagði að öryggi þjóðar sé fólgið í
hernaðargetu, efnahagsástandi og
gildum. Þessir þættir legðust ekki
saman heldur væri margfeldissam-
band milli þeirra og vantaði einn
þeirra algerlega væri útkoman núll.
Nú er lykillinn að efnahagslegri vel-
gengni í Bandaríkjunum sem og
öðrum vestrænum ríkjum, þar á
meðal Islandi, upplýsingar. Upplýs-
ingabyltingin hefur breytt öllu, eðli
þjóðfélaga er að breytast og það er
að taka við næsta stig á eftir iðntím-
anum. Helsti styrkur Bandaríkja-
manna í efnahagsmálum verður
einnig helsti hernaðarstyrkurinn.
Þar á ég við yfirburði í öflun upplýs-
inga, dreifingu þeirra og greiningu.
Ef einhver reynir að ráðast á Island
verður það ekki með eldflaugum
heldur verður ráðist á bankakerfið.
Það er veiki hlekkurinn. Öryggis-
stefna framtíðarinnar verður í
þessu samhengi."
Corgan sagði að þótt dregið hefði
úr hemaðarvægi íslands væri ekki
loku íyrir það skotið að staðan
breyttist á ný og bætti við að óþarfi
væri að leggja niður slökkviliðið
þótt lítið væri um elda.
„Island hafði hernaðargildi þegar
ógn stafaði úr norðri," sagði hann.
„Hún er ekki fyrir hendi að sama
skapi og áður, en komi hún fram á
ný verður hún af því tagi að hægast
verður að kljást við hana á upplýs-
inganótunum. Þar með verður ekki
sagt að aðrir þættir hætti að skipta
máli, en þeir verða ekki aðalatriðið í
öryggismálum og vörnurn."
Munu vilja viðhalda
varnarliðinu
Corgan sagði að þótt af og til
heyrðust yfirlýsingar stjórnmála-
manna í Bandaríkjunum um að loka
ætti herstöðvum erlendis og kveðja
hermenn heim væri ólíklegt að her-
stöðinni á Islandi yrði lokað að
frumkvæði Bandaríkjamanna.
„Ég held að völlurinn hafi mikið
táknrænt gildi bæði vegna tvíhliða
samnings Islands og Bandaríkjanna
frá 1951 og aðildarinnar að Atlants-
hafsbandalaginu," sagði hann. „Ég
held að Bandan'kjastjóm og aðrir
bandamenn geri sér grein fyrir
táknrænu gildi skuldbindingarinnar
gagnvart hinum ýmsu löndum og
mikilvægi þeirra. Ég sé því ekki fyr-
ir mér að á næstunni muni banda-
rísk stjómvöld hneigjast til þess að
vilja loka stöðinni heldur muni þvert
á móti vilja viðhalda henni. Hvað
kostnað og endurskipulag vai'ðar
verður slíkt að breytast í hernum.
En her má ekki staðna og sá her,
sem alltaf hefur sömu liðskipan, er
að biðja um ósigur. Þannig að mér
sýnist sambandið standa styrkum
fótum og ákvarðanir um það hvort
vélamar verða 18 eða fjórar eða
málaðar grænar eða bláar em
tæknilegar og gefa ekki til kynna að
eðli bandalagsins sé að breytast."
Engin niður-
staða í Noregi
ENGIN niðurstaða varð af neyð-
arfundi Kirsti Kolle Grpndahl,
forseta norska Stórþingsins, með
leiðtogum þingflokkanna í gær
og stefnir því enn sem fyrr allt í
stjómarkreppu síðar í vikunni
því stjórn miðflokkanna hefur
enn ekki tekist að fá meirihluta-
stuðning við fjárlög sín sem
leggja á fram á fimmtudag.
Landsfundur Verkamanna-
flokksins var haldinn um helgina
og var greinilegt á ræðum for-
mannsins, Thorbjorns Jaglands,
að flokkurinn stefnir á að taka
við stjómartaumunum á næstu
vikum. Fór Jagland hörðum orð-
um um dugleysi núverandi
stjórnar en lét hins vegar ekki
styggðaryrði falla um Hægri-
flokkinn, sem Verkamannaflokk-
urinn vonast til að muni styðja
stjóm sína.
Ahern vekur reiði n-írskra sambandssinna
Spáir sameiningu
Irlands innan tíðar
Dublin. The Daily Telegraph.
BERTIE Ahern, forsætisráðherra
Irlands, sagði á sunnudag að hann
ætti von á því að írland og Norður-
Irland myndu sameinast í hans lífs-
tíð. Sagði Ahern í útvarpsviðtali að
það ferli sem sett var í gang með
samþykkt Belfast-samkomulagsins í
þjóðaratkvæðagreiðslu í maí myndi
á endanum verða til þess að írland
sameinaðist. Spáði Ahern annairi
þjóðaratkvæðagi'eiðslu í kringum
2018 þar sem kosið yrði um samein-
ingu.
Þessi ummæli Aherns vöktu mikla
reiði meðal sambandssinna á N-Ir-
landi sem ekki mega heyra minnst á
sameiningu Irlands, heldur halda
SILFURBUÐIN
Kringlunni • S: 568 9066
- aÍSeÍns betri -
hátt á lofti stöðu N-Irlands sem
hluta af Bretaveldi. Sögðu frétta-
skýrendur í gær að ummælin væru
líkleg til að gera stöðu Davids
Trimbles, leiðtoga stærsta flokks
sambandssinna (UUP) og verðandi
forsætisráðherra á N-Irlandi, enn
erfiðari því Trimble sagði er hann
ákvað að skrifa undir samkomulagið
að hann teldi að með því væri sam-
bandið við Bretland tryggt.
Það var hins vegar skoðun lýð-
veldissinnans Gerrys Adams, leið-
toga Sinn Féin, að samningurinn
væri skref í átt að sameiningu Ir-
lands og nú hefur Ahern í reynd,
tekið undir þá túlkun Adams.
Auk þess að hafa reitt sambands-
sinna til reiði þykir líklegt að um-
mæli Aherns varpi skugga á sögu-
lega heimsókn Tonys Blairs, forsæt-
isráðherra Bretlands, til írlands í
þessari viku en Blair mun ávarpa
írska þingið í Dublin á fimmtudag,
fyrstur breskra forsætisráðherra.
Hefur áður verið haft eftir Blair að
hann búist ekki við því að sjá írland
sameinað á sinni ævi.
Bandaríkin íhuga
einhliða fækkun
kjarnorkuvopna
New York. Reuters.
BANDARÍSKA varnarmálaráðu-
neytið hefur svo lítið bæri á lagt til
að Bandaríkjamenn íhugi að skera
einhliða niður í kjarnorkuvopnabúri
sínu, vegna minnkandi ógnar við
þjóðaröryggi í heiminum og í sparn-
aðarskyni. Frá þessu greindi The
New York Times í forsíðufrétt í
gær.
Sá niðurskurður sem lagður hefur
verið til, að sögn heimildarmanna
blaðsins innan bandarísku stjórn-
sýslunnar, gengur út á að fækka
kjarnaoddum niður fyrir þau 6.000
stykki, sem aðilum START I-samn-
ingsins er heimilt að eiga, en sá
samningur var gerður á meðan
kalda stríðið stóð enn sem hæst.
í START II-samningnum, sem
undirritaður var árið 1993, sömdu
Bandaríkjamenn og Rússar um að
fækka kjarnaoddum sínum niður í
3.000-3.500. Rússneska þingið hefur
hins vegar ekki enn staðfest samn-
inginn og því hefur hann ekki getað
tekið formlega gildi.
Að sögn heimildarmanna New
York Times mun hinn einhliða nið-
urskurður ekki hafa nein áhrif á fæl-
ingarmátt kjarnorkuvopnabúrs
Bandaríkjanna. En með töfinni á
gildistöku START II standa banda-
rísk varnarmálayfirvöld frammi fyr-
ir því að þurfa að verja hundruðum
milljóna dollara í að viðhalda og
hugsanlega endurnýja kjarnorku-
vopn sem þau höfðu gert ráð fyrir að
lóga.
Varnarmálaráðuneytið mun í apríl
síðstliðnum hafa lagt háleynilega
skýrslu fyrir fulltrúadeild þingsins,
þar sem útlistaðar voru níu tillögur
að einhliða niðurskurði kjarnorku-
vopnabúrsins. Háttsettur embættis-
maður Hvíta hússins tjáði New
York Times að hvorki Bill Clinton
forseti né William Cohen varnar-
málaráðherra hefðu tekið ákvörðun
um tillögur varnannálaráðuneytis-
ins og þeir myndu heldur ekki gera
það fyrr en rússneska þingið, þar
sem kommúnistar hafa mest að
segja, lýkur síðustu lotu umræðna
um START Il-samninginn.__________