Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
ENDURMINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 29
ERLENT
Deilt um
kjarnorku
í N-Kóreu
STJÓRNVÖLD í Norður-
Kóreu vísuðu á bug í gær
orðrómi um að þau væru að
smíða neðanjarðarkjarnorku-
ver. I fréttatilkynningu frá op-
inberu fréttastofunni KCNA
segir að þessi orðrómur sé
ekkert nema rógur, runninn
undan rifjum Bandaríkja-
manna og S-Kóreumanna.
Spenna óx í síðustu viku milli
N- og S-Kóreu eftir að Band-
aríkjamenn sökuðu N-Kóreu-
menn opinberlega um að vera
á laun að koma sér upp kjam-
orkutilraunastöð neðanjarðar
við Yongbyon, þar sem gamalt
kjarnorkuver af sovézkri gerð
er að finna, sem samkvæmt
samningi N-Kóreu við Band-
aríkin frá 1994 á ekki að vera í
notkun. Auk þess var greint
frá því í Washington Post sl.
föstudag, að N-Kóreumenn
væru að smíða tvo nýja skot-
palla fyrir meðaldrægar
stýriflaugar og þeir hefðu
aukið framleiðslu á skamm-
drægum flaugum.
Forsetaskrif-
stofan farin
frá Bonn
SKRIFSTOFA þýzka forseta-
embættisins var í gær flutt
formlega til Berlínar. Þar með
er hún fyrst úr hópi helztu
stjórnarskrifstofa Þýzkalands
til að flytja frá Bonn til Berlín-
ar. Stefnt er að því að þingið og
flest ráðuneyti sambands-
stjómarinnar verði í septem-
berbyrjun á næsta ári farin frá
hinum kyrrláta bæ á Rínar-
bökkum, þar sem stjórn Vest-
ur-Þýzkalands var fundinn
staður hálfri öld fyrr. „Eg er
viss um að við verðum í Berlín
á áætlun,“ sagði Franz Mun-
tefering, byggingamál-
aráðherra, við athöfn á skrif-
stofu forsetans Romans
Herzogs í Berlín í gær.
Viðræður um
Kosovo
VESTRÆNIR samningamenn
hittu í gær serbneska stjórn-
málaleiðtoga, í því skyni að
reyna að brúa hyldýpið sem
ber í milli Serba og Kosovo-Al-
bana um hvernig haga skuli
framtíð héraðsins, þar sem fólk
af albönskum ættum er í mikl-
um meirihluta íbúanna. Chris
Hill, erindreki Bandaríkja-
stjómar, átti að eiga fund með
Milan Milutinuvic, forseta
Serbíu, í Belgrad. „Við höldum
áfram viðræðum," sagði tals-
maður Hills. „Við verðum að
finna atriði sem báðir aðilar
geta fallizt á og það verður að
koma pólitískt samkomulag út
úr þessu á endanum."
Hizbollah ban-
ar Israela
HIZBOLLAH-skæruliðar í Lí-
banon, sem njóta stuðnings frá
Iran, varpaði í gær sprengjum
á ísraelska hermenn í Suður-
Líbanon. Einn ísraeli lézt og
tveir særðust, að sögn heim-
ildamanna sem hliðhollir eru
ísraelum. ísraelar hefndu
árásarinnar tafarlaust með
flugskeytaárás úr þyrlum.
Ævimiimingar Gro Harlem Brundtland
vekja umtal
Læknir, móð-
ir, stjórn-
málamaður
Annað bindi æviminninga Gro Harlem
Brundtland kom út fyrir skömmu. Vakti
bókin mikla athygli og umtal, ekki síst
kaflinn um sjálfsmorð sonar hennar
Jörgens. Sigrún Davíðsdóttir gluggaði
í bókina.
„HVAD kemur fólki það við þótt
sonur hennar hafi fyrirfarið sér?“
spurði ágætur maður, þegar hann
heyrði að Gro Harlem Brundtland
skrifaði heilan kafla í annað bindi
endurminninga sinna, „Mit liv 1987-
1998“, um þetta átakanlega atvik í
lífi sínu. Spurningin á vissulega rétt
á sér og það getur verið fróðlegt að
hugleiða svarið.
En endurminningar stjórnmála-
manns eru annað og meira en per-
sónulegur vitnisburður og einnig það
er fróðlegt að hafa í huga. Því miður
er það ekki aðeins tími fjölmiðlanna,
sem líður hratt, heldur tíminn al-
mennt og það virðist þvi miður ein-
kenna sjálfsævisögur stjórnmála-
manna að þeim liggur svo á að koma
þeim út að ekki virðist hafa gefist
nægur tími til að liggja yfir frásögn-
inni. Bók Brundtland er þar engin
undantekning.
Jorgen
Þegar endurminningarnar komu
út í Noregi voru forsíður norsku
blaðanna fyrst og fremst bundnar
frásögn hennar af syninum Jorgen.
Hann var 25 ára þegar hann svipti
sig lífi haustið 1992. Móðirin fær
fréttina á hótelherbergi í Brussel,
þegai’ Olav eiginmaður hennar
hringir í hana. Eftir svefnlausa nótt
kemst hún loksins heim til fjölskyld-
unnar í Ósló, eiginmannsins og
þriggja barna þeirra og fjölskyldna
þeirra. Síðan rekur hún síðustu daga
hans, sjúkdóminn sem hafði þjáð
hann og um leið fjölskylduna,
viðbrögðin eftir jarðarförina, bréfin
sem streyma til hennar og sem hún
sjálf svarar og dagana á eftir, þegar
daglega lífið tekur við á ný, en ekk-
ert er eins og áður.
í viðtölum eftir að bókin kom út
hefur Brundtland sagt frá að hún
hafi sest niður árla morguns, byrjað
að skrifa kaflann, sem í bókinni er 34
blaðsíður og ekki litið upp, hvorki
bragðað vott né þurrt allan daginn,
fyrr en kaflinn var fullskrifaður að
kvöldi. Lesningin er átakanleg eins
og allar frásagnir af þessu tagi hljóta
að vera og það er eldci síður átakan-
legt að lesa bréfbrotin frá fólki, sem
skrifar henni. I bréfunum er sagt frá
hliðstæðum atbm'ðum úr lífi bréfrit-
aranna, sem vilja með reynslu sinni
leggja inn huggunarorð. Tárin flóa
léttilega við lesturinn. Nei, hún
kemst ekki yfir sonarmissinn, það
gerir enginn, en lífið heldur áfram.
Niðurstaða Brundtland í lok kafl-
ans er: „Við verðum að vera athafna-
samari og betri til að meðhöndla
geðræna sjúkdóma og einkum og
sérílagi verðum við frekar en áður að
nota tíma og fé til að fyrirbyggja
sjálfsmorð." Hún áfellist lækna og
heilbrigðiskerfið fyi'ir að skilja
sjúklinga og aðstandendur alltof
mikið efth’ í lausu lofti. Það er eng-
inn, sem heldur fast í unga manninn.
Hann fær að valsa um fársjúkur.
Fyrst eftir lát hans fá foreldrar hans
að vita að hann hefur oft verið flutt-
ur á slysavarðstofuna nær dauða en
lífi efth’ sjálfsmorðstilraunir. Hvern-
ig það getur dulist getur sá spurt,
sem ekki hefur kynnst öðru eins.
Lærdómur lesandans er að vissu-
lega þarf að leita læknis, en það er
GRO ásamt syni sínum Jörgen, sem framdi sjálfsmorð, en Gro fjallar
rækilega um þann atburð og afleiðingar hans í bókinni.
einnig mikilvægt að stóla á eigið
framtak og ekki að treysta því að
kerfið sjái um allt. Þetta er líka að
renna upp fyrir fjölskyldunni, þegar
ungi maðurinn deyr. Eftir situr
móðirin með öll sín ef og ef.
Lærdómur af
frásögninni um Jorgen
En það er einnig annar lærdómur,
sem draga má af frásögn hinnar
syrgjandi móður. Hann er sá að geð-
sjúkdóma þarf að taka óskaplega al-
varlega. Sonurinn deyr 25 ára að
aldri, en fyrstu merkin um að hann
væri „maníó-depressívur“, ýmist
hátt uppi eða langt niðri, komu í ljós
þegar hann var sextán ára. Og strax
þegar hann var fjórtán ára var ljóst
að hann átti við erfiðleika að stríða,
sem lýsing móðurinnar gefur til
kynna að voru annars eðlis en venju-
leg unglingaveiki.
Brundtland er sjálf læknir og hún
reynh’ að kynna sér málin. Samt
gildir það sama um hana og aðra
fjölskyldumeðlimi að hún sveiflast á
milli þess að halda og vona að allt sé
í lagi og leita úrlausna. Þetta minnir
lesandann á hve óskaplega erfitt við
eigum almennt með að viðurkenna
að það sé eitthvað að hjá okkar nán-
ustu og taka hlutina föstum tökum út
frá því. Þessi óvilji okkar til að
horfast í augu við hlutina og hin
hrikalega áminning, sem liggur í
frásögn móðm-innar, eru kannski
mikilvægasti lærdómurinn, sem
draga má af frásögninni.
Þá kemur líka að spurningunni af
hverju stjórnmálamaður eigi að segja
vandalausum frá jafnpersónulegum
atburði og sonarmissi. Þeir sem halda
því fram að einstaklingar í brennid-
epli fjölmiðla eigi rétt á einkalífi hafa
mikið til síns máls. Sjálf segir Gro að
hefði hún látið sonarmissinn liggja
milli hluta hefði það líka vakið eftir-
tekt, rétt eins og sjálf frásögnin gerir.
En um leið og hún gerir það verður
reynsla hennar öllum aðgengileg.
Eins og af allri lífsreynslu er af henni
lærdóm að draga. Það vita allfr að
geðsjúkdómar eru í alltof ríkum mæli
feimnismál. Frásögn af þessu tagi
getur gert sitt til að draga úr fordóm-
um á þessu sviði.
Að máta sig á stall sögunnar
Sjálfsævisögur stjómmálamanna
eru ekki aðeins persónulegur vitnis-
burður. Þær eru sögulegur vitnis-
burður og þótt það sjáist ekki á yfir-
borðinu þá eru stjómmálaleiðtogar
alltaf að fullu meðvitaðir um að þeir
eru ekki aðeins vegnir og metnir sem
einstakiingar, heldur sem stjórnmála-
menn og bomir saman við aðra slíka.
Það er allt í lagi fyrir venjulegt fólk
að vita af því að það sem skilur
stjórnmálaleiðtoga frá öllum hinum
er að þeir eru stöðugt að máta sig á
stall sögunnar. Þefr kjósa að skrifa
ævisögu sína til að gefa sína útgáfu af
sjálfum sér og gerðum sínum.
Það þarf ekki að lesa langt í bók
Gro Harlem Brundtland til að átta
sig á að hún er í bók sinni í hróka-
samræðum við gagnrýnendur sína
heima fyrir. Það þýðir ekkert fyrir
stjórnmálamenn að vera hörundsár-
ir. Því ofar sem þefr em því síður
geta þeir verið að svara fyrir sig.
Haustið 1990 lýsir Svend Auken,
þáverandi leiðtogi danskra jafnaðar-
manna, fyrir Brundtland þremur
hugsanlegum leiðum, sem Evrópu-
samstarfið geti farið. I fyrsta lagi sé
það sem hann kallaði „Thatcher-
módelið", sem gerði ráð fyrir sam-
starfi eins og fram að þessu. I öðru
lagi væri pólitískt, efnahagslegt og
hernaðarlegt samband eins og
Jacques Delors, Spánn, Frakkland
og Ítalía vildu. Þessu væra þó
Þýskaland og Holland á móti, því
þau vildu ekki axla efnahagsbyrðar
Spánar og Ítalíu. í þriðja lagi væri
samstarf líkt og í Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu og þetta væri
norræna línan. Að mati Aukens var
til dæmis myntsamband óhugsan-
legt. Óneitanlega athyglisverð, en
um ieið kolröng úttekt.
Það sem gerir sjálfsævisögu að
góðri lesningu er þegar í henni er
ekki aðeins góð frásögn, heldur
einnig áhugaverðar vangaveltur.
Bók Brandtland er undarlega gjör-
sneydd því síðara og því miður vant-
ar til dæmis alveg í hana hvernig allt
það merkisfólk, sem hún hittir, kem-
ur henni fyrir sjónir. Við kynnumst
engum betur en við geram í fjölmiðl-
um og þá er til lítils af innanbúðar-
manni að skrifa frásögn úr sölum
stjórnmálanna. En kannski finnst
henni hún enn vera of nálægt þessu
fólki til að segja sína skoðun hreint
út.
Frásögn Brundtland er dæmi um
hvernig gagnrýnin situr í stjóm-
málamanni, sem síðan grípur
tækifærið og svarar margra ára upp-
safnaðri gagnrýni.
Eitt af því sem hún er stöðugt að
svara era ásakanir um að hún hafi
eytt of mikium tíma í alþjóðamál og
of litlum í heimamálin. Þegar hún er
tekin tali 1989 í tilefni af fimmtugsaf-
mæli sínu færfr hún þetta í tal, segist
aðeins eyða um 10 prósentum af
vinnutíma í alþjóðamál, en er sann-
færð um að um aldamótin muni
norskur forsætisráðherra eyða að
minnsta kosti tvöfalt meiri tíma í slík
mál. „Það væri rangt og óverjanlegt
að eyða tímanum bara í naflaskoðun.
Við verðum og eigum að taka þátt í
alþjóðastarfi. Það væri fullkomlega
þýðingariaust ef við ættum í einu og
öllu að halda okkur innan eigin
landamæra." I ljósi þess hve Islend-
ingar og Norðmenn era líkh’ í andan-
um að mörgu leyti, era þetta athygl-
isverð ummæli.
ESB-vangaveltur
An tillits til hvort Islendingar líkj-
ast Norðmönnum eða ekki þá sitja
þeir nú við sama borð í litlu EFTA
og nýta sér EES-samninginn til að
vera svolítið með í ESB. Það er því
óneitanlega forvitnilegt að rekja sig í
gegnum bók Brundtland og það sem
hún hefur um Evrópusamskiptin að
segja.
BLAA ROÐIN
Sinfóníuhljómsveit íslands
Tónleikar í Háskólabíói
föstudaginn 27. nóvember kl. 20:00
Hljómsveitarstjóri: Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir
Garðar Cortes og Renato Frasesconi
Kórar: Kór íslensku óperunnar
og Karlakórinn Fóstbræður
Efnisskrá:
Óperutónlist eftirWagner, Borodin,
Tchaikovsky, Mascagni, Puccini
Jón Ásgeirsson og Orff
Miðasala á skrifstofu hljóm-
sveitarinnar og viö innganginn
Sinfóníuhljómsveit íslands
Háskólabíói við Hagatorg
Sími: 562 2255
Fax: 562 4475
Nánari upplýsingar á sinfóníu-
vefnum: www.sinfonia.is