Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gítartónar
TÖMjIST
Geisladiskar
EINAR KRISTJÁN
EINARSSON
Fernando Sor: Tilbrigði um stef eftir
Mozart op. 9; Augustin Barrios: Vals
op. 8, nr. 4 og Una limosna por el
Amor de Dios; Karólína Eiríksdóttir:
Hvaðan kemur lognið?; Francisco
Tarrega: Capricho Arabe og Recuer-
dos de la Alhambra; J.S. Bach: Svíta í
e-moll BWV 996. Einleikari: Einar
Kristján Einarsson. Útgáfa: Skffan.
Lcngd: 56’06. Verð: kr. 2.099.
GÍTARLEIKARAR eru af ýms-
um ástæðum ekki hávær hópur
tónlistarmanna. Þeim mun
ánægjulegra er það þegar fyrir
eyrun ber safn gítartónlistar sem
leikið er af svo miklu öryggi, þrótti
og snerpu eins og þessi nýi geisla-
diskur frá hendi Einars Kristjáns
Einarssonar.
Efnisval Einars er fjölbreytt og
spannar allt frá barokktónum
Bachs, gegnum klassík Femando
Sors, þjóðlega rómantík Tarregas
og Barrios til nútímalegs tónmáls
Karólínu Eiríksdóttur.
Einar Kristján slær strax tóninn
í kröftugu upphafi Mozart-tU-
brigða Sors. Laglínan er úr
Töfraflautunni og er öllum kunn
sem bamalagið „Hann Tumi fer á
fætur“. Verk Sors er ef
til vill ekki merkileg-
asta tilbrigðaverk tón-
listarsögunnar en í
meðförum Einars
Kristjáns verður yfir-
bragðið karlmannlegt
og næstum
„aristókratískt". Vals-
inn hans Barrios er
einnig velþekktur og
hann er hér leikinn af
svo mikilli tæknilegri
leikni og seiðandi
sveiflu að ómótstæði-
legt verður. Skýr tón-
myndun og hljómmikill
tónn Einars gerir þetta
litla lag, sem á yfii--
borðinu virkar léttvægt, að alvöru
músík. Reyndar er það þessi
hljómmikli tónn Einars og hund-
rað prósent tónöryggi hans sem
veldur því að diskurnn er svo
þægilegur áheyrnar. Hitt verkið
eftir Barrios, Una limosna por el
Amor de Dios, (sem reyndar væri
gaman að vita hvað þýddi! -
vandaður upplýsingabæklingur
óskast, takk!) er nokkuð litlaust
lag sem lítið skilur eftir en hljómar
samt vel. Lagið er frekar keimlíkt
meistarastykki Tamegas, Kveðj-
um frá Alhambra, og virkar eins
og fólleit endurgerð þess. Tarrega
á líka annað verk á diskinum,
Capricho Arabe, sem Einar spilar
geysilega fallega, en
það á þetta yndislega
lag líka skiHð. Verk
Karólínu Eiríksdóttur,
Hvaðan kemur lognið?,
er þróttmikið en ekki
þykir mér það að sama
skapi áhugavert þrátt
fyrir tilþrifamikla
spilamennsku. (Hlustið
t.d. á upphafið á II).
Mér gekk illa að finna í
því samfellda þróun og
ekki hjálpaði titill
verksins. Einhverjai'
útskýringar hefðu ver-
ið til bóta. Lútusvítu
Bachs spilar Einar
Kristján með meiri
auðmýkt og hógværð en önnur
stykki á diskinum. Vafalaust finn-
ur listamaðurinn til sömu lotning-
ar og við hin í návist þessa meist-
ara meistaranna.
Upptakan á diskinum er hljóm-
mikil og endurómurinn þægilegur.
Ef að einhverju mætti finna í því
sambandi væri það helst að hljóm-
urinn mætti gjarnan fá að lifa ör-
lítið lengur í lok laganna, stundum
er „klippt" fullsnöggt á eins og í
endinum á Valsi Barrios og Bo-
urrée úr svítu Bachs.
Þessi geisladiskur hefur veitt
mér mikla ánægju.
Valdemar Pálsson
Einar Kristján
Einarsson
Töskur úr
nílarkarfa
NÚ stendur yfír sýning Arndísar
Jóhannsdóttur á töskum úr roði
nílarkarfa í Galleríi glugga,
Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4.
Nflarkarfinn kemur frá Afríku
en er sútaður og litaður hér á
landi. Áferðin er annars vegar
eins og rúskinn og hins vegar
lökkuð.
Arndfs hefur um árabil hannað
töskur úr roði ólíkra fiskteg-
unda.
Sýningunni lýkur 28. nóvem-
ber.
Fyrsti píanó-
„virtúósinn“
TOIVLIST
Geislailiskai*
RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON
J.S. Bach: Krómatísk fantasía og
fúga í d-moll BWV 903; Franz
Schubert: Fantasía í C-dúr op. 15
(Wanderer). Fréderic Chopin:
Pianósónata í h-moll op. 58. Einleik-
ari: Rögnvaldur Sigurjónsson (píanó).
Upptaka: RÚV 1958 (Bach), 1961
(Schubert), 1973 (Chopin). Útgáfa:
Japis JAP 9860-2. Lengd: 54’09.
Verð: kr. 1.999.
VONANDI tek ég ekki of mikið
upp í mig að kalla Rögnvald Sigur-
jónsson fyrsta og mesta píanó-
„virtúós“ okkar Islend-
inga.
Rögnvaldur skrifar
sjálfrn- textann sem fylg-
ir diskinum og er þar
bæði getið um tilurð
upptakanna og fjallað
um veririn. Eins og
Rögnvaldar er von og
vísa er frásögnin
skemmtileg og tilgerðar-
laus - skrifuð á skiljan-
legu mannamáli. Þetta
vekur upp minningar um
útvarpsþættina „Túlkun
í tón)ist“ þar sem Rögn-
valdur fór á kostum í
umfjöllun og saman-
burði á túlkun ólíkra
listamanna á þekktum
tónverkum. Megum við
biðja RÚV um endurflutning á þess-
um frábæru þáttum?
Tilgerðarleysið og beinskeytt túlk-
unin er einmitt það sem einkennir
spilamennsku Rögnvaldar - og svo
auðvitað óviðjafnanleg tæknin.
Rögnvaldur getur þess í bæklingn-
um að þessar gömlu útvarpsupptök-
ur hafi aðeins verið ætlaðar til flutn-
ings í eitt skipti og að þeim megi
helst líkja við „live“-flutning þar sem
sjaldnast var nokkuð klippt og yfir-
leitt spilað í einni striklotu. Eg hef
það á tilfinningunni að Rögnvaldur
sé að biðja hlustendur sína afsökun-
ar á hugsanlegum feilslögum og lé-
legri hljóðritun í þessum upptökum -
en slíkt er alger óþarfi. Allir vita við
hvers konar aðstæður þetta er hljóð-
ritað og bæði er það að upptakan er
mjög þokkaleg og svo eru mistökin
hverfandi og skipta auðvitað litlu
sem engu máli. Áhugamannseyra
mitt þykist greina einhver feilslög í
hita leiksins í niðurlagi lokakafla
Wanderer-fantasíunnar en heildar-
túlkun Rögnvaldar á þessu erfiða
verki Schuberts er mjög eftirminni-
leg og margt óviðjafnanlega fallega
gert eins og þegar annað stef
lokakaflans skín eins og sólargeisli í
kröftugu upphafmu (nr. 5: l’OO).
Krómatíska fantasían og fúgan er
nokkuð rómantísk í túlkun Rögn-
valdar og þótt slíkt þyki ef tO vill
ekki góð latína á síðustu tímum rétt-
trúnaðar í tónlist, þá trúi ég að allir
hljóti að hrífast af spila-
mennsku Rögnvaldar.
Hlustið t.d. á
rauðglóandi niðurlag
fúgunnar (nr. 2: 3’14 -
4’08) - hvílík tækni og
hvflík tónlist!
Chopin sónatan er
hljóðrituð miklu seinna
og mér finnst tónninn
hafa breyst talsvert hjá
píanóleikaranum, hann
hefur meiri mýkt en áð-
ur og túlkunin er inni-
legri en í hinum verkun-
um tveimur. Auðvitað er
varla hægt að bera sam-
an hárómantískt verk
Chopins sem lýtur allt
öðrum lögmálum en
barokkið hjá Bach og
rómantíska klassíkin hans
Schuberts. Einnig finnst mér meiri
„dýnamík" í Chopin-sónötunni en í
Schubert fantasíunni en hin síð-
artalda hefði að ósekju mátt þola
meiri andstæður að þessu leyti. Að
öðru leyti er nálgun Rögnvaldar við
Chopin ekki eins rómantísk og ég
hafði reiknað með og mjög fjarri því
að vera yfirkeyrð og væmin. Hlustið
t.d. á tilgerðarlausan largo-kaflann.
Þessa gullfallegu tónlist þarf ekki að
teygja og toga í allar áttir til að hún
virki.
Jú, ég held að ég standi við það að
Rögnvaldur sé mesti píanósnillingur
Islendinga.
Valdemar Pálsson
Rögnvaldur
Sigurjónsson
Konan með
stóru Kái
SJONVARP
Sunnudagsluikliúsið
SVANNASÖNGUR
Eftir Hlín Agnarsdóttur. Leikstjórn
og klipping: Viðar Víkingsson. Leik-
mynd: Gunnar Baldursson. Stjórn
upptöku: Hákon Már Oddson. Leik-
endur: Pálmi Gestsson, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir, Hjálmar
Hjálmarsson, Rósa Guðný Þórsdóttir,
Elva Ósk Ólafsdóttir, Aníta Briem,
Inga María Valdimarsdóttir, Friðrik
Friðriksson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur
Darri Ólafsson, Helga Jónsdóttir.
SÚ hugsun hvarflar óneitanlega
að manni eftir lokaþátt Svannasöngs
að tilgangur höfundarins sé að sýna
ýmsar hliðar kvenlegrar náttúru,
fremur en að karlinn sjálfur sé lagð-
ur fram til krufningar. Kvenmynd-
irnar sem birtast eru hvorutveggja
fleiri og hlutverk þeirra svipuð að
vægi, hringsólandi kven-tungl um-
hverfis karl-reikistjömuna sem
snýst um móður-sólina, sem yljar og
nærir. „Hvert eiga svona karlmenn
að leita?“ spyr Dóra þegar hún er
komin í nudd til Sirrýjar. Og svarið
birtist á augabragði. Heim til
mömmu, hvert annað? Mömmu sem
tekur alltaf við drengnum sínum,
eldar, þvær og bakar, vemdar
drenginn sinn íyrir vondu fólki og
vill helst ekki að hann fari nokkum
tíma að heiman. Verða þær Dóra,
Sirrý og Bjargey svona þegar synir
þeirra snúa heim í móðurfaðminn
eftir misheppnuð hjónabönd eða er
það bara ein kynslóð kvenna sem
bregst svona við? Verða ungu kon-
umar í dag öðmvísi þegar á reynir
eftir tíu, tuttugu eða þrjátíu ár?
Veikustu hlekkir verksins eru að
reynt er að segja margar sögur
samhliða. Hliðarsögumar verða
ósköp einfaldar og persónurnar
tæplega meira en skissur. Þannig er
um Elías, sjómann frá Eskifirði, og
Elsu konu Björgvins. Einnig vex
samband þeirra Björgvins og
Bjargeyjar einkennilega hratt án
þess að áhorfandinn fái tækifæri til
að fylgjast með. Innri tími verksins
er einnig ekki nægilega skýrt
markaður, ekki er alltaf ljóst hversu
langur tími Mður á milli einstakra
atburða eða hversu langan tíma allri
atburðarásin er ætlað að taka. Þá
hefði höfundurinn mátt vera óvægn-
ari við að skera burt setningar sem
greinilega voru lagðar í munn per-
sónanna án annarrar sýnilegrar
ástæðu en að þykja fyndnar s.s.
einsog fjölmargar tilvísanir í vafa-
samt líferni listamanna. Ádeila á op-
inbera stjómsýslu og sukk á þeim
bæ hvarf einnig í skuggann fyrir
persónulegri hliðum á iífi embættis-
mannanna Ragnars og Björgvins.
Kostirnir eru þeir, að hér er
reynt að sameina tvær hliðar á
leiknu sjónvarpsefni. Afþreyingu og
alvöru, skemmtun og skoðun. Það
tekst bærilega. Myndin hefur
ótvírætt afþreyingargildi, hún er
fyndin og á köflum farsakennd, per-
sónurnar em dregnar grófum drátt-
um, týpumar standa fyrir ákveðnar
manngerðir; Dóra er framakonan,
Sirrý er nýaldarkonan, Bjargey er
eiginkonan, frú Nanna er mamman
og sálfræðingurinn er sérfræðing-
urinn með vandamál ekki síður en
við hin. Leikkonurnar voru gi’eini-
lega vel með á nótunum og lögðu
áherslu á að leika týpuna, fremur en
að eltast við dýpt sem ekki var fyrir
hendi og sýndu hver sína konu af
hispursleysi og skemmtilega yfir-
veguðu kæruleysi. Einföldun per-
sónanna rýrir ekki verkið heldur
gefur því undirtón siðferðilegrar
dæmisögu, á bakvið háðskan tóninn
slær hjarta siðapostulans; svona á
ekki að haga sér, það er ljótt að
ljúga og svíkja, konur eiga ekki að
láta hafa sig að fífli, þær eiga að vita
betur eftir öll námskeiðin, fyrir-
lestrana og sálfræðitímana. Og það
þrátt fyrir að fyrirlesarinn sé annað
viðhaldið og sálfræðingurinn næsta
ginningarfífl flagarans. Háðið bar
alvörana ofurUði í lokin.
„Allan tímann var ég að leita að
einni konu. Konunni með stóra
Kái,“ segir Ragnar úr ræðustól við
kvennahópinn og í hjarta þeirra
allra bærist óskin um að vera sú
eina rétta, KONAN sem fær flagar-
ann til að festa ráð sitt og líta ekki
framar á aðrar konur. Oskhyggja,
segir Svannasöngur. Þeir breytast
aldrei. En konurnar eiga von, þær
geta snúið bökum saman, sleikt sár-
in í sameiningu og passað sig betur
næst.
Pálmi Gestsson hélt ágætlega ut-
an um Ragnar allt til enda þótt
hann virtist á köflum misjafnlega
vel upplagður. Veikast var atriðið
með hinni „dönsku" gleðikonu, sem
af talandanum að dæma virtist hafa
flúið reynsluheiminn íslenska ekki
löngu áður. Bestur var Ragnar í
lokin þegar veikleikarnir era orðnir
hans helsti styrkur og eftir einhvers
konar meðferð er hann nú sér-
fræðingur í sjálfum sér. Ragnar
Sigmundsson fíknarfræðingur og
með nafnspjald þar að lútandi upp á
vasann, gengur frjálslegur í fasi í
hóp þeirra sem leysa stöðugt eigin
vandamál á kostnað annarra í
bókstaflegri merkingu. Um leið er
hann búinn að hvítþvo sig af fyrri
syndum, honum er fyrirgefið og
getur því byrjað á nýjan leik,
„...aðeins rúmlega fertugur og
búinn að afgreiða öll þessi mál.“
Gott hjá honum og öllum sem að
honum stóðu.
Hávar Sigurjónsson
■ ÞRJÚ verk eftir belgíska súr-
realistann Rene Magritte seldust
fyrir mun hærra verð en áður hefur
fengist fyrir verk hans, á uppboði
hjá Christie’s í New York fyrir helgi.
Hæsta verðið fékkst fýrir „Les vale-
urs personnelles“ sem seldist á 7,15
miHjónir dala, um 500 milljónir ísl.
kr., en það er nærri því helmingi
hærra verð en aðrar myndir hans
hafa selst á. Kaupandinn var nútíma-
listasafnið í San Franciseo.
■ VERKFALLI starfsfólks d’Orsay-
listasafnsins í París lauk sl. fóstudag
og voru dyr þess þá opnaðar að nýju
fyrir listunnendum. Safnið hafði verið
lokað í níu daga en þar stendur nú yf-
ir sýning á verkum Vincents van
Goghs og lærifóður hans, Jean-
Francois Millets. Gríðarleg aðsókn
hefur verið að sýningunni og langar
biðraðir. Krafðist starfsfólkið þess að
fá aukagreiðslur vegna hins mikla
álags. Niðurstaðan varð sú að starfs-
fólkið fær 1.000 franka aukagreiðslu,
sem svarar til 12.450 ísl. kr. auk fjög-
urra frídaga aukalega. Áður en verk-
fallið skall á, sóttu um 5.000 gestir
safnið heim á degi hverjum.
■ TÓNSKÁLDIÐ Ragnar SöderHnd
hefur lokið við óperuna „Ólafur
Tryggvason“, sem er byggð á verki
norska tónskáldsins Edvards Griegs.
Grieg lauk aldrei við verk sitt, en til
era um 40 mínútur úr óperu Griegs,
byggðri á samnefndu verki Bjöm-
stjerne Bjömson. Söderlind segist
ekki hafa lokið við verk Griegs, er þó
megi greina það í fyrsta kafla óper-
unnar, sem er um tveir og hálfur tími
í flutningi í heild sinni. Verður hún
frumflutt í Björgvin árið 2000.