Morgunblaðið - 24.11.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.11.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 31 LISTIR * Islensk skemmtun eins og hún geríst best LEIKLIST Freyvangsleikhnsið Félagsheimilið Kreiðuinýri, Reykjadal LÓMUR-BAR Spunaleikrit eftir ýmsa höfunda. Leikstjóri: Hannes Örn Blandon. Aðstoðarleikstjóri: Helga Ágústsdótt- ir. Hljómsveit: Eiríkur Bóasson, Bjarni Eiríksson, Sindri Páll Bjama- son, Húnbogi Valsson. Píanóleikari: Þórdís Karlsdóttir. Ljósamaður: Jónas Gunnarsson. Hljóðmaður: Darri Ólason. Smiður: Stefan M. Rödtang. Listmálari: Svava Egilsson. Leikarar og söngvarar: Ymsir. Föstudagur 20. nóvember. EKKI háði þeim þunna loftið í Þingeyjarsýslum Eyfirðingum þetta blíða föstudagskvöld heldur bar þessi mikli fugl lómurinn þá með sér í upplyftingunni - enda væng- hafið stórt á fuglinum þeim sem neitar að drepast þótt þeir segist ætla að drep’ann einsog maður ger- h' víst við kabaretta fyrir norðan: Þeim er ætlað að svífa eina kvöld- stund um sali, en þessi lómur - það er svo mikið líf í honum að hann neitar að gefa upp öndina og er kominn hingað í Reykjadalinn yfir fjöll og hrímgrá bæjarljós sprelllif- andi og tyllir sér við barinn, bar- lómslaus með öllu og lyftir svo okk- ur áhorfendum með sér upp, tveggjastaupalánga stund. Ekki hvarflar að mér að segja frá söguþræðinum því hann sést hvergi og þannig er það best. Samt er lóm- urinn belgfullur af efni. Hér úir og grúir allt af „karakterum“, slordón- um, stórskáldum og „originölum“ í allskonar uppákomum. Formálaleys- ið í atvikum þessarar sýningai’ er dýrlegt og hnyttnin svo lipur og létt að hún snýst á einseyringi eða fjöð- ur. Allt gengur þetta bráðvel upp í fullkomnu skeytingarleysi leikhóps- ins um allt nema skemmtun. Hér gefa allir sitt besta, hvort sem það er Brói fylliraftur, karlakórinn og kon- an með blásturshljóðfærið eða stúlk- an í rauðu peysunni með svuntuna sem hertók hlustirnar á okkur í saln- um með gliti vara sinna og þandi þær út með fógrum, fullum hljóðum. Sannkölluð „heví mega mama“, stúlkan sú. Og einmitt þetta gerir þessa sýningu að mannlífsspegli, menningarsögu í aldarlok: Hér birt- ist íslenskt samhengi órofið, þan- þolið, heilt: þungarokk og hring- hendur umgangast hér eins og gaml- ir grannar, dýr kveðskapur þolir ná- býlið við Kela og kláðamaurana. Jafnvel bandaríski sveitasöngvatreg- inn kallast á við karlakór úr norð- lenskri sveit og er þó yfir meira haf að fara en Atlantshafið. Hér sýna Eyfirðingar vel að sá einn sem er jarðbundinn getur tekið flugið án þess að fórlast það. Þetta er roknafín skemmtun og ég vona að þarna í félagsheimilinu á Breiðumýri hafí ekki hljómað svana- söngur Lómsins-Bars. Þessi lómur ætti að svífa sem víðast yfir héruð og tylla niður tá. Laginn maður með myndavél gæti jafnvel komið honum fyrir inni í imbakassa og út til allra landsmanna án þess að stífa um of á honum fjaðrirnar. Hér er á ferðinni íslensk skemmtun eins og hún gerist best. Guðbrandur Gislason Fyrstu einleikstónleikarnir á kontrabassabásúnu Morgunblaðið/Kristinn DAVID Bobroff heldur einleikstónleika á kontrabassabásúnu i Gerðubergi í kvöld. KONTRABASSABÁSÚNA er sjaldséð hljóðfæri og einkum þó í einleikshlutverki. í kvöld gefst áhugasömum kostur á að heyra og sjá bandaríska bassabásúnu- leikarann David Bobroff leika á þetta sérstæða hljóðfæri á tón- Ieikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, en þetta munu vera fyrstu kontrabassabásúnutón- leikarnir sem haldnir eru hér á laudi. Tónleikarnir eru jafnframt fyrstu einleikstónleikar Davids hérlendis en hann hefur Jeikið með Sinfóníuhljómsveit íslands síðastliðin fjögur ár og þar áður með Sinfóníuhljómsveitinni í Tenerife á Kanaríeyjum og The Glenn Miller Orchestra. Hljóðfærið er engin smásmíði en upprétt stendur það um 180 cm. „Það er stærra en ég,“ segir David og brosir en hann hefur átt kontrabassabásúnuna í tvö og hálft ár og þykir nú kominn tími til að leyfa fólki að heyra í henni á tónleikum. Erlendis hafa áður verið flutt einleiksverk á kontra- bassabásúnu en hann kveðst ekki vita til þess að áður hafi verið fluttir heilir einleikstónleikar með því hljóðfæri í aðalhlutverki. Að sögn Davids hefur notkun kontrabassabásúnu aðallega ver- ið bundin við stór óperuverk og nefnir hann þar sérstaklega óp- erur eftir Wagner og Strauss. Á tónleikunum í Gerðubergi verða flutt tvö verk sem samin eru sérstaklega fyrir kontra- bassabásúnu, og reyndar þau einu sem eru sérstaklega samin fyrir það hljóðfæri, að sögn Da- TÓM IST Iðnð KAMMERTÓNLEIKAR Áskell Másson: Fantasía, Kadenza, Partita (Nokturne), Sónata, Hri'm, Sónatína (frumfl.) Blásarakvintett og Rhythm Strip. Einar Jóhannesson, klarínett; Áskell Másson, darabúka; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Einar Kristján Einarsson, gftar; Steef van Oosterhout, slagverk; Sigrún Eðvaldsdóttir, fíðla; Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló; Sigurður Ingvi Snorrason, klarínett; Blásarak- vintett Rcykjavíkur; Pétur Grétars- son, sneriltromma. Iðnó, laugardag- inn 21. nóvember kl. 16. í TILEFNI af 25 ára starfsafmæli Áskels Mássonar vai’ efnt til tónleika með verkum hans fyrir næiri fullu húsi í Iðnó á laugardaginn var. Áskell hefur undanfarinn aldarfjórðung ver- ið meðal afkastamestu tónskálda hér á landi með hátt í sjötíu tónverk á samvizkunni, þar af á annan tug verka fyrir sinfóníuhljómsveit. Kammer- og einleiksverkin mynda þó meiripart afí’akstui’sins, og af þeim fengu tónleikagestir að heyra átta stykki er spönnuðu tímabilið 1978-98, hvert jieirra fyrir ólíka áhöfn. vids. Annað þeirra er eftir Ant- hony Plog, samið árið 1992, og hitt er eftir Brian Fennelly frá árinu 1976. Það hefur oft verið flutt á túbu en í kvöld verður verkið frumflutt í heild sinni á upprunalegt hljóðfæri. Onnur verk á efnisskrá tónleikanna hafa upphaflega verið skrifuð fyrir bassabásúnu eða túbu með Miðað við þá sérstöðu sem Áskell hefur markað sér á sviði slagverks- tónlistar var slagverkið minna áber- andi í hljóðfæravali kvöldsins en vænta mátti, ef frá eru talin fyrsta og síðasta verkið auk Partita fyrir gítar og slagverk. Fyrsta atriði á dagskrá, Fantasía frá 1983 (svo leið- rétt úr „1987“ í tónleikaskrá) var lit- ríkur samleikur Einars Jóhannes- sonar á klarínett og höfundar á bjöllutrommuna darabúka frá Aust- urlöndum nær. Verkið er samið und- ir áhrifum frá ljóði um árstíðirnar eftir sígilda kínverska skáldið Lí Pó og tókust þar á ljóðrænar austrænar tilfinningar og vestrænn strúktúral- ismi. Það mætti heyrast oftar í Áskeli á hljómleikapalli, því trúlega er hann enn meðal fremstu hand- trommuleikara landsins, þó að hann komi allt of sjaldan fram. Guðmundm- Kristmundsson glírndi af glæsibrag við hina stuttu en tækni- lega krefjandi Kadenzu, sem unnin er úr einleikskafla Víólukonserts Áskels sem Unnur Sveinbjarnardóttir frum- flutti 1983, og þótti manni andi verks- ins lýsa skoðun höfundar á víólu sem fremur angurværu hljóðfæri. Hin í t.d. blásarakvintett og básúnu- tríó. Þau eru eftir Bach, Arnold, Schmidt, Tomasi og Penderecki. Auk Davids koma fram á tón- leikunum Judith Þorbergsson pí- anóleikari og básúnuleikararnir Sigurður Sveinn Þorbergsson,' Oddur Björnsson og Edward Frederiksen ásamt Blásarakvin- tett Reykjavíkur. meginatriðum kyrrláta Partita (Nokturne) frá því ári síðar var ör- ugglega flutt af þeim Einari Kristjáni Einarssyni á gítar og Steef van Oosterhout á slagverk, en sagði hins vegar undirrituðum hlutfallslega minnst af verkunum fyiir hlé. Fyrri hluta lauk með flutningi Sig- rúnar Eðvaldsdóttur og Önnu Guð- nýjar Guðmundsdóttur á Sónötu Áskels fyrir fiðlu og píanó frá 1993. Hér kvað heldur við annan tón, því að vitund undirritaðs bar verkið verulegan keim af tíðaranda áranna kringum miðju þessarar aldar, þegar enn eimdi eftir af nýklassík milli- stríðsára. Þetta var stærsta og heil- steyptasta verk fyrri hálfleiks og prýðilega flutt, þó að drægi til skaða úr áhrifamætti þess hvað flygillinn var illa stilltur. Eftir hlé lék Bryndís Halla Gylfa- dóttir Hrím fyrir selló án undii’leiks frá 1978. Verkið var framan af fáð dökkum og drungalegum tilfinninga- litum, en hitnaði síðan verulega í hamsi með m.a. áberandi stökum tónum með snöggum crescendóum. Bryndís Halla sá að öðrum ólöstuð- um um eftirminnanlegasta einleik Lögga KVIKMYJVDIR Háskólabfó ÚT ÚRSÝN (OUT OF SIGHT) ★★★ Leikstjóri Steven Soderbergh. Hand- ritshöfundur Scott Frank, e. skáld- sögu Elmores Leonard. Tónsmiður David Holmes. Kvikmyndatökustjóri Elliot Davis. Aðalleikendur George Clooney, Jennifer Lopez, Ving Rhames, Isiah Washington, Don Cheadle, Steve Zahn, Dennis Farina, Albert Brooks, Samuel L. Jackson. 120 mín. Bandarisk. Universal 1998. BANDARÍSKI reyfarahöfundur- inn Elmore Leonard er í miklu uppá- haldi hjá kvikmyndaframleiðendum um þessar mundir, hann á t.d. sög- urnar að baki hinnar vel heppnuðu Get Shorty, og hinnar heldur lakari Jackie Brown. Að þessu sinni fær hann ágæta meðhöndlun hjá hand- ritshöfundinum Scott Frank og við- unandi hjá leikstjóranum Steven Soderbergh. Það er samt leikhópur- inn sem gerir gæfumuninn. Vöru- merki og aðal Leonards eru grát- hlægilegar persónur, sem gjarnan koma sér - í seinheppni sinni - í makalaust kúnstugar kringumstæð- ur. Að þessu sinni löggan Karen Sisco (Jennifer Lopez) og bankaræn- inginn Jack Foley (George Clooney). Þau verða ástfangin, sem er einkar óheppilegt þegar löggan þarf að lok- um að hafa hendur í hári bófans síns. Frísk og óvenjuleg glæpamynd, því hún snýst meira um persónurn- ar, tengsl þeirra og litríkt innræti en aðgerðir. Kvikmyndagerðin er Leon- ard blessunarlega trú, hver og ein sögupersóna fær sitt pláss og er undantekningarlaust óvenju vel túlk- kvöldsins með afburða innlifaðri frammistöðu. Ef marka má fyrrgreinda Sónötu og Sónatínuna fyrh’ klarínett og píanó frá þessu ári sem Sigurður Ingvi Snorrason og Anna Guðný Guð- mundsdóttir frumfluttu snöfurlega efth’ einleik Bryndísar Höllu, virðist stfll Áskels á seinni árum vera að fær- ast nær hinni klassísku fyrirmynd um jafnvægi og tærleika í formi. A.m.k. hljómaði margt á þá lund á ytra borði, enda þótt ýmsum leikfettum módern- ismans eins og t.d. „Flatterzunge“ og örtónbilum í blæstrinum væri ekki með öllu vai-pað fyrir róða. Hér sem fyn- var til vanza klökkur hljómur flygflsins, sem í því ástandi hefði frek- ar átt heima á villtavesturskrá en í tónleikasal. Blásarakvintett Reykjavíkur lék þessu næst rúmlega kortérslangan Blásarakvintett Áskels frá árinu 1991. Verkið hefði að smekk undir- ritaðs mátt brydda aðeins meira upp á sjálfstæðari pólýfónískum vinnu- brögðum og heyranlegri púlsrytma en gert var í þéttriðnum blás- arasatzinum, en seinni hlutinn átti sín augnablik, kannski ekki sízt fyrir og bófí uð. Jafnvel Clooney sýnir tilþrif. Framleiðendurnir hefðu getað aug- lýst „Clooney leikur!“, líkt og „Garbo talar!“ í eina tíð. Hann er vissulega takmai’kaður leikari, en persóna hans nýtur sín hér til fullnustu, það gerir gæfumuninn. Jennifer Lopez, sem var svo minnisstæð í illleikan- legu hlutverki í U-Turn, sannar hér að senustuldur hennar í mynd Sto- nes var engin tilviljun. Seiðmagnað kjarnorkukvendi. Minni hlutverkin eru einnig dýrðlega skipuð. Ving Rhames er traustur að vanda sem félagi Foleys á glæpabrautinni; Don Cheadle er gustmikill sem snarrugl- uð, þeldökk glæpaspíra og tugthús- limur og Dennis Farina er 100% í fínu smáhlutverki sem faðir Lopez. Þeir eru hinsvegar óborganlegir í dæmigerðum, bráðfyndnum Leon- ardsköpunarverkum, þeir Albert Brooks sem huglaus hvítflibba- ki-immi og Steve Zahn sem guðsvol- aður smákrimmi, „með laust bfla- stæði á milli eyrnanna“, einsog félagi hans, Foley, orðar það. Zahn gerh’ erkiflónið, ímyndunarkrimmann og hasshausinn Glenn að eftirminnilegri persónu. Ekki má heldur gleyma Michael Keaton, sem er svo flinkur að hann gerir örhlutverk aula í FBI allt að frábærum þætti í þessu bráð- fyndna púsluspili. Þessi mannskapur heldur fjörinu gangandi með stfl. Soderbergh hefur fátt gert eftirtekt- arvert síðan hann vakti athygli fyrir hina ofmetnu Sex, lies and videota- pes, að þessu sinni er handbragð hans hreint ekki sem verst, einkum sleppur hann vel frá fjölmörgum aft- urhvörfum í framvindunni, sem hefðu getað riðið henni að fullu í höndum minni spámanns. Tónlist og klipping eru langt yfir meðallagi. Sæbjörn Valdimarsson innslagsbrotin úr Liljulaginu sem undu sig inn og út líkt og gripdýr á vindskeið frá víkingaöld. Niðurlagið í þéttingsöruggri túlkun þeirra félaga var töluvert áhrifamikið, enda þótt skraufþurr hljómburður hins nýlega endurreista Iðnósalar gerði fjarska lítið fyrir samhljóminn, svo vægt sé til orða tekið. Það kom þó minnst að sök í lokaat- riðinu. Klykkt var út með verki, sem gegn öllum líkum reyndist skemmti- legasta atriði kvöldsins, „Rhythm Strip“ (1997) eða dúó - að maður segi ekki einvígi - milli tveggja sneril- trommuleikara. Pétur Grétarsson sló „sópran“ með lífið að veði, og Steef van Oosterhout lúði „alt“ og „tenór“ af ekki minni hvötum; oftast með sneril uppi, en stundum án. Það er fá- um öðrum trúandi en Áskatli til að ná að kreista jafnmörg og ólík blæbrigði úr jafn einhæft herskáum frekjudalli sem sneriltromman er venjulega, en þar fyrir utan var vel uppbyggð hólm- gangan þrungin spennu og gáska, sem tónskáldið mætti að ósekju láta oftar eftir sér í verkum sínum. Þeir tvímenningar léku af magnaðri ná- kvæmni, hvassri snerpu og sópandi innlifun við mikinn fógnuð áheyrenda, og lauk þar með fjölbreyttum „por- trett“-tónleikum Áskels Mássonar á björtum nótum úr óvæntustu átt. Ríkarður Ö. Pálsson Úr óvæntustu átt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.