Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Slyngur kórstjóri
Bókakynning
á Súfístanum
DAGSKRÁ um ritgerðasafnið
Undur veraldar verður á Súfist-
anum, bókakaffi, Laugavegi 18,
í kvöld, þriðjudag kl. 20.30.
Nokkrir höfundar segja frá
því sem þeir glíma við í greinum
sínum í bókinni. Þá verða sýnd-
ar myndir af furðum þessum.
Höfundar munu einnig reyna að
svara fyrirspurnum um
hvaðeina sem varðar raunvís-
indi.
Fimmtudaginn 26. nóvember
kl. 20.30 munu fimm nýir
höfundar lesa úr verkum sínum:
Aðalsteinn Svanur Sigfússon
sem les úr ljóðabókinni Kveiki-
steinar, Auður Jónsdóttir sem
les úr skáldsögunni Stjórnlaus
lukka, Auður Ólafsdóttir sem
les úr skáldsögunni Upp-
hækkuð jörð, Ami Sigurjónsson
sem les úr skáldsögunni Lúx og
Árni Þórarinsson sem les úr
skáldsögunni Nóttin hefur
þúsund augu.
Upplesturinn er haldinn í
samvinnu við Félag heyrnar-
lausra og verður túlkaður á
táknmál jafnóðum.
TONLIST
Háteigskirkja
KÓRSÖNGUR
Flutt voru verk eftir Mendelssohn,
Mozart, Schubert, Grieg, Handel,
Þorkel Sigurbjömsson, Jónas Tómas-
son og undirritaðan. Einsöngvari var
Björk Jónsdóttir, undirleikari á orgel
Jörg Sondermann en stjórnandi
Margrét Bóasdóttir. Sunnudagurinn
22. nóvember, 1998.
VÖRÐUKÓRINN var stofnaður
1995 upp úr Árneskórnum og hefur
Margrét Bóasdóttir stjórnað og
þjálfað kórinn frá upphafi. Ekki er
getið í efnisskrá, hversu gegnir um
Unglingakór Selfosskirkju, sem
bæði söng einn og með Vörðukórn-
um undir stjóm Margrétar en trú-
lega á hún einnig heiðurinn af
þjálfun unglingakórsins.
Yfirskrift tónleikanna var
„Sungið til englanna", enda var
upphafs- og lokalag tónleikanna
„Söngur englanna" úr óratoríunni
Elías eftir Mendelssohn en eftir
hann voru auk þess flutt fjögur
önnur verk. Dagur er nærri eftir
Hándel og Ave vemm corpus eftir
Mozart vom einnig flutt af
Vörðukórnum, svo og tvö íslensk
lög, Englar hæstir eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson og Dagur er nærri eft-
ir Jónas Tómasson. Söngur kórsins
var mjög vel mótaður og er
auðheyrt, að Margi-ét Bóasdóttir
er slunginn kórstjóri.
Saman sungu kórarnir Sjá þann
hinn mikla flokk eftir Grieg og var
einssöngsstrófan sungin af Ung-
lingakórnum, sem og söng einn
fjögur lög, Heilræðavísur eftir
undirritaðan, Til þín, Drottinn eftir
Þorkel Sigurbjömsson, Lyftu þín-
um augum upp eftir Mendelssohn
og Drottinn er minn hirðir eftir
Schubert. Söngur unglingakórsins
var athyglisverður og ekki aðeins
hreinn og skýr, heldur og sérlega
hljómmikill og þéttur í hljóman.
Einsöngvari í tveimur verka
Mendelssohns var Björk Jónsdótt-
ir og var söngur hennar góður en
sérstaklega reyndi á í seinna verk-
inu, Helgisöng, sem sungið var við
þýðingu Þorsteins Valdimarssonar
á texta úr Davíðssálmunum.
Vörðukórinn er vel syngjandi
kór og ekki síður var undmnarefni
að heyra Unglingakór Selfoss-
kirkju, svo hér eftir má vel muna
eftir, að Margrét Bóasdóttir hefur
komið sér upp góðum kómm og að
hjá Vörðukórnum og Unglingakór
Selfosskirkju er von í góðum söng.
Undirleikari á orgel var Jörg
Sondermann og átti hann þátt í vel
heppnuðum tónleikum. Þá er rétt
að geta þess, að Kristján Valur
Ingólfsson lagði kómum til bæði
þýðingar og fmmsamda texta enda
vom öll erlendu viðfangsefnin
nema Ave vemm sungin á íslensku.
Þetta vom góðir tónleikar og eins
og fyrr segir sýndi Margrét Bóas-
dóttir að hún er slyngur kórstjóri.
Jón Ásgeirsson
Létt og
látlaust
HLUTI af Þingi fljótandi umræðu, eftir Þórodd Bjarnason.
HLUTI af skipan Lilju Bjarkar í Gryfju Nýlistasafnsins.
MYJVDLIST
Nýlistasafnið
BLÖNDUÐ TÆKNI
Til 29. ndvembcr. Opið þriðjud. til
sunnud. frá kl. 14-18.
FIMM listamenn deila með sér
Nýlistasafninu að þessu sinni. Þeir
eru Aðalsteinn Stefánsson, Hjörtur
Hjartarson, Lilja Björk Egilsdóttir,
Pétur Guðmundsson og Þóroddur
Bjarnason. Þó svo að þessir lista-
menn eigi fátt eitt sameiginlegt þeg-
ar öllu er á botninn hvolft tengir það
list þeirra hve óefniskennd hún er;
forgengileg; óformræn og tækifæris-
skotin.
Það er greinilegt að ný kynslóð
listamanna er að gægjast upp úr
moldinni þótt hún fari sér hvergi
óðslega. Þetta eru listamenn sem
virðast vera búnir að fá sig fullsadda
á öllum hinum svokölluðu „íslensku
sérkennum og sérstöðu“ og vilja nú
bara láta líta á sig sem hveija aðra
einstaklinga af þessum heimi á því
herrans ári og öld sem senn taka
enda. Þeir em ekki að færa okkur
neinn stórasannleik; endurkomu
þess sem var, né dásemdimar sem
við eigum í vændum. „Elskið það
sem þið hafið og reynið að vera trú
yfir litlu" er boðskapur þessara hóg-
væm sýnenda. Okkar er svo að skilja
eða misskilja erindið.
Hjörtur Hjartarson er ef til vill
efnismestur þar sem hann hreiðrar
um sig efst í SÚM-salnum. Þar sýnir
hann Kyrralíf úr sjónvarpi, ljós-
myndaskot af skjánum sem hann yf-
irfærir sem málverk á striga. Hug-
myndin er yndislega ísmeygileg og
lítillát, en herslumun vantar á að út-
færslan skili sér með þeim tærleik
sem vera skal. Titlamir vilja verða of
ósýnilegir og frágangur verkanna
mætti vera fullkomnari. Þessir
hnökrar skyggja þó engan veginn á
inntakið.
í svokölluðum Bjarta sal sýnir
Aðalsteinn Stefánsson Mínir dýr-
mætu vökvar, sem samanstendur af
röð af smáum tilraunaglösum með
blóði, tárum, munnvatni og sæði
listamannsins. Á öðmm vegg er und-
urfogur Ijósmyndaröð af smásjár-
sýnum af sömu líkamsvessum.
Áhorfandi kemst vitanlega ekki hjá
því að bera útkomu Aðalsteins sam-
an við snöggtum dramatískari Dýr-
mæta vökva Louise Bourgeois, frá
1992, svo víðfrægt og margumtalað
sem það verk er nú orðið. Þannig
fær hann óvænta snurðu á lesningu
verksins. Er ef til vill bannað að
vitna til frægra samtímaverka? Má
bara notast við gömlu meistarana
þegar maður býr til tilvitnun í mynd-
list annarra?
Að vísu hefði ég kosið að sjá Aðal-
stein takast á við þann líkamsvökva
sem mér finnst öðmm fremur ein-
kenna listina og heim þeirra sem við
hana fást. Hér á ég við svitann; af-
rakstur puðsins, samkeppninnar og
frægðarljómans - þegar 500 volta
sviðsljósin falla loksins á mann eftir
öll undangengin vonbrigði og maður
perlar sæll og rjóður eins og feitur,
svissneskur mjólkurostui'. Slíkur
írónískur útúrsnúningur væri
snöggtum nærtækaiú en sársauka-
full og tilvistarleg lífstíðarkvöl Lou-
ise gömlu Bourgeois.
Vestfirski listmálarinn Pétur Guð-
mundsson hefur í hartnær ár verið
að senda Nýlistasafninu „sýningar“ í
huglægu formi. Myndefnið, sem Pét-
ur sendir í rituðu máli sem sendibréf
er tilfallandi. Þama eru fjöllin við
Skutulsfjörðinn, Ernir yst og Kubbi
innst - svipmikið fell með svo óborg-
anlegu heiti. Af öðmm sendingum
má nefna Edinborgarhúsið og sjálft
Nýlistasafnið, en það geta einnig
verið fuglar himinsins og fiskar hafs-
ins.
Hugmyndin er vissulega góðra
gjalda verð en steytir ögn á útfærsl-
unni. í svonefndum Svarta sal hefði
verið upplagt að varpa textunum á
vegginn. Þar hefði óefniskennd út-
færsla hæft frábærlega Ijóðrænni
hugmynd. En Pétur kýs inn-
rammaða texta í upplýstum salnum,
sem er svo hrörlegur að hann þolir
ekki birtuna.
Lilja Björk Egilsdóttir leggur
Gryfjuna svokölluðu undir glæra
plastpoka sína, sem hún fyllir af mis-
litu vatni svo þeir skína eins og hálf-
gagnsæir ísmolar eða risavaxið
ávaxtahlaup. Andspænis Gryfjunni í
salnum er ávaxtahýði dreift um
gólfið eftir að safinn hefur verið
pressaður úr því. Þessar appelsínur
og sítrónur búa yfir ámóta litrænum
léttleik og plastpokamir með vatn-
inu.
Eitthvað í vinnubrögðum Lilju
Bjarkar minnir sterklega á kyrralíf
eða uppstillingar. Yfir verkum henn-
ar er hrífandi ferskleiki, sem hún
þarf samt að stilla í hóf og passa að
verði ekki of frekur og opinskár.
Þannig hefðu veggverkin gjarnan
mátt missa sín að þessu sinni því þau
eru af öðra og notinvirkara sauða-
húsi, sem dregur beinlínis úr léttleik
heildarinnar.
I Forsalnum við syðri innganginn
hefur svo Þóroddur Bjarnason breitt
úr sér með Þing fljótandi umi-æðu.
Enn og aftur sannar Þóroddur að
honum er ekki fisjað saman þegar
kemur að ögrandi endurnýjun listar-
innar. Nú hefur hann myndað
þriggja manna umræðuhóp sem
panta má á mannamót - allt frá af-
mælis- og fermingaveislu til opin-
berra stjómmálafunda - til að halda
uppi umræðu um hvaðeina sem
menn kjósa sér. Þessir „þingmenn
hinnar fljótandi umræðu“ mæta til
leiks, prúðir og snyrtilegir, reiðu-
búnir að yfirstíga alla stéttalega og
félagslega íyrirstöðu.
Það sýnir sjálfsöryggi Þórodds
sem listamanns hvernig hann byggir
upp skipan sína í Forsalnum. Lítil
sýningavél varpar þriggja manna
þinginu á einn af stöplunum í saln-
um. Umhverfis era reytur og riss;
úrklippur og dæmi um það hvemig
Þóroddur blandar sér inn í umræðu
líðandi stundar, af hvaða toga sem
hún kann að vera. Tilfinning hans
fyrir „hér“ og „nú“ - þeirri stað-
reynd að með gagnagrunnsfrum-
varpinu, kvótaþrætunni og hálendis-
deilunni, er almenningur okkar
hljóðláta þjóðfélags allt í einu farinn
að sökkva sér ofan í margflókna og
blæbrigðaríka deilu sem ekki er
heiglum hent að leiða til lykta - er
hreint makalaus. En Þóroddur er
ekki banginn. Hann virðist trúa því
að listin hafi mannbætandi áhrif á
heiminn; og ekki nóg með það; hann
fær okkur sýningargesti til að trúa
þeim fullyrðingum eins og nýju neti.
Halldór Björn Runólfsson
GRÝLA og Leppalúði í gamla
íslenska krosssaumnum.
Utsaumaðir
jólasveinar í
Kaffistofu
Gerðarsafns
í KAFFISTOFU Listasafns Kópa-
vogs, Gerðarsafns, eru til sýnis út-
saumaðar frummyndir úr bókinni
Jólasveinarnir þrettán - Jóla-
sveinavísur, eftir Elsu E. Guðjóns-
son, ásamt íslensku vísunum úr
bókinni.
Myndimar, alls tuttugu og sjö,
eru hannaðar og saumaðar af
bókarhöfundi úr íslensku ullar-
bandi, eingimi, með gamla íslenska
krosssaumnum.
Auk íslenska textans eru vísum-
ar í bókinni á dönsku og ensku, og
hentar hún vel sem jóla- og
aðventukveðja til útlanda, segir í
kynningu. Bókin er til sölu og kost-
ar 995 kr. Sýningin verður opin til
og með sunnudeginum 13. desem-
ber, en safnið er lokað á mánudög-
um.
Martynas Steinunn Birna
Svégzda Ragnarsdóttir
Nýjar hljómpötur
• CON Espressione er með Ieik
Martynas Svégzda fiðluleikara og
Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur
píanóleikara. Þau flytja rómantísk
verk frá fyrri tímum, m.a. eftir
Kreisler, Schumann, Schubert,
Brahms, De Falla, Bruch o.fl. Á
plötunni era einnig hljóðrituð í
fyrsta sinn tvö verk eftir litháska
tónskáldið Gruodis.
Frank Ponzi hannaði bæklinginn,
sem hefur m.a að geyma fágætar
ljósmyndir og texta Halldórs Han-
sen læknis. Platan er tileinkuð
Árna Kristjánssyni píanóleikara og
Elenu Strazdas Bekeriene, ömmu
fiðluleikarans, sem er vel þekktur
fiðluleikari og var við nám í París á
tímum Kreislers.
Leitast er við að endurvekja tíð-
aranda þess tíma og endurspegla
fortíðina í ljósi nútímans.
Útgefandi er Japis. Upptökur
fóru fram í Fella- og Hólakirkju í
júlí 1998 og var tónmeistari Bjami
Rúnar Bjarnason og tæknimaður
Grétar Ævarsson. Verð: 2.099 kr.
-------------------
■ J PAUL Getty listasafnið í Los
Angeles hefur keypt eitt af elstu
verkum franska impressjónistans
Claude Monet en verkið er jafn-
framt eitt af fyrstu verkunum sem
máluð voru í anda impressjónism-
ans. Það heitir „Sólarupprás", frá
árinu 1873, og sýnir höfnina í Le
Havre. Verkið var áður í eigu mál-
verkasafnara og hefur sjaldan kom-
ið fýrir almenningssjónir. Segir í til-
kynningu frá safninu að verkið sé í
góðu ásigkomulagi. Er þetta þriðja
Monet-verkið sem Getty-safnið
kaupir en það á mikið safn im-
presjónískra verka.