Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 34

Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Sjónarhorn Aivar Paidla skólastjóri í Tartu í Eistlandi var tvo daga í senn í tíu íslenskum skólum. Gunnar Hersveinn bað hann um að bera saman íslenskt og eistneskt skólastarf og draga lærdóma af veru sinni hér. Betri tök á nemendum í Eistlandi? -W- ^ENNSLUSTUNDIRNAR hér mætti nýta betur,“ seg- ir Aivar Paidla skólastjóri JL JL.Tartu Raatuse Gumnaasi- um í Eistlandi eftir heimsóknir í 10 skóla í Reykjavík og Hafnarfíi-ði, „hjá okkur er tíminn 45 mínútur, svo er gert 15 mínútna hlé og strax haf- ist handa á ný í 45 mínútur. Hér eru 40 mínútna tímar og fara fimm min- útur framan af og aftan af í að taka upp úr töskum og ganga frá á nýjan leik.“ Aivar (framburður Ævar) segist hafa tekið sérstaklega eftir þessu í heimsókn sinni og vísar til þess að í efri bekkjum gi'unnskóla og mennta- skóla fari nemendur oft á milli stofa og steli það af tímanum sem kennar- inn hefur til kennslunnar. Aivar vai' hér í Nord praktik starfsþjálfun sem Norrænu félögin skipuleggja og hann fékk styrk Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Hann heimsótti Engi- dalsskóla, Lækjarskóla, Setbergs- skóla, Víðistaðaskóla, Hvaleyrar- skóla, Flensborg og Iðnskólann í Hafnarfirði og Öldutúnsskóla, Foldaskóla og Lýðskólann í Reykja- vík, og var yfirleitt tvo daga í hverj- um skóla. Landamæri nemenda Böm í Eistlandi hefja skólagöng- una sjö ára gömul. Skólaskyldan stendur í níu ár og flokkast 10., 11., og 12. árið undir menntaskóla og Ijúka þau honum yfírleitt 18-19 ára gömul. Aivar stýrir grunnskóla í Tai-tu og eru 945 nemendur í honum. „Það er 29,5 börn í bekk, svo það verður að halda góðum aga,“ segii' hann, „mér sýnist líka aginn vera strangari í Eistlandi. Hér eru oft um 20 nemendur í bekk en mismunandi hvort aga sé haldið. Ég sá hér bekki sem voru til fyrirmyndai' og aðra sem mótuðust af agaleysi. „Ég tel mikilvægast að setja skýrar reglur, segja frá þeim í bytjun og fylgja þeim eftir. Kennarar þurfa að að gefa nemendum land og líka landamæri. Þetta þarf að vera ljóst frá upphafi skólagöngunnar,“ segir hann. Hann segir vandamálið felast í því að einstaka agalausir nemendur í bekkjum fá að vaða uppi og eyði- leggja fyrir öðrum sem vilji vinna vel. Það skorti ráð til að koma í veg fyrir þetta. Hann segist hafa áhuga á að bjóða íslenskum kennurum til Tartu og fylgjast með kennslustund- unum þar. Hann reiknar með að þeir geti lært sitthvað um agann sem hann telur vera strangan, og hvemig kennarar þar bregðist við óstilltum nemendum. Aivar segir skólana sem hann heimsótti vel skipulagða og auðvelt að fá svör við spurningunum sem hann var með. Hann hafi fylgst með kennurum og verið með í kennslu- stundum og nokkrir nemendur gáfu honum heimilisfang til að hann gæti útvegað þeim pennavini í Eistlandi. „Það er vel við hæfi því Tartu og Hafnarfjörður eru vinabæir og við verðum með vinabæjarmót í júní á næsta ári,“ segir hann. Langur vinnudagur kennarans „Skólaárin í Eistlandi og á íslandi eru nánast jafnlöng eða 175 dagar hjá okkur en 170 dagar hér,“ segir Aivar, „einkunnakerfið er öðruvísi. Við gefum 5 hæst. 4 er gott, 3 full- nægjandi en 2 lélegt. Nemendur sem fá tvo í tveimur fógum verða að vera áfram í skólanum þegar sumarfrí byrjar hjá öðrum. Þeh fá kennslu í fallfögunum og taka aftur próf í þeim. Ef það dugar ekki og þeir falla Engin ilmefni ACO BARN Fæst í apótekinu þínu Morgunblaðið/Golli NEMENDUR sem standast ekki kröfurnar að vori sitja eftir um sum- arið á meðan aðrir fara í fríið, segir Aivar Paidla, skólastjóri í Tartu. á ný verða þeir að endurtaka allt skólaárið." Þetta telur Aivar veru- legan mun á íslensku og eistnesku skólakeifi, þvi hér er ekki hægt að falla á milli bekkja. I 1. til 4. bekk í Eistlandi er einn aðalkennari en eftir það kenna 10-12 fagkennarar hverjum bekk. Tungu- málakennslan byrjar hjá níu ára börnum og velja þau flest ensku eða 80% og 20% þýsku. Rússneska var áður þeirra annað mál en er núna á hröðu undanhaldi. Franska er aðeins kennd í tveimur skólum og annar þeirra er í Tartu, reyndar í skóla Ai- vars. Þýska er vinsæl sem annað er- lenda tungumálið og í 10. bekk velja þau það þriðja sem stundum verður danska, finnska eða sænska eða franska og rússneska. Vinnudagur kennara í Eistlandi virðist honum stytti'i. „Hver kennai'i hér virðist kenna allt að tvöfallt meira en kennarar í Eislandi. Is- lenskh kennarar eru margir með aukavinnu á kvöldin og um helgar, þeir eru að kenna á námskeiðum eða eru með einkakennslu. Myndmennt- arkennarar eru svo með gallerí og stunda eigin list. Hér eru allir í auka- vinnu,“ segh' hann, „hjá okkur bygg- ist kennsluskyldan á aldri nemenda og efni og er fullt starf frá 18-24 stundum á viku eftir því. A Islandi er fullt stai'f 28 kennslustundh' hjá nýj- um kennurum. Ég get ekki neitað því að langur vinnudagur Islendinga vekur mér furðu.“ Sérkennslan betri á Islandi En hvaða lærdóma getur hann dregið af íslenskum skólum? „Is- lenskir skólar eru betur búnir tækj- um en okkar. Okkm' vantar t.d. alger- lega tölvur í stofurnar. Einnig sinnið þið sérkennslu vel,“ segh' hann, „kennsla fyrir börn með sérþarfir er betm' skipulögð í skólum á Islandi. I Eistlandi fara fötluð börn í skóla ætl- aðan þeim einum en nám í almennum skólum stendur þeim ekki til boða.“ Aivar Paidla segist fara heim rík- ari en hann var hér 19. október til 17. nóvember. Hann er 32 ára gamall og segist hafa verið yngsti skólastjórinn í Eistalandi þegar hann var ráðinn til starfa 27 ára gamall. Núna er hann næstyngstur. Hann segist hafa séð mai'gt hér og kynnst mörgum og eigi eftir að skrifa um það í eistnesk blöð og halda fyrirlestra. Tai'tu, heimaborg Aivai's, er önnur stærsta borg Eistlands með 96 þús- und íbúa. Hún er 185 km frá höfuð- borginni Tallin. Elstu varðveittar heimildir um Tartu eru frá 1030. Kaþólska kirkjan setti latínuskóla á fót í borginni árið 1299. S Islensk börn úr öllum áttum ÞAÐ þarf dálitið til að fólk rífi sig upp snenima á sunnudagsmorgnum og fari með börnum sínum í skóla. Þetta leggja foreldrar íslenskra barna í Belgíu á sig til þess að börn þeirra, sem sum eru í belgískum skólum, ýmist flæmskum eða frönskumælandi, skandínavískum, þýskum, breskum eða ameriskum skólum, fái notið kennslu f ís- lensku. Þetta vakti jafnvel athygli flæmska sjónvarpsins í Brussel, sem í fyrravetur gerði sjónvarps- þátt um fyrirbrigðið. Það eru flmm ár síðan Adda Steina Björnsdóttir guðfræðingur hleypti skólanum af stokkunum og fékk inni fyrir hann í safnaðar- heimili dönsku kirkjunnar í Brus- sel. Hann var fyrst hefðbundinn sunnudagaskóli en fljótlega fóru foreldrar að krunka sig saman og byijað var að uppfræða og kenna íslensku með hjálp þriggja ágætra kennara; Iðunnar Steinsdóttur, Borgþórs Arngrímssonar og Guð- rúnar Einarsdóttur, sem öll eru nú flutt aftur til Islands. Elsti kennarinn er yngstur Á sjötta tug íslenskra barna sækja skólann reglulega, sem er á við meðalskóla úti á landsbyggð- inni. í fyrra var kennt tíu sinnum yfir veturinn, en í kjölfar skoð- anakönnunar, sem gerð var meðal foreldra, var skóladögum fjölgað og er skóli nú haldinn tólf sinnum yfír veturinn og hefst hann stund- víslega kl. 11 á sunnudagsmorgn- um og stendur í tvær kennslu- Morgunblaðið/Steinunn Harðardóttir ÁLFHEIÐUR Hanna Friðriksdóttir, söngnemi, aðstoðar hér Andreu Erlu Fausböll og Hildur Iris Magnúsdóttir fylgist með, en Ágúst Páls- son og Jón Karel Sedney spá í haustið, sem var verkefni dagsins hjá yngstu krökkunum í íslenska skólanum í Brussel. íslenski skólinn í Brussel stundir. Yngstu börnin, frá tveggja ára aldri, fara í samveru- stund, sem Dröfn Ólafsdóttir fóstra og Álfheiður Hanna Frið- riksdóttir pianóleikari og söng- nemi stjórna. Þar er mikið sungið, lesnar sögur, farið í alls kyns leiki og föndrað. Börn frá 6 til 10 ára eru undir stjórn tveggja reyndra kennara, Marion Wicehert og Jónínu Völu Kristinsdóttur, 10-12 ára krökk- unum kennir Guðrún Vilmundar- dóttir, leiklistafræðingur, sem einnig kenndi við skólann í fyrra og er hún eini gamli kennarinn (er reyndar yngst að árum, aðeins 24 ára). Ólína Ásgeirsdóttir, sem er myndmenntakennari að mennt, kennir svo elsta hópnum, sem eru unglingar frá 13-15 ára. íslenskur skólakór í Brussel Árlega hefur fengist 100 þús. króna styrkur frá menntamála- ráðuneytinu, sem í fyrra var auk- inn í 150 þús. en nægir þó engan veginn til þess að standa undir öllum kostnaði í sambandi við skólann. Foreldrar barnanna brugðu þá á það ráð að greiða sjálfir laun kennara og er það gert í formi skólagjalda. Nýverið barst svo skólanum kærkomin gjöf frá utanríkisráðherra sem veitti lionum 100 þús. ki-óna styrk til kaupa á íslenskum bókum og er þar með kominn vísir að ís- lensku bókasafni sem er til húsa í Sendiráði Islands í Brussel. Fyrir jólin ætla svo elstu krakk- arnir, undir handleiðslu Ólínu Ás- geirsdóttur, að gefa út blað helg- að jólahaldi á Islandi í samvinnu við hina krakkana í skólanum, sem teikna, semja sögur eða brandara. Jólalögin verða að sjálfsögðu æfð á fullu í lok hvers skóladags undir stjórn Mörtu Hrafnsdóttur, sem er í söngnámi við Konservatoriið. Hún liefur áð- ur komið nálægt kórstarfi og m.a. stjórnað Barnakór Hallgríms- kirkju. Það verður því spennandi að hlusta á skólakór Islenska skólans í Biussel syngja í fyrsta skipti opinberlega á jólaballi Is- landsfélagsins í Belgíu sunnudag- inn 6. desember. Reynt hefur verið að fylgja námsefni í íslensku sem jafnaldr- ar barnanna á Islandi eru að glíma við, en oft standa kennarar andspænis því að gott kennsluefni er ekki til fyrir þann stóra hóp ís- lenskra barna, sem dvelja til lengri eða skemmri tíma ijarri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.