Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Plnrgtwlíltólli
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AUSTFIRÐIR OG
ORKUVÆÐING
LIFSKJÖR fólks og velferð, hverrar tegundar sem er,
þ.á m. menntun, heilsugæzla og félagsleg þjónusta,
byggjast á fjármunum. Þeir fjármunir eru sóttir í auðlindir
þjóðarinnar, menntun hennar og þekkingu, lífríki sjávar,
landbúnað, iðnað, verzlun og ferðaþjónustu. Á 20. öldinni
hefur þjóðinni bæzt „þriðja auðlindin", orkan í jarðvarma og
fallvötnum landsins, sem breyta má í störf, verðmæti og lífs-
kjör. Það er þessi auðlind sem Austfirðingar horfa nú eink-
um til í varnarbaráttu gegn fólksflótta úr fjórðungnum,
samanber viðtöl hér í blaðinu sl. laugardag og sunnudag.
Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Fáskrúðsfjarðar, segir í viðtali við Morgunblaðið, að
330 manns hafi ílutzt úr fjórðungnum á fyrstu níu mánuðum
líðandi árs. Það samsvari 20 þúsunda manna „flótta" úr höf-
uðborginni. Það er því skiljanlegt að Austfirðingar horfi til
allra möguleika, þar á meðal orkufreks iðnaðar, til að fjölga
störfum í fjórðungnum, gera einhæft atvinnulíf fjölþættara
og búa fólki með margs konar menntun búsetuskilyrði í
landshlutanum. Þeir benda réttilega á að hvert eitt starf í
frumatvinnugrein skapi þrjú til fjögur hliðarstörf.
Hin hliðin á málinu, engu að síður íhugunarverð, er varð-
veizla náttúru og víðerna lands okkar, sem hafa ómælt vægi
sem segull á ferðamenn hvaðanæva. Það er m.ö.o. nauðsyn-
legt að finna sátt um nýtingu náttúruauðlinda á hálendinu.
Tækni í jarðgangagerð hefur fleygt fram og hugsanlega má
nýta þá möguleika sem hér um ræðir „með rennsli í stað
uppistöðu", eins og Finnur Ingólfsson, ráðherra orkumála,
drap á í viðtali hér í blaðinu. Hreinn Hjartarson, bæjarverk-
fræðingur á Húsavík, viðraði og þann möguleika að fram-
leiða rafmagn úr jarðvarma á háhitasvæðum fremur en að
ráðast í vatnsaflsvirkjanir norðan Vatnajökuls. Halldór
Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur dregið í efa, að
það sé raunhæfur kostur.
Mergurinn málsins er sá að finna verður sátt um nýtingu
náttúruauðlinda. Við þurfum að sameina það tvennt að lifa
af auðlindum láðs og lagar, sem forsjónin hefur lagt okkur
upp í hendur til framfærslu og varðveizlu, og í sátt við um-
hverfi okkar.
FRAMSÓKNAR-
MENN OG ESB
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður
Framsóknarílokksins, gerði samskipti íslands og Evr-
ópusambandsins að umtalsefni í ræðu er hann flutti á
flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Halldór sagði
þar m.a.: „Ég tel ekki rétt að útiloka það um alla framtíð að
aðild geti orðið vænlegur kostur. Það er óskynsamlegt að
vera með slíkar fullyrðingar og taka þannig afstöðu fyrir þá
sem ráða íslensku samfélagi í framtíðinni. Við höfum aldrei
hikað við að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi ef það hefur
verið mat okkar að það væri til hagsbóta fyrir íslensku þjóð-
ina. Við eigum ekki að láta stjórnast af hræðslu og ótta við
hið óþekkta heldur af yfirveguðu mati á aðstæðum á hverj-
um tíma.“
Utanríkisráðherra velti jafnframt fyrir sér þeim mögu-
leika, að íslendingar gætu staðið utan hinnar sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu sambandsins, og mælti með að gerð yrði
viðamikil könnun á því. Taldi hann margt mæla með því að
sérstakar reglur og sérstök stefna næðu yfir hafsvæðin í
Norður-Atlantshafi. Þetta eru athyglisverðar hugmyndir en
staðreyndin er engu að síður sú, að óbreytt sjávarútvegs-
stefna ESB útilokar aðild okkar og hefur gert um langt
skeið.
Vissulega vekur það athygli, að formaður Framsóknar-
flokksins skuli viðra sjónarmið af þessu tagi á ílokksþingi og
hugmyndir hans gefa tilefni til, að Islendingar velti fyrir sér
þeim kostum er þeir standa frammi fyrir. Hlé hefur verið á
íslensku Evrópuumræðunni um nokkurt skeið og má ekki
síst rekja það til þess, hversu vel hefur tekist til með fram-
kvæmd EES-samningsins. Segja má, að í raun sé ekkert
sem knýr á um aðildarumsókn af hálfu Islands þar sem
helstu hagsmunir okkar eru tryggðir með aðildinni að Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
Þróunin í Evrópu er hins vegar það hröð, að nauðsynlegt
er að stöðugt endurmat fari fram á hagsmunum Islendinga.
Á næsta ári munu ellefu aðildarríki ESB taka upp sameigin-
legan gjaldmiðil. Samkvæmt skýrslum, sem teknar hafa ver-
ið saman á vegum íslenzkra stjórnvalda, veldur það litlum
sem engum vandkvæðum í utanríkisviðskiptum okkar. Öðru
máli gegnir, ef Danmörk, Bretland og Svíþjóð fylga í kjöl-
farið á næstu árum. Þar með yrðu öll helstu viðskiptaríki
okkar í Evrópu á hinu nýja gjaldmiðilssvæði. Þá kann stað-
an að verða önnur og erfiðari fyrir okkur.
„Orkan er auð
sem ber að ný
„FYRST af öllu verður að nást þjdðarsátt uni eðlilega nýtingu lai
segir Þorkell Helgason, orkumálastjdri.
Orkustofnun annast
rannsóknir á orkuauð-
lindum og er ríkisstjórn-
inni til ráðuneytis um
nýtingu þeirra. Þorkell
Helgason orkumála-
stjóri segir að nauðsyn-
legt sé að gera átak í
forathugunum virkjana.
Ragna Sara Jónsdóttir
ræddi við Þorkel um
orkugetu landsins, nýt-
ingu jarðhita, vatnsafls-
virkjanir utan hálendis-
ins og sátt um nýtingu
landsins.
EG ANDMÆLI þeirri mynd
sem mér finnst hafa verið
dregin upp af okkur „orku-
mönnum“. Við erum engir
villimenn sem klæjar í fingurna að
fá að skemma fossa. Okkur hefur
verið stillt upp sem náttúruníðing-
um í umræðunni undanfarið, en
staðreyndin er sú að orkumenn eru
líka náttúruunnendur," segir Þor-
kell, og bætir við:
„Bent hefur verið á að það sé
ábyrgðarleysi gagnvart komandi
kynslóðum að ganga á náttúruna og
breyta henni. En það er líka
ábyrgðarleysi að mínu mati að þjóð-
arbúið safni skuldum sem komandi
kynslóðir þurfa að greiða upp. Okk-
ur ber að nýta orkulindir landsins
þjóðinni til hagsbóta. Við eigum að
treysta efnahagsgrundvöll komandi
kynslóða með skynsamlegri nýtingu
náttúruauðæfanna, þannig að þær
geti gi-eitt skuldirnar og um leið
staðið undir eigin velferð. En jafn-
framt verðum við að taka tillit til
gersema í íslenskri náttúru," segir
Þorkell.
Lítil vandamál af
miðlunarldnum hérlendis
Þorkell bendir á að ýmislegt sé
einfaldara hérlendis varðandi virkj-
unarframkvæmdir en annars staðar.
Til að mynda muni yfir milljón
manna verða látin flytja búferlum í
Kína þar sem setja á búsvæði þeirra
undir fyrirhugað miðlunarlón við
stórvirkjunina í „Gljúfrunum þrem-
ur“ í Kína. Hann segir einnig að lón-
in, sem ráðgerð eru norðan Vatna-
jökuls, séu frekar smá miðað við þá
orku sem hægt er að nýta úr þeim.
„Þau vandamál sem komið hafa
upp við stórvirkjanir erlendis er
vart að finna hérlendis. Flóðahætta
af völdum virkjana í byggð er nán-
ast engin og aðeins einu sinni hefur
fólk þurft að flytja búferlum vegna
virkjana, en örfáar fjöl-
skyldur þurftu að flytja úr
Fljótunum þegar Skeið-
fossvirkjun var byggð á
ánmum eftir stríð.
Erlendis eru dæmi um
vandamál vegna gróðurhúsaloftteg-
unda sem myndast við rotnun gróð-
urs í miðlunarlónum og streyma
upp úr lónunum. Þessara áhrifa
gætir til dæmis óverulega á Is-
landi,“ segir Þorkell.
Þorkell segir að vatnsaflið sé einn
fárra kosta mannkyns til að draga
úr gróðurhúsaáhrifum. Hann bendir
t.d. á fyrrgreinda risavirkjun í Kína,
sem verður nær tvöfalt aflmeiri en
fengist úr öllu virkjanlegu vatnsafli
á íslandi. Hún kemur í stað kola-
orkuvera og mun því hlífa andrúms-
loftinu við að taka við sjö milljörðum
tonna af koltvísýringi á endingar-
tíma sínum. Þetta er útblástur sem
svarar til núverandi losunar á Is-
landi í 2500 ár. Okkur, jafnt sem
Kínverjum, ber skylda til að nýta
vistvænar orkulindir eftir þvi sem
kostur er,“ segir Þorkell.
Mögulegt að velja
úr virkjunum
Hlutverk Orkustofnunar er að
fást við orkurannsóknir og leggja á
ráðin um nýtingu orkulindanna.
Þorkell segir að stefnt sé
að því að gera átak í forat-
hugunum virkjana. Forat-
huganir séu og eigi að
vera í höndum Orkustofn-
unar, en frekari rann-
sóknir og undirbúningur sé hjá
þeim sem vilja virkja. Þær miði að
því að meta grundvallarforsendur
virkjana, m.a. mælingar á vatns-
rennsli og fallhæð, hvort lónstæði sé
heppilegt, kostnaður á orkueiningu
viðunandi og umhverfisáhrif þolan-
leg. „Með auknum forathugunum er
mögulegt að velja milli nokkurra
kosta þegar þörf er á virkjun af
ákveðinni stærð og á ákveðnu
svæði. Við verðum að hafa fleiri
kosti til taks sem fela í sér ólíka
möguleika. Við stefnum að því að
geta ávallt valið úr a.m.k. þremur
kostum þegar tvær virkjanir vant-
ar,“ segir Þorkell.
Dæling gefur færi á
lægra vatnsborði
Þorkell segir að framfarir í virkj-
unartækni undanfarin ár gefi fleiri
virkjunarkosti, sem auk þess séu
umhverfisvænni en áður. Vatninu sé
til dæmis ekki lengur veitt um
skurði, heldur sé nú unnt að bora
göng um langan veg og leiða vatnið í
þeim. Stíflur séu byggðar úr ódýr-
ara en sterkara efni en áður, auk
þess sem unnt er að fella þær betur
að umhverfinu en áður. Kostnaður
við að grafa háspennulínur í jörð á
viðkvæmum stöðum fari lækkandi
auk þess sem hægt sé að nýta vatn,
sem e.t.v. liggur í óhentugri hæð,
með dælingu, en sú aðferð hefur
verið notuð víða erlendis.
„Eg sé fyrir mér að hægt yrði að
lækka vatnsborð í Norðlingaöldu-
lóni af náttúruverndarástæðum,
með því að dæla vatninu upp í nauð-
synlega hæð í staðinn. Áuðvitað
kostar þetta sitt, einkum í stofn-
kostnaði, en á móti kann að koma
betri nýting vatnsins. Ég bendi á
þetta sem dæmi um að sífellt er ver-
ið að huga að umhverfisvænni leið-
Orkumenn eru
líka náttúru-
unnendur