Morgunblaðið - 24.11.1998, Qupperneq 42
,42 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Bygg'ðamálin
málefnum
EKKI er langt síð-
an byggðamál voru til
umræðu á Alþingi og
reyndust nú flestir
hafa áhyggjur af þró-
un byggðamála. Það
má ljóst vera að slíkar
áhyggjur eru ekki út í
bláinn en hitt óljósara
hvaða hugur fylgir
máli miðað við einstök
afrek hins háa Alþing-
is á núverandi kjör-
Aímabili.
Ég get ekki legið á
þeirri skoðun minni að
mér fínnst frammi-
staða núverandi stjórn-
ar - og á sama tíma Al-
þingis í heild sinni í
dreifbýlisins - vera fyrir neðan all-
ar hellur. Þess mátti vænta að í
hinum rykfallna stjómarsamningi
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
fyndust ábendingar um eflingu
Byggðastofnunar og stuðning við
atvinnulíf á landsbyggðinni til þess
að hamla á móti byggðaröskun.
Þótt ekki bæri sérlega mikið á slík-
um áformum í stjórnarsamningi
var samt búist við því að stjómin
tæki á þessum málum. En reynslan
er búin að staðfesta allt annað og
því breyta ekki neinir plástrar
fram til kosninga. Hugmyndir um
ný störf í landinu urðu í fram-
kvæmd til þess að valda enn frek-
ari fólksflótta til þéttbýlins við
Faxaflóa. Það er ekki að mínu mati
nægilegt til þess að leysa Fram-
sókn frá ábyrgðinni að Byggða-
stofnun skuli vera undir forsætis-
ráðuneytinu. Það er heldur ekki
nægilegt til þess að sannfæra mig
.fflm heilindi stjómarstefnunnar að
þessu leyti, að lesa lofgjörð for-
manns Byggðastofnunar um svo-
kallaðar tillögur forsætisráðherra.
Mér þykir sem þeir sem stjóma
hverju sinni eigi að sýna hug í
verki á valdatíma sínum en síður
að hampa sýndartillögum íyrir
kosningar. Þessir menn hafa þegar
haft tíma og tækifæri til þess að
sýna hug sinn í verki og árangur-
inn liggur fyrir.
Menn geta tæplega setið hjá í
umræðu þeirri sem mun þyngjast
fram til kosninga um sjávarút-
vegsmál, atvinnumál og byggða-
mál og annað það sem brennur á
íbúum þessa lands. Búseturöskun-
• &n er einnig mál þéttbýlisins og
ekkert gleðiefni á þeim bæjum.
Þeir sem áður vömðu við sóun í
sambandi við sértækar aðgerðir í
byggðamálum em fáorðir um sóun
af öðru tagi, sóun og eyðslu í þjóð-
BIODROGA
jurtasnyrtivörur
cSlella
félaginu vegna þeirrar
aðstöðu í Reykjavík
og nágrenni sem sí-
fellt þarf að fjár-
magna fyrir aðkomu-
fólkið - og svo að hinu
leytinu þá sóun sem
felst í því fyrir fjölda
fólks að neyðast þess
að fara frá eignum
sínum óseldum eða
hálfgefnum.
Hvað um sértækar
aðgerðir? Það er í
tísku að vera á móti
þeim og slá sig til
Siguröur riddara með því að
Kristjánsson þykjast vera á móti
eyðslu almannafjár.
Ekki var fjármagn til þess að
treysta framtíð byggðar í Vest-
mannaeyjum eftir eldgosið, talið
sóun á almannafé, og sá hugsunar-
háttur blessunarlega lítið einkenn-
andi í þjóðlífínu á þeim tíma.
Frjálshyggjan býður upp á slík
slagorð sem ekki henta landi og
þjóð og gefa villuljós fram á veg-
inn. Eru sértækar aðgerðir í mál-
efnum dreifbýlis aðeins boðlegar
þjóðinni ef þær eru til þess að
rýra hlut fólks í þessum byggðum?
I sumar las ég athygisverða blaða-
s
I byggðamálum fljóta
íslenzk stjórnvöld, að
mati Sigurðar Krist-
jánssonar, sofandi
að feigðarósi.
Bankastræti 3, sími 551 3635
J
grein eftir Jóhann Þórðarson lög-
fræðing þar sem hann fjallaði um
orsakir byggðaröskunar. Eins og
vænta mátti komst hann að þeirri
niðurstöðu að orsakanna væri
mikið að leita í stefnu stjórnvalda
og framkvæmd þeirrar stefnu. Jó-
hann minnti á framkvæmd kvóta-
kerfísins í sjávarútvegi, m.a. höml-
ur á veiði smábáta og dýrara hrá-
efni til frystihúsanna. Hann sagði
réttilega að mörg atriði sem
stjórnvöld hafa unnið að hlytu að
valda byggðaröskun og benti á að-
gerðir í menntamálum eins og að-
gerðir gagnvart héraðsskólunum
og veikari starfsgrundvöll fyrir
grunnskólana án þátttöku ríkisins.
Hann minnti einnig á lækkun á
fjárframlögum til sjúkrahúsa og
heilbrigðisþjónustu á landsbyggð-
inni. Það má ýmsu við bæta eins
og sparnaðar- og hægræðingar-
stefnunni í landbúnaði sem felst
m.a. í fækkun sláturhúsa og
mjólkursamlaga og yfírhöfuð stór-
kostlegum niðurskurði í útgjöld-
um hins opinbera til landbúnaðar-
ins. Mér er í fersku minni þjón-
usta Ríkisskipa og sú neikvæða
breyting sem varð greinileg í ýms-
um smærri byggðum þegar aðrir
hugðust taka yfir þá þjónustu.
Mikið vantar á það í ýmsum
byggðarlögum að þar séu sæmi-
legar samgöngur á landi árið um
kring og landsmenn búa því við
mikla mismunun, sem unnt hefði
verið í mörgum tilfellum úr að
bæta, en vantað hefur greinilega
þann áhuga og kraft ráðamanna
sem til hefur þurft. Það er vissu-
lega eðlilegt markmið að hagræða
og spara í rekstri þjóðarbúsins en
þess verða menn að gæta að valda
ekki meira tjóni en sem sparnað-
inum nemur. Ekki ætti að verð-
launa þá með einu eða neinu sem
ala á þeirri niðurstöðu að ekki
borgi sig að byggja sveitir og sjáv-
arþorp þessa lands. Eftir stendur
að íslenskt þjóðfélag flýtur meira
og minna sofandi að feigðarósi í
byggðamálurn og hinn pólitíski
þáttur er mikill örlagavaldur.
Atvinnustefna sem tekur mið af
hinum mikla fólksflótta af lands-
byggðinni er afskaplega nauðsyn-
leg. Með gjörbreyttri sjávarút-
vegsstefnu má gera ýmsar byggð-
ir mun sterkari til þess að búa
fólki bærileg lífsskilyrði og þeirri
óvissu hvort fólkið eigi rétt til
sjávarnytja á sinni heimaslóð
verður að linna. Byggja verður
upp matvælaframleiðslu á grund-
velli fullvinnslu sem víðast úti á
landi í stað þess fiskiðnaðar sem
áður var og lítilla sláturhúsa.
Stóru íslensku fisksölufyrirtækin
hafa haft þá stefnu að veita geysi-
mikið fé í fiskréttaverksmiðjur er-
lendis og sú fjármögnun virðist
hafa verið á kostnað þess að
styðja við bakið á frystihúsum og
öðrum fískvinnslum hér heima.
Enn er það fjármagnið sem ræður
en vinningarnir geta látið bíða eft-
ir sér þegar rótgróinn atvinnuveg-
ur snýst upp í metnaðarfullt brask
í útlöndum.
Atvinnumöguleikar fólksins í
sveitunum hafa verið skertir af
ýmsum þeim ástæðum sem raktar
hafa verið hér að framan. Meiri
verkaskipting landbúnaðarfram-
leiðslu eftir landsgæðum væri
eðlileg þróun en þvingunaraðgerð-
ir gagnvart bændum eftir þá
kjaraskerðingu sem þeir hafa tek-
ið á sig - á sama tíma og laun ann-
arra stétta í þjóðfélaginu hafa
hækkað - koma ekki til greina.
Flestir eru sammála um það að
ferðaþjónusta í landinu er aðeins
brot af því sem hún gæti orðið
með því að nýta þau tækifæri sem
víða leynast.
Mikið hefur verið í umræðunni
að flytja ríkisstofnanir út á land.
Slík þróun er eðlileg að vissu
marki og mætti vera komin lengra
miðað við allar aðstæður. Ein er
þó sú stofnun sem ég mæli með að
sé í Reykjavík og mætti jafnvel
vera í formi ráðuneytis og það er
Byggðastofnun. Þá á ég ekki við
stofnun sem væri í viðjum íjár-
skorts fyrir hina faglegu starfsemi
og stuðning við heppileg viðfangs-
efni og ekki heldur stofnun sem
liði fyrir pólitískt stefnuleysi,
sýndarmennsku og sundrungu,
heldur á ég við byggðaráðuneyti
sem væri metið þjóðhagslega eins
mikilvægt og umhverfisráðuneyti
og landbúnaðarráðuneyti svo
dæmi séu tekin. Það er mín skoð-
un að stjórnkerfinu í dag sé ekki
treystandi til neinna stórræða á
þessu sviði og þar hefðu búsbænd-
ur og hjú átt að hlusta á fólkið í
landinu á síðustu árum og vinna
með því og þá væri staðan allt önn-
ur á ýmsum sviðum.
Höfundur er skrifstofustjóri.
Hvarhafnar .
HÖGNI Óskarsson,
geðlæknir og ráðgjafi
Islenskrar erfðagrein-
ingar, ritar grein í
Morgunblaðið 14. nóv-
ember sl. undir heit-
inu: „Gagnagrunns-
ft'umvarpið stefnir í
höfn“. I því sambandi
vil ég ræða nokkur at-
riði sem ég tel óút-
kljáð og þurfi að leysa,
hvort sem menn telja
miðlægan gagnagrunn
æsþilegan eða ekki.
I millifyrirsögn er
því haldið fram að per-
sónuvemd sé tryggð.
Þetta er rangt. Það er
innbyggt í frumvarpið að menn eru
persónugreinanlegir sbr. 3. gi-. liði
2, 6 og 7.1 frumvarpinu segir:
„3. gr. Skilgreiningar
2. Persónuupplýsingar: Allar
upplýsingar um persónugreindan
eða persónugreinanlegan einstak-
ling. Maður telst persónugreinan-
legur ef unnt er að persónugreina
hann, beint eða óbeint, svo sem
með tilvísun í kennitölu eða einn
eða fleiri þætti sem sérkenna hann
í líkamlegu, h'feðlisfræðilegu, and-
legu, efnalegu, menningarlegu eða
félagslegu tilliti.
6. Heilsufarsupplýsingar: Upp-
lýsingar er varða heilsu einstak-
linga, þ.m.t. erfðafræðilegar upp-
lýsingar.
7. Erfðafræðilegar upplýsingar:
Hvers kyns upplýsingar sem varða
erfanlega eiginleika einstaklings."
Erfðafræðilegar upp-
lýsingar, sem við nefn-
um oft erfðamörk, eru
sú kennitala sem við
berum frá getnaði til
grafar, segir Alfreð
Árnason, og reyndar
handan grafar og
dauða, hvað sem líður
allri dulkóðun.
Ef upplýsingar samkvæmt lið 6
og 7 fara inn í grunninn er hann
persónugreinanlegur samkvæmt
hð 2. Því eins og allir vita eru
erfðafræðilegar upplýsingar notað-
ar til að bera kennsl á einstaklinga.
Má þar sem dæmi nefna: val á h'f-
færagjöfum, við lausn faðernismála
svo og sakamála. Erfðafræðilegar
upplýsingar, sem við nefnum oft
erfðamörk, er sú kennitala sem við
berum frá getnaði til grafar og
reyndar handan grafar og dauða,
hvað sem líður allri dulkóðun, ein-
faldri eða margfaldri og í hvaða átt
sem hún gengur.
Því verður að álykta að upplýst
samþykki þarf ef erfðafræðilegar
upplýsingar eiga að fara í hinn
miðlæga gagnagrunn. Ætlað sam-
þykki nægir ekki í
þessu tilviki því hér er
um persónugreinan-
legar upplýsingar að
ræða eins og að ofan
getur.
„Aðgengi vísinda-
manna tryggt“ segir í
annarri millifyrirsögn í
grein Högna Óskars-
sonar. Ég mundi held-
ur orða það svo að vís-
indamönnum væri
tryggð mismunun,
þeim reyndar settir af-
arkostir. Þeir sem
leggja í grunninn eiga
að fá aðgang og Högni
gerir því skóna að aðr-
ir sem vinni með hinum fyrrnefndu
eigi möguleika á að fá að vera með.
Þá er stór hluti vísindamanna enn
úti í kuldanum. Um þetta er fjallað
í IV. kafla frumvarpsins, 9. gr., en
þar segir m.a. „Ráðherra skal skipa
nefnd um aðgang vísindamanna,
sem starfa hjá þeim aðilum sem
vinna upplýsingar í gagnagrunn á
heilbrigðissviði, að upplýsingum úr
grunninum. Nefndin skal skipuð
þremur mönnum til fjögurra ára í
senn. Skal einn tilnefndur af land-
lækni, og skal hann vera formaður
nefndarinnar, einn af læknadeild
Háskóla Islands og einn af rekstr-
arleyfishafa." Að rekstrarleyfishafí
eigi fulltrúa í nefndinni og sá
rekstrarleyfishafi stundi um leið
rannsóknir á sviði erfðafræði og hf-
tækni fer ekki saman. Þessi aðili
sem situr báðum megin við borðið
og sér allar umsóknir og getur nýtt
sér þær án þess að veita aðgangs-
leyfíð. Þetta tvöfalda siðgæði er al-
gjörlega óásættanlegt. Það er því
augljóst að líftækni- eða lyfjafyrir-
tæki mega ekki reka miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Niðurstaða mín verður því önnur
en Högna. Þetta frumvarp nálgast
ekki höfn með þau atriði óútkljáð,
sem ég hef getið um. Annars er svo
margt óskoðað varðandi þessi mál,
að það væri glapræði að samþykkja
þetta frumvarp án frekari íhugun-
ar. Hafa margir mætir menn bent á
að fresta afgreiðslu frumvarpsins,
þar á meðal margir erlendir fræði-
menn og gildir hér sem fyrr „að
glöggt er gests augað“.
Eg hélt íyrst í vor að þessi hug-
mynd um miðlægan grunn gæti
gengið, ef vel væri til vandað. Nú
hefur mér snúist hugur eftir mikla
umhugsun og upplýsingaöflun.
Miðað við aðstæður er miðlægur
gagnagrannur íyrir heila þjóð
óhæfa. Dreifðir gagnagrannar
undir ströngu eftirhti era mun
betri kostur.
Einkaleyfi á ekki heima hér.
Staðan í dag er óviss og margir
endar lausir. Ekki er vitað hvað fer
í granninn og hvað út úr honum, né
í hvaða tilgangi. Það er því ráðlegt
að hafna þátttöku í honum á meðan
svo er. Föram okkur hægt, því
ekkert liggur á.
Höfundur er erfðafræðingur.
högni?
Alfreð
Árnason
Teppaland
ð eik Country
Fálfnfpni Q
Símar 588 1717 og 581 3577
Umbodsmenn um allt land
instök gæði - einstakt verð
4