Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 43

Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 43 AÐSENDAR GREINAR SIGRÚN Jóhannes- dóttir, framkvæmda- stjóri tölvunefndar, segir í blaðagrein í við- sMptablaði Mbl. 29.10. 1998 sl.: „Tölvunefnd er sjálf- stæð stofnun og dóms- málaráðherra eða aðrir handhafar fram- kvæmdavaldsins geta ekM breytt afgreiðslum hennar.“ Þarna fauk nú 14. gr. stjómarsM'árinnar fyr- ir lítið, en í henni segir: „ráðherrar bera ábyrgð á stjómarframkvæmd- um öllum“. Það skyldi þó ekM vera að fram- kvæmdastjóri tölvunefndar hafi rétt fyrir sér í þessu? Reiknistofan leitaði álits Sam- keppnisstofnunar á ákvörðun tölvu- nefndar sem mismunaði samkeppn- isaðilum. Svar Samkeppnisstofnun- ar sem barst 30.06. 1996 hljóðaði svo. „Það er ekM á valdi Samkeppn- isstofnunar að endurskoða ákvarð- anir tölvunefndar." í lögum nr. 121 28. des. 1989 seg- ir: Dómsmálaráðherra sMpar í tölvunefnd. Ennfremur segir þar á öðrum stað: Úrskurðir tölvunefndar verða ekM bornir undir aðrar stjómvaldsstofnanir. S.J. segir einnig í fyrmefndri grein. „Ef menn telja sig hafa yfir einhverju að kvarta geta þeir ann- aðhvort leitað álits umboðsmanns Alþingis eða fengið úrlausn ágrein- ingsmála hjá dómstólum." Ef dómsmálaráðherra ber enga ábyrgð á tölvunefnd, Samkeppnis- stofnun hefur ekki vald til að sMpta sér af störfum hennar, skyldi þá umboðsmaður Alþingis geta það, eða dómstólar? Varla. Umboðsmaður Alþing- is og dómstólar era stjómvald. Ef enginn ber stjórnsýsluábyrgð á tölvunefnd er ekM hægt að steftia henni í dóm, því hún er æðsta vald á íslandi í dag. Tölvunefnd hefur sannanlega teMð sér bæði löggjafar- og dómsvald til viðbótar við það framkvæmda- vald sem eðhlegt má telja að hún hafi, og brýtur þar með 2. gr. stjómarskrárinnar. S.J. segir líka í þessari grein að formleg beiðni hafi aldrei borist frá Reiknistofunni um að tölvunefnd Tölvunefnd, segir Gylfí Sveinsson, hefur tekið sér bæði löggjafar- og dómsvald. léti það vera að breyta 3. málsgrein 19. gr. laga nr. 121 28. des. 1989. Þ.e. lágmarksupphæð höfuðstóls kröfu er taka mætti á skrá. Þetta er rangt. Þessi beiðni var fyrst sett fram af hálfu Reiknistofunnar í bréfi til tölvunefndar 28.11. 1994. Tölvunefnd sinnti ekki þessari beiðni né varnaðarorðum og breytti téðum lögum án þess að láta gefa út bráðabirgðalög á ábyi-gð dóms- málaráðherra og síðan með sam- þykki Alþingis íslendinga vorið 1995. S.J. segir ósatt um það, í þessari grein, að öllum fyrirspurnum og beiðnum Reiknistofunnar til tölvu- nefndar hafi verið svarað, og það hefur hún einnig gert í öðram til- kynningum til fjölmiðla nú í haust. Tölvunefnd svarar ekki einu sinni beiðni umboðsmanns Alþingis um upplýsingar sem send var tölvu- nefnd 29.09. 1998. Þar er um að ræða bréf Reiknistofunnar til tölvu- nefndar á áranum 1996 og 1997, sem ekki hafa borist svör við. Formaður tölvunefndar ástund- aði þann ljóta leik að draga útgáfu nýrra starfsleyfa til Reiknistofunn- ar og nota þann tíma, sem þá gafst, til að senda fréttatilkynningar í fjöl- miðla um að nú væri starfsemi Reiknistofunnar í athugun. Með þessu móti hefur hann verið að vekja athygli á sjálfum sér og valdi sínu og níða starfsemi Reiknistof- unnar í leiðinni. Formaðm- tölvu- nefndar hefur sent Reiknistofunni ótrúlegan fjölda tilsMpana, t.d. þessa: Það er bannað að nota Lög- birtingablaðið til gagnasöfnunar. Það hafði þó verið gert athuga- semdalaust í 20 ár. Þegar spurt var af hverju komu engin svör. Til fróð- leiks skal upplýst að útgáfa Lög- birtingablaðsins er á ábyrgð dóms- málaráðuneytis og það gefið út skv. lögum nr. 64 16. des. 1943. Nafn blaðsins ætti eitt að segja til um áreiðanleika þess við gagnasöfnun. S.J. segir einnig í greininni: „í synjunarbréfinu vora raktar fjöl- margar kvartanir sem nefndinni hafa borist vegna starfsemi Reikni- stofunnar." í þessu bréfi frá tölvu- nefnd til Reiknistofunnar dags. 20.08. 1998 tiltekur tölvunefnd alls fimm kvartanir vegna starfsemi Reiknistofunnar. Ein kvörtun barst frá Neytendasamtökunum og ein frá Lánstrausti ehf. Eftir standa þrjár kvartanir frá einstaMingum, af alls 500.000 færslum sem settar hafa verið á sM'á. Tölvunefnd hefur alltaf borið hag þeirra fyrir brjósti sem hafa það að aðalstarfi að svíkja og stela. Þannig bannar hún að stórþjófar séu á skrá ef þeir hafa vélað einhverja hrekklausa einstaklinga til að skrifa upp á skuldaviðurkenningu fyrii' sig. Þessir sakleysingjar komast ekki frá því að borga og þá skal að dómi tölvunefndar taka stórþjófana af skrá. Allar peningastofnanir, stórfyrir- tæki og smærri rekstraraðilar hafa notað þessa skrá í 20 ár og ekki kvartað yfir áreiðanleika hennar. Hvorir eru trúverðugri, notendur sM'árinnar eða tölvunefnd? Þegar forstöðumaður Reiknistof- unnar tók við bréfi frá tölvunefnd, úr hendi stefnuvotta 09.07. 1998 og las: Hættu starfsemi eða farðu í 3ja ára tukthús, var einfaldlega slökkt á tölvunum. í bréfi tölvunefndar til Reikni- stofunnar kemur fram að sýslumað- urinn í Hafnarfirði fékk beina sMp- un frá tölvunefnd, að njósna um starfsaðstöðu Reiknistofunnar. Bréf sýslumannsins í Hafnarfirði til tölvunefndar dags. 10.02. 1998 stað- festir að það var gert. Tölvunefnd hefur sýnt að hún þarf ekki dómsúr- skurð fyrir lögreglueftirliti og í lög- um nr. 121 28. des. 1989 kemur fram að hún þarf ekki dómsúrskurð fyrir húsleitarheimild. Eg veit ekki hvort hún þarf dómsúrskurð til að stinga mér í tukthús. Vildi ekki láta á það reyna. Lái mér hver sem vill. S.J. upplýsir í fyrmefndri grein að tölvunefnd hafi endanlega synjað Reiknistofunni og Gylfa Sveinssyni um starfsleyfi 11.09. 1998. Tölvu- nefnd hefur ekM sent Reiknistof- unni bréf þess efnis eða tilkynnt Reiknistofunni eða forsvarsmanni hennar ákvarðanir sínar. Era það ekM ámælisverð vinnu- brögð af hálfu tölvunefndar að upp- lýsa allar ákvarðanir sínar varðandi Reiknistofuna í fjölmiðlum en láta hjá líða að upplýsa forsvarsmann Reiknistofunnar um þessar ákvarð- anir? Er það ekki undarlegt að vi<> skiptafræðingur með 25 ára starfs- reynslu í að fara með og meta gögn, íyrst með leyfi félagsmálaráðuneyt- is, þá Hagstofu Islands, síðan dóms- málaráðuneytis og loks tölvunefnd- ar síðastliðin 8 ár skuli vera svo lé- legur að tölvunefnd tilkynni ætíð fjölmiðlum ákvarðanir sínar í hans málum en ekki honum sjálfum? Sem forstöðumaður Reiknistof- unnar get ég farið í meiðyrðamál við talsmann Neytendasamtakanna og formann og framkvæmdastjóra tölvunefndar hvenær sem er. Það þykir ekki við hæfi á íslandi í dag að talsmenn samtaka eða opinberir embættismenn dreifi ósönnum upp- lýsingum um menn og málefni í fjöl- miðla og veM athygli á eigin ágæti í leiðinni. Tölvunefnd hefur brotið stjóm- sýslulög í þessu máli. Það er enginn vandi að taka dóm fyrir því. En til hvers að stefna öllum þessum aðil- um í smámálum ef stjórnarskráin tryggir ekM það sem henni er ætlað að tryggja? Þá er friðurinn úti og allt leyfilegt. Mál þetta er nú í höndum ríkis- stjómar íslands, og verður það alla- vega þar til hún sver það af sér. Tölvunefnd þarf ekM að gæta jafnræðis milli samkeppnisaðila. Tölvunefnd þarf ekki aðstoð ráð- herra né Alþingis til að breyta lög- um. Tölvunefnd veit að enginn ber stjórnsýsluábyrgð á henni og þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að hægt sé að stefna henni fyrir dóm. Tölvunefnd þarf ekki að styðjast við stjórnarskrá Islenska lýðveldisins í störfum sínum. Tölvunefnd er æðsta vald á Is- landi í dag. Höfundur er forstöðumaður Kciknistofunnnr ehf. Lög skulu standa Gylfi Sveinsson. ÞRJAR ASTÆÐUR FYRIR ÞVI AÐ TEMGJAST BREIÐBANDIMU NÚNA SrtS i. Hraðvirkasta Intemettenging sem völ er á til heimila Breiðbandstenging opnar þér nýja möguleika í fjölmiðlun og fjarskiptum, m.a. Internetsamband á áður óþekktum 2. 20 spennandi sjónvarpsstöðvar með frábærum myndgæðum hraða. Breiðbandið er í senn sjónvarps- og margmiðlunar- dreifikerfi sem sinnir þörfum landsmanna til framtíðar. 3.20 útvarpsstöðvar, þ.á.m. ío sérhæfðar erlendar tónlistarrásir Hringdu strax OG KYNNTU ÞER WKÁLID! Opið allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.