Morgunblaðið - 24.11.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.11.1998, Qupperneq 44
"*4 PRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Stóriðja og þjóðarhagur STÆRÐ er afstætt hugtak. Þetta er mikil- vægt að hafa í huga þegar fjallað er um áhrif virkjana og stór- iðju, hvort sem það eru áhrif á náttúruna eða efnahagslífið. Ný- lega sat ég ráðstefnu þar sem fjallað var um jætta eftii og því gerð skil í mörgum góðum erindum. Tvö erindi vöktu sérstaka athygli mína, þeirra Finns Ingólfssonar iðnaðar- ráðherra og Páls Harðarsonar hagfræð- ings, og það eru þau sem eru til- efni þessara skrifa. Tvær ólíkar myndir Finnur iðnaðarráðherra upp- lýsti að sú uppbygging á orkufrek- um iðnaði sem hófst árið 1995 og nú sér fyrir endann á, kæmi til með að auka landsframleiðslu var- anlega um 2%. Þá sagði hann að ef ~ álbræðsla Norðuráls yrði stækkuð og Norsk-Hydro byggði á Reyðar- firði myndu 4,5% bætast við þessa tölu. Svo var að skilja að á tímabil- inu 1995 til 2006 gæti varanleg bú- bót vegna stóriðju numið tæplega 7% af vergri landsframleiðslu. Þetta er há tala þegar horft er til þess að hagvöxtur var að jafnaði 2,5% á ári á tímabilinu 1992 til 1997 og talsvert minni í fimm ár þar á undan. En Páll hagfræðingur dró upp axlra mynd af þessari þróun. Hann upplýsti að á grundvelli athugana sem hann hefði unnið fyrir Lands- virkjun þá hefði m.a. komið fram að stóriðjuverin hefðu frá upphafi aukið árlega þjóðarframleiðslu varanlega um 0,5%. Hvernig má mæla ávinning A þessu stigi er rétt að benda á að mismunur er á landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu eru þær tekj- ur. Mismunurinn er arður, sem útlendir eigendur framleiðslu- tækjanna draga úr rekstrinum, en hann er ekki talinn til þjóðar- framleiðslu. Þegar er- lent íjánnagn er stór hluti framleiðslunnar, eins og í stóriðju, getur munur á lands- og þjóðarframleiðslu verið allnokkur. Þess vegna segja tölur sem vísa til breytinga á þjóðar- framleiðslu meira um áhrif fjárfestinga í stóriðju á efnisleg lífs- kjör hér á landi en tölur sem vísa til landsframleiðslu. Hagfræðingurinn reiknaði var- anleg efnahagsárhrif stóriðju sem tekjur af raforkusölu, opinber gjöld að frádregnum framlögum ríkissjóðs, launaávinning og annan ávinning sem fyrirtæki hafa af Skynsamlegt væri að taka saman yfirlit um þær aðferðir sem nota má til að meta þjóð- hagslega hagkvæmni stóriðjuvera, segir Tryggvi Felixson, meta gildi þeirra og bera saman niðurstöð- urnar. þjónustu við stóriðju. Hann reiknaði með fullum fómarkostnaði vegna vinnuafls. þ.e. að vinnuaflið hefði verið nýtt til annars en stóriðju ef hennar hefði ekki notið við, að unda- skildum þeim ámm þegar verulegt atvinnuleysi var hér á landi. Eins og iðnaðarráðherra dró hag- fræðingurinn upp mynd af væntan- legum þjóðhagslegum áhrifum frek- Tryggvi Felixson ENSKI yQr p, Tilvaldar jólagjafir BOLTINN! stóru börnÍTK Veggfóður Gluggatjöld Lampar Sængurföt Veggborðar Handklæði Púðar LJ CÉ) GM gntMukförí RmjraiMur Grensásvegi 18 s: 581 2444 j Sparta Laugarvegi Reykjavík - 0Z0NE Akranesi - Dropinn Keflavík - Hálmey Grindavík - Sportiíí Kjarnanum Selfossi - | Litaríki Selfossi - Klakkur Vík í Mýrdal - KASK Höfn - KASK Djúpavogi - Kaupf. Söðfirínga Stöðvarfirði og Breiðdalsvík - Kaupf. Héraðsbúa Reynifirði - Byggt og Flutt Eskifirði og Norðfirði - Trésmiðja Fljótsdalshr. Egilsstöðum - Kaupf. Vopnfiröinga Vopnafirði * SPORT ÚTIVIST Húsavík - Kaupf. Þingeyinga Húsavík - Litaland Akureyri - Kea Lónsbakka Akureyri - Hegri Sauðárkrók - Kaupf. Húnv. Blönduósi - Kaupf. V-Húnv. Hvammstanga - IÁsubúð Búðardal - Byggir Patreksfirði - Vestursport Isafirði - Skipavík Sykkishólmi - Hamrar Grundarfirði - Litabúðin Ólafsvík - Borgarsport Borgarnesi - Reynisstaður Vestamannaeyjum Veggklukkur ><* Ruslafötur Df* °P® ALUR HBÍgarI ari uppbyggingar stóriðju. Útreik- ingar hans miðuðust við að íram- leiðsla Norðuráls færi úr 60 í 90 þúsund tonn á ári, að Járnblendi- verksmiðjan bætti við nýjum bræðsluofni og að 120 þúsund tonna álver tæki til starfa við Reyðarfjörð. Niðurstöður gáfu til kynna að fjár- festa þyrfti lyrir um 100 milljarða króna til að koma þessari fram- leiðslu á og að varanleg viðbót við þjóðarframleiðslu yrði um 0,7% miðað við árið 2006. Vöxtur, en hve mikill verður hann? Á árinu 1997 var þjóðarfram- leiðsla hér á landi 512 milljarðar króna. Ef árlegur hagvöxtur hér á landi verður áþekkur á næstu ár- um og hann hefur verið síðustu 5 ár, eða um 2,5% á ári, má búast við að árleg þjóðarframleiðsla verði um 25% hærri árið 2006, eða um 640 milljarðar króna. Þetta svarar til að þjóðarframleiðsla á hvern íbúa vaxi úr tæplega 1,9 milljónum króna árið 1997 í liðlega 2,1 millj- ónir 2006 (miðað við að árleg fjölg- un íbúa verði tæplega 1%). Ef þau stóriðjuáformum sem hagfræðing- urinn tilgreindi ganga eftir má skv. þessu ætla að árleg þjóðar- framleiðsla yrði tæplega 26% hærri árið 2006 en 1997 í stað 25%. Varanleg viðbót við þjóðarfram- leiðslu yrði þá um 4,5 milljarðar króna vegna nýrrar stóriðju og ár- leg þjóðarframleiðsla á íbúa því um 13.500 krónum hærri en ella. Af iðnaðarráðherra mátti skilja að árleg framleiðsla hér á landi myndi vaxa um a.m.k. 4,5% ef stór- iðjuáform gengu eftir. Þetta hefði í för með sér varanlega árlega bú- bót er næmi tæplega 30 milljörð- um króna á ári, eða tæplega 100 þúsund krónum á hvern íbúa á ári. Skynsamlegt að skoða betur Það virðist bera nokkuð á milli niðurstöðu hagfræðingsins og iðn- aðarráðherrans. Svo virðist sem munurinn felist aðallega í þeim að- ferðum sem beitt er. Einnig eru for- sendur ekki nákvæmlega þær sömu eins og fram hefur komið. Sá sem veltir þessu íyiir sér hlýtur samt að spyrja hvort fyrirhuguð stóriðja kunni að bæta efnisleg lífskjör hér á landi um upphæð sem nemur um 13.500 krónum á íbúa á ári, eða hvort raunverulegur ávinnmgur gæti orðið um 100 þúsund krónur á hvem íbúa, eins og virðist mega lesa úr tölum iðnaðarráðherra. Niðurstaðan er þessi. Til þess að stuðla að málefnalegri umræðu um virkjana- og stóriðjumál er skyn- samlegt að taka saman greinagott yfirlit um þær aðferðir sem nota má til að meta þjóðhagslega hag- kvæmni stóriðjuvera, meta gildi þeirra og bera saman niðurstöður mismunandi matsaðferða. I þessu sambandi er einnig nauðsynlegt að leggja fjárhagslegt mat á breyting- ar á náttúrgæðum vegna virkjana og stóriðju, bæði jákvæðar og nei- kvæðar, og hafa það tíl hliðsjónar við arðsemismatið. Höfundur er hagfræðingur. mbl.is __ALLTAf= G!TTH\SA£} A/ÝTT Þess vegna danska BÓTHILDUR flutti ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur í leit að betri lífsafkomu. Þegar þangað var komið gekk afskaplega vel í byrjun að tala ensku við inn- fædda. Svo leið á dvöl- ina og lífið komst í fast- ari skorður. Þá sáu þau að það var ekkert snið- ugt að tala ensku til lengdar. Danfr entust ekkert í því. Það var allt í lagi í byrjun á meðan þau höguðu sér eins og túristar í landinu en ef þau vildu komast betur inn í lífið og þjóðarsál Dana þá urðu þau að tala dönsku. Þau ákváðu því að dusta rykið af skóladönskunni að heiman og viti menn. Þetta var ekki svo galið hjá þeim. Nú fór lífið að rúlla í Dana- veldi. Bóthildur þakkaði sínum sæla fyrir að hafa lært dönsku í uppvextinum heima á gamla Fróni. Það var þetta með dönskuna, Grétar I Morgunblaðinu miðvikudag- inn 7. október las ég grein eftir Grétar H. Óskarsson. Þar lætur hann í ljós mjög ákveðnar skoð- anir á dönskukennslu á Islandi. Hann telur óþarft að kenna þetta tungumál í skólum og vill hætta því á stundinni. Enda veit hann að íslenskum börnum þykir hund- leiðinlegt að læra dönsku. Hann segir það vonlaust verkefni að Danskan hefur tilgang í íslenskum skólum, seg- ir Marta Eiriksdóttir, og enn meiri en marg- an grunar. kenna íslenskum börnum dönsku. Grétar hefur greinilega ekki mik- ið álit á námsgetu íslenskra ung- menna eða áhuga þeirra. Það er gott þegar einhver stíg- ur fram á ritvöllinn eins og Grét- ar og ýtir við manni og fær mann til þess að hugsa um tilgang dönskukennslunnar hér heima. Eg er alls ekki sammála Grétari. Þess vegna langar mig til að svara greininni hans. Mér finnst rétt að viðra fleiri skoðanir á mál- inu. Danskan hefur tilgang í ís- lenskum skólum og enn meiri en marga grunar. Að því komst ég þegar ég bjó í Danmörku frá 1995-1997. Ég átti léttara með öll samskipti mín við heimamenn þegar ég gat tjáð mig á þeirra tungumáli. Ég umgekkst mikið Dani og dönskukunnáttan færði mig nær þeim en ella. Ef ég hefði talað ensku þá hefði alltaf einhver veggur verið á milli mín og dansks samfélags. Norræn tengsl Dönskukennsla er ekki tíma- skekkja Grétar. Alls ekki. Og ekki tímasóun. Það er svo margt sem styður áframhaldandi dönskukennslu á Islandi. Við þurfum að kunna eitthvert Norðurlandamál til þess að vera gjaldgeng í samskiptum okkar við þessi lönd. Danska er best til þess fallin. Þegar Islendingur tal- ar dönsku verður það sjaldan hrein og bein danska heldur ein- hver skandinavíska sem skilst af þessum þjóðum. Við erum í norrænu samstarfi á öllum sviðum og þegar komið er saman til funda eru alls konar norræn tungumál töluð. Við verð- um að læra eitthvað annað en ensku ef við viljum njóta okkar í þessu samstarfi. Ekki tala þeir okkar tungumál. Og ekki tala þeir ensku í norrænu samstarfi. Þeim finnst það móðgun. Þetta vita þeir sem tekið hafa þátt í einhvers konar norrænu samstarfi. Þar er enskan notuð í algjörrþ neyð. Fyrir okkur íslendinga er danskt tungumál lyk- illinn að norrænu samstarfi. Islendingar leita mikið til Norðurland- anna í framhaldsnám og atvinnuleit, þá er Danmörk mjög vin- sæl heim að sækja. Auðvitað kemur sér þá vel að kunna eitt- hvað í dönsku, hvort sem þú vilt eiga möguleika á að fá vinnu eða fara í skóla. Bætt dönskukennsla Það má vissulega bæta fram- burðarkennsluna í dönsku. Styðja dönskukennara enn betur til náms í styttri eða lengri tíma í Danmörku. Svo mætti fjölga heimsóknum danskra skiptikenn- ara hingað. Þar sem þeir hafa heiðrað skóla með nærveru sinni hafa nemendur t.d. getað æft sig betur í framburði. Kennararnir hafa líka notið góðs af heimsókn þeirra. Sjónvarpið má einnig vera dug- legra að sýna danska barnaþætti allan ársins hring, án texta og þular. Það er alls ekki gott þegar sjónvarpið setur íslenskan þul á myndefnið þannig að dönsk tunga heyrist alls ekki. Sjónvarpið þarf að styðja betur við dönskukennsl- una í landinu alveg eins og ensk- una. Meirihluta nemenda finnst danska skemmtilegt fag. Þau eru mjög spennt fyrir Danmörku og hlakka til að fara þangað ein- hvern tímann og æfa sig í málinu. Það getur verið erfitt fyrir þau að skilja Danina í byrjun og tjá sig, en það kemur fljótt ef þau verða þar lengur en eina viku. En hvað ef þau hefðu aldrei lært málið? Þá væru þau líklega í enn verri stöðu. Er danska á útleið? Að lokum, fyrst ég er nú að skrifa um dönskukennslu í land- inu, þá finnst mér vanta opna um- ræðu um framtíð dönskukennsl- unnar hér á landi. Hvers vegna á að kenna ensku á undan dönsku í grunnskólanum árið 2000? Ég hef aldrei lesið nein haldbær rök um gildi þess að skófla dönskunni aftur fyrir enskuna. Verður ávinningurinn meiri en tapið? Ég er alls ekki hrifín af þessari ákvörðun íslenskra menntayfir- valda. Ég kenni byrjendum dönsku og þegar ég athuga kunnáttu þeirra í ensku áður en ég kenni þeim dönsku sé ég að þau kunna heil- mikið í ensku. Sjónvarpið á auð- vitað stóran þátt í því. Þess vegna sé ég ekki tilganginn með því að byrja að kenna ensku á undan dönsku. Á kannski að gera út af við dönskukennslu á íslandi? Frekar þyrfti að byrja að kenna dönsku tíu ára nemendum og ensku tólf ára. Það mætti bæta enn einu tungumáli við þegar nemendur væru fjórtán ára. Börn eru sérlega móttækileg á þessum árum fyrir tungumálakennslu og það getum við nýtt okkur á skyn- samlegan hátt. Því fleiri tungumál sem maður kann því opnari verður veröldin í kringum mann. Höldum áfram að kenna dönsku, ekki vegna hefðar heldur af nauðsyn. Það marg- borgar sig. Höfundur er dönskukenimri við Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Marta Eiríksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.