Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 48
^8 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Svanhvít Egils-
dóttir, fyrrver-
andi prófessor,
fæddist í Hafnar-
firði 10. ágúst 1914.
Hún lést á Landa-
kotsspítala 12. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórunn Ein-
arsdóttir húsfreyja
og Egill Guðmunds-
son sjómaður frá
Hellu í Hafnarfirði.
Svanhvít ólst að
mestu leyti upp á
heimili fósturfor-
eldra, sem voru Marín Jónsdótt-
ir, f. 1.5. 1865, d. 25.2. 1953, og
Sigurgeir Gíslason, verkstjóri
og síðar sparisjóðsgjaldkeri, f.
9.11. 1868, d. 21.12. 1952. Hún
var tvíburi og var tvíburasystir
hennar Nanna Egils Björnsson,
kunn listakona á sviði söngs og
tónlistar. Systkini Svanhvítar
voru átta: 1) Jensína, f. 21.9.
1905, d. 5.6. 1991, maki Gísli
Sigurgeirsson, f. 1.3. 1893, d.
7.5. 1980. 2) Sigríður, f. 2.10.
—1906, d. 1.4. 1950, maki Jón
Finnbogason, f. 1.10. 1907, d.
1.12. 1987. 3) Guðmundur, f.
25.10. 1908, d. 31.10. 1987, maki
Ásta Einarsdóttir, f. 1.10. 1917,
þau skildu. 4) Einar Egilsson, f.
18.3. 1910, maki Margrét
Thoroddsen, f. 19.6. 1917. 5)
Gunnþórunn, f. 10.6. 1911, maki
Sigurbjörn Magnússon, f. 2.10.
1910, d. 20.9. 1994. 6) Nanna, f.
10.8. 1914, maki Björn Sv.
Björnsson, f. 15.10. 1909, d.
^'.4.4. 1998. 7) Gísli Jón, f. 31.3.
1921, d. 23.4. 1978, maki Sigrún
Þorleifsdóttir, f. 16.12. 1927. 8)
Ingólfur, f. 4.12. 1923, d. 2.1.
1988, maki Svava Júlíusdóttir, f.
30.12. 1925. Fóstursystkini
Svanhvítar voru: 1) Gísli Sigur-
geirsson og varð jafnframt
mágur hennar er hann giftist
Jensínu, elstu systurinni. 2)
Margrét Sigurgeirsdóttir, f.
26.9. 1897, d. 14.9. 1937, maki
Þorvaldur Árnason, f. 1.5. 1895,
Það var 10. ágúst. Ég hringdi í
Svönu til að óska henni til hamingju
með 84 ára afmælisdaginn og bjóða
hana velkomna heim. Hún var kom-
' Tn heim til íslands í árlegu vorferð-
ina sína, sem hafði seinkað í þetta
sinn fram í ágúst. I stað þess að
hefja sumarið hér heima eins og
hún hafði'gert hin síðustu ár kom
hún nú heim til að ljúka því. Haust-
ið tók við og Svana var orðin veik.
Þessi kraftmikla glæsilega kona lá
föl og fársjúk á sjúkrahúsi frá því í
lok ágúst og þar til yfir lauk. Nú
finnst okkur, sem hana þekktum,
veröldin ekki sú sama lengur. Það
er eins og skammdegið hafi náð tök-
um á okkur, utan sem innan. En
þegar myrkrið er svartast ber líka
mest á ljósinu sem fylgir björtum,
hlýjum minningum. Minningum um
konu, sem átti fáa sína líka í veru
'■'sinni og við vorum svo lánsöm að
hafa kynnst.
Ég sá Svönu fyrst sumarið 1974
þegar ég heimsótti hana til Vínar-
borgar í fylgd Nönnu tvíburasystur
hennar og afa míns Bjöms. Svana
var bjartleit og glæsileg, með hvítt
faiiegt hár og lífskrafturinn geislaði
af henni. Það var ekki að sjá að þar
færi sextug kona. Hún var þá orðin
prófessor með æðstu gráðu við
söngdeild Tónlistarháskólans í Vín-
arborg og átti sér hóp nemenda sem
snerust í kringum hana með lotn-
__mgu í andlitunum. í þeim hópi voru
nokkrir heimsþekktir söngvarar,
sem komu til Svönu í reglulega
þjálfun þrátt fyrir frægð og frama á
listabrautinni. Sem kennari var
Svana einkum þekkt fyrir áherslu
sína á ítalskan belcanto-söngstíl,
sem jafnvel ítalir komu til hennar
til að kynnast. Það fór ekki framhjá
Hneinum sém gekk með Svönu um
ganga háskólans, að þarna fór
d. 13.4. 1957. 3) Hall-
dór Sigurgeirsson, f.
27.10. 1902, 8.11.
1997, maki Margrét
Siguijónsdóttir, f.
20.9. 1908, d. 22.2.
1998. 4) Fóstursonur
Marínar og Sigur-
geirs var Kristján
Sigurðsson, f. 4.8.
1905, d. 10.9. 1969,
maki Guðríður Ei-
ríksdóttir, f. 22.10.
1902, d. 8.3. 1985.
Svanhvít var tví-
gift. Fyrri maður
hennar var Óskar
Guðnason prentari. Þau skildu
eftir stutta sambúð. Seinni maður
hennar var Jan Morávek, tónlist-
armaður, f. 25.5. 1912, d. 25.5.
1970. Einnig þau skildu.
Svanhvít fékkst snemma við
tónlistarnám, fyrst í Hafnarfirði
hjá Ingibjörgu Benediktsdóttur
píanókennara. Frá henni fer hún
í Tónlistarskóla Reykjavíkur til
náms hjá dr. Frans Mixa. Að því
loknu fer hún með fyrri manni
sínum, Óskari, til framhaldsnáms
í Leipzig. Eftir heimkomuna frá
Leipzig söng hún hér, meðal ann-
ars í Bláu kápunni og Meyja-
skemmunni. Árið 1938 fór hún
utan með Nönnu, tvíburasystur
sinni, til Þýskalands, fyrst til
Hamborgar og seinna til Berlín-
ar. í Berlín kynntist hún Jan Mor-
ávek; - og á þeirri stundu sem
þau litu hvort annað augum
fyrsta sinni hófst loftárás á borg-
ina sem mun hafa verið sú fyrsta
frá byijun stríðsins. Þessi við-
kynning leiddi til hjónabands sem
stóð í 14 ár. Jan Morávek mátti
þola ofsóknir fyrir andstöðu sína
við nasista og skömmu síðar fóru
þau til Vínarborgar þar sem dr.
Frans Mixa hjálpaði þeim með
því að útvega Morávek fyrstu
klarínettstöðu við Óperuhúsið í
Graz.
Árið 1946 fór Svanhvít með
fyrstu mögulegu ferð til Islands
eftir stríðslokin, en Morávek kom
á eftir nokkru seinna. Aftur fór
manneskja, sem virðing var borin
fyrir. Við fjölskyldan áttum margar
góðar stundir í þessari heimsókn til
Svönu. Þær systur, Nanna og hún,
voru eftirminnilegar í samskiptum
sínum, þeim fylgdi sérstakt and-
rúmsloft sem einkenndist af létt-
leika og gáska, en byggðist á djúpri
væntumþykju náinna sálna.
Tveimur árum seinna átti ég því
láni að fagna að búa í tvö námsár
mín hjá Svönu í íbúð hennar við
Hansalgasse í Vínarborg. Hún tók
mér með sömu einlægninni og hlýj-
unni og systir hennar Nanna hafði
gert og það varð strax Ijóst að við
áttum mjög vel saman. Samtölin
urðu löng og mörg og gönguferðirn-
ar líka. Svana var mikil göngukona
og fór oft í gönguferðir þegar færi
gafst frá erilsömum degi. Hún vann
mjög skipulega og var mjög annt
um að nemendur virtu tímasetning-
ar svo að langur vinnudagur hennar
gæti gengið vel fyrir sig. Daginn
byrjaði hún yfirleitt á því að fara til
skiptis í heita og kalda sturtu og
sitja svo í lótusstellingum og hug-
leiða í klukkutíma. Þegar þessu var
lokið var klukkan orðin um átta, þá
tók við morgunverður og svo
kennsla til hádegis. Eftir hádegið
hvíldi hún sig skamma stund og tók
svo til við vinnuna aftur um hálf-
þrjúleytið og vann langt fram á
kvöld. Þennan vinnustíl stundaði
Svana í áratugi og úthaldið var
ótrúlegt. Hún sagði líka oft að vinn-
an væri sitt yndi og þegar að því
kæmi að hún gæti ekki unnið lengur
vildi hún ekki lifa. Það var upplifun
að sjá Svönu við vinnu sína. Ég
hlustaði oft á hana kenna. Hún hafði
sérstakt lag á að miðla til nemenda
sinna orku og krafti og fékk þá til
að tjá tilfinningar sínar í söngnum
þannig að eftir var tekið. Hún lék
Svanhvít til framhaldsnáms ár-
ið 1953 og í þetta skiptið til
Mfianó á Italíu. Þar kynntist
hún Vinzenco María Demetz,
sem kom á hennar vegum til
landsins árið 1955. Árið 1956
fer Svanhvít til Salzburg ásamt
frænku sinni, Marínu Gísladótt-
ur. Að ráðum Demetz fór hún
til framhaldsnáms I ljóðasöng á
Mozarteum hjá prófessor dokt-
or Reichert. Áð námi loknu þar
hóf hún kennslustörf í söng og
undirleik, en árið 1959 fór hún
með nokkra nemendur sína til
inntökuprófs í Tónlistaraka-
demíu Vínarborgar. I gegnum
þetta inntökupróf, þar sem
nemendur Svanhvítar slógu all-
ir í gegn, kynntist hún prófess-
or doktor Werba sem var yfir-
kennari við Ijóðadeild akademí-
unnar. Formaður söngdeildar
akademiunnar, prófessor
Vogel, bauð Svanhvíti kennara-
stöðu við Tónlistarakademíuna
sem hún og þáði. I kennara-
starfinu náði hún mikilli hylli
nemenda sinna og því leið ekki
á Iöngu þar til einsöngvararnir
í Vínaróperunni fóru að vinna
með henni, til dæmis Robert
Kerns, Renate Holm og
Gundula Janovits. Allt fram til
siðustu stundu sóttust frægir
óperusöngvarar eftir að vinna
með Svanhvíti og nefna má í því
sambandi til dæmis Helgu
Dernesch frá Metrópólítanóper-
unni í New York.
Árið 1964 var Svanhvít skip-
uð aðstoðarkennari við leiklist-
ardeild Tónlistarakademíunnar
í Vín. Nokkru síðar fékk hún
stöðu aðstoðarprófessors. Árið
1973 var hún skipuð háskóla-
prófessor við Tónlistarháskóla
Vínarborgar og þar kenndi hún
fram á árið 1984 eða þangað til
hún varð 70 ára og varð að
hætta aldurs vegna. Einka-
kennslu stundaði hún áfram af
fullum krafti þar til í maí 1998
að heilsan bilaði og ekki varð
aftur snúið. Forseti Islands,
Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi
Svanhvíti íslensku fálkaorð-
unni. Það gladdi hana mikið og
af því var hún stolt.
Útför Svanhvítar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
alltaf sjálf undir fyrir þá í tímum,
enda mjög góður píanóleikari. Hún
hafði til að bera sjaldgæfa hæfni til
að lesa nótur beint af blaði og not-
færði sér það óspart við kennsluna.
Það sem öllum er þó örugglega
minnisstæðast sem til hennar sáu
við vinnu er útgeislunin. Það stafaði
frá þessari manneskju einhvers
konar ljóma sem erfitt er að lýsa
með orðum.
Þessi ár sem ég dvaldi hjá Svönu
voru viðburðarík og þroskandi. Við
urðum mjög nánar. í mars 1979
gengum við saman í gegnum erfiða
lífsreynslu þegar Nanna fórst í
bílslysi. Þá studdum við hvor aðra í
miklum missi. Þegar ég fór svo frá
Vín til Salzborgar til náms haustið
1981 kom hún með mér og hjálpaði
mér á alla lund. Þann veturinn
heimsótti ég hana mjög oft í fallega
húsið hennar, sem hún hafði þá
keypt sér í fjöllum Austurríkis. Það
lýsir stórum huga Svönu vel að það
hús var alls fimm hæðir, þar af tvær
120 fermetra hvor, hinar minni. Það
þurfti mikið hús fyrir mikla konu.
Nokkrum árum síðar eignaðist ég
fjölskyldu hér heima og gat því ekki
heimsótt Svönu eins oft og ég hefði
viljað til Vínar. Það bætti þó nokkuð
úr að hún kom og var hjá okkur yfir
jól og áramót í einhver skipti. Hún
kom í brúðkaup mitt og Einars
mannsins míns og lék á harmonium
þegar elsta dóttir okkar, Nanna, var
skírð í Borgarkirkju á Mýrum. Það
var svo fagnaðarefni þegar Svana
hringdi í mig fyrir nokkram árum
og sagði mér að hún ætlaði að
kaupa sér hús hér heima á Islandi.
Að sjálfsögðu í Hafnarfirði. Eftir
það kom hún alltaf heim þrisvar á
ári.
Þessa dagana kemur margt upp í
hugann sem ljúfsárt er að minnast.
Ég var heppin. Ég fékk að kynnast
henni náið. Við áttum svo gott sam-
band, að aldrei bar skugga á. Okkur
fór stundum mikið á milli í stuttum
símtölum á milli landa, af því að við
þurftum ekki svo mörg orð. Nú er
hún dáin, komin til Guðs og góðra
sálna sem hafa beðið hennar lengi.
Daginn áður en hún dó sagði hún
mér að hún sæi andlitið hennar
mömmu sinnar alltaf fyrir sér. Þar
átti hún við Marínu fósturmóður
sína sem henni þótti svo vænt um
og virti framar öðrum. Við hin sökn-
um hennar en vitum líka að í þetta
sinn var dauðinn líkn frá þrautum.
Svanurinn okkar syngur ekki
lengur í þessum heimi, en minning-
ar um einstæða konu lifa með þeim,
sem hana þekktu. Henni er heim-
koman björt.
Guðrún Jónsdóttir.
Snert hörpu mína himinboma dís
svo hlusti englar Guðs í Paradís
Þessar ljóðlínur komu í hug mér,
þegar ég horfði á Svanhvíti fóður-
systur mína, svo fallega í rúminu
sínu á Landakoti, með friðsæla
ásjónu og rauða rós í hendi. Hún
var laus við þjáningarnar sem hún
hafði mátt þola skömmu áður, þessi
góða kona með stórbrotna persónu-
leikann, tónlistargáfumar og nátt-
úruelskuna. Það var ekki annað
hægt en að samgleðjast henni á
þessari stundu og sjá hana fyrir sér
í himinhæðum, fá konunglegar mót-
tökur eins og drottningu sæmdi.
Söknuðurinn var þarna líka og ekki
síst vegna þess að síðustu mánuðir
höfðu fært mig nær Svanhvíti en ég
hafði nokkum tíma áður verið
henni.
Þegar ég var lítil stelpa fór ég í
strætó suður í Kópavog til þess að
komast í píanótíma til hennar, og
þótt hún bæði mig stundum að
vaska upp í leiðinni var það vel þess
virði! Síðar var Svana fyrir mér um
ianga hríð hulin ljóma aðdáunar
sem hin fjarlæga og spennandi
frænka í háborg tónlistarinnar Vín.
Á seinni árum komst ég oftar í ná-
lægð við hana þegar ég fylgdist með
námskeiðum hjá henni og sótti tón-
leika nemenda hennar. Um áttrætt
bar hún með sér meiri kraft en
margt ungmennið, hún geystist um
sali og leiðbeindi söngnemendum,
settist við flygilinn og sló ekki af í
kröftugum áslætti í magnþrungnum
aríum. Áhorfendur sátu dáleiddir,
hvaðan kom þessari konu þvílíkur
kraftur? Hún festi kaup á húsi í
Hafnarfirði fyrir nokki-um árum og
þá fór ég að sjá hana oftar, mest
heima hjá foreldrum mínum, eins
kom hún heim til mín í fermingar-
veislur og með nokkra útlenda
söngnemendur sína eina glaðværa
kvöldstund fyrir nokkrum árum.
Eftirminnileg er glæsileg veisla,
sem hún hélt í húsinu sínu í tilefni
áttræðisafmælisins.
„Wunderbar, wunderbar,“ heyrð-
ist frá Svönu um daginn, þegar við
pabbi minn sátum hjá henni og við
hlustuðum saman á frægar aríur af
spólu. Það var söngur Montserrat
Caballé, en hún var í miklu uppá-
haldi hjá Svönu, sem hljómaði þá í
óperunni „L’elisir d’amore" eða
Ástardrykknum eftir Donizetti.
Hún gat þá lítið tjáð sig því henni
leið illa, en samt náði tónlistin eyr-
um hennar.
Svana var heil í list sinni, söng-
listin var hennar heimur, áhugamál,
atvinna. Ekki þannig að annað
skipti ekki máli, langt í frá. En lífs-
fylling sem maki og börn veita öðr-
um kom til hennar í gegnum tónlist-
ina með þeim heimi sem hún skóp
með nemendum sínum og öðrum
þeim sem svarað höfðu sömu köllun
og hún. Þeirri köllun að lifa lífínu
með fegurð tónlistarinnar allt í
kringum sig, helga henni alla sína
krafta.
Nanna tvíburasystir Svönu var
okkur mikill harmdauði, þegar hún
fórst í bílslysi fyrir mörgum árum.
Nú sé ég þær systur fyrir mér sam-
einaðar á ný við söng og hörpuslátt,
glaðværar og glettnar eins og eðli
þeirra var.
Blessuð sé minning elsku Svönu
frænku.
María Louisa Einarsdóttir.
SVANHVIT
EGILSDÓTTIR
Það voru erfið spor fyrir okkur
Marínu að þurfa að segja nemend-
um og samkennurunm, vinum og
kunningjum Svanhvítar úti í Aust-
urríki frá andláti hennar. Svanhvít
var vinsæl og vel liðin meðal allra
sem af henni höfðu kynni í lífi og
starfi. Hún var frábær söngkennari,
enda eftirsótt af nemendum
hvaðanæva úr heiminum og kenndi
þeim af mikilli natni og innsæi. Hún
var svo eftirsótt að hjá henni var
ævinlega yfirfullt af nemendum.
Fyrir störf sín var hún þekkt langt
út fyrir vinnustað sinn, sem lengst-
um var Tónlistarháskólinn í Vínar-
borg. Oft var hún beðin að halda
söngnámskeið á öðrum stöðum og í
löndum utan Austurríkis, til dæmis
í Finnlandi, á Islandi, í Japan og
Kóreu. Auk þess hélt hún mörg
námskeið í Salzborgar-sumaraka-
demíunni, en þar fá aðeins hinir
frægustu listamenn og kennarar að
láta ljós sitt skína. Fyrir utan hin
annasömu störf sín í þágu tónlistar-
innar átti hún sæti í heiðursstjórn
Austurrísk-íslenska félagsins og var
alltaf tilbúin að hjálpa ef til hennar
var leitað. Ennfremur var hún í fé-
lagi Islendinga í Vínarborg. Allir
sem kynntust henni og þeir voru
margir - búsettir vítt um heims-
byggðina og ekki síst í Austurríki -
blessa minningu hennar og votta
ættingjum hennar og vandamönn-
um dýpstu samúð. Kvatt hefur mik-
ilhæf manneskja sem lagt hefur
drjúgan skerf til menningar og
lista. Kveðju og sérstakar þakkir
flytjum við frá Austurrísk-íslenska
félaginu í Vínarborg fyrir störf
hennar í þágu menningartengsla
landanna.
Marín og Helmut Neumann,
börn og barnabörn.
Hvernig er hægt að lýsa konu
eins og Svanhvíti Egilsdóttur?
Konu sem er fædd á íslandi 1914.
Tekin í fóstur fjögurra mánaða
gömul. Tvíburasystirin sem brosti
fyrst. Örlögin, sagði hún við mig.
Hún átti eftir að dvelja í Þýskalandi
á striðsárunum. Þar hitti hún eigin-
manninn. Seinna fluttu þau heim.
Þau skildu. Hann varð eftir heima
en hún fór aftur út. Á miðjum aldri.
Fertug. Til frekara náms í Salz-
burg. Og þá voru það örlögin, sagði
Svanhvít, sem tóku aftur í taumana.
Hún fór að kenna úti í Austurríki og
nemendumir sungu vel. Hver var
þessi kona sem kenndi þeim? Frú
Egilsdóttir frá íslandi. Ékki leið á
löngu þar til hún var orðin prófess-
or við tónlistarháskólann í Vínar-
borg.
Svanhvít Egilsdóttir var engin
venjuleg kona. Hún var glæsileg
ljónynja, diva, sem iðaði af fjöri og
lífsorku. Þessi heillandi kraftur kom
þessari konu í einn virtasta tónlist-
arháskóla Evrópu. Hún var að nálg-
ast áttræðisaldurinn þegar okkar
fundum bar fyrst saman. Ég kynnt-
ist henni sem kennara og úr varð
góð vinátta. Hún naut þess að
kenna og notaði hvert tækifæri til
að koma með fróðleiksmola. Ég
hafði aldrei á tilfinniirgunni að hún
væri gömul kona. Hún talaði aldrei
um aldur. Að hún hún væri orðin of
gömul til að gera þetta eða hitt var
ekki til umræðu. Blés ekki úr nös
þegar við hlupum upp allar tröpp-
urnar að íbúðinni hennar í Vínar-
borg. Eða fórum í göngutúrana
góðu í Semmering. Ég sé fyrir mér
ljónsaugun, þessi hvössu og glettnu
augu sem endurspegluðu reynsluna
og lífslöngunina. Oft settumst við
niður eftir söngtíma og fengum okk-
ur bjórglas. Þá fiaug hún milli tíma
og heima. Heyri fyrir mér sögurnar
af Gundulu Janowitz og hinum nem-
endunum, gúrú og jóga, stríðsárun-
um og strákunum. Svanhvít kunni
listina að lifa. Að njóta tækifæranna
og njóta lífsins.
Ég kveð Svanhvíti með virðingu
og þökk og votta aðstandendum
samúð mína.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
• Fleiri minningargreiimr uni
Svanhvíti Egilsdóttur híða biriingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.