Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 49
Guðmunda
Ólafsdóttir var
fædd í Reykjavík 8.
mars 1949. Hún lést
á Landspítalanum
hinn 16. nóvember
síðastiðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Axelsdóttir,
f. 21.7. 1922, d.
23.12. 1985, og
Ólafur Jón Sigur-
jónsson, fv. leigubíl-
stjóri, f. 2.6. 1921,
og lifir hann dóttur
sína. Systkini henn-
ar eru Rakel Sjöfn,
gift Tómasi Tómassyni, og Sig-
uijón.
Guðmunda giftist fyrri manni
sínum Erlendi Sigurðssyni 1966
og eiga þau eina dóttur, Sól-
veigu Róshildi, f.^ 25.8. 1964.
Hennar maður er Ólafur Júlíus-
son og eiga þau fjögur börn,
þau Guðrúnu Hólmfríði, f. 1986,
Ehnu Rós, f. 1991, Thelmu Lind,
f. 1995, og Guðjón Óla, f. 1997.
Guðmunda og Erlendur slitu
Nú er hún elsku mamma mín dáin
eftir sína löngu baráttu við afar erfið-
an sjúkdóm sem hún þurfti að berj-
ast við mestallt líf sitt, og var síðasta
vikan í lífi hennar sú erfiðasta og
ákvað Guð því að binda enda á jarð-
vist hennar og tók hana til sín. Þeir
sem voru næst henni mömmu vita að
hún var ekki hrædd við að yfirgefa
þennan heim og hafði hún sagt það
við okkur að það væri ekki ólíklegt að
líf hennar mundi brátt enda vegna
veikinda hennar. En mamma hefur
þó haft áhyggjur af því hvort við sem
eftir erum mundum spjara okkur,
þótt hún hafi innst inni vitað að við
gætum það.
Þegar veikindin voru í lægð var
hún mamma allt sem góð og ástrík
móðir er. Maður gat alltaf leitað til
hennar þegar manni leið illa og talað
við hana um hvað sem var. Hún
mamma var mjög glögg að sjá hvem-
ig fólki leið og bað hún mig að tala við
sig þegar eitthvað angraði mig. Var
þetta einn af styrkleikum hennar í
samskiptum við aðra. Örugglega allir
sem þekktu hana mömmu skynjuðu
hjartahlýju hennar og góðmennsku,
því henni þótti vænt um alla og vildi
allt gera fyrir mann. Og ég veit að
það sem hún naut mest var að gleðja
þá sem í kringum hana voru á einn
eða annan hátt. Hún mamma gerði
allt sem hún gat til að vera mér góð
móðir og amma systurbama minna
og mun Guð örugglega launa henni
það hve vel hún stóð sig í þessum
hlutverkum þrátt fyrir veikindi sín
og ég mun alltaf sakna hlýleika móð-
ui' minnar.
Eitt af því fjölmarga sem hún
mamma kenndi mér var að trúa á
Guð og rækta sambandið við hann,
því mamma var mjög trúuð og leitaði
til Guðs á hverjum degi og fékk mik-
inn styrk.
Nú þegar mamma er dáin rifjast
upp margar góðar og yndislegar
minningar um hana og væri það al-
gjör ógjörningur að skrifa allar þær
minningar á blað vegna fjölda þein-a.
í sorg minni get ég huggað mig við
það að mömmu líði afar vel þar sem
hún er há Guði og látnum ættingjum
sínum og ég veit að mamma mun
alltaf vaka yfir fólkinu sínu.
Vil ég Ijúka þessari grein með Ijóði
eftir Ai-nmund Gíslason:
Man ég þá tíð, er raér sem barni hlúði
móðurhönd blíð og þerraði amatár.
Hvert sinn er ég í faðminn hlýja flúði
fann ég hvíld, er græddi öll mín sár.
Hvað er svo milt sem athvarf barnsins unga,
elskandi móðir vernd og forsjá sterk?
Gæði þau málað getur engin tunga,
Guðlegrar ástar, fórngjarnrar verk.
Aldrei gleymi ég orðum kærrar móður
eða hve blítt og vel að mér hún lét.
Orðunum þeim, að vera vænn og góður
og varast að ganga siðspillingar fet.
Ólafur Gunnar Sævarsson.
samvistir. Árið 1969
kynntist hún seinni
manni sínum, Sæv-
ari Gestssyni. Þau
giftust árið 1984 og
eiga þau einn son,
Ólaf Gunnar, f.
1980, nema í
Menntaskólanum
við Hamrahlíð. Guð-
munda og Sævar
slitu samvistir árið
1989.
Guðmunda starf-
aði í mörg ár í Gefj-
unni Iðunni í Aust-
urstræti. Eftir það
réðst hún til Sláturfélags Suð-
urlands og vann þar á skrifstofu
við hin ýmsu störf. Hjá SS starf-
aði hún til ársins 1983. Vegna
heilsubrests varð hún að taka
sér hvfld frá vinnu. Árið 1989
hóf hún störf hjá Landsbanka
íslands og starfaði þar í rúmt
ár._
títför Guðmundu fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Ég þekkt hef vetrarins hörku og hjam
og haft af eldsglóðum kynni
en þó verð ég alltaf sem óharðnað bam
andspænis minningu þinni.
(Indr. P.)
í dag kveð ég þig í hinsta sinn,
elsku mamma mín. í huga mínum ert
þú ekki dáin heldur farin í langa ferð
og ferð þín lá að þessu sinni til bláu
eyjunnar sem þið amma Gunna töl-
uðuð svo oft um. Eg veit að þar verð-
ur tekið vel á móti þér og öll þín
hjartasár verða læknuð.
Elsku mamma mín, þú varst bara
nýorðin 15 ára þegar þú eignaðist
mig svo lífsbaráttan byijaði snemma.
Saman höfum við gengið í gegnum
lífið og stutt hvor aðra. Það verður
erfitt að venjast því að þú sért ekki
lengur hjá mér, þú varst besta vin-
kona mín og ég besta vinkona þín.
Við töluðum saman oft á dag og á
hverju kvöldi hringdirðu í mig áður
en þú fórst að sofa, bauðst mér góða
nótt og sagðir að ef ég vaknaði á und-
an þér ætti ég að hringja. Við þekkt-
um allt í fari hvor annarrar, öll svip-
brigði. Við þurftum því ekki alltaf að
segja hvor annarri hvort okkur liði
vel eða illa, við sáum það. Þegar ég
átti afmæli í ágúst gafstu mér gjöf og
með gjöfinni fylgdu þessar línur:
„Elskaðu mig mest þegar ég á það
síst skilið því þá hef ég mesta þörf
fyrir það.“ Nú skil ég þessi orð, ástin
mín. Þú háðir baráttu við erfiðan
sjúkdóm en þú gafst aldrei upp við að
reyna að fá bata. Þú elskaðir lífið,
bömin þín og bamaböm og gerðir
allt til að skilja og ráða við sjúkdóm
þinn. Nú ert þú komin í fang þess
sem getur hjálpað þér og dæmir þig
ekki, ástin mín. Þú skildir ekki dóm-
hörku mannanna. Þú varst þroskuð
og lífsreynd kona, en með hjaita lít-
illar stelpu sem þráði aðeins ást og
umhyggju. Þú barst ást og umhyggju
fyrir öllum, sérstaklega þeim sem
áttu bágt. Þú hafðir ráð og lausnir
fyrir alla en mitt í amstrinu gleymd-
irðu sjálfri þér. Það var aldrei logn-
molla í kringum þig, það gustaði af
þér. Með tuskuna í annarri hendi og
þrifbrúsann í hinni stjómaðir þú öllu.
Þú gast hlegið í gegnum tárin og gert
grín að stöðu þinni. Þegar húsið
Skuld vai- til sölu hlóstu mikið og
sagðir að þetta hús ættir þú að eiga,
þá gætir þú sagt ég heiti Munda frá
Skuld.
Ég þakka þér, ástin mín, fyrir árin
sem þú passaðir bömin mín. Eg veit
að Guðrún og Elín Rós munu ekki
gleyma þegar þær fóru með ömmu
að bæjast. Þið varalituðuð ykkur all-
ar þrjár og spígspomðuð svo um all-
an bæ og yfirleitt endaði bæjarferðin
á kaffihúsi nálægt vinnustað mínum
svo ég gæti hitt ykkur. Bömin mín
elskuðu þig skilyrðislaust og þú
naust þeirra. Þegar Thelma Lind tal-
ar um afmælið sitt þá spyr hún hvort
amma Munda og krakkamir komi
ekki. í hennar huga ert þú jafnmilál-
væg í bamaafmælið og krakkarnir.
Þú varst alltaf svo fín og sæt og vildir
alltaf vera að punta hjá þér með
böngsum, englum og blúndum. Síð-
asta ár hefur verið erfitt hjá okkur,
elskan mín, en við áttum líka yndis-
legar stundir saman. Þu varst mikið
hjá mér og þegar ég gat náð tusk-
unni eða ryksugunni af þér gáíúm við
okkm- tíma fyrir kaffibolla eða snyrt-
ingu. Ég litaði á þér augnahárin eða
tók þig í fótsnyrtingu. Á meðan gerð-
ir þú góðlátlegt grín að lífinu og til-
verunni. Þú vissir alitaf að lífsganga
þín yi'ði ekki löng, ég veit að þú hafð-
ir áhyggjur af Ola litla og Sævari,
þær áhyggjur vom óþarfar því ég
passa þá fyrir þig. Sævar stóð alltaf
við hlið þér hvað sem ég gekk, hvort
sem þið bjugguð saman eða ekki. Þið
gátuð ekki hvort án annars verið. Ég
þakka honum þá tryggð og óeigin-
gjömu ást sem hann sýndi þér. Síð-
ustu dagana á spítalanum kallaðir þú
mikið á hann og sýnir það hvaða
traust þú barst til hans. Þú varst
stolt móðir, tengdamóðir og amma
og hafðir ekki meiri væntingar til
okkai- en við gátum staðið undh’. Þú
elskaðh- pabba þinn mjög heitt og
syrgir hann þig nú. Bið ég guð að
veita honum styrk til að halda áfram.
Á sorgarstundu sendu vinir okkur
þessar línur: Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín. (Spá-
maðurinn.)
Minningar mínar, Óla og bamanna
um þig em hlýjar og góðar. Ég vildi
að ég hefði getað læknað öll þín
hjartasár, mamma mín. Vertu sæl að
sinni, ástin mín. Við hittumst síðar á
bláu eyjunni.
Þín dóttir,
S. Rósa Erlendsdóttir.
Tilgangur lífsins hlýtur að vera
mjög mikilvægur. Þessi spurning
hlýtur að koma upp í huga manns
þegar litið er yfir farinn veg. Sumir
þurí'a að ganga í gegnum svo mikla
erfiðleika að það er ekki hægt að
skilja réttlætið í því.
Ætli hún tengdamóðir mín hafi
ekki rítað meira um hvað biði hennar
að lokinni þessari jarðvist en við
gerðum okkur grein fyrir. Bláa eyjan
sem hún talaði um að við mundum öll
hittast á eftir jarðvist okkar og sjá
alla di-auma okkar rætast, þegar öll
fjölskyldan kom saman og við sátum
við eldhúsborðið heima og létum okk-
ur dreyma um allt það sem okkur
langaði að gera saman. Þegar erfið-
leikamir voru sem mestir hjá okkur
öllum, Munda mín, þá gátum við
alltaf gleymt þeim um stund með
þessum skemmtilegu hugsunum okk-
ai- um betri tíð, en eitt veit ég að þú
átt betri tíð í vændum á bláu eyjunni
þinni, umvafin ást látinna ástvina
þinna sem dveljast þai’ hjá þér.
Síðustu stundunum sem við áttum
með þér á meðan þú varst með með-
vitund þann stutta tíma sem þú lást
veik á Landspítalanum gleymi ég
aldrei og mun ég minna þig á það
þegar við hittumst síðar. Þú hafðir
ekki áhyggjur af sjálfri þér heldur
aðeins að hugsa um hvort allt væri í
lagi hjá okkur. Þetta er staðfesting á
því hvað þú hefur mikla ást í hjarta
þínu og vona ég nú að þú munir
reyna að nota meira af þessari ást
fyrir þig sjálfa á þeim stað sem við
munum öll hittast á að lokum.
Þinn tengdasonur,
Ólafúr Júlíusson.
Nú er hún elsku amma farin, við
kveðjum hana öll með sorg í hjarta.
Þó veit ég að nú er hún á betri stað
og líður betur. Ég man eftir því
þegar við sátum við eldhúsborðið
við kertaljós, amma að gera við fót
og ég að teikna myndir, og þegar
við hjálpuðumst að við að pakka inn
jólagjöfum. Hvernig verða jólin án
þín? Manstu þegar þú varst að
passa okkur og ef einhver var ósátt-
ur fannst þú alltaf lausn. Ég minnist
þess er ég fór með þér á samkomur
og þú hamaðist við að kenna mér
faðirvorið og fleiri bænir og það
tókst þér og fyrir það er ég þakklát.
Þegar við gistum hjá þér signdirðu
okkur systkinin fyrir svefninn.
Ég vil kveðja þig, amma mín, með
ljúfri bæn:
í faðmi hennai’ ömmu
þar best fékk ég blund
sem blóm undir skógarrunni
um hljóða næturstund.
Við hennar söng ég undi
sem ljúfan lindar klið,
er líður hægt um grundu
og blómin sofna við.
Og söknuður mig sækir
og sorgarblandin þrá.
Hvort á ég ættarlandið
aftur fá að sjá?
Pví þar er elsku amma
í aftanroðans glóð,
og þar er mér hver minning
svo mæt og hlý og góð.
Þín
Guðrún H. Ólafsdóttir.
Elsku Munda, uppáhalds frænka
mín.
Nú er baráttu þinni við vondan
sjúkdóm loldð.
Þú sagðir mér oft söguna af því
hvemig við eignuðumst hvor aðra.
Þú hlóst þegai- þú rifjaðir upp hvem-
ig þú hljópst heim úr skólanum með
tvær vinkonur þínar í eftirdragi. Þú
varst níu ára og þetta var mjög sér-
stakur dagur því hún stóra systir þín
var að koma heim með nýfædda
bamið sitt. Þai’na sat nú móttöku-
nefndin á tröppunum, þú í sparipeys-
unni þinni með bambanælu á bijóst-
inu. Frá og með þessum degi varð
litla bamið uppáhalds frænkan þín.
Ég man líka eftir þér heima hjá
ömmu Gunnu á Grensásveginum. Þú
varst alltaf að taka til og tókst svo vel
til að hún amma fann ekki neitt á eft-
ir. Ég bara skildi ekki vanþakklætið í
henni, hún meira að segja iét sér
detta í hug að þetta sem var týnt
hefði lent í ruslinu. Þannig varst þú,
Munda mín, engin lognmolla í kring-
um þig.
Þegar ég var unglingur, með ung-
lingaveiki á háu stigi, gat ég komið til
þín og fengið góð ráð. Það vom ekki
fá sldptin sem ég kom til þín í fínu
herrafataverslunina í miðbænum,
þai’ sem þú afgreiddir. Þú varst svo
falleg og fin með fallega hárið og óað-
finnanlegu lökkuðu neglumar. Ég
var svo montin af þér.
Þegar ég varð fullorðin og komin
með fjölskyldu, var ég tíður gestur á
hinu fallega heimili þínu og Sævars,
sem oftast var fullt af fleiri gestum.
Ég get heyrt þig hlæja smitandi hás-
um hlátri þegar þú sagðh’ skondnar
sögur af fólki og ýmsum atburðum.
Ég get líka heyrt þig breyta um mál-
róm þegar lítil böm vom í kringum
þig, þú fórst alltaf niður á þeirra
plan.
Þegar við töluðum saman í seinni
tíð var umræðuefiiið oft bömin þín
og bamabömin sem þú varst mjög
stolt af.
Elsku Munda mín, ég veit að þér
var oft illt í hjartanu, samt brostir þú
í gegnum tárin.
Þótt ég kveðji þig nú, þá veit ég að
það er bara um stund, því við eigum
sameiginlegan vin, hann Jesú. Ég
veit að hann tók í höndina þína og
leiddi þig til föður okkar á himnum
og þar fæ ég að hitta þig dag einn.
Bless á meðan, Munda mín.
Þín frænka,
Guðrún J. Tómasdóttir.
Elsku Munda mín. Mikið brá mér
þegar ég frétti að þú værir fárveik á
sjúkrahúsi og ættir trúlega ekki aft-
urkvæmt þaðan. Mér varð hugsað
til þess að undanfarna mánuði og
e.t.v. ár hefðir þú liðið kvalir sem
við í kringum þig vissum ekkert um.
Nú ertu komin til Guðs í eilífa hvfld
líkama og sálar. Ég man þegar ég
hitti þig fyrst fyrh’ rúmum fjórtán
árum, daginn sem Rósa dóttir þín
og Óli bróðir minn trúlofuðust. Þú
varst ung mamma, bara þrjátíu og
fimm ára og ungleg þar að auki. Ég
dáðist að því hvað-þú hélst þér vel
og allar götur síðan, sama á hverju
gekk. Ef þú vildir það við hafa gastu
litið út eins og drottning. Á ýmsu
gekk næstu árin og lífið var enginn
dans á rósum hjá þér. Samt réttir
þú alltaf úr þér og varst tilbúin í
slaginn á ný. Þú varst betri en eng-
inn þegar barnabörnin fóru að
koma í heiminn og eins og góðar
ömmur gera gjarnan tókstu börnin
að þér á meðan mamma var að
vinna. Þú áttir fátt dýrmætara en
ömmubörnin þín nema ef vera
skyldi hann Óli sonur þinn. Hann
stendur sig vel og þú mátt vera stolt
af honum. Efth’ fæðingu fjórða
bamabamsins og Rósa var hætt að
vinna varst þú henni iðulega til
halds og trausts varðandi hið dag-
lega streð og ég veit að hún saknar
þín mikið, því þið voruð ekki bara
mæðgur heldur allra bestu vinkon-
ur. Eg trúi því, Munda mín, að þú
munir fylgjast með fólkinu þínu
þaðan sem þú ert núna og ég lofa
þér því að hugsa eins vel og ég get
um ömmubörnin þín og Rósu. Þú
gleymist ekki.
Elsku Rósa og Óli, Óli litli og
Sævar, frænkurnar mínar og litli
frændi. Guð styrki ykkur í sorginni
og veiti ykkur hugarró.
Sigríður Ketilsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og ammá,
ÞÓRA BJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR,
Sunnuvegi 12,
Selfossi,
sem lést á Landspitalanum föstudaginn 20.
nóvember, verður jarðsungin frá Selfosskirkju
laugardaginn 28. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Sigfús Þórðarson,
Kristín Sigfúsdóttir, Kári Kristjánsson.
Anna Þórný Sigfúsdóttir, Stefán Þorleifsson,
Þórarinn Sigfússon,
Eyþór Stefánsson,
Guðrún Lilja Stefánsdóttir.
+
INGIBJÖRG RAGNARSDÓTTIR
kennari,
Skjólbraut 10,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 22. nóvember.
Ragna Pálsdóttir, Þórmundur Sigurjónsson,
Páll Einarsson,
Ragnar Ragnarsson,
Guðrún Ragnarsdóttir, Árni Björn Jónasson.
GUÐMUNDA
ÓLAFSDÓTTIR