Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 52

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ IM N Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Bókasafnsfræðingur óskast Flensborgarskólinn óskar eftir bókasafnsfræöingi í fullt starf um óákveðinn tíma vegna forfalla. Bókasafn skólans er öflugt safn með margvísleg- um heimildum, tölvum og góðri aðstöðu. Við safnið starfa þrír starfsmenn (tvö stöðugildi) en við skólann stunda liðlega 650 nemendur nám í dagskóla og öldungadeild undir stjórn liðlega 40 kennara. Óskað er eftir þjónustuliprum og röggsömum starfsmanni. Um kaup og kjörfer eftir samn- ingum KFB/BHM. Nánari upplýsingar veita Einar Birgir Steinþórsson skólameistari í s. 565 0400 og 899 0012 eða Magnús Þorkelsson aðstoðar- skólameistari í s. 565 0400 eða 861 4856. Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 8. desember næstkomandi. Skólameistari. Pizzahúsið auglýsir Við óskum eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður: Bílstjóra á bíla fyrirtækisins og á eigin bílum, símasvörun, þjónum og pizzugerðarmönnum. Góð laun í boði fyrir gott fólk. Upplýsingar gefur Jón Geir á staðnum. Grensásvegi 10. HugNet |||Bestun Trésmiðir Álftárós ehf. óskar eftir að ráða trésmiði í uppmælingu. Um er að ræða framtíðarstörf í Hafnarfirði, Reykjavík og Mosfellsbæ. Upplýsingar í síma 566 8900. Netfang: www.alftaros.is ^ Á I f t á r ó s Tölvuþjónusta HugNet erfyrirtæki sem hefur það markmið að veita sérfræðiþjónustu í rekstri tölvuneta. Það er jafnframt í samstarfi við Bestun sf. um þjón- ustu á hugbúnaði frá Computer Associates. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á þessu sviði. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti unnið sjálf- stætt og sýnt frumkvæði í starfi. Upplýsingar veita Markús S. Markússon og Gísli R. Ragnarsson í síma 587 7400. Umsóknum skal skilað til HugNets/Bestunar, Höfðabakka 9,112 R. fyrir 1. desember. Veffang: http://www.mmedia.is/~markus Bókhald - hlutastarf Okkur vantar bókara með reynslu af Opus Allt hálfan daginn eða 2 daga í viku. Þarf að geta byrjað strax. Einnig vantar okkur starfskraft í innheimtustarf, aðallega í síma. Reynsla nauðsynleg. Um er að ræða 30% starf. Vinsamlega sendið augld. Mbl. umsóknir fyrir miðvikudagskvöld, eða á fax 562 9165 eða í rafpósti á korund@mmedia.is. Upplýsingar um fyrirtækið eru á heimasíðu: korund.is FÉLAGSLÍF □ FJÖLNIR 5998112419 I □ Hlín 5998112419 IVA/ 1 I.O.O.F. Rb.1 = 14811248. Kk. □ EDDA 5998112419 III 2 □ Hamar 5998112419 II KFUM og KFUK, aðalstöðvar v/Holtaveg Hádegisverðarfundur Munið hádegisverðarfundinn á morgun, miðvikudag, kl. 12.10. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson segir frá fermingarbarnanám- skeiðum í Vatnaskógi. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUK, Holtavegi Hver var Ingibjörg Ólafsson? Anna Hilmarsdóttir segir frá. All- ar konur velkomnar. KFUK-konur. Munið basar fé- lagsins, laugardaginn 28. nóvem- ber nk. Tekið verður á móti kök um og munum á basarinn, föstu daginn 27. nóvember, eftir kl. 18. Basarnefndin. FERÐAFELAG #ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Adventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóvember Ekki missa af aðventustemmn- ingunni í Langadal. Áramótaferd í Þórsmörk 30. des.—2. jan. Pantið og takið miða tíman- lega. Sjá ferðir á textavarpi. Kvöldvöku um Færeyinga- sögu er frestað til miðviku- dagskvöldsins 9. des. Takið kvöldið frá strax. ÝMISLEGT Stjörnukort Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson. Uppl. í síma 553 7075. Sendum í póstkröfu. DULSPEKI Skyggnilýsingafundur Miðlarnir Skúli Lórenzson og Bjarni Kristjánsson verða með skyggnilýsingar og hlutskyggni miðvikudag 25/11 kl. 20.30 í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafn- arfirði. ÝMISLEGT Ekki fara í jólaköttinn! Það væri sannkölluð gjöf fyrir ykkur sjálf að léttast um nokkur kíló fyrir jólin. Er það ekki? 30 daga skilafrestur. GSM 897 6304, s. 426 7426. TILKYNNINGAR Yfirmaður sjávar- útvegsmála Spánverja Secretary General, Samuel J. Juarez Gasado, yfirmaður sjávarútvegsmála á Spáni, er vænt- anlegur hingað til lands 23.-27. nóvember nk. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að eiga fund með honum fimmtudag 26. nóvember milli kl. 9.30 og 12.30 er bent á að hafa sam- band við Ingólf Sveinsson eða Sigrúpu Lilju Guðbjartsdóttur hjá Útflutningsráði íslands í síma 511 4000. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS FÉLAGSSTARF VAðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi verður haldinn ÍValhöll Háaleitisbraut 1 kl. 17.00, í dag, þriðjud. 24. nóv. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verðu Pétur Blöndal alþingismaður. VLandbúnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins íslenskur landbúnaður á nýrri öld Málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarmál boðar til fjögurra opinna funda um landbúnaðarmál. Þriðji fundur verður haldinn í dag, þriðjudaginn 24. nóvember, kl. 21.00. Fundarstaður: Hótel Hérað, Egilsstöðum. Framsöguerindi flytja: Drífa Hjartardóttir, bóndi, Keldum, Kjartan Þ. Ólafsson, garðyrkju- bóndi, Selfossi, Pétur 0. Helgason, bóndi, Hranastöðum, Markús K. Möller, hagfræðingur og Hjálmar Jónsson, alþingismaður Fundarstjóri: Arnbjörg Sveinsdóttir, alþíngismaður. Allir velkomnir. Stjórnin. KENNSLA STÝRIMANNASKÓLINN REYKJAVÍK Innritun á vorönn 1999 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólansfyrir 27. nóv- ember nk. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi Stýrimannaskólans í Reykjavík. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunn- skólaprófi með tilskildum árangri. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingarfást á skrifstofu skólans kl. 8.00—16.00 alla virka daga, sími 551 3194, fax 562 2750. SUMARHÚS/LÓÐIR Sumarhús til sölu á Kirkjubæjarklaustri Skaftárhreppur óskar eftirtilboðum í 38,3 m2 sumarhús úrtimbri, byggt 1991. Húsið stendur á lóð hjúkrunar- og dvalarheimilisins Klaustur- hóla og verður selt á staðnum til brottflutnings. Húsið verður selt í því ástandi sem það er í. Kaupandi sér um og stendur straum af kostnaði við brottflutning hússins. Tilboð óskast send til skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10,880 Kirkjubaejarklaustri, fyrir 1. des. nk., merkt sumarhús. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar veitir Ólafía Jakobsdóttir sveitar- stjóri í síma 487 4840 og 893 5940. PJÓIMUSTA Vantar — vantar — vantar Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguíbúðum vantar okkur flestar stærðir leiguíbúða á skrá. Með einu símtali er íbúðin komin á skrá hjá okkur og um leið ertu komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Arangurinn mun ekki láta á sér standa og það besta er, að þetta er þér að kostnaðarlausu. L "I EIGUUSTINN fs'ma"9 LEIGUMIÐLUN 511 1600 Skipholti 50B, 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.