Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk AMó MT BROTMEfc TALK5 ALLTMETIME AB0UTTHI5“6REAT PUMPKIN"THINe(5EE.. 50 50METIME5 I TMINK HE'5 REALLT © œ 3 ANP THEN I WONDER AdOUT THE RE5T OF OUR Og bróðir minn, sjáðu til, Svo að stundum held ég er alltaf að taia um þetta að hann sé kexruglaður, „stóra grasker ...“ og ... Og síðan verður mér hugsað til hinna í ljöl- skyldunni, og ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Burt með Reykja- víkurflugvöll Frá Guðmundi Bergssyni: MÁNUDAGINN 9. þ.m. kom mað- ur í kvöldfréttir Sjónvarpsins og sagði að leggja ætti niður Reykja- víkurflugvöll sem bæði væri lélegur og hættulegur og alltof dýrt að gera við hann. Þá hugsaði ég með mér: Það var mikið að einhver maður kom sem talaði af viti í sambandi við Reykjavíkurflugvöll en hingað til hafa flestir rætt um að leggja út í milljóna króna kostnað við að gera hann nothæfan. Þetta fyrirbæri Bretanna, sem illu heilli tróðu hon- um í Vatnsmýrina á sínum tíma og fengu leyfí ráðamanna hér til að brjóta niður Rauðhólana og keyra þá oní mýrina til að gera flugvöllinn. En ég var of fljótur á mér, því hann hafði meira að segja í sambandi við flugvöllinn. Hann var með teikningu af hólma í Skerjarflrði þar sem flug- vélar áttu að lenda í staðinn. Það eru áratugir síðan fólk hefur heyrt aðra eins endaleysu eða ekki síðan Guðmundur framsóknarþingmaður bar fram tillögu um að fylla Skerja- fjörðinn með grjóti og gera úr hon- um flugvöll og leggja þann gamla niður. Það var á sínum tíma um það rætt að færa æfinga- og kennsluflug á Sandskeið en það datt uppfyrir og hefur ekki verið á það minnst í mörg ár. Er þó kominn mjög góður vegur þangað uppeftir, svo ekki er það lengi farið. Nú stendur til að gera stórframkvæmdir á Keflavík- ui-flugvelli fyrir millilandaflug. Þess vegna gæti maður hugsað sér að það væri hægt að fá smáskot fyrir innanlandsflugið líka, þar sem því væri ætlaður staður til framtíðar. Þar sem við erum alltaf að búa til uppistöðulón og virkja fallvötn til að selja útlendingum ódýrt rafmagn í álver og járnblendi og fleira væri ekki úr vegi að við notuðum eitt- hvað sjálfir. Rafniagnsjárnbraut leysti vandann Rafmagnsjárnbraut ofan byggða milli Keflavíkurfiugvallar og t.d. Rjúpnahæðar í Breiðholti með við- komu á 1-2 stöðum á leiðinni væri fljót að renna á milli. Það tæki ekki langan tíma að komast frá Reykja- vík til Keflavíkur með svoleiðis far- artæki. Það mætti þá fresta að tvö- falda Reykjanesbrautina. Það þarf ekki að minna á að rafmagnsjárn- braut mengar ekki og ef dregið væri úr bílaumferð minnkaði út- blástur þannig að allt væri þetta af hinu góða og ekki mun af veita . Til lengri tíma litið mun ekki vera betri kostur til í samgöngumálum en einmitt rafmagnsbrautir. Það má minna á að nú fer að nálgast ein öld frá því að stórhuga menn eins og Einar Ben. og fleiri höfðu uppi ráðagerðir að leggja járnbraut aust- ur fyrir fjall, enda ætlaði hann að reisa orkuver við Þjórsá og færa þannig landsmönnum rafmagnsljós í stað gömlu lampanna og lýsiskol- anna sem enn voru við lýði, enda var Einar Ben. stórhuga maður, en því miður komst lítið í framkvæmd enda á undan sinni samtíð. Það væri vel við hæfi að við létum þann draum hans rætast nú 100 árum síð- ar. Vatnsmýrin gæti orðið glæsileg- asta byggingahverfi í Reykjavík ef vel væri á haldið enda einn fegursti blettur í gamla bænum. Svo á líka að færa Hringbrautina ennþá nær vallarsvæðinu. Bíðum ekki eftir slysi, leggjum völlinn niður. Það eitt er lausnin og til framtíðar. Allt ann- að er ekki í takt við þann tíma sem við lifum á. Við erum á leið inn í 21. öldina, höfum það í huga og bjóðum ekki hættunni heim. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík Húmanistaflokkurinn og hugsjónir Frá Önnu B. Michnclsdóttur: VEISTU, góði íslendingur, fyrir hvað Húmanistaflokkurinn stend- ur? Vissir þú að hann stendur og berst fyrir því að mannréttindi séu virt i þessu landi, eins og að eiga í sig og á og húsnæði? Vissir þú að hann berst fyrir því að öryrkjar fái hærri bætur svo að þeir geti lifað á þeim? Einnig vill hann að ellilífeyr- isþegar fái hærri ellilífeyri svo að gamalt fólk geti lifað sómasamlegu lífi í ellinni. Eldra fólkið hefur unnið hörðum höndum fyrir samfélagið, það man tímana tvenna. Lægstu launin og bætur ættu að vera 100 þúsund krónur á mánuði skatt- frjálst (eftir skatt). Einnig þarf að aðstoða þá sem eru húsnæðislausir og það strax. Það mætti auka hér leigurými á vegum borgarinnar þar sem alþýðufólk ætti kost á að fá leigt húsnæði á sanngjarnri leigu. Það hefur aldrei verið verra ástand en nú. Leiga fyrir 2 til 3 her- bergja íbúð í dag er komin upp í 40-50 þúsund á mánuði. Hvernig á verkamaður með 60 þúsund á mán- uði að greiða slíka leigu? Það er mikil fátækt í þessu landi. Við get- um útrýmt henni með því að taka höndum saman. Mér finnst Húman- istaflokkurinn vera eini flokkurinn sem stendur fyrir mannlegum mál- efnum, sem skipta mestu máli. Við búum í samfélagi þar sem mann- eskjan sjálf skipth' sífellt minna máli, vegna efnahagshyggju þar sem peningavaldið ræður ríkjum. Fólksflóttinn frá landinu er ekki að ástæðulausu. Þið sem viljið breyta þessu og berjast fyrir hug- sjónum ykkar, látið í ykkur heyra og kynnið ykkur Húmanistaflokk- inn í síma 552 7404. ANNA B. MICHAELSDÓTTIR, leikskólakennari, Snorrabraut 34, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.