Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjölmenni skoðaði Vopna- fjarðarhöfn * Islandsflug tekur að sér leiguflug í Karíbahafínu Skilar félaginu 500 milljónum króna ÍSLANDSFLUG hefur undirritað samning við flugfélagið Air Guade- loupe, í samvinnu við Air France, um leiguflug í Karíbahafmu. Samn- ingurinn, sem er að lágmarki til 14 mánaða, er metinn á 500 milljónir króna. Félagið hefur tekið eina 131 sætis Boeing 737-200-vél á leigu í verkefn- ið, samskonar og þá sem sinnir frakt- og farþegaflutningum til Islands og frá. Bækistöðvar vélar- _ jgjnnar verða á Guadeloupe og þaðan verður flogið til fjölmargra annarra eyja í Karíbahafmu auk áætlunar- flugs fjórum sinnum í viku til Miami. Verkefnið, sem hefst í lok nóvem- ber, er að lágmarki til 14 mánaða en verðmæti samningsins fyrir þann tíma er um 500 milljónir króna. Að sögn Omars Benediktssonar, fram- kvæmdastjóra íslandsflugs, kemur til greina að framlengja samninginn ef vel gengur, sem eðlilega eykur verðmæti hans. Erlendar áhafnir að hluta Ómar segir íslandsflug hafa kom- ist að samkomulagi við Félag ís- lenskra atvinnuflugmanna (FIA) um mönnun áhafna í Guadeloupe sem gerir þeim kleift að ráða til sín er- lenda flugmenn að hluta. Þannig er þjálfunarkostnaði haldið innan við- ráðanlegra marka, en að sögn Ómars hefði ekki verið unnt að ráð- ast í verkefnið ef félagið hefði þurft að manna vélina alfarið með íslensk- um flugmönnum. Upphaflega, þegar stjórn Islands- flugs afréð að þreifa fyrir sér á er- lendum vettvangi, varð það ofan á að stefna eingöngu á evrópska mark- aði, fyrst og fremst vegna nálægðar. Með Guadeloupe-verkefninu er orð- in breyting þar á sem Ómar segir skýrast af ýmsum þáttum: „í fyrsta lagi er eyjan frönsk nýlenda og hlítir þar af leiðandi evrópskum reglu- gerðum, þá er lítill munur á milli tímabeltanna hér og þar eða einung- is fjórar klukkustundir auk þess sem landfræðileg nálægð við Banda- ríkin tryggir okkur auðveldan og fljótlegan aðgang að allri varahluta- afgreiðslu." Gunnar Þorvaldsson, flugstjóri og stjórnarformaður Islandsflugs, sem séð hefur um undirbúning málsins fyrir hönd félagsins, er nú staddur í Frakklandi þar sem verið er að yfir- fara vélina. Hann mun ferja þotuna til Islands um eða eftir næstu helgi, áður en henni verður flogið áfram til Guadeloupe. OPIÐ hús var hjá Siglingastofn- un Islands siðastliðinn Iaugardag og heimsóttu stofnunina þá hátt í tvö þúsund manns, að sögn Sig- urjóns Ólafssonar, útgáfustjóra stofnunarinnar, en hann var einn þeirra sem sáu um dagskrá kynn- ingarinnar. Þar gat m.a. að líta líkan af Vopnafjarðarhöfn en nú er í undirbúningi gerð nýrrar loðnulöiidunarbi’yggju. Auk þess sem almenn starfsemi Siglingastofnunar var kynnt mátti sjá þar ytri sem innri skips- búnað, búnað í vitum og þróun hans, stöðugleikakerfi skipa og upplýsingakerfi um veður og sjó- lag. Einnig var sýnt margs konar efni á myndböndum. í Iíkanstöð Siglingastofnunar er nú verið að rannsaka sjólag og annað við Vopnafjarðarhöfn vegna framtíðarskipulags hafn- arinnar, sem felur meðal annars í sér smíði nýrrar loðnulöndunar- bryggju. Eru framkvæmdir við höfnina á hafnaáætlun áranna 1999 til 2002. Morgunblaðið/Þorkell Vinna að tilraun- um með glákulyf TVEIR íslenskir vísinda- menn, Einar Stefánsson, pró- fessor í augnlækningum, og Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði, hafa undanfarin ár unnið að rannsóknum á gláku og tilraunum með glákulyf. Hafa þeir m.a. unnið að þróun lyfs í formi augn- dropa en með lyfjameðferð er unnt að tefja þróun sjúk- dómsins. Einar Stefánsson segir í samtali við Morgunblaðið að orsakir gláku séu meðal ann- ars þrýstingur í augnbotnum og rýmun á sjóntaug sem leiðir til skerðingar á sjón- sviði. Sé ekkert að gert leiði gláka smám saman til blindu. Hann segir meðferð gláku byggjast á því að lækka augn- þrýsting með skurðaðgerð, lyfjameðferð eða leysigeisla- meðferð. Lyf hafa valdið aukaverkun Vandi við lyfjameðferð glákusjúkdóma hefur verið aukaverkun lyfja sem gefin hafa verið í töflum eða hylkj- um sem Einar segir að hafi takmarkað notkun þeirra. Lyfjafyrirtæki hafa reynt lengi að þróa glákulyf í augn- dropaformi og segir hann eitt þeirra hafa fyrir hálfu öðru ári sent slíkt lyf á markað. Einar segir að Þorsteinn Loftsson hafi árið 1994 fengið einkaleyfi á tækni sem gerir mögulegt að framleiða augn- dropa sem geta verkað á gláku. Tilraunir standa nú yf- ir og segir Einar að þær muni standa næstu árin og nokkur ár muni líða áður en niður- stöður fáist. ■ Aðeins hægt/6 Lánasjóður landbúnaðarins Flutningur til Húsavíkur kannaður STJÓRN Lánasjóðs landbúnaðarins hefur verið falið af Guðmundi Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að kanna hvort aðsetur sjóðsins gæti verið annars staðar en í Reykjavík. Hefur ráðherra óskað eftir að niður- staða liggi fyrir eigi síðar en í lok janúar. Guðmundur Bjarnason sagði í við- tali við Morgunblaðið í gær að hann . hefði fyrir rúmri viku falið stjórn **Lánasjóðsins að gera á því úttekt hvort starfsemin gæti farið fram annars staðar en í Reykjavík. Sjóð- urinn, sem áður var nefndur stofn- lánadeild landbúnaðarins, hefur haft aðsetur í húsnæði Búnaðarbanka Is- lands við Hlemm. Ráðherrann kvaðst í bréfinu hafa stungið upp á JHflúsavík sem hugsanlegum kosti í þessu sambandi. Ráðuneytisstjóri spáir markaðsvæðingu raforkumarkaðar innan tíu ára Útlendingar taki þátt í áhættu við raforkuvinnslu FRAMTÍÐARSKIPAN orkumála var aðalum- ræðuefnið á ráðstefnu sem Samorka, samtök raf- orku-, hita- og vatnsveitna, hélt í gær og heldur áfram í dag. I erindi Þórðar Friðjónssonar, ráðu- neytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, kom fram sú skoðun hans að innan 5-10 ára yrði raf- orkubúskapur hérlendis orðinn markaðsvæddur og að skilið yrði á milli vinnslu, flutnings, dreifmg- ar og sölu. Meðal annars sagðist Þórður sjá fyrir sér að stofnað yrði sjálfstætt raforkuflutningsfyrirtæki, sem yrði falin ábyrgð á rekstri flutningskerfisins, áætlunai-gerð og fieira. Helstu raforkufyrirtæki yrðu rekin sem hlutafélög, raforkuframleiðsla vegna nýn-ar stóriðju yrði á markaðsforsendum og alþjóðavæðing næði til raforkubúskaparins í þeim skilningi að íslendingar tækju þátt í verkefn- um erlendis og útlendingar á sama hátt hérlendis. Þórður segir að ástæðulaust sé í framtíðinni að binda áhættu í raforkuvinnslu fyrir stóriðju við Is- lendinga heldur sé sjálfsagt að útlendingar taki jafnframt þátt í henni ef svo ber undir. í inngangserindi Júlísuar Jónssonar, foimanns Samorku, kom fram að helsta umræðuefni heims- ins í allri orkumálaumræðu nú um stundir væri „nýtt skipulag orkumála". „Það er meginatriði að finna það skipulag orku- mála sem tryggir hagkvæmasta nýtingu þessara auðlinda okkar þannig að við, börn okkar og bai-nabörn getum lifað sem bestu lífi í þessu ann- ars að mörgu leyti harðbýla landi okkar. Eina markmiðið á að vera það að auka hagkvæmnina I orkugeiranum og brýnt að blanda ekki öðrum óskyldum markmiðum inn í þá umræðu,“ sagði Júlíus. Helstu raforkufyrirtæki rekin sem hlutafélög Gestur ráðstefnunnar var Robin Adamson, sem stýrir fyrirtækinu Resource Strategies International. Hann hélt erindi um samkeppni á íslenskum raforkumarkaði, en fyrirtæki hans veitir ríkisstjórnum víða um heim ráðgjöf í að snúa frá miðstýringu til markaðsvæðingar raf- orkubúskapar. Hann sagði að í öðrum löndum þar sem farið hefði verið út í raforkubúskap á mark- aðsforsendum hefði hann haft í fór með sér m.a. lækkandi raforkuverð, þótt verðjöfnun raforku- verðs í samkeppnisumhverfi væri hins vegar óhugsandi. Þórður Friðjónsson benti hins vegar á, að þótt hann teldi verðjöfnun vissulega torvelda í sam- keppnisumhverfi vildi hann ekki fullyrða að hún væri óhugsandi, þar sem unnt væri að leggja þær kvaðir á dreifikerfi að innheimta sama gjald fyrir raforku, sem á annað borð hefði skilgreindan einkarétt á tilteknum svæðum. Jafnframt mætti fjármagna verðjöfnun með álagi á alla vinnslu raf- orku til almennra nota og því tækju allir almennir raforkunotendur þátt í henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.