Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913
270. TBL. 86. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, miin ekki njóta friðheigi
Úrskurðinum fagnað af
andstæðingum Pinochets
Reuters
Skammvinnt
frelsi
ÞESSI órang-útanapi, A-yung,
slapp frá eiganda sínum í Tæpei,
höfuðborg Tævans, í fyrradag og
lék lausum hala á götum borgar-
innar í meira en klukkustund.
Eltu hann lögreglumenn og
slökkviliðsmenn en að lokum varð
starfsmaður dýragarðs til að
binda enda á eftirförina. Notaði
hann blásturspipu til að skjóta í
apann lítilli pflu með róandi lyfí.
London, Santiago, Madrid. Reuters.
ÚTLÆGIR Chilebúar og starfsfólk mannréttindasamtaka áttu vart orð til að
lýsa gleði sinni í gær með þann úrskurð fimm manna áfrýjunardómstóls lá-
varðadeildar breska þingsins að fella úr gildi dóm undirréttar í Bretlandi um
að Augusto Pinochet, íyrrverandi einræðisherra í Chile, nyti friðhelgi frá því
að vera sóttur til saka. í Santiago, höfuðborg Chile, helltu stuðningsmenn
Pinochets hins vegar úr skálum reiði sinnar við erlenda blaðamenn og Aug-
usto, sonur einræðisherrans íyrrverandi, fordæmdi úrskurðinn sem
„grimmdarlega svívirðu". Neyðist Pinochet, sem hélt upp á 83 ára afmæli sitt
í gær, nú til að dvelja áfram í Bretlandi og bíða dóms um hvort hann verður
framseldur til Spánar, þar sem menn vilja draga hann til ábyrgðar vegna
meintra ódæðisverka sem framin voru í forsetatíð hans í Chile 1973-1990.
Aðstandendur þeiira u.þ.b. 3.000
manna sem dóu með voveiflegum
hætti eða hurfu sporlaust í stjórnar-
tíð Pinochets gengu í gleðivímu um
Santiago og óskuðu Pinochet ítrekað
til „óhamingju með afmælið". Dreifði
lögregla múgnum með háþrýsti-
sprautum en ekki kom til alvarlegra
átaka. Einhver stuðningsmanna Pin-
ochets hringdi hins vegar með
sprengjuhótun til breska sendiráðs-
ins í Santiago, sem reyndist þó ein-
ungis gabb, þegar til kom.
Chilestjórn segir málinu ekki lokið
Eduardo Frei, forseti Chile, sagði
í sjónvarpsávarpi að Chilestjórn
hygðist beita sér gegn því að af
framsali Pinochets yrði og kvaðst
ætla að senda utanríkisráðherra
sinn, Jose Miguel Insulza, til bæði
Bretlands og Spánar á næstu dögum
til að lýsa mótmælum Chilestjórnar.
„Málinu er ekki lokið,“ sagði Frei og
ítrekaði þá skoðun sína að Pinochet
nyti friðhelgi diplómata, sem fulltrúi
í öldungadeild þjóðþings Chile. Hef-
ur hann kallað öryggisráð landsins á
neyðai-fund vegna málsins í dag,
fimmtudag.
Sagði einn ráðgjafa Pinochets að
einræðisherrann fyrrverandi, sem
hélt upp á áttatíu og þriggja ára af-
mælisdag sinn í gær, hefði tekið úr-
skurðinum með stakri ró og að hann
myndi berjast gegn framsali þar til
yfír lyki.
Jose Maria Aznar, forsætisráð-
herra Spánar, sagði að spænsk
stjómvöld myndu virða ákvörðun
bresks réttarkerfís. Sagði Isabel Al-
lende, dóttir Salvadors Allendes
Chileforseta sem féll í valdaráni Pin-
ochets árið 1973, ákvörðun bresku lá-
varðanna „frábæra" og sýna einræð-
isherrum í heiminum svart á hvítu að
þeir væru ekki yfir lögin hafnir.
Ymis mannréttindasamtök lýstu
einnig ánægju sinni og sagði í yfir-
lýsingu frá Mary Robinson, fram-
kvæmdastjóramannréttindastofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna og fyrrver-
andi forseta Irlands, að ákvörðunin
„myndi veita bai’áttufólki fyrir
mannréttindum styrk, hvar í heimin-
um svo sem það er“.
Thatcher talar máli Pinochets
Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, talaði
hins vegar máli Pinochets og sagði að
samúðarástæður einar og sér ættu að
nægja til þess að Pinochet yrði leyft
að halda heim til Chile, hann væri
gamall og veikburða. „Ég er jafn-
framt sannfærð um að það þjóni best
þjóðarhag bæði Bretlands og Chile að
láta hann lausan, en það hefm’ innan-
ííkisráðherra einmitt í sinu valdi.“
Ovíst er að Jack Straw innanríkisráð-
herra verði við þeirri beiðni en hann
hefur nú aðeins viku til að ákveða
hvort hann sendir sjálfa framsals-
beiðnina fyrir breska dómstóla.
■ Framhaldið nú/24
Reuters
ANDSTÆÐINGAR Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, fögnuðu mjög úrskurði áfrýjun-
ardómstóls lávarðadeildar breska þingsins í London í gær. Til nokkurra átaka kom í Santiago í Chile og má
á innfelldu myndinni má sjá hvar lögreglan leysir upp átök andstæðinga og stuðningsmanna Pinochets.
Tyrkir slaka á kröf-
um í máli Ocalans
Ankara. Reuters.
TYRKIR drógu í gær úr kröfum sín-
mn um skilyrðislaust framsal Kúrda-
leiðtogans Abdullah Öcalan og kváð-
ust reiðubúnir að sætta sig við að
réttað yrði í máli hans í þriðja landi,
t.d. Ítalíu eða Þýskalandi, og sam-
kvæmt alþjóðalögum um hryðju-
verk. Eru vonir bundnar við að þetta
verði til að leysa deilu Tyrkja og
ítala um framsal hans. Öcalan lýsti
því yfir í gær að Kúrdar óskuðu þess
að feta í fótspor írska lýðveldishers-
ins, IRA, og Aðskilnaðarhreyfingar
Baska, ETA, og leggja niður vopn og
semja frið við stjórnvöld.
Óljóst er hins vegar hver áhrif
það hefur á framgang þessa máls
að tyrkneska stjórnin féll í gær og
hefur Mesut Yilmas þegar skilað
stjórnarumboði sínu.
■ Skapar óvissu í/25
Ahern ljær máls á því að Irland gangi aftur í breska samveldið
Blair reynir að höggva
á hnútinn á N-Irlandi
London, Belfast. Reuters.
BERTIE Ahern, forsætisráðherra
írlands, ljær máls á því í viðtali við
breska dagblaðið The Times sem
birtist í dag, fimmtudag, að Irland
gangi aftur í breska samveldið. „Ég
er sannarlega ekki á móti því að taka
það til umræðu," segir Ahern í við-
talinu, en ummælin þykja afar
merkileg. Ef af yrði væri það enn
eitt merkið um að „köldu stríði“ Ir-
lands og Bretlands væri að ljúka,
eins og ónefndur sambandssinni orð-
aði það í samtali við blaðið, með til-
heyrandi áhrifum á áratugalanga
deiluna á N-írlandi. írland varð lýð-
veldi árið 1949 og gekk þá úr sam-
veldinu.
Ummælin eru höfð eftir Ahern
sama dag og Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, ávarpar írska
þingið, fyrstur breskra forsætisráð-
herra. Mun Blair í ræðu sinni tala
um að tími sé kominn til að Irland og
Bretland segi skilið við fortíðina,
sem einkennst hefur af slæmum
samskiptum landanna.
Blaii’ var í gær á N-írlandi til að
reyna að höggva á þann hnút sem
kominn er á friðarviðræður en einn
af frammámönnum í héraðinu,
Seamus Mallon, verðandi aðstoðai’-
forsætisráðherra, segist óttast að
friðarsamkomulagið sé að fara út um
þúfur, en deilt er um afvopnun öfga-
hópa á N-írlandi.
David Trimble, væntanlegur for-
sætisráðherra og leiðtogi UUP, vill
ekki taka svona djúpt í árinni og seg-
ist trúa því að þessi deila verði leyst.
Norsku stjórninni
bjargað fyrir horn
Neikvæð
viðbrögð á
mörkuðum
NORSKA krónan féll og vextir
hækkuðu á norskum mörkuðum
í kjölfar tilkynningar um að
Hægi’iflokkurinn og Framfara-
flokkurinn hefðu fallist á að
styðja fjárlagafrumvarp stjóm-
arinnar. Kom þetta á óvart, þar
sem með þessu er komið í veg
fyrir stjórnarkreppu, auk þess
sem í frumvarpinu er lagt til að
þrjú ríkisfyrirtæki verði einka-
vædd og að hætt verði við
skattahækkanir.
Ekki var um miklar breyting-
ar að ræða en þessi neikvæðu
viðbrögð þykja engu að síður til
marks um að markaðurinn hafi
verið farinn að búa sig undir að
Verkamannaflokkurinn tæki
aftur við stjórnartaumunum og
að ekki hafi enn verið tekin af-
staða til hins nýja fjárlagafrum-
vai’ps, að því er fram kemur í
Aftenposten.
Fjárlögin verða lögð fram nk.
mánudag þar sem enn á eftir að
fínpússa þau, en þegar er ljóst
að það vai- einkum Hægriflokk-
urinn sem náði fram kröfum
sínum gagnvart minnihluta-
stjórn miðflokka.
■ Látið undan kröfum/24