Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 2

Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðisnefnd Alþingis fjallar um gagnagrunn > Flugfélag Islands Ákvæði um aðgang brýtur EES-reglur ÁKVÆÐI í frumvarpi til laga um miðlægan gagnagrunn sem heimilai' þeim vísindamönnum sem leggja upplýsingar inn í grunninn aðgang að honum við kostnaðarverði brýtm- í bága við samkeppnisreglur sam- kvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að mati Samkeppn- isstofnunar. Össur Skaiphéðinsson, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, en þar er frumvarpið nú til umfjöllunar, seg- ir að þetta þýði að taka verði þetta ákvæði úr frumvarpinu sem sé mjög slæmt gagnvart vísindasamfélaginu hér á landi. Hann sagði að nú væri unnið að því að fmna einhverja leið sem tryggði íslenskum vísindamönn- um aðgang að gagnagrunninum án þess að það bryti í bága við sam- keppnisreglur EES, en sú leið hefði ekki fundist enn sem komið er. Össm- sagði að það hefði verið gagnrýnt mjög að engin ákvæði væru um það i frumvarpinu að þær rann- sóknir sem gerðar yrðu fyrir tilstilli grunnsins færu í siðfræðilegt mat áð- ur en þær væru framkvæmdar. Rannsóknaráætlanir sem nú væru settar fram þyrftu annaðhvort að fá samþykki í vísindasiðanefnd heil- brigðisráðuneytisins eða innri siða- nefndum sem væru á sjúkrahúsun- um. Samsvarandi ákvæði væri ekki að fínna í frumvarpinu, heldur væri einungis gert ráð fyrir að vísinda- siðanefndin fengi eftir á skrá yfir þær fyrirspurnir sem gerðar hefðu verið. Þetta væri eitt af þeim atriðum sem samstaða virtist vera um í heil- brigðisnefnd að lagfæra og koma á laggirnar einhvers konai- siðfræði- legu mati og nefndin væri að vinna með ákveðnar hugmyndir hvað það snerti. Ekki væri komin niðurstaða í þeim efnum, en hann teldi sig geta fullyrt að það yrði gerð breytingartil- laga sem að einhverju leyti tryggði það að rannsóknir færu í gegnum slíkt mat áður en þær yrðu gerðar. Össur sagði að það væri alls ekki útilokað að nefndinni tækist að ljúka yfirferð sinni yfir frumvarpið í þess- ari viku. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Frystir refaskinnin vegna óvissu Vaðbrekku, Jökuldal - Á refabúi Tindafeils ehf. í Teigaseli á Jökul- dal eru refaskinnin nú fryst og bíð- ur verkun þeirra betri tíma þar seni nú er mikil óvissa um verðþró- un á skinnamörkuðum. Að sögn Jóns F. Sigurðssonar, fram- kvæmdasljóra Tindafells, er óvíst hvenær hann hefur verkun en það dregst jafnvel fram á sumar og fer eftir verðþróun. Tindafell framleiðir einnig minkaskinn og verða þau verkuð upp úr áramótunum að öllum lík- indum nema verðið hækki snögg- lega í desember. Jón segir að refa- skinnin hafi lækkað um sex þúsund krónur hvert skinn frá því verðið var best fyrir um það bil þremur árum. Lækkunin á þessu ári hefur verið úr fjórum þúsundum króna á hvert refaskinn niður í tvö þúsund krónur. Sigurlilja Kolbeinsdóttir vinnur við að pakka refaskinnun- um í Teigaseli ofan í poka sem síð- an er staflað í frystinn. Þvottur í blíðviðri VEL viðraði til þvotta og ann- arra útiverka á höfuðborgar- svæðinu í gær. Það getur hins vegar reynst þolinmæðisverk í umhleypingum eins og verið hafa síðustu daga þegar salt og tjöru- sull flæðir um stræt.in. Morgunblaðio/Golli Yill fjölga ferðum til Egilsstaða um jólin FLUGFÉLAG Islands (Fl) ætlar að fjölga ferðum til og frá Egils- stöðum í desember og fram í janúar til að mæta þörfum markaðarins fyrir jólin að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Hef- ur félagið sent erindi til Samkeppn- isstofnunar þar sem þessi ákvörðun er tilkynnt. Samkvæmt ákvæðum Samkeppn- isstofnunar frá því á síðasta ári er FÍ óheimilt að auka ferðatíðni í áætlunarflugi fram til 1. júh' árið 2000 ef tilgangur aukinnar tíðni er að hamla samkeppni frá núverandi eða tilvonandi keppinautum. I sein- asta mánuði ákvað FÍ að fella niður af vetraráætlun sinni fjórar ferðir í viku á milli Egilsstaða og Reykja- víkur í kjölfar athugasemda sem ís- landsflug sendi Samkeppnisstofnun í september. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Samkeppnisstofnun í gær er erindi FÍ nú til athugunar hjá stofnuninni. í frétt frá FI segir að eftirspurn eftir flugsætum aukist að jafnaði um hátíðimar og pakka- flutningur stóraukist einnig. Hefur félagið ákveðið að fjölga ferðum frá 18. desember til 10. janúar og taka upp viðbótarflug á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Borgarstjóri um kvartanir íbúa á Miklubraut 13 vegna hávaðamengunar Sjálfsagt að skoða mögu- leika á aðstoð við flutning VIDSiaFTI AIVINNULÍF ð í dag _____ --------------- Hveragerðisbær Einar segir af sér EINAR Hákonarson sagði í gær af sér öllum trúnaðarstörfum sem tengj- ast bæjarstjóm Hveragerðis. Einar var kjörinn bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna sl. vor og sagði að afsögnin tæki jafnt til setu í bæjar- stjórn og nefndum á vegum bæjarins. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að það sé sjálfsagt að skoða möguleika á því að borgin aðstoði Guðlaug Lárusson og konu hans, íbúa á Miklubraut 13, við að flytja úr húsi sínu vegna hávaða- mengunar, en landlæknir hefur skiif- að borgarstjóra bréf vegna kvartana Guðlaugs og óskað eftir að hið bráð- asta verði gripið til aðgerða til að draga úr hávaða frá umferð við Miklubraut milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs. „Það sýna allar rannsóknir á þess- um málum að fólk þolir þetta misjafn- lega illa og sumir em viðkvæmari fyr- ir hávaða en aðrir. Það kann vel að eiga við í tilviki Guðlaugs Lánissonar og getur vel réttlætt það að það sé tekið með einhverjum sértækum hætti á hans málum, en það þýðir þá einfaldlega flutning," sagði Ingibjörg. Úttekt sem gerð var á hljóðvist I borginni í fyrra leiddi, að sögn Ingi- bjargar Sóh-únar, í ljós að í um 2.000 íbúðum í borginni fer jafngildishljóð- stig yfir 65 dB, en allar þær íbúðir þar sem jafngildishljóðstigið færi yfir 68 dB væra við þjóðvegi og það ætti við um íbúðimar við Miklubraut. „Þó að ég skorist ekki undan því að fá þetta frá landlækni þá hefði hann átt að senda veghaldaranum þetta líka sem er Vegagerð ríkisins. Við ráðum því auðvitað ekki ein og sjálf hvaða aðgerðir era gerðar á þjóðveg- um,“ sagði hún. Styrkir til hljóðeinangrunar Reykjavíkurborg hóf í fyrra að bjóða húseigendum sem búa við há- vaðamengun styrki til að hljóðein- angra húsin betur og sagði Ingibjörg Sólrún fólk hafa notfært sér þetta, m.a. við Miklubraut. „Það er jafnframt mikilvægt hvað varðar þessi tilteknu hús við Miklu- braut að þegar við gerðum samning við ríkið út af bamaspítalanum þá gerðum við skilyrðislausa kröfu um að Hringbrautin yrði flutt og við munum lána ríkinu fyrh’ þeim fram- kvæmdum til að hægt sé að fara í þetta. Það er gert ráð fyrir því að þær fi-amkvæmdir hefjist árið 2001 og þá fjarlægist Hringbrautin þessi tilteknu hús,“ sagði hún. „Það er fyrirsjáanlegt að það er hægt að bæta ástandið verulega hjá þessu fólki en við getum auðvitað ekki horft á hlutina bara svo einangr- að og verðum auðvitað að horfa á þetta út frá öllum þeim fjölda sem við þetta býr.“ AEK vildi ekki selja Arnar Grétarsson til Parísar/B3 íslendingar unnu fyrri rimmuna við Ungverja/B1, B4, B5, B8 VERSLUN Stærsta matar- geymslan AðföngC6 TÖLVUR Yfirmenn skoða póst Samningar/C4 MÁRATOft0 AUfilfSINS BLAÐINll í dag fylgir 12 síðna auglýs- ingablað frá verslunarmið- stöðinni Smáratorgi „Smáratorg fyrir jólin“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.