Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilraun með tölvu- kennslu fyr- ir aldraða Samkeppmsráð um kvörtun vegna súkkulaðiverðs Engar aðgerðir vegna meints undirboðs EKKI er að mati samkeppnisráðs ástæða til aðgerða í máli Samtaka iðnaðarins fyrir hönd Nóa-Síríusar hf. vegna meints undirboðs Rydens- kaffis, innflytjanda súkkulaðis frá Marabou, sem Samtökin höfðu kvarU að yfir. Er niðurstaða samkeppnis- ráðs að ekki hafí verið sýnt fram á að neitt það sem Rydenskaffi hafí að- hafst fari gegn einstökum ákvæðum eða markmiði samkeppnislaga. Samtök iðnaðarins héldu því fram að um og uppúr miðju síðasta ári hafí tekið að bera á þvi að Marabou- súkkulaði hafi verið selt hérlendis á áður óþekktu verði sem hafí verið mun lægra en tíðkaðist hérlendis. Samtökin könnuðu verð á Marabou- súkkulaði í Gautaborg og Reykjavík og kom í ljós að verðið var mun lægra í Reykjavík. Samtökin telja að verðlagningin gefi sterklega til kynna að verksmiðjuverð til útflutn- ings til Islands sé mun lægra en verð sem tíðkast hafi í viðskiptum í Svíþjóð eða að innflytjandinn hafí selt súkkulaðið án álagningai- eða hreinlega greitt með því. Verðsamkeppni í minnisblaði Samtaka iðnaðarins um málið kemur fram að útsöluverð á 200 g stykki rjómasúkkulaðis frá Marabou hafí verið 139 kr. og 75-79 kr. á 100 g stykkjum. Nói-Síríus hafí svarað þessu með því að lækka verð sitt þannig að 100 g stykki kostuðu 90-100 kr. og 200 g stykkin 145-169 kr. Marabou lækkaði þá 100 g stykkið í 49 kr. og 200 g stykkið í tæpar 100 kr. Lögmaður Rydenskaffis segir í greinargerð sinni að Rydenskaffi hafi tekið til við innflutning Mara- bou-súkkulaðis á síðasta ári. Hann segir umbúðir þess dagstimplaðar og tilgreina hvenær best sé að neyta þess í síðasta lagi. Segir lögmaðm-- inn súkkulaði sem nálgist síðasta söludag gjaman selt á lækkuðu verði. Svo hafí verið í tilfelli Rydens- kaffis og ákveðið hafi verið að lækka verðið til að örva sölu þeirra birgða. í leiðinni lætur lögmaðurinn þess getið að Nói-Síríus dagstimpli ekki framleiðslu sína. Þá segir að Rydenskaffi hafí einnig viljað lækka verðið til að ná meiri markaðshlut- deild og fara fremur þá leið en verja miklum fjánnunum til auglýsinga. Lögmaðurinn segir einnig að við- skipti Rydenskaffis og AB Marabou í Svíþjóð séu eðlileg varðandi inn- kaupsverð og að Rydenskaffi kaupi framleiðsluvörur fyrirtækisins á eðlilegu verði. Lögmaður Rydenskaffís telur að markaðshlutdeild þess hafí verið 2-5%, hún sé ekki markaðsráðandi og því geti 17. grein samkeppnislaga sem fjallar um slíka stöðu ekki átt við fyrirtækið. Segir hann Nóa-Sírí- us hins vegar hafa markaðsráðandi stöðu með 35-40% markaðarins. í lokin segir í greinargerð lögmanns- ins að Rydenskaffi hafi stuðlað að góðum viðskiptaháttum með hátt- semi sinni með aukinni samkeppni og fleiri valkostum. Marabou ekki með markaðsráðandi hlutdeild í niðurstöðu samkeppnissráðs segir að ljóst sé af innflutnings- og vöruframleiðsluskýrslum fyrir árið 1997 að Rydenskaffi hafi e'kki verið markaðsráðandi í sölu á súkkulaði hérlendis. Hlutdeild þess hafi verið minni en 5% en hlutdeild Nóa-Sírí- usar 3(M0%. Af þeirri ástæðu séu ekki efni til þess að beita íhlutun á grundvelli 17. greinar samkeppn- islaga um markaðsráðandi stöðu þar sem lagagreinin taki einungis til að- stæðna er hafí skaðleg áhrif á sam- keppni. Markaðsstaða Nóa-Síríusai’ sé slík að fyrirtækið ætti að geta svarað samkeppnishegðun Rydens- kaffis ef vilji væri fyrir hendi. Þá segir í niðurstöðunni að Sam- keppnisstofnun hafi aflað upplýs- inga um að hlutdeild Marabou- súkkulaðis hafi verið óveruleg þegar Rydenskaffi tók við innflutningi þess en með því að lækka álagningu hafí innflytjandanum tekist að ná nokkurri fótfestu og auka sam- keppni. Þá hafi athugun Samkeppn- isstofnunar leitt í ljós að vörurnar séu ekki niðurgreiddar af Rydens- kaffi og fyrir liggi yfirlýsing frá hin- um erlenda framleiðanda þess efnis að verðið til Rydenskaffis sé al- mennt útflutningsverð í Svíþjóð. I lok úrskurðar síns segir sam- keppnisráð meðal annars: „Ekki hefur verið sýnt fram á að neitt það sem Rydenskaffi hefur aðhafst og kvartað er yfir eða innkaupsverð- lagning á Marabou-súkkulaði fari gegn einstökum ákvæðum eða markmiði samkeppnislaga. Þvert á móti má halda því fram að það að merkja súkkulaði með dagstimpli sem gefur til kynna hvenær varan fer að rýma að gæðum að mati framleiðanda séu góðir viðskipta- hættir. Slík háttsemi er í góðu sam- ræmi við 20. gr. samkeppnislaga," og er niðurstaða ráðsins sú að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna er- indis Samtaka iðnaðarins. FRAMKVÆMDANEFND árs aldraðra og Viðskipta- og tölvuskólinn undirrituðu í gær samstarfssamning um tilrauna- verkefni á sviði tölvukennslu fyrir aldraða. Landsbankinn, Búnaðarbankinn og íslands- banki styðja verkefnið. Kennd námstækni Námskeið verða haldin þar sem eldri borgurum verður kennd námstækni, tölvunotkun og ýmislegt sem tengist nýj- ungum í viðskiptum. Reyndar verða nýjar leiðir við kennslu sem sniðnar eru sérstaklega að þörfum aldraðra. Að námskeið- unum loknum verður reynslan metin og ákveðið hvernig best sé að standa að tölvunámskeið- um fyrir eldra fólk. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að árið 1999 verði al- þjóðlegt ár aldraðra. Ingibjörg Pálmadóttir Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra fyrir hönd framkvæmda- nefndar árs aldraðra, og Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, undirrituðu í gær samstarfs- samning um tölvukennslu fyrir aldraða. Bann við barna- vinnu afgreitt á næstunni „EF VIÐ ættum að fullgilda allt í hvelli sem kemur frá út- löndum, hvort heldur það er frá Alþjóðavinnumálastofnunmni eða Evrópusambandinu, þá gerði íslenska stjórnkerfið ekk- ert annað,“ segir Páll Péturs- son félagsmálaráðherra um at- hugasemdir Non-ænu verka- lýðssamtakanna við það hversu fáar ályktanir Atvinnumála- stofnunarinnar, ILO, hafi verið samþykktar hér á landi. Hann kveðst stefna að því að Alþingi fullgildi tvær af samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunar- innar á þessum vetri. Páll segir fullgildingu tilskip- unar 138 um bann við barna- vinnu einungis vera formsatriði sem bíði afgreiðslu enda sé lagavinnu við hana lokið í Al- þingi. „Það stendur til að það verði gengið frá þessu á næstu dögum eða vikum,“ segir hann. „Þá stefni ég að því ljúka af- greiðslu tilskipunar 156 um starfsfólk með fjölskylduá- byrgð fyrir næstu kosningar. Það hefur verið ágreiningur meðal aðila vinnumarkaðarins um það atriði tilskipunarinnar að vinnuveitanda beri að greina frá ástæðu uppsagnar, en ég vona að menn fari að ræða mál- ið af alvöru og ljúka því,“ segir hann. Engin minnimáttarkennd Páll kveðst ekki hafa neina minnimáttarkennd yfir því að íslensk stjórnvöld hafi einungis fullgilt tvær af samþykktum ILO á undanfömum átján ár- um. Miðað við þá afgreiðslu hljóti hins vegar að teljast gott að afgreiða tvær á einum vetri eins og hann stefni nú að. I ályktun sambandsstjórnar Alþýðusambands Islands, sem ræddi skýrsluna á fundi sínum á þriðjudag, kemur fram að ís- lensk stjórnvöld uppfylli ekki reglur ILO um málsmeðferð gagnvart Alþingi. Þessu svarar Páll með því að um það geti verið ágreiningur og að hann samþykki ekkert endilega túlk- un ÁSÍ á því atriði. Skipasund 34 - Laus strax Glæsileg nýstandsett rishæð Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. efri hæð í tvíbýli. Skráð ca 75 fm en er stærri að gólffleti. Nýstandsett frá a-ö, m.a. eldhús, baö, parket, flísar, gler o.fl. ísskápur og þvottavél fylgja. Gott verð, 7,7 m. Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, s. 588 4477. Morgunblaðið/Þorkell Yfírlýsing- frá Sverri Hermannssyni Á LIÐNU vori lýsti ég því yfir, að ég hygðist taka upp baráttu á vettvangi þjóðmálanna fyifr því, að íslenzka þjóðin endurheimti yfirráð yfir fiskimiðunum, þeirri auðlind, sem lögum samkvæmt er þjóðareign. Jafnframt gat ég þess, að ég myndi fylgja þeiiri baráttu eftir með því að efna til framboðs til Alþingis fyrir næstu þingkosningar. Þessi yfirlýsing mín varð til þess, að umræður um kvótakerf- ið, áhrif þess á byggðir landsins og ofsagróða fámenns hóps manna í skjóli þess, komust á ný í brennidepií stjórnmálaumræðna. Undanfarna mánuði hafa allir stjórnmálaflokkar verið á hröðu undanhaldi í þessu máli og þeir lýsa því nú allir yfir, með einum eða öðrum hætti, að þeir vilji gera breytingar á þessu kerfi. Með því einu hefir miklum ár- angri verið náð, sem ég leyfi mér að eigna mér nokkra hlutdeild í. I kjölfar yfírlýsingar minnar kom varaformaður Samtaka um þjóðareign, Bárður Halldórsson, að máli við mig og óskaði eftir samstarfi um framboð til Alþing- is. Þótt mér hugnaðist ekki allur sá hópur manna, sem þar hafði valizt til forystu, vildi ég málefn- isins vegna sjá hvort slíkt sam- starf gæti orðið því til fram- dráttar. Nú er komið í Ijós, að það er borin von. Meirihluti stjórnar Samtaka um þjóðareign hefur aldrei hlotið það traust, sem bú- ast hefði mátt við og ástæðan er sú að enginn treystir þeim og fyrir það hafa Samtökin liðið og enga áheyrn hlotið. Þeir hafa enga burði til þess að leiða bar- áttu þjóðarinnar gegn því rang- læti, sem leitt hefur af óbreyttu kvótakerfi. Á milli mín og þeirra getur ekki orðið málefnaleg sam- staða um þær breytingar, sem gera þarf á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Raunar eru þeir ófærir um að móta nokkra málefnalega afstöðu til þessa máls eða ann- arra. Eg hef þess vegna ákveðið að slíta öllu samstarfi við núverandi meirihluta stjórnar Samtaka um þjóðareign. Samstarfi, sem ég óskaði ekki eftir, heldur þeir. Ég mun ekki standa að stofnun neinna stjórnmálasamtaka í sam- starfi við þá forystumenn. Ég mun þess vegna endurmeta alla stöðuna þegar í stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.