Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 12

Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst fyrsta sunnudag í aðventu „SÖFNUNARBAUKUR Hjálp- arstarfs kirkjunnar, sem sendur er landsmönnum á þessum tíma á hveiju ári, er víða ómissandi hluti af aðventuskreytingu heimilanna. Eg hef lagt megin- áherslu á að hjálparstarf og kristniboð verði aukið og eflt í kirkjunni og vil leggja hverjum Islendingi það á hjai-ta,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup fs- lands, meðal annars þegar ár- leg jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar var kynnt í gær. Biskup sagði íslendinga af- lögufæra jafnvel þótt margir hérlendis bæru skarðan hlut frá borði allsnægtanna. „Það sem mestu varðar er að skerfurinn okkar megnar mikils meðal hinna örsnauðu í veröldinni, þeirra sem Hjálparstarf kirkj- unnar beinir umfram allt söfn- unarfé sínu til. Það skiptir sköpum í neyðaraðstoð og lang- tímaverkefnum," sagði biskup ennfremur. Hann kvaðst ekki hafa í huga sértækar aðgerðir til að koma hjálparstarfi og kristniboði meira á dagskrá hjá kirkjunni heldur að minna á Safnað fyrir bágstadda heima og heiman verkefnið og livelja til þess að því yrði sinnt. Biskup minnti á að við tilurð Hjálparstarfsins ákváðu prestar landsins að láta 1% launa sinna renna til starfsins og gerðu margir þeirra það enn í dag. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, sagði sífellt fleiri einstaklinga gerast fasta styrktarmenn og að þeim söfn- uðum fjölgaði einnig sem legðu reglulega fram íjármuni til starfsins. Neyðarverkefni fyrir meira en fjóra milljarða Jónas Þórisson sagði neyðar- beiðnum hafa Ijölgað mjög í ár frá í fyrra. Hefði í fyrra alls verið óskað eftir um 32 milljón- um dollara vegna neyðarverk- efna á vegum ACT, Alþjóða MYNDINA á söfnunarbauknum tók Þorkell Þorkelsson Ijósmyndari Morgunblaðsins af dreng frá Zaire sem var á flótta í Rúanda. neyðarhjálpar kirkna, en í ár væru komnar fram beiðnir fyr- ir alls um 60 milljónir dollara sem er yfir fjórir milljarðar ís- lenskra króna. Biskup sagði að Hjálparstarf kirkjunnar væri ekki viðamik- ið fyrirtæki en væri í sam- starfí við öflugar alþjóðlegar hjálparstofnanir á vegum kirknauna og í því samstarfí nýttist skerfur Islendinga til fulls. Jólasöfnunin hefst formlega fyrsta sunnudag í aðventu, sem er 27. nóvember, með út- varpsguðsþjónustu í Hall- grímskirkju en þar verður tekið við framlögum til söfn- unarinnar. Sendir hafa verið söfnunarbaukar og gíróseðlar með upplýsingum um verkefni á 98 þúsund heimili lands- manna og sagði Anna M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins, að allmargir aðilar hefðu gefíð vinnu sína við hönnun og framleiðslu ým- issa prentgripa fyrir söfnunina sem væri mikilvægur stuðning- ur. Einnig myndu fjölmörg fyr- irtæki gefa birgðir í matarbúr- ið sem í ár verður til húsa við Skúlatún 4 og rekið eins og áð- ur í samvinnu við Reykjavíkur- deild Rauða krossins. Tekið verður við umsóknum 7. til 11. desember á skrifstofu Hjálpar- starfsins á Laugavegi 31. Ólafur G. Einarsson, sem kjörinn var formaður stjórnar Hjálparstarfsins á síðasta aðal- fundi, sagði söfnunarfénu í ár verða beint í þijá farvegi: Til bágstaddra íslendinga, til fólks sem búi við örbirgð í þriðja heiminum og í þriðja lagi til neyðaraðstoðar á átaka- og hamfarasvæðum um allan heim og væri Mið-Ameríka þar efst á baugi. Þá minnti hann á að auk jólasöfnunarinnar væri sala friðarljósanna um jól og ára- mót mjög mikilvæg tekjulind. Söfnunarfé jólasöfnunar í fyrra nam um 10,7 milljónum króna auk yfír 5 inilljóna króna verðmætis matvæla sem Hjálp- arstarfínu bárust til dreifingar meðal bágstaddra Islendinga. Valdimar Jóhannesson, varaformaður Samtaka um þjóðareign Samfylkingin á Austurlandi Kynningu frestað um eina viku ÁFORMAÐ vai- að kynna framboðs- lista samfylkingar á Austfjörðum með formlegum hætti á Reyðarfirði um næstu helgi, en því hefur verið frestað um eina viku. Frágengið er að Einar Már Guðmundsson, for- stöðumaður á Fræðsluskrifstofu Austurlands, verði í fyrsta sæti og séra Gunnlaugur Stefánsson, fyrr- verandi alþingismaður, í öðru sæti. Einar er alþýðubandalagsmaður og Gunnlaugur alþýðuflokksmaður. Ei- ríkur Stefánsson, sem sæti á í sam- ráðsnefnd um framboðsmál, segir að Kvennalistanum hafi verið boðið að vera með á listanum, en fáar kvenna- listakonur séu í kjördæminu og þær mjög tregar til að fara í framboð. Ei- ríkur segir að algjör sátt sé um upp- röðun á lista milli flokkanna. Á Vestfjörðum hefur orðið sam- komulag um að alþýðuflokksmaður skipi fyrsta sætið, alþýðubandalags- maður annað sætið og kvennalista- kona þriðja sætið. Gengið er út frá því að Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, skipi fyrsta sætið. Smári Haraldsson, formaður Alþýðubandalagsfélags Isafjarðar, sagði stefnt að því að setja fram lista með átta alþýðubandalagsmönnum og velja frambjóðanda Alþýðubanda- lagsins í annað sætið af honum. Andlát GRÍMUR GUNNARSSON Jólasöfnunin kynnt FORRÁÐAMENN Hjálparstarfs kirkjunnar kynntu jólasöfnun- ina sem í hönd fer. Frá vinstri: Ólafur G. Einarsson, formaður stjórnar Hjálparstarfs kirkj- unnar, Karl Sigurbjörnsson biskup og Jónas Þórisson fram- kvæmdastjóri. GRÍMUR Gunnars- son, blaðamaður og ritstjóri í Danmörku, sonur Gunnars Gunn- arssonar rithöfundar, er látinn. Grímur, sem þekkt- ur var undir höfundar- heitinu „Grimme“, fæddist árið 1929, son- ur Gunnars og Ruth Lange, dóttur skálds- ins Svens Langes. Gunnar var þá giftur annarri konu, Franz- iscu, en gekkst við Grími. Grímur ólst upp hjá móður sinni í Danmörku. Hann gerðist blaða- maður og var lengi rit- stjóri íþróttafrétta á blaðinu Socialde- mokraten, sem síðar nefndist Aktuelt. Síðar var hann gerður aðal- ritstjóri nýs sunnu- dagsblaðs Aktuelt sem náði mikilli útbreiðslu. Eftir starfslok þar skrifaði hann greinar í viðskiptablað Berl- ingske Tidende og tók sjónvarpsviðtöl. Grímur var giftur Else Birkmose, sem á árum áður var þekkt handbolta- kona. Hún lést fyrir nokkrum mán- uðum. Morgunblaðið/Þorkell Sverrir ekki trú- verðugur sem leiðtogi VALDIMAR Jóhannesson, sem sit- ur í stjóm Samtaka um þjóðareign, segir að Jón Sigurðsson, jafn mætur maður og hann sé, hafi ekki jarðsam- band og átti sig ekki á því hvernig mjög margir menn líti á Sverri Her- mannsson. „Þeir telja að Sverrir sé ekki trúverðugur sem leiðtogi fyrir frjálslyndum flokki. Þeir líta á Sverri sem gamlan kerfismann, sem hefur sukkað í kerfinu áratugum saman. Það skiptir engu máli hvort það er rétt eða rangt. Staðreyndin er bara sú að svona er á hann litið,“ sagði Valdimar í samtali við Morgunblaðið. Jón Sigurðsson, fyirverandi fram- kvæmdastjóri, sagði í Morgunblað- inu í gær að von sé til þess að Frjáls- lyndi flokkurinn hafi áhrif með and- ófi sínu á stefnu stjórnvalda í fisk- veiðistjórn undir stjórn Sverris Her- mannssonar, en vonlaust sé að svo geti orðið undir stjórn Bárðar Hall- dórssonar. „Eg hef að mörgu leyti prýðilegar taugar til Sverris. Mér finnst þetta að mörgu leyti vera öflugur maður, en það bara gengur ekki að hafa hann sem vörumerkið á þessum flokki. Við í stjórn Samtaka um þjóð- areign töldum þess vegna ráðlegt að fá mann sem ekki myndi stuða frá þá sem ella myndu styðja þetta mál- efni,“ sagði Valdimar. Hann sagði að þeir teldu að það hefði verið mjög ódrengilegt að taka svona í þessa tillögu. Þarna hefði fyrst og fremst verið á ferðinni hugs- un um það hvernig hópurinn næði mestum árangri með því að skipa liði sínu. „Eg verð líka að fá að segja að mér finnst ótrúlegt að Jón Sigurðs- son skuli ata okkur auri sem höfum verið að vinna að þessu máli nú um langan tíma. Við höfðum kjark til þess að leggja af stað. Jón og fleiri menn eru búnir að skrifa um þetta í fleiri, fleiri ár, en það hefur ekki haft nokkurn skapaðan hlut að segja. Það er þó ástæðulaust að vanþakka það, en okkur tókst að skapa stemmn- ingu. Það var á þriðja þúsund manns sem gekk formlega í samtökin og við höfum getað komið þessari umræðu á fleygiferð, þannig að nú njóta okk- ar viðhorf mjög almenns stuðnings hjá þjóðinni," sagði Valdimar enn- fremur. Hann bætti því við að sér fyndist skrítið að Jón skyldi vilja kalla þá undirmálsmenn sem hefðu komið þessu í kring og sér fyndist það ekki verðugt. „Ég kalla ekki Sverri undir- málsmann, þótt hann hafi þurft að fara út með plastpokana sína úr bankanum eftir að honum var sagt að hypja sig þaðan, en ég spyr; lægi það ekki vel við?“ sagði Valdimar. Hann sagði að sér fyndist að Frjálslyndi flokkurinn ætti að kjósa sína forystumenn í frjálsum kosning- um án allra undfrmála og heitstreng- inga. „Ég mun sjálfur, ef þarna verð- ur heiðarleg kosning, fylgja þeiiTÍ forystu sem valin verður. Ég mun ekki gera eins og Jón Sigurðsson að segja fyrirfram: Ég mun aðeins fylgja þessu ef einhver niðurstaða sem ég ákveð að eigi að vera svo verði ofan á. Ef menn ganga þannig fram þá splundrast allt og það má ekki gerast í þessu máli. Þarna er málefnið alltof mikilvægt til þess að menn hagi sér þannig," sagði Valdi- mar. Hann bætti því við að hann hefði metnað til að leggja þessu máli lið og sama gilti um Bárð Halldórsson. „Við hljótum hins vegar í framboði að skipa okkar færustu mönnum hverjir sem það kunna að vera. Ég hvet alla sem vilja leggja þessu mál- efni lið að koma og kjósa og halda svo friðinn," sagði Valdimar að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.