Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 13

Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 13 FRÉTTIR Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands fslands, gagnrýnir íslensk stjórnvöld Island leggur ekki baráttu gegn barnaþrælkun lið ARI Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, segir að fullgilding samþykkt- ar Aiþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) á banni við barnavinnu sé mikilvægt baráttutæki til að vinna gegn bamaþrælkun í heiminum. Hann segir furðulegt að Island skuli ekki hafa lagt þessari baráttu lið með því að fullgilda samþykkt- ina. Ari sagði að fullgilding íslands á samþykkt ILO um bann við barna- vinnu myndi engu breyta hér á landi vegna þess að íslensk lög og ákvæði EES-samningsins ganga lengi'a í því að vernda börn og ung- linga frá óhóflegri vinnu. Pað væri hins vegar mikilvægt að ríki eins og Island fullgiltu með foi-mlegum hætti þessa samþykkt. Stjórnvöld í löndum þar sem barnaþrælkun væri vandamál færu varla að leggja sig fram um að fullgilda þegar lönd eins og Island hefðu ekki gert það. Ari sagði að stjórnvöld í Dan- mörku hefðu ekki ætlað sér að full- gilda samþykktina um bann við barnavinnu vegna þess að þar væri hefð fyrii' því að fullgilda ekki sam- þykktir sem aðilar vinnumarkaðar- ins hefðu þegar gengið frá í samn- ingum sín á milli. Danir hefðu hins vegar ákveðið að fullgilda til þess að auka þrýsting á lönd þar sem níðst væri á börnum með óhóflegri vinnu. Island uppfyllir ekki skuldbindingar ILO Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur fsland staðið sig mun verr við að fullgilda sam- þykktir ILO en aðrar Norður- landaþjóðir. Ástráður Haraldsson, lögfræðingur ASÍ, sagði að_ sam- kvæmt reglum ILO, sem ísland hefði undirgengist, væru aðildar- þjóðirnar skuldbundnar til að kynna samþykktir ILO heima fyrir og leita umsagna um þær. íslensk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt þetta ákvæði því allmargar sam- þykktir ILO hefðu ekki einu sinni verið ræddar hér heima. Ástráður gagnrýndi afstöðu ís- lenskra stjórnvalda til samþykkta ILO, en afstaða þeirra hefur verið að forsenda fyrir frumkvæði stjórnvalda sé að aðilar vinnu- markaðarins komi sér saman um fullgildingu samþykkta ILO. Hann sagði að þetta jafngilti því að færa Vinnuveitendasambandinu neitun- ai-vald um allar samþykktir ILO. Ástráður sagði að þau rök sem væru notuð gegn fullgildingu sam- þykkta ILO væru ýmist þau að samþykktirnar breyttu engu fyrir vinnumarkaðinn á íslandi og því væri óþarft að samþykkja þær, eða að þær breyttu svo miklu fyrir ís- lenskan vinnumarkað og þess vegna væri ekki hægt að fullgilda þær. Kvennalistakonur á Reykjanesi Vilja ræða frávik Kvennalistakonur á Reykjanesi hafa verið tilbúnar til að ræða frá- vik frá kröfu landsfundar Kvenna- listans um eitt af þremur efstu sæt- unum á framboðslista til alþingis- kosninganna næsta vor, að sögn Svölu Jónsdóttur, sem er fulltrúi Kvennalistans í viðræðunefnd um sameiginlegt framboð með Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi á Reykjanesi. Hún segir að Kvennalistakonum fínnist það sérkennilegt í viðræðum þriggja aðila að tveir þeirra nái samkomulagi utan nefndarfunda, en eins og gi'eint var frá í Morgunblað- inu í gær hafa fulltrúar Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins á Reykjanesi komist að samkomulagi um að halda prófkjör í janúar þar sem flokkarnir sem að sameiginlegu framboði standa fái tryggingu fyrir einu af fimm efstu sætunum. „Við höfum verið tilbúnar til þess að túlka kröfu landsfundar um eitt af þremur efstu sætunum á sveigj- anlegan hátt, með þeim fyrirvara að samþykki Samráðs Kvennalistans fengist fyrir slíku. Þá yrði væntan- lega tekið tillit til niðurstöðu í ölium kjördæmum. Við höfum rætt það inni á þessum fundum, þannig að það hefur ekki strandað á okkur að ná samkomulagi. Við teljum að það hefði verið og sé jafnvel ennþá hægt að leysa þessi mál í viðræðunefnd- inni á þann hátt sem allir aðilar geta sætt sig við,“ sagði Svala, en fundur í viðræðunefndinni hefur verið boð- aður næstkomandi mánudag. Rætt um prófkjör með girðingu við íjórða sætið Hún sagði að í viðræðunefnd fiokkanna á Reykjanesi hefðu verið ræddar hugmyndir um prófkjör með girðingu við fjórða sætið á list- anum og einhvers konar uppstill- ingu þar sem Kvennalistinn yrði í fjórða sæti. Þar hefði deilan helst staðið um hvor A-flokkanna fengi fímmta sætið. „Við höfum verið í þessum við- ræðum af fullum krafti ög verið að vinna að því af heilum hug að ná samkomulagi og ég vona að það eigi við um alla aðila,“ sagði Svala. ----------------- Séra Hannes •• Orn verður prdfastur SÉRA Hannes Örn Blandon, sókn- arprestur í Laugalandsprestakalli, hefur verið útnefndur prófastur í Eyjafjarðai'prófastsdæmi. Tekur hann við embættinu um næstu ára- mót. Biskup íslands, Karl Sigurbjörns- son, útnefnir prófast að fenginni um- sögn presta prófastsdæmisins og fulltrúa leikmanna. Séra Hannes Örn Blandon tekur við prófastsemb- ættinu af séra Birgi Snæbjörnssyni, sóknarpresti Akureyi'arprestakalls. „Þetta er þitt tækifæri Beint fraktflug til/frá Boston ái Beint fraktflug er hagkvæmasta og árangursríkasta leiðin fyrir innflytjendur sem vilja fullnægja kröfum nútímans um skjót viðbrögð og hraða í vöruflutningum á milli íslands og austurstrandar Norður-Ameríku. Fraktvél Flugleiða flýgur alla sunnudaga til og frá Boston. Fraktflug meö áætlunarvélum Flugleiða frá Minneapolis, New York, Boston, Baltimore, Orlando og Halifax í Nova Scotia í Kanada. Yfir 30 ferðir í hverri viku! Hafðu samband við sölumenn í síma 50 50 401 FLUGLEIDIR F R A K T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.