Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján FRIMANN Frímannsson, Davíð Rúnar Gunnarsson og Haukur Grett- isson fyrir framan Nýja bíó sem verður opnað á morgun, föstudag. Nýtt kvikmyndahús, Nýja bíó, opnað Bjartsýni og bros á vör Mismunandi samningar starfsfólks á sambýlum fyrir fatlaða Afgreiðslu tillögu um að samræma kjörin frestað NÝTT kvikmyndahús, Nýja bíó, verður opnað á Akureyri á morg- un, föstudag. Það eru sex ungir og bjartsýnir menn, bræðrasyn- irnir Davíð Rúnar Gunnarsson, Frímann Frímannsson og Haukur Grettisson og þeir Armann Olafs- son, Jón Sæmundsson og Agúst Friðgeirsson sem eiga og reka þetta nýja kvikmyndahús sem er í hinu fornfræga húsi Nýja bíós við Strandgötu í miðbæ Akureyrar. Húsið var byggt árið 1929 og var rekið þar kvikmyndaliús í ára- tugi. Fyrir röskum áratug var þeirri starfsemi hætt og veitinga- hús og dansstaður opnaður þess í stað. Húsið skemmdist mikið í eldsvoða fyrir nokkrum misserum og stóð það autt lengi vel, eða þar til þeir Haukur og Davíð fengu á því augastað og keyptu þeir það í félagi við þá sem áður eru taldir. „Við vildum endilega gera eitt- hvað hér í bænum og fórum að velta fyrir okkur hvað helst vant- aði og bíó varð niðurstaðan," sagði Davíð. Þeir skoðuðu ýmsa mögu- leika, allt frá því að reisa nýtt hús undir starfsemina og ýmis hús sem gætu komið til greina, en niður- staðan varð sú að festa kaup á hinu gamalgróna Nýja bíó-húsi. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og voru iðnaðar- RÁÐSTEFNA um málefni ungs fólks verður haldin í Víkurröst á Dal- vík á fóstudag, 27. nóvember, og hefst hún kl. 18. Undirbúningur og framkvæmd er að mestu í höndum nemendaráðs Daivíkurskóla en ráðstefna af þessu tagi hefur verið haldin í skólanum nokkur undanfarin ár. Fjallað verð- ur um ýmislegt það sem snertir ungt fólk, félagslíf, samskipti og skólann en aðaláherslan er lögð á vímuefna- og forvarnamál. Meðal fyrirlesara eru Einar Gylfí Jónsson, sálfræðingur frá forvarna- deild SÁÁ, og Edda Hrafnhildur Björnsdóttir frá Rauða kross húsinu í Reykjavík auk fulltrúa frá Dalvík- urbyggð og fleiri. Tíundi bekkur Dalvíkurskóla selur veitingar í hléi og boðið verður upp á skemmtiatriði, menn á þönum um allt þegar Morgunblaðsmenn komu þar við, enda í mörg horn að Iíta á loka- sprettinum. „Við höfum kappkost- að að gera allt sem best úr garði,“ sagði Haukur. „Sætin eru þægileg og hallinn er mikill þannig að það eiga allir að gera séð vel á tjaldið. Þá geta börnin fengið sérstök sæti svo þau sitji svolítið hærra.“ Rúmlega 200 sæti eru í þeim sal sem tekinn verður í notkun á morgun, en jafnframt er verið að vinna við annan sal sem tekur 90- 100 manns í sæti. Gert er ráð fyr- ir að hann verði tilbúinn fljótlega eftir áramót. Frúnann benti á að auk kvikmyndasýninga yrði unnt að selja upp minni leiksýningar í salnum, sem gæfí aukna mögu- leika á notkun hans. Þeir frændur telja fullvíst að vel gangi að reka annað kvikmynda- hús á Akureyri, en fyrir er Borg- arbíó og óttast þeir ekki sam- keppni. Þeir ætla að bjóða upp á fleiri sýningartíma en áður hefur tíðkast og nú um helgina sýna þeir nýjustu teiknimyndina frá Walt Disney, Mulan og verða sýningar kl. 13., 15., 17.,19., 21. og; 23.30. „Við erum óhræddir við allt og byrjum þetta bara með bros á vör og bjartsýni í farteskinu," sögðu þeir. m.a. koma ungir tónlistarmenn fram. Að ráðstefnu lokinni verður diskó- tek fyrir unglinga í Víkurröst til kl. 1 eftir miðnætti, einnig verður íþrótta- húsið opið en það er samtengt Víkur- röst. Þar geta þeir sem vilja hvíla sig á dansinum leikið sér í íþróttum af ýmsu tagi. Um er að ræða samstarfsverkefni Dalvíkurbyggðar og ISI um ný- breytni í félags- og tómstundastarfi barna og unglinga þar sem ætlunin er að skipuleggja einn ákveðinn viðburð í mánuði fyrir ungt fólk á aldrinum 13 tO 18 ára. Reynt verður að fara aðrar leiðir en hingað t0 í því starfí sem fyr- ir er á vegum sveitarfélagsins. Þeir sem að ráðstefnunni standa hvetja unga sem eldri til að mæta á hana og unga fólkið til að nýta sér skemmtanir að henni lokinni. BÆJARRÁÐ Akureyrar frestaði á fundi sínum í gær afgreiðslu tillögu sem Guðmundur Omar Guðmunds- son Framsóknarflokki lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar um að samþykkt verði að samræma kjör starfsfólks á sambýlum fatlaðra þannig að þeir sem vinna sam- kvæmt kjarasamningi Akureyrar- bæjar og ríkisins verði fluttir yfir á kjarasamning Verkalýðsfélagsins Einingar og Akureyrarbæjar. Starfsfólk á sambýlum fatlaðra á Akureyri hefur frá því Akureyrar- bær tók sem reynslusveitarfélag við rekstri málaflokks fatlaðra í árs- byi’jun 1997 starfað eftir tveimur kjarasamningum. Það starfsfólk sem var að störfum við sambýlin við flutninginn starfar samkvæmt kjarasamningi milli Akureyrarbæj- ar og ríkisins, en þeir sem ráðnir hafa verið eftir að bærinn tók við þessu verkefni hafa verið ráðnir Ný flot- bryggja í Sand- gerðisbót FRAMKVÆMDIR við smíði nýrr- ar flotbryggju í Sandgerðisbót á Akureyri standa nú yfír af fullum krafti. Alls verða rúmlega 30 legupláss við nýju bryggjuna og mun hún m.a. þjónusta þá smá- bátaeigendur sem nú Iiggja með báta sína í víkinni við Slippstöð- ina. Sú aðstaða svo og þær ver- búðir sem þar eru munu brátt heyra sögunni til, eða þegar frekari framkvæmdir við vestur- kant Fiskihafnarinar fara í gang. I framtíðinni er því gert ráð fyrir að allir trillukarlar bæjar- ins verði með báta sína í Sand- gerðisbótinni en þar er einnig gert ráð fyrir nýjum verbúðum. Stefnt er að því að nýja flot,- bryggjari verði komin í gagnið fyrir áramót. Áður var búið að dýpka í Sandgerðisbótinni en heildarkostnaður við fram- kvæmdina er 12-13 milljónir króna. Jóhannes Jakobsson og Davíð Jónsson, starfsmenn Kötlu, og Hermann Jónsson, starfsmaður Hafnasamlags Norðurlands, voru að vinna við samsetningu nýju flotbryggjunnar meðfram land- inu í gær. Bryggjan mun síðan liggja í átt að grjótgarðinum og samhliða bryggjunni sem sést fjær á myndinni. samkvæmt kjarasamningi milli Ein- ingar og Akureyrarbæjar. Betri tryggingar og hærri jólauppbót Karl Jörundsson, starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar, sagði að síð- arnefndi samningurinn væri betri, mánaðarlaun eru eilítið hærri, jóla- uppbót um 10 þúsund krónum hærri og þá munaði um að það starfsfólk sem tekur laun eftir samningi bæjarins og Einingar er slysatryggt allan sólarhringinn, einnig í frítíma sínum. Aftur á móti eru þeir starfsmenn sem starfa eftir samningnum við ríkið einungis tryggðir í vinnunni og á leið sinni úr og í vinnu. Karl sagði að við flutning mál- efna fatlaðra frá ríki og yfir til Akureyrarbæjar hefðu 48 stöðu- gildi flust með. Verkalýðsfélagið Eining hefði frá því í vor unnið að STRÆTISVAGNAR Akureyrar munu frá og með laugardeginum 28. nóvember halda uppi reglubundn- um helgarakstri um helstu hverfí bæjarins. Þessi þjónusta markar tímamót í sögu fyi-irtækisins því fram til þessa hefur akstur einungis boðist á virkum dögum. í tilefni dagsins verður ókeypis í strætó á laugardaginn og fólk hvatt til að nýta sér þessa auknu þjónustu vagnanna. Fyrst um sinn verða eknar fjórar leiðir á laugardögum og tvær á sunnudögum og helgidögum öðrum en stórhátíðardögum. Vagnarnir verða á ferð á klukkustundar fresti, BÆJARRÁÐ Akureyrar lagði í gær til að útsvarsprósenta í stað- greiðslu opinberra gjalda á næsta ári verði 11,84% af álagsstofni. Á fundinum var einnig fjallað um álagningu fasteignaskatta á ár- inu 1999 og m.a. lagt til að sorp- hreinsigjald af íbúðarhúsnæði yrði 3.500 krónur á hverja íbúð. Leggur bæjarráð til að gjalddagar fast- eignagjalda verði átta, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til mars. Fasteignaskattur af eigin íbúð því að samræma kjör starfsfólksins á sambýlunum, enda væri það að vinna sömu störf. Starfsmanna- stjóri sagði að óskað hefði verið eftir því við ríkisvaldið að það tæki þátt í kostnaði sem af þessu hlýst, bærinn væri reynslusveitarfélag og vildi fá greiddan þann kostnað sem fylgdi verkefninu. Kostnaður bæj- arins við það að flytja starfsfólkið af ríkissamningnum yfir á Eining- arsamninginn er um 1,5 milljónir króna á ári. Átti Karl von á að þetta mál yrði afgreitt á næstu dögum. Réttlætismál Guðmundur Omar sem flutti til- löguna í bæjarstjórn sagði að fyrst og fremst væri um réttlætismál að ræða, „eins og staðan er nú er verið að mismuna starfsfólki sem vinnur hlið við hlið við sömu störf“, sagði Guðmundur Omar. en á mismunandi tímum. Fyrsta ferð, Brekka-Innbær, verður kl. 8.38 á laugardögum og 10.38 á sunnudögum og stórhátíðisdögum en síðasta ferð kl. 23.38 báða dag- ana. Fyrsta ferð Oddeyri-Glerár- hverfí verður kl. 9.05 á laugardög- um og kl. 10.05 á sunnudögum og stórhátíðisdögum en síðasta ferð kl. 23.05 báða dagana. Gerð verður tilraun með helg- arakstur í nokkra mánuði og mun það ráðast af viðbrögðum bæjarbúa hvort SVA býður upp á helgarakst- ur til frambúðar og jafnframt hvort tíðni ferða verður aukin eða minnkuð. þeirra sem verða 70 ára og eldri á næsta ári verður lækkaður um allt að 16.800 krónum samkvæmt tillögu bæjarráðs og einnig verður hann lækkaður hjá örorkulífeyrisþegum um sömu upphæð, þ.e. hjá einstak- lingum með tekjur allt að 1.050.000 og hjónum eða fólki í sambúð með tekjur nær 1.450.000. Gengið var frá frumvarpi að fjár- hagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1999 en fyrri umræða um það verður á fundi bæjarstjórnar næsta þriðjudag. Deildarstjóri óskast við leikskólann Álfastein! Hver vill prófa að vera deildarstjóri í litlum, fallegum leikskóla við Akureyri? Okkur á Álfasteini í Glæsibæjarhreppi vantar leikskólakennara til að leysa af í barnsburðarleyfi í eitt ár, frá u.þ.b. 15. febrúar 1999. í leikskólanum eru 23 börn á aldrinum 1-6 ára og áhugasamt og jákvætt starfsfólk. Við á Álfasteini leggjum áherslu á umhverfið okkar, sjálfshjálp, skapandi starf og persónuleg samskipti. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 1999. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 461 2624. Ráðstefna um mál- efni ungs fólks Morgunblaðið/Kristján Ókeypis í stræt o á laugardaginn Helgarakstur að hefjast Akureyrarbær Útsvarsprósentan 11,84%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.