Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 15
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Kiwanisdúkkan gefin til
barnadeildar FSA
Morgunblaðið/Kristján
BERNHARÐ Haraldsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akur-
eyri og Bjarni Guðmundsson sölu- og markaðsfulltrúi Hugvits við
afhendingu gjafarinnar.
Hugvit færir
YMA hugbúnað
KIWANISKLÚBBAR á Óðins-
svæði, sem nær frá Ólafsfirði til
Vopnaíjarðar, alls sjö karla-
klúbbar og einn kvennaklúbbur,
hafa gefíð barnadeild FSA á
Akureyri Kiwanisdúkkuna.
Dúkkan er kostuð og unnin af
klúbbum svæðisins enda er eitt af
markmiðum Kiwanis: Börnin
fyrst og fremst.
Hugmynd að Kiwanisdúkkunni
kemur frá Ástralíu og hefur far-
ið víða m.a. hér á landi. Þessi
litla einnkennalausa tuskudúkka
hefur hjálpað börnum að takast á
við þá erfíðleika sem mæta þeim
við innlagnir á sjúkrahús.
Um er að ræða hvítar ein-
kennalausar léreftsdúkkur sem
börnin geta gert „aðgerðir“ á,
þær sömu og þau eiga sjálf að
gangast undir, undir handleiðslu
lækna eða hjúkrunarfólks. Hægt
er að sýna börnunum hvernig
nálum er stungið í æð og ýmsa
aðra hluti sem framkvæmdir eru
á spítalanum. Auk þess fá börnin
að teikna á dúkkurnar andlit og
fleira og gera þær eins og þau
vilja hafa þær.
Á myndinni eru Matthías
Gunnarsson, t.v. Lúkas Fróði
Snorrason, Ása Rut Garðarsdótt-
ir og Auður Katrín Viðarsdóttir
með dúkkur sínar á barnadeild
FSA.
Samvera
aldraðra
MÁLMFRÍÐUR Sigurðardóttir
fyrrverandi alþingismaður verður
ræðumaður á samveru aldraðra í
Safnaðai'heimili Akureyrarkirkju
í dag, fimmtudaginn 26. nóvem-
ber, en hún hefst kl. 15.
Börn úr Tónlistarskólanum á
Akureyri leika á fiðlur og
Ömmukórinn syngur undir stjórn
Sigríðar Schiöth, þá verður al-
mennur söngur og stutt helgi-
stund. Veitingar eru seldar á
mjög vægu verði.
Atskákmót
ATSKÁKMÓT Skákfélags Akur-
eyrar hefst í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 26. nóvember, kl. 20.
Mótinu verður fi-am haldið á
sunnudag, 29. nóvember, kl. 14.
Farandbikar í verðlaun og er
þátttökugjald 800 krónur.
Akureyrarmót í
kraftlyftingum
AKUREYRARMÓTIÐ í kraft-
lyftingum verður haldið í Jötun-
heimum, sal Kraftlyftingafélags
Akureyrar í Iþróttahöllinni, laug-
ardaginn 28. nóvember nk. og
hefst keppni kl. 13.
Keppt verður í bekkpressu, hné-
beygju og réttstöðulyftu og verða
keppendur um 10 talsins. Allir
áhugasamir um kraftlyftingar eru
hvattir til þess að mæta í Höllina
og fylgjast með kraftakörlunum
en aðgangui' er ókeypis.
VERKMENNTASKÓLINN á
Akureyri fékk nýlega afhenta gjöf
frá Hugviti, en þar er um að ræða
hugbúnað sem starfsfólk fyrirtækis-
ins hefur hannað og nýtist skólan-
um við fjarkennslu. Hugbúnaðurinn
byggist á íslensku hugviti og annast
innri sem ytri upplýsingamiðlun.
Bjarni Guðmundsson sölu- og
markaðsfulltrúi Hugvits sagði að um
80 vel menntaðir starfsmenn ynnu
hjá fyrirtækinu, en menntun væri
lykillinn að velgengni þess. „Það er
því að okkar mati gott fyrir framtíð-
ina ef við getum á einhvern hátt
stuðlað að betri menntun,“ sagði
Bjarni.
Bernharð Haraldsson sagði að
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefði
um nokki'a hríð unnið að fjarkennslu
um tölvur og leitað leiða til að gera
kennsluefnið aðgengilegra og vinnu
nemenda skilvirkari. Netið væri ein
leið sem skólinn nýtti og hafi menn
séð í hendi sér að hugbúnaður sá
sem Hugvitsmenn hefðu unnið að
hentaði sérlega vel. Höfðingleg gjöf
þeirra væri því mikið fagnaðarefni.
KOMDU FLJÓTT E F Þ Ú VI LT SPARA ÞÚSUNDIR
WM L I K L E G A ■
kaupin
Nú er tími til að spara!
Undirborðsskápur með
innbyggðu 16 L. frystihólfi
j Stærð: 85 x 55 x 57
i 92L. kælir Orkunýting B
Verð nú kr.
24.900-
Þú sparar kr. „
5.000
LVP-25
Uppbvottavél
i sn. þvo'
5 kg. og er búin öllu
1000
Tekur 5 kg. og
því besta sem prýðir góða
þvottavél. M.a. innb.vigt sem
stýrir vatnsmagni eftir
þvottamagni, ullarvöggu,
flýtiþvottaKerfi o.fl. o.tl.
Þúspararkr.
5.000-
Verð áður kr.
52.900.
Creda Þurrkari
Verð áður kr.
32.900.
Verð nú kr.
34.900.-
Þú sparar kr. ^
11 001
Tekur 5 kg. af þvotti,
2 hitastillingar, krumpuvörn, veltir
í báðar áttir, stáltromla.
fyrir 12 manns,
2 hitastig
(55/65 gráður) vatnsöryggi,
4 þvottakerfi
Opið alla helgina
VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR
á íslandi
Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeöja I Evrópu
heirnsendngafþjónusta þjónusta vögertbarþjónusta
RflFTfEKMUERZLUN ÍSLÍIIÍDS EE
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776