Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR J. Árnason, Hjálmar H. Ragnarsson nýráðinn rektor Listaháskóla Islands ásamt eiginkonu, Ásu Richardsdóttur, og Karólínu Eiríksdóttur tónskáidi hlýða á Pál Skúlason rektor HÍ. Einn skóli á sama grunni undir sama þaki Páll Skúlason rektor Háskóla íslands á fundi Félags um Listaháskóla. EFNI fundarins var söfnun hugmynda að stefnu skólans og að hefja umræðu um væntanlegt hlutverk hans. Listaháskóli íslands er sjálfs- eignarstofnun og er stjórn hans skipuð þremur fulltrúum Félags um Listaháskóla og tveimur fulL trúum tilnefndum af ráðherra. I skipulagsski-á að Listaháskólanum sem samþykkt var á stofnfundi hans 21. september sl., kemur fram að starfi skólans skuli skipa í deild- ir eftir listgreinum. Stjórn skólans ákvarðar deildaskiptingu. Eins og fram hefur komið munu þrír lista- skólar sameinast undir þaki Lista- háskólans, Leiklistarskóli Islands, Myndlista- og handíðaskóli íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík. Fram kom á fundinum að ýmsar óskir og hugmyndir eru uppi um að fleiri listgreinar verði teknar upp við Listaháskólann, s.s. listdans og byggingarlist. Þá hafa áður komið fram sjónarmið um að kvikmynda- gerð verði einnig ein af framtíðar- greinum listaháskólans. Pétur Einarsson formaður fé- lagsins setti fundinn og sagði að vonandi yrði þetta fyrsti fundurinn af fleirum sem haldnir yrðu á næstu mánuðum þar sem hug- myndum yrði safnað til úrvinnslu stjórnar skólans og nýráðnis rekt- ors, Hjálmars H. Ragnax-ssonar. Hann bar jafnframt fram þá ósk að félagsmenn og velunnarar Listahá- skólans myndu sem lengi enn hefja umræðu um framtíðarstefnu Lista- háskólans með orðunum „Mikið væri gaman ef...“ og „Hvernig væri ef ...“ „Þannig söfnum við hug- myndum í pott og viðhöldum frjórri umræðu um framtíð Listaháskól- ans,“ sagði Pétur Einarsson. Samfélag kennara og nemenda Páll Skúlason rektor HI reifaði í erindi sínu hvaða hugmyndir lægju til grundvallar hefðbundnum vest- rænum háskólum og hvemig þær gætu samrýmst markmiðum Lista- háskóla. „Háskólar eru vestræn fyrii-brigði, stofnaðir á miðöldum upp úr klaustuxreglum og vonx eins konar samfélög ft'æðimanna og nemenda þeirra. Okkui' í Háskóla Islands hefur alltaf verið kært og tamt að tala um Háskólann sem samfélag nemenda og kennara sem stefna að ákveðnu sameiginlegu markmiði. Það má segja að starf- semi háskóla snúist um eitt megin- markmið og eitt hugtak sem er hugtakið þekking. Strax og ég nefni þetta hugtak þá getum við spurt okkur hvort starf Listaháskóla ætl- ar að snúast um þetta eða ætlar hann að greina sig frá þessu. Starf- semi háskóla snýst um að afla þekkingar, varðveita þekkingu og miðla þekkingu." Páll dró samlík- ingu á milli þekkingarleitar vísinda- mannsins og listamannsins, „því þekldngarleit í hefðbundnum há- skóla miðar ekki bara að bóklegri þekkingu heldur líka starfsbund- inni þekkingu, kunnáttu á ein- hverju tilteknu sviði. Háskólanám í listum hlýtur einnig að beinast að kunnáttu en sameiginlegt vísindum og listum er skapandi, frjó og fi-urn- leg hugsun. Allt eiginlegt vísinda- og fræðastarf er skapandi og þannig tengjast listimar og vísind- in saman.“ Lykilhugtak er frelsi Páll nefndi annað atriði sem hann kvað lykilhugtak alls há- skólastarfs, „... en það er frelsi. Við tölum gjarnan um akademískt frelsi. Vísindamenn þurfa rann- sóknafrelsi og kennslufi-elsi og þetta er mjög djúpstætt atriði í öllu akademísku starfi en um leið eitt af því sem alerfiðast er að gera þeim grein fyrir sem ekki þekkja til háskólastarfs. Sams konar frelsi hlýtur einnig að vera grundvallar- atriði í starfi og hugsun allra lista- manna. I vissum skilningi eru ekki til neinir yfirmenn í háskóla, kenn- ararnir hafa frelsi til að kenna á sínu fræðasviði og deildirnar eru sjálfstæðar í að móta sína stefnu Félag um Listaháskóla * Islands efndi til um- ræðufundar um Lista- háskólann í Norræna húsinu sl. mánudags- kvöld. Frummælendur voru Páll Skúlason ---------------?----- rektor Háskóla Islands, ----------7---------- Gunnar J. Arnason list- heimspekingur og Hjálmar H. Bagnars- son rektor Listaháskól- ans. Hávar Siguijóns- son fylgdist með fundinum. og kennsluhætti. Hlutverk rektors og stjórnar háskólans er fólgið í að skapa skilyrðin til að starfið geti átt sér stað. Ég tel að Listaháskóli hljóti að þurfa að sameina þrjá þætti í starfi sínu. Það er að vera miðstöð fræðilegrar kennslu, mið- stöð listrænnar þjálfunar og aðset- ur þar sem átt getur sér stað skap- andi list í samstarfi nemenda og kennara. Vandinn verður að sam- eina þetta þrennt með einhverjum hætti.“ Sjálfstæð hugsun Páll nefndi loks þau skilyi-ði sem deildirnar settu nemendum og kennurum. „Deildirnar setja nem- endum inntökuskilyrði en þar eru gerðar ákveðnar kröfur um tiltek- inn undirbúning, t.d. stúdentspróf af ákveðinni braut. Við ráðningar kennara setja deildirnar einnig skilyi’ði og enx þeir valdir eftir hæfni sem metin er af sérstaklega skipaðri dómnefnd. Markmið kennslunnai' er að kenna nemend- um sjálfstæði í vinnubrögðum og efla með þeim sjálfstæða gagnrýna hugsun. Þannig verða til sjálfstæðir fræðimenn sem geta borið uppi merki akademískrar hugsunar og rannsókna." Páll kvaðst fagna til- komu hins nýja Listaháskóla og bauð stjóm og rektor til samstarfs og ráðlegginga um allt það er að gagni mætti koma við stofnun hins nýja háskóla. Þrjár skólastefnur Gunnar J. Amason ræddi í erindi sínu um þrjár stefnur sem uppi væm innan listaakademískrar hugsunar og listaháskólar eru stai'fræktir í samræmi við. „Það er í fyrsta lagi „hefðarskólinn“, sem leggur mest upp úr vemdun og við- haldi þess arfs sem menningin býr að. Við verðum að viðhalda þeim arfi sem við byggjum á. Gefa nem- endum þann gx-unn sem aði-ir hafa gengið að. Hver og einn verður svo að nýta sér arfinn á þann hátt sem hann kýs sjálfur. Við getum ekki sagt til um hvað nemendur eiga að gera þegar út í listalífið er komið. En þeir hafa þá að minnsta kosti traustan undirbúning. I öðm lagi má nefna „starfsþjálfunarskólanrí*. Hann leggur mest upp úr undir- búningi að starfsferli listamanns- ins. Hann verður að taka mið af því að nemendur séu vel undirbúnir til að mæta því starfsumhverfi sem tekur við þegar skóla lýkur. Þriðju skólastefnuna nefni ég „tilrauna- skólann". Þar er lagt mest upp úr nýsköpun og endurnýjun. Þar er hugsunin sú að listaskóli nái ekki að sinna sínu hlutverki ef hann ræktar ekki skapandi og gagnrýnið hugar- far með nemendum sínum. Við verðum að koma fram við nemend- ur eins og jafningja og þeir verða sjálfir að taka ákvörðun um hvaða stefnu þeir vilja taka í list sinni. Skólinn á ekki að móta þá á sína lund. Aðeins á þann hátt munu þeir standa sig því í umhverfi sem tekur við að námi loknu.“ Verðum að ná jafnvægi Gunnar rakti síðan hvernig þessar þrjár stefnur snérust hver gegn annarri í gagnrýni og einnig hvernig þær sameinuðust sitt á hvað, tvær og tvær í gagnrýninni á þá þriðju. „Allir þessir skólar eru til í einni eða annarri mynd og spurningin er hvort gera þurfi upp á milli þeirra eða skoða þá í sam- hengi við hugmyndir um akademíska grunnhugsun. Við sjá- um þá að þeir eru af sama meiði en hver þeirra leggur ofuráherslu á einn þátt á kostnað hinna. Ég tel að við þurfum að reyna að leita jafnvægis á milli þessara kosta og vera nægilega sveigjanleg til að ná utan um hin ólíku viðhorf sem þar birtast.“ Spennandi og ögrandi „Ég er fyrst og fremst kominn hingað til að hlusta, ekki til að tala,“ sagði Hjálmar H. Ragnars- son nýráðinn rektor Listaháskól- ans. Hjálmar tekur formlega við starfinu 1. janúar næstkomandi og sagði ekki tímabært að vera með stórar yfirlýsingar á þessu stigi. „í dag er Listaháskóli íslands fyrst og fremst hugmynd, með fyr- irheiti um bjartari tíma um list- menntun á háskólastigi. Þessari hugmynd hefur verið gefin umgjörð með skipulagsskrá en öll mótun starfsins er í raun ennþá á byijun- arreit. Vinnan framundan er því bæði spennandi og ögrandi. Ekkert liggur þó enn fyrir hvernig þessi skóli eigi að líta út sem ein heild, með eina skólastefnu og eina menn- ingarstefnu. Því vantar enn mikið á að hægt sé að gera kostnaðarút- reikninga sem eitthvert mark er takandi á. Framundan er gífurleg vinna og óðs manns æði að ætla sér að haska henni af á fáum vikum eða mánuðum. Við skulum ekki gleyma því að þessi vinna á eftir að ráða úr- slitum um hvort með skólanum eflist þeir kraftar sem leiða sköpun okkar til afreka á nýrri öld. Hvort innan hans verði til samfélag sem ungt fólk næstu kynslóðar vill taka þátt í. Við verðum að taka mið af því við undirbúninginn að skilgi'ein- ingar á list og listsköpun eru sí- breytilegar. Við þurfum að brjóta múrana á milli listgreinanna og sjá til þess að það stjórnskipulag sem skólanum verður sett verði ekki að hengingaról í okkar daglega starfi.“ Nýr og sjálfstæður skóli „I þeim forsendum sem ég lagði fram er ég réð mig í starf rektors lagði ég ríka áherslu á að Listahá- skólinn væri nýr skóli á sjálfstæð- um forsendum. Einn skóli á sama grunni undir sama þaki. Skólinn yrði samfélag eða torg í lifandi tengslum við almennt menningarlíf í landinu, miðstöð framsækinnar listsköpunar og suðupottur nýrra hugmynda. Markmiðið yi'ði að skerpa sköpunargáfu, bæði nem- enda og annarra þeirra sem störf- uðu við skólann. Efla víðsýni og þekkingu, þjálfa listtækni og leikni °g byggja upp starfsnám. Kennslu- hættir ættu að taka mið af þörfum nemenda í alþjóðlegu íslensku sam- félagi og stærð og umfang taka mið af íyrirsjáanlegri þörf á listmennt- uðu fólki og áframhaldandi upp- byggingu menningarlífs í landinu. Stefnt yrði að því að skólinn yrði samkeppnishæfur við sambærilega skóla erlendis og reynt yrði að laða að erlenda nemendur og kennara. Fullbúin aðstaða undir einu þaki er ein meginforsenda þess að skólinn geti starfað á raunhæfan hátt sem eitt og samhangandi fyrirbæri. Því þyrfti nýtt húsnæði, eða a.m.k. stór hluti þess, að vera tilbúið þegar skólinn verður settm- í fyrsta sinn.“ Ekki úr gömlum glefsum Hjálmar sagði að lokum að þrátt fyrir almennt orðalag hugmynda sinna um Listaháskólann á þessu stigi mynduðu þær engu að síður eina samhangandi fléttu, „... þar sem hver þáttur hangir á öðrum. Ég mætti líkja þessu við smíði tón- verks en þar þekki ég ágætlega til verka. Tónverk verður ekki smíðað með því að rífa glefsur héðan og þaðan úr gömlum verkum, splæsa þær saman og reyna síðan að þvinga nýjar hugmyndir inn í heila klabbið með neyðarúrræðum. Nei, fyrst verður að hafa grunnhug- mynd sem lifir sjálf á eigin forsend- um. I henni finnur maður vísbend- ingar sem maður ýmist hafnar eða fylgir eftir og byijar að byggja, fyrst í smáu en síðan til stærri forma. Vissulega nýtir maður þekk- ingu sína og kunnáttu við þessa vinnu og gömlu verkin manns finna sér örugglega leið þarna inn með einum eða öðrum hætti. En í grunninn er verkið sprottið af sjálfu sér, af því sem Iagt var af stað með í upphafi. Ég geri mér al- veg ljóst að mótun og uppbygging Listaháskóla Islands verður ekki eins manns verk. Þar þarf stór hóp- ur að koma að og helst sem flestir. Til þess að sú samvinna takist þurf- um við einmitt að ganga út frá sömu grunnhugmynd. Annars komumst við ekkert áfram og af- raksturinn verður í besta falli ein- hver samsuða af gömlu og nýju, eitthvað til að þóknast öllum en gagnast engum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.