Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eyjadót 7 Ravkjavlk alail 811 2200
Skalfan 6 • Reykjavlk • Slml 533 4450
RÚSSNESK
TÓNLIST
TÓJVLIST
Iðnð
KAMMERTÓNLEIKAR
Tónlistarhópurinn Camerarctica lék
verk eftir Prokofjev, Stravínskí, og
Aifred Snitke. Þriðjudagurinn 24.
nóvember, 1998.
ÞRJÚ af fimm verkum þeim sem
flutt voru á þessum tónleikum eru
samin við lok fyrri heimsstyrjaldar-
innar 1918-1919 og þá var ómstreit-
an nýjung í tónsmíði og leitin að
nýju tónmáli mikilvæg. Nú er þess-
ari leit fyrir löngu lokið og þá kem-
ur í ljós, að sum þessara tilrauna-
verka eldast illa (eins og reyndar á
við um tónlist frá öllum tímum),
ferskleiki verkanna hefur fölnað og
nýjungin auk þess verið þvæld og
þæfð af eftirkomandi tónskáldum.
Þetta á sérstaklega við um tvö þess-
ara verka en Saga hermannsins eft-
ir Stravínskí er þó glansandi
skemmtilegt verk, þó frumgerðin sé
mun fremri tríó-svítunni, sem höf-
undurinn gerði upp úr þessu verki
og flutt var að þessu sinni.
Tónleikar Camerarctica í Iðnó sl.
þriðjudagskvöld hófust á Forleik
um gyðingalög op. 34 (1919) eftir
Prokofjev sem því miður er ekki
merkilegur samsetningur, og mjög
sennilega þarf að leika með meiri
hraða og galsa en gert var að þessu
sinni, því dansar gyðinga geta verið
hinir fjörugustu. Upp úr þessu
kammerverki samdi Prokofjev árið
1934 hljómsveitarverk er hann
merkir op. 34bis.
Septettinn frá 1953 eftir Stravín-
skí var talinn tímamótaverk þegar
hann var saminn en þar er að fínna
mjög ákveðnar skírskotanir til rit-
háttartækni barokmanna, þó hin
hljómræna samskipan hafi þá þótt
mjög ómstríð og nýtískuleg.
Kontrapunktísk vinnubrögð, svo
sem viðsnúningur stefja, tilbrigða-
skipan passakaglíunnar og form-
skipan fúgunnar, eru viðfangsefni
tónskáldsins og má segja, að verkið
sé eins konar sátt milli þess sem er
nýtt og gamalt, hvað snertir stíl og
vinnubrögð. Það sem einnig þótti
merkilegt, var að þar með var end-
uruppgötvuð sú spenna, er býr í
kontrapunktískum rithætti, nokkuð
sem hafði gleymst í klassík og róm-
antík. Það vantaði nokkuð skerpu í
leik félaganna og sérstaklega það,
að draga fram aðalatriðin hverju
sinni, þ.e. uppistöðustefin, sem er
nauðsynlegt í margbrotnum fjöl-
radda rithætti. Líklega hefðu félag-
arnir þurft lengri æfingartíma, auk
þess sem þessi tónlist er, hvað stíl
snertir, mjög sérstæð og ekki auð-
veld í flutningi, sakir flókinnar
raddskipunai-.
Minningarkanóninn um Stravín-
skí, efth- Alfred Snitke, er ákaflega
hljóðlátt verk og viðburðalítið, jafn-
vel þó miðað sé við mörg önnur
kammerverk þessa sérstæða tón-
höfundar. Þrír einleiksþættir (1919)
fyrir klarinett eftir Stravínskí eru í
raun ekki miklu viðburðameiri, þó
stundum bregði fyrir tónmyndum
úr öðrum verkum, sem gaman er að
heyra. Þrátt fyrir að Armann
Helgason léki verkið á mjög sann-
færandi máta og að ekki sé ástæða
til aðfínnslu við flutning Minningar-
kanónsins, eru þetta svokölluð milli-
spilsverk, sem oftast mega missa
sig, bragðlaus og „gleymin“.
Tónleikunum lauk með tríó-svítu
(1919), sem Stravínskí samdi upp úr
meistaraverkinu Sögu hermanns-
ins, en það var upphaflega samið
fyrir sjö manna kammersveit, tvo
leikara, sögumann og dansara. Svít-
an er umrituð fyrir fiðlu, klarinett
og píanó og er að öllu leyti minni í
sniðum og gerð en frumgerðin. Það
var margt vel gert í þessu verki, og
sérstaklega var leikur píanistans,
Miklós Dalmay, góður og gæddur
þeirri skerpu, sem er mikilvæg fyrir
þetta verk. Með Dalmay léku
Hildigunnur Halldórsdóttir og Ár-
mann Helgason er gerðu margt vel
en aðrir sem tóku þátt í þessum tón-
leikum, flestir í septettinum, voru
Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Guðmund-
ur Kristmundsson, Sigurður Hall-
dórsson, Rúnar Vilbergsson og
Emil Friðfinnsson. I heild voru
þetta sæmilegir tónleikar en samt
vantaði punktinn yfir i-ið, sem mjög
líklega er vegna æfingarleysis og
kom sérstaklega fram í ómarkviss-
um samleik og mótun aðalverks
tónleikanna, septettinum eftir Stra-
vínskí.
Jón Ásgeirsson
Milli heljar og upprisu
TOIVLIST
Gerðuberg
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk eftir Bach, Arnold, Schmidt,
Plog, Fennelly, Tomasi og Pender-
ecki. David Bobroff, kontrabassa-
básúna; Judith Þorbergsson, píanó;
Sigurður Þorbergsson, Oddur
Björnsson & Edward Frederiksen,
básúnur; Blásarakvintett Reykjavík-
ur. Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi, þriðjudaginn 24. nóvember kl.
20.30.
KONTRABASSABÁSÚNAN er
það sjaldkvæmur gestur lúðraætt-
ar, að hennar er ekki einu sinni get-
ið í höfuðritum orkestrunarlistar,
en mun þó hafa verið notuð af ein-
staka síðrómantískum óperahöfundi
eins og Verdi. Þetta mannslanga
ferlíki básúnufjölskyldunnar nær
áttund neðar en tenórbásúnan eða
jafndjúpt og stærstu túbur, án þess
þó að geta flíkað sömu tónfyllingu,
enda loftsúlan þvengmjó miðað við
óhemju lengd. Sé túban bangsinn
meðal lúðra, er kontrabassabásún-
an því drekinn, eins og fljótt mátti
heyra á tónleikum hins bandaríska
bassabásúnista Sinfóníuhljómsveit-
arinnar Davids Bobroff og félaga
hans í Gerðubergi s.l. þriðjudags-
kvöld. Og hafi básúnan verið hefð-
bundinn hljómgjafi hins efsta dags,
má með sanni segja að ógnvænleg
urrin á neðsta sviði langafans jötun-
vaxna hafi reynzt prýðilegasta
ímynd höfuðandstæðings upp-
risunnar, sjálfs myrkrahöfðingjans.
Látúnsliðar, einkum básúnuleik-
arar, vora fjölmennir meðal áheyr-
enda úti í sal og settu nokkurn íð-
rænan svip á andrúmsloftið. Geta
mátti sér til hvort kontrabassaleik-
arar hefðu ekki að sama skapi
streymt að, ef októbassi Villaumes
hefði trónað á sviðinu - þó ekki væri
nema til að sannreyna hvort fengist
eitthvað í líkingu við tónlist úr þess-
um „grófa brandara" hljóðfæra-
smiða, enda þótt sprottinn væri af
einarðri hrifningu iðnbyltingarkyn-
slóðar af stærð og afli og leitinnni
að mörkum hins mögulega, áður en
rafmagnsuppmögnunartækni 20.
aldar leysti slík mál á einfaldan
hátt.
Hafizt var handa með fimmþættri
svítu úr Nótnabók Onnu Magdalenu
Bach í umritun D.S. Augustines fyr-
ir básúnu og kontrabassabásúnu,
þar sem Bobroff var í bassahlut-
verki á móti Sigurði Þorbergssyni.
Lipurlega var blásið og örlaði furðu-
lítið á grófleika, þó að stöðuskipting-
ar á stæiri lúðrinum útheimti
handahreyfingar á stærð við at-
vinnuhnefaleik. Næst lék Bobroff
einleiksverk eftir Malcolm Amold,
Fantasíu fyrir túbu, sem bar keim af
ofurlítið gróteskum marsi með brosi
út í annað; töluvert tæknikrefjandi
verk en liðlega blásið.
Eftir William nokkurn Schmidt,
líklega landa einleikarans, var síðan
leikið þríþætt „Concertino fyrir
bassabásúnu (eða túbu) og blásara-
kvintett" með Blásarakvintett
Reykjavíkur í velviljuðu samleiks-
hlutverki. Verkið var lipurlega
samið; iðandi gáskafullt í 1. þætti,
ögrandi undirheimalegt í 2. með lit-
ríkri þéttskipaðri hljómabeitingu
con sordino, og skartaði kraftmiklu
neistaflugi í lokaþættinum. Kontra-
bassabásúnan var ýmist undir eða
yfir, leiðandi eða styðjandi, og setti
sérstæðan svip á heildina með fullri
nýtingu á rúmlega þriggja áttunda
víðu tónsviði sínu.
Eftir hlé léku Bobroff og Judith
Þorbergsson á píanó stutt verk eftir
Anthony Plog, „Statements" eða
Yfirlýsingar, í stóryrtum anda
brennisteinspredikana Vídalíns.
Þvínæst var komið að framsæknu
einleiksverki eftir Brian Fennelly,
„Tesserae IV: „So-Low“ fyrir
kontrabassabásúnu", sem skv.
kynningu einleikarans var hér lík-
lega flutt í fyrsta sinn í fullri lengd.
Ohætt er að segja að blásarinn
kæmist þar að því hvar nafni hans
keypti ölið. Möguleikar hljóðfæris-
ins vora kannaðir í þraut og lengd
með m.a. beitingu risastökkva, rifn-
um blæstri, söng í munnstykkið
(með eða án samtíma blásturs) og
nánast öllum skala framúrstefnu-
effekta eins og hann lagði sig, að
ekki sé talað um tilkomumiklu, að
maður segi ekki broslegu, „pani“
lúðursins milli salarhorna, líkt og
skyggnzt væri inn í risavaxinn
Leslie-hátalara Hammondorgels.
Ollu meiri músík var að „Etre ou
ne pas 'etre“ (Að vera eða ekki)
fyrir bassabásúnu (eða túbu) og
básúnutríó eftir Henri Tomasi; litlu
en velskrifuðu verki sem spannaði
breitt tilfinningasvið allt frá hindur-
vitnalegri dulúð, ógn og skelfíngu
að glæstri himneskri sigurvímu.
Flutt var af samstilltu öiyggi, þó að
stöku sinni mætti ætla að samæf-
ingartími hefði verið í styttra lagi.
Burðugasta verk dagskrár var
lokaatriðið, Cappriccio fyrir túbu
eftir pólska snillinginn Krysztof
Penderecki. Hér fór sannkallað „to-
ur de force“, sem líkt og í Fenn-
ellyverkinu reyndi á leikni og út-
hald, en með áherzlu á músíklegt
innihald á kostnað módernískra
tjáningarbragða. Áberandi var
steffrum er minnti á tríókafla hall-
ardansins fræga úr Rómeó og Júlíu
eftir Prokofiev. Sýndi David
Bobroff glampandi virtúósafærni í
fullkomnum blóra við ólöguleika
hljóðfærisins, kraft, lipurð og
glettni, svo halda mætti að hann
væri með fis eitt milli handa. Æstar
undirtektir áheyrenda sýndu á
móti, að hér kunnu menn gott að
meta.
Ríkarður Ö. Pálsson
TYENNRA
TÍMA KONA
BOKMEIVIVTIR
Skáldsaga
BROTASAGA
Eftir Björn Th. Björnsson. Mál og
menning 1998 - 202 bls.
AÐALPERSÓNA þessarar
skáldsögu er Anna Guðrún Sveins-
dóttir, sem á sinni löngu ævi kynnt-
ist mörgu misjöfnu. Sagan byggist á
sannsögulegum atburðum og per-
sónum og styðst höf-
undurinn við ríkulegt
safn heimilda við ritun
sögunnar, bæði ritaðra
og munnlegra, og er
þeirra getið í sérstök-
um heimildarlista.
Sagan hefst í Reykja-
vík á seinni hluta 19.
aldar og lýsir einkar vel
daglegu lífi fólks, að-
búnaði þess og húsa-
kynnum eins og það var
- eða hefur getað verið.
Anna er vandalaus og
að henni steðja ýmsar
ógnir í uppvextinum,
því til er vont fólk sem
vill misnota minnimátt-
ar. Anna nýtur þó
þeirrar gæfu að hitta einnig fólk
sem reynist henni vel, þeirra eftir-
minnilegastur er Hjalti Jónsson i
Vorhúsum, betur þekktur sem Eld-
eyjar-Hjalti. Lýsingin á honum er
ofurmennsk, hann stígur fram úr
nóttinni og bjargar Önnu frá þvi að
lenda í hremmingum. Hún dregst
að manni sem er mótsagnakenndur
í háttum. Eins og í mörgum öðrum
sögum, bæði skálduðum og lifðum,
haga örlögin því þannig að hún eyð-
ir ævi sinni með manni sem ekki er
víst að hún elski. Hún flytur með
verðandi barnsföður til Englands á
vit ævintýranna þar sem veröldin er
ívið stærri og flóknari en á Fróni.
Þar skiptast á skin og skúrir og hún
snýr aftur til gamla landsins með
börn og mann. Endanlegur áfanga-
staður er Heimaey.
Björn Th. hefur fyrir löngu sann-
að að hann kann þá kúnst öðrum
fremur að skrifa svokallaðar sögu-
legar skáldsögur. Úr mismiklum
sagnfræðilegum efnivið hefur hann
mótað lifandi frásagnii- þar sem
munur skáldskapar og staðreynda,
sannleika og sennileika, þurrkast
út. Slík verk lifa lengi í huga manns.
Brotasaga rennir sér að mörgu
aðrar skáldsögur
Björns og ber þannig
sterk höfundarein-
kenni. Mælska höfund-
ar, orðgnótt og sá
hæfíleiki að geta lýst
umhverfi þannig að
það vaknar til lífs í
huga lesandans er á
sinn hátt aðdáunar-
verð.
En þrátt fyrir orð-
kynngi og lifandi lýs-
ingar er ýmislegt sem
truflar frásögnina.
Sjálf aðalpersónan,
Ánna, rís hátt vegna
gjörða sinna eins og
frá þeim er sagt. Trú-
verðugleiki hennar er hins vegar
rýrður vegna þess að frásögnina
skortir á köflum dramatíseringu í
samræmi við gjörðir aðalpersón-
unnar. Of margt er sagt, of fátt
sýnt. Einnig bregður við að heildar-
yfirbragð sögunnar raskist þegar
heimildir, munnlegar og skráðar,
skjótast upp á yfirborðið, oft of lítið
unnar.
Hafa ber í huga að Brotasaga er
eftir allt brot af sögu sem aldrei
verður sögð til hlítar. Af síðunum
blikar leiftur af þjóðlífsmyndum
sem eru á sinn hátt sannari en
margar misvel ritaðar samtíma-
heimildir.
leyti í svipað far og
Björn Th.
Björnsson
wmmm
^ Frábærar og vandaðar
m PHOENIX
úlpur
KYNMNGARAESLATIDR
't 'ti ÝMSAR GERÐIR
Þrjárí einni með ProTex 10.000
únúlpa (80%) með ProTex2.000
Innrennd flíspeysa
Úlpa með fíberfyllingu
V toppurUuviútíxíit
tEssm
Ingi Bogi Bogason