Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlist norðursins í Fflharmóníunni í Berlín SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN das Deutsche Symphonie-Orchester Berlin er Islendingum góðkunn síðan á Listahátíð í Reykjavík 1996. Á þessu leikári fagnar hún 52 ára starfsafmæli sínu. Síðan 1989 hefur Vladimir Ashkenazy stjómað Deutsche Symphonie-Orchester Berlin. Nægilegt er að líta á fjörutíu ára glæsilegan feril Ash- kenazys sem píanóleikara og hljómsveitarstjóra til að vita að undir hans stjóm spilar hljómsveit- in eftir sem áður tónlist á heimsmælikvarða. Síðustu fimm leikái- hefur sam- vinnan einkennst af verkum eins og Wunderhorn-vei-kum Mahlers, hljómafnframt mótar orðstír hans í tónlistarlífi Berlínarborgar. Þar ber helst að nefna verk Tom Takemitsu, Peter Ruzicka, Alemd- ar Karamanow og verk lítt þekkt- ari tónskálda eins og Bernd Alois Zimmermann eða Karl Amadeus Hartmann. Stór hluti uppfærslna síðustu ára hefur verið hljóðritaður og er fáanlegur á geisladiskum frá Decea. Hljómsveitarstjórinn Vladimir Ashkenazy Vladimir Ashkenazy er fæddur árið 1937 í rússnesku borginni Gorkíj. Hann hóf listferill sinn sem píanóleikari og vann fyrstu verð- laun í píanósamkeppni í Bmssel árið 1956 sem og í Tschaikovsky- keppninni í Moskvu. Tæplega tvítugur að aldri gat Ashkenazy státað af ólíkum tónleikaröðum og 1958 fór hann í sína fyrstu tón- leikaferð til Bandaríkjanna. Tveim- ur áratugum seinna hóf hann starfsferil sinn sem hljómsveitar- stjóri. Meðal annars hefur hann verið stjómandi London Philharm- onic Orehestra og aðalstjómandi Royal-Philharmonic Orchestra frá 1987-1994. Eins og áður sagði er hann í dag aðalstjómandi Deutsche Symphonie-Orchester Berlin en vinnur jafnframt reglu- lega með Cleveland Orchestra og San Francisco Symphony Orchestra. Valin meistaraverk norrænna tónskálda eru á efnisskrá tónleikaraðarinnar Tónlist norðursins í Fílharmóníunni í Berlín. Hljómsveitin Deutsche Symphonie- Orchester undir stjórn Vladimirs Ashkenazys hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína. Rósa Erlingsdóttir, leit inn á tónleikana. Tónlist norðursins I mars síðastliðnum hóf hljómsveitin undir stjórn Ashkenazys tónleikaröðina Tónlist norðursins (Musik des Nordens). Á nýju starfsári var hún tekin upp að nýju og lýkur hinn 23. nóvember næstkomandi. Þunga- miðja tónleikanna em sinfóníur Finnans Jeans Sibelius (1865-1957) ásamt uppfærslum á völdum verkum skandinav- ískra tónskálda sem og höfunda frá Eystra- saltslöndunum. Ash- kenazy leitast við að kynna áheyrendum áhrif Sibelius á tónlist- arsögu Norðm-land- anna og Mið-Evrópu með því að leggja höfuðáherslu á sinfóní- ur hans. Önnur útvalin verk eiga að varpa Ijósi á seinni tónskáld til að kynna áhrif Si- belius á tónlistarsögu Norðurlandanna en einnig það umhverfi sem hið fræga tónskáld hlaut inn: blástur sinn frá. í blaðaviðtali var haft eftir Vladimir Ashkenazy að hann sjái sérstöðu norrænna tónskálda einna helst í nánum tengslum verka þeirra við náttúrana. Þýðingarmestu verk Sibelius einkennast samtímis af sinfón- íunni í heild sinni og sinfónískum skáldskap höfundarins. Á þann hátt skapaði Sibelius sér sérstöðu með- al samtímatónskálda sinna. Skáldskapur hans byggist á finnsku þjóðarkvæðunum Kalevala, sem veitir verkum Sibelius menningar- og sögu- lega nálægð heima- landsins. Hann fylgdi klassísk-rómantískri stefnu samtíma síns en fór einnig ótróðnar slóðir og telst til nútímatónskálda þess- arar aldar. Edvard Grieg, sem var álíka þýðingarmikill fyrir tónlistarsögu Noregs og Sibelius í Finnlandi, var annað þekkt nafn á efnisskrá tónleikarað- arinnar. Verk Griegs eru þó fremur mótuð af straumum og stefn- um tónlistarlífs Mið- Evrópu í byrjun aldar- innar og það sama má segja um Svían Wilhelm Stenhammer, sem Þorkell Sigurbjörnsson Vladimir Ashkenazy einnig var stórt nafn á einum tón- leikum. Uppfærslur á nútímaverkum Þegar nær dregur lokum tón- leikaraðarinnar era verk tónskálda samtímans í hávegum höfð. Þar ber einna helst að nefna Þorkel Sigurbjörnsson og undrabarnið Olli Mustonen frá Finnlandi. Tón- leikaröðinni lauk 23. nóvember, en þá vora á efnisskránni verk ungra tónskálda, undir stjórn hins 19 ára Finna Mikko Francks. Á stórtónleikum síðustu helgi októbermánaðar vora tvö verk eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson flutt í Fílharmóníunni í Bei'lín. Hápunkt- ur tónleikanna var uppfærsla á fyrstu sínfóníu Sibelius en einnig vai' flutt verkið Excelsior, sín- fónískt forspil eftir Wilhelm Sten- hammer. Efniviður þeirra tón- verka er flutt voru á tónleikunum er fyrst og fremst náttúran. Náin tengsl tónskáldanna við landslag heimalandsins skapa þeim sér- stöðu meðal norrænnar tónlistar eins og segir I kynningarhefti hljómsveitarinnar. Tónverkið Mistur eftir Þorkel Sigurbjörnsson frá 1972 valdi Vla- dimir Ashkenazy til flutnings á tónleikunum. Hann bað Þorkel um hliðstæðu (Pendant) við hið stutta verk og höfundurinn samdi í kjölf- ar þess Noktúmu (Næturljóð) sem ber nafnið Jökulljóð - nótt við jökulinn. Þorkell tileinkaði Ash- kenazy verkið, sem var frumflutt við mikinn fögnuð á tónleikunum. Mistur og Jökulljóðið era ekki eft- irhermur náttúrunnar, heldur samin sem úi'vinnsla höfundar á minningum hans um áhrif náttúrannar á hann sjálfan. Á næt- urnar ríkir kyrrð við jökulinn, aðeins brestirnir í ísmassanum rjúfa þögnina. Ismassinn þenst út eða dregst saman og hljóðin fram- kalla tónverk náttúrunnar. Verk- um Þorkels var ákaflega vel tekið og í menningarblöðum Berlínar- borgar fékk hann lofsamlega dóma. FERÐASAGA GUÐRÍÐAR VERÖLD víð heitir önnur skáld- saga Jónasar Kristjánssonar en fyrsta skáldsaga hans, Eldvígsl- an, kom út 1982. Jónas sem hef- ur starfað sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar hefur að auki sent frá sér fjölda bóka af fræðilegum toga. Veröld víð fjallar um ferð- ir Guðríðar Jónas Þorbjarnardótt- Kristjánsson ur sem fæddist á íslandi fyrir rúmlega þúsund árum og tók þátt í landnámi Is- lendinga á Grænlandi og Nýfundnalandi. Fáar konur sam- tíma henni munu hafa ferðast jafn víða og hún, um kunnar og ókunnar slóðir. Þetta er þúsund ára gömul ferðasaga konu og segir þar af lifnaðarháttum, ást- um, ævintýrum og örlögum hennar og samferðamanna hennar. „Ég skrifaði fyrstu kafla sög- unnar fyrir átta árum,“ segir Jónas Kristjánsson þegar hann segir frá vinnu sinni að bókinni. „Fyrstu árin skrifaði ég hana í hjáverkum en fyrir nokkrum ár- um hætti ég sem opinber starfs- maður og á síðustu tveimur ár- um vann ég samfellt að sögunni. Ég safnaði að mér heilu bóka- hillunum af heimildum, ljósrit- um og bókum um indjána í Ameríku, um eskimóa í Græn- landi og Ameríku og um pfla- grímsferðir til Rómar því á efri árum sinum fór Guðríður Þor- bjarnardóttir í pflagrímsferð þangað og því þurfti ég að vita hvað bæri fyrir fólk á slíkri ferð. Guðríður kemur fyrir í tveim- ur íslendingasögum, Grænlend- ingasögu og Eiríks sögu rauða, og sú síðamefnda er lengri og ítarlegri og Guðríður er aðalsöguhetja hennar frá upp- hafí til enda. Þessar gömlu sög- ur em mjög stuttorðar og gagn- orðar og verk mitt í því fólgið að reyna að seija hold á beinin og lýsa nánar lifi fólksins sem sögurnar segja frá. Mig langaði til að skrifa sögu sem gæti verið í senn skemmtileg og fróðleg. Ég reyndi að fara á flesta staði sem ætla^má að Guðríður liafí komið á. Ég ferðaðist víðs vegar um Grænland og Nýfundnaland og á nokkra staði sem ég giska að hún hafi komið á á leiðinni suður til Rómaborg- ar. Ég reyndi að hafa þetta eins satt og rétt og ég gat en ég mátti líka vara mig á að ofhlaða ekki söguna af fróðleik. Þegar maður hefur viðað að sér miklu efni þá langar mann til að koma efninu áfram til ann- arra en dóttir mín sem hefur lesið mikið af bókum hjálpaði mér við að skera niður svo að fróðleikurinn, skemmtunin og skáldskapurinn sætu saman til borðs og skipuðu jafn stór hlut- verk. Svo var ég ekki vanur skáld- skapariðkun þó ég hefði áður skrifað eina sögu, en hana skrifaði ég í fyrstu persónu. Ég treysti mér ekki til þess að setja mig í spor Guðríðar og skrifa sögu hennar í fyrstu persónu, fyrst og fremst af því hún er kona. Því þurfti ég að læra og æfa mig í að skrifa sögu með þessum hætti og ég æfðist mik- ið þó gamall sé. Þegar leið á skriftirnar gekk mér alltaf bet- ur og betur. Svo lengi lærir sem lifir.“ Hún hleypti af stað um leið og hún var sest í söðulinn á Gráfeldi, hesti Halldísar fóstru sinnar. Þeysti upp göturnar, áfram - áfram, lyfti taumum og smellti keyrinu þó klárinn þyrfti síst hvatningar við, bæði fjörmikill og fleygivakur. Ormur átti fullt í fangi að fylgja henni eftir, en það gat líka verið gott að láta ryk- mökkinn undan hófunum á Grá- feldi fjúka af götunni. Bilið á milli þeirra stækkaði jafnt og þétt. Smám saman hætti Guðríður að sveifla keyrinu, og það var sem ólg- an í blóði hennar færðist í æðar fjörgammsins eða kyrrðist að nokkru við þann unað að þeysa á þessum góða hesti. Þorbjörn bóndi var úti einn síns liðs, bjástrandi við að laga túng- ai'ðinn. Hafði hann stungið væna hnausa sem hann felldi hvern af öðram í skörð á garðinum. Guðríð- ur hleypti hestinum næstum ofan á fóður sinn, stillti naumlega á síð- ustu stundu. Þorbjörn réttist upp og hörfaði ósjálfrátt undan, bandaði höndum og horfði upp til hennar með fáti; svitataumar rannu niður enni hans og vanga. Hún stekkur af baki og gengur þétt að honum, kreppir hönd um svipuskaftið og hvessir augu. - Er það satt að þú hafir neitað Einari á Þorgeirsfelli um hönd mína? Úr Veröld víð. Vínar- klassík TÖIVLIST Geislaplötur MOZART OG SCHUBERT W.A. Mozart: Píanókonsertar nr. 11, K413 og nr. 12, K414; Schubert: Sinfónia nr. 5, D 485. Einleikari: Ólafur Elíasson (píanó). Hljómsveit: London Chamber Group. Hljóm- sveitarstjóri: Harry Curtis. Utgáfa: Skref Classics CD 015. Lengd: 71'56. Verð: kr. 1.500. MARKMIÐ Skref-útgáfunnar er að styðja við bakið á ungum tónlist- armönnum og er hún nú að gefa út sinn fimmtánda geisladisk. Hér leikur hljómsveit sem skipuð er efnilegum, nýútskrifuðum tónlistar- mönnum úr enskum tónlistar- háskólum. Hljómsveitarstjórinn ungi, Harry Curtis, hefur unnið til verðlauna og hefur m.a.s. stjórnað Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Olafur Elíasson var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar og útskrifaðist sem einleikari frá Konunglegu ensku tónlistarakademíunni árið 1994. Diskurinn er að mestu leyti hinn ánægjulegasti áheymar, spila- mennskan er innblásin og hljóð- færaleikararnir njóta þess augljós- lega að leika saman. Píanókonsertinn K413 heyrist ekki mjög oft og telst vart meðal rismestu píanókonserta Mozarts. Tónskáldið hlýtur að hafa verið í óstuði þegar hann samdi miðkafl- ann - ansi er það þunnur þrettándi. Verkið er að sjálfsögðu samt vel þess virði að kynnast eins og allt annað sem Mozart samdi. Konsert- inn er yfirleitt frísklega spilaður og með talsverðri andagift bæði ein- leikara og hljómsveitar. í hraðavali er meðalvegm'inn rataður nema þá helst í lokaþættinum sem er svolítið of þungur á bárunni fyrir minn smekk. K414 er mun þekktari og á það Iíka skilið. Stefjaefni Mozarts er hér þannig að það greypir sig miskunn- arlaust inn í huga hlustandans og situi- þar. Ég hef það líka á tilfinn- ingunni að flytjendur finni sig betur í þessu verki. Eins og í fyrri konsertinum er hraðavalið öfga- laust, flytjendur virðast leggja áherslu á hið blíðlega og fínlega í þessum átakalitlu verkum Mozarts - og tekst það mjög vel. Fimmta sinfónía Schuberts er ákaflega björt og á margt skylt með samsvarandi verkum Mozarts og Haydns. Mér finnst túlkun Harry Curtis á öðrum kaflanum einkenn- ast af of mikilli óþolinmæði - tón- listin fær ekki að anda á eðlilegan hátt og menúettinn finnst mér vera helst til of letilegur, þar hefði mátt sýna miklu meiri snerpu. Lokakafl- inn er þó fallega mótaður og geislar af ungæðislegri lífsgleði. Aimennt má segja það um flutn- ing hljómsveitarinnar að hún hefur áferðarfallegan hljóm en þó bregð- ur fyrir óöruggum innkomum og einnig mætti stundum óska sér þéttari hljóm í efstu strengjum. Hins vegar _ einkennist framlag einleikarans Olafs Elíassonar af miklu öryggi og snerpu. Leikur hans er mjög músíkalskur og mér finnst hann ná alveg inn til þessa tónskálds, þar sem einfaldleikinn er allt of augljós og dýptin kemst sjaldnast upp á yfirborðið. Píanóið er nokkuð framarlega í hljóðmyndinni en samt er jafnvægið milli einleikara og hljómsveitar ákjósanlegt. Sums staðar eru sam- skeyti áberandi (t.d. nr. 3, 1’19) og breytist þá hljómumhverfið fýrir- varalaust. En á heildina litið hefur hljóðritunin þægilega dýpt og fyll- ingu. Hér er áræðið og kjarkmikið fólk á ferðinni sem ástæða er til að styðja við bakið á. Valdemar Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.