Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 37
AÐSENDAR GREINAR
Það er svo
mörgu skrökvað
FRÉTT Morgun-
blaðsins 22. nóv. um
samþykktir flokks-
þings Framsóknar-
flokksins um sjávarút-
vegsmál var einkar
fróðleg: „í drögum að
ályktun um sjávarút-
vegsmál, sem lögð var
fyrir flokksþingið, var
lagt til, að stjórnvöld
héldu eftir hluta af
aukningu veiðiheim-
ilda. Alyktuninni var
breytt í sjávarútvegs-
nefnd þingsins í þá
veru, að til álita komi
að halda eftir aukningu
veiðiheimilda og sá fyr-
irvari sleginn, að það verði ekki gert
fyrr en fískistofnarnir hafi náð
þeirri stærð, sem þeir voru í, þegar
kvótakerfmu var komið á.“ Orðrétt
er tekið upp úr ályktuninni:
„Framsóknarmenn telja, að þeg-
ar aflaheimildir í hverri tegund
hafa náð þeirri stærð sem var á við-
miðunarárum þeirra, komi til álita
að halda eftir aukningu veiðiheim-
ilda. Þessar heimildir verði meðal
annars notaðar til að bregðast við
óvæntum áföllum í sjávarútvegi og
til leigu á almennum markaði.
Framsóknarmenn telja óeðlilegt, að
einstakir aðilar skuli hafa komist
upp með að fénýta endurnýjanlegar
auðlindir í eigin þágu. Nauðsynlegt
er, að skattkerfínu verði beitt til að
koma í veg fyrir, að slíkt gerist í
framtíðinni." Þannig var ályktunin
samþykkt á þinginu án
teljandi umræðna. Og
hverju er nú hér verið
að skrökva? Ályktunin
virðist vera ætluð
þeim, sem hvorki les
né hugsar og koma inn
hjá honum þeirri hug-
mynd, að Framsóknar-
flokkurinn sé eitthvað
óánægður með gild-
andi fiskveiðistjórn og
þá vankanta hennar,
sem særa réttlætis-
kennd alls þorra fólks.
Þessu sama fólki, sem
hvorki les né hugsar,
er sömuleiðis ætlað að
sitja eftir með þá til-
fmningu, að Framsóknarflokkurinn
vilji eitthvað gera í málinu. Svo
mikill er leikaraskapurinn, að
Framsóknarflokkurinn
lætur sig það engu
skipta, segir Jón
Sigurðsson, þótt
sjávarbyggðunum víðs
vegar um landið sé
að blæða út.
flokksþinginu þykir afleitt, að menn
skuli „komast upp með“ það, sem
þingmenn flokksins hafa sjálfír með
Jón
Sigurðsson
lagasetningu gefíð útgerðarmönn-
um færi á.
Vel getur verið, að forysta Fram-
sóknarflokksins hafí áhyggjur af
því, sem formaður flokksins kallaði
undiröldu í þjóðfélaginu út af þess-
um málum fyrir einhverjum miss-
erum. Og formaðurinn ræddi í sjón-
vai-pi á dögunum um fáránlegt
verðlag á kvóta, sem alþjóð veit, að
hann á persónulega stórfellda hags-
muni í. Ályktun flokksþingsins er í
fullu samræmi við þetta. Það er
kölluð stefna flokksins, að til álita
komi að gera einhvern tíma í fjar-
lægri framtíð eitthvað, sem örugg-
lega raskar í engu hagsmunum for-
mannsins og annarra verjenda sér-
hagsmunanna.
Með öðrum orðum slær Fram-
sóknarflokkurinn með ályktun sinni
skjaldborg um þau sérréttindi
hinna stóru í útgerðinni, sem hann
hefur búið til, og lætur sig það engu
skipta, þótt sjávarbyggðunum víðs
vegar um landið sé að blæða út, að
heilmiklu leyti vegna sjávarútvegs-
stefnunnar, samkvæmt niðurstöð-
um rannsókna Félagsvísindastofn-
unar.
Undarlegt má það heita, ef fylgis-
mönnum Framsóknarflokksins
fmnst þetta vera stefna í sjávarút-
vegsmálum, hvað þá að hún sé við-
unandi. Ekki síður verður að teljast
undravert það vitsmunalega lítil-
læti, sem hinum almennu flokks-
mönnum er ætlað að sýna með því
að taka við þessum merkingarlausa
texta sem stefnu stjórnmálaflokks.
Þegar staðreyndir málsins eru
skoðaðar er stefnan alls óbreytt, -
að standa dyggan vörð um þá sér-
hagsmuni, sem flokkurinn hefur
staðið íyrir að búa til í órofa einingu
með Sjálfstæðisflokknum.
Höfundur er fyrrverandi frani-
kvæmdastjóri.
Ekkert svar frá Eiríki
EIRÍKUR Áki Egg-
ertsson laganemi ritaði
á þriðjudag grein í
þetta blað til andsvars
grein minni um lögleið-
ingu fíkniefna. Skrif
Eiríks einkenndust af
upphrópunum, svívirð-
ingum og rökleysu.
Raunar er merkilegt að
menn skuli geta mynid-
að sér svona einarðar
skoðanir án þess að
hafa íhugað rök máls-
ins.
Hverju svaraði
Eiríkur?
Ég hélt því fram að
fíkniefnaglæpir væru afleiðingar
bannsins. Fíkniefnasalar þyrftu,
eins og staðan væri núna, að fremja
glæpi til að viðhalda starfsemi sinni.
Fíklar þyrftu að fremja glæpi til að
fjármagna neyslu sína. Starfs-
gi’undvöllur fíkniefnasala myndi
hrynja ef fíkniefni væru seld í apó-
tekum. Ekkert svar frá Eiríki.
Ég hélt því fram að hreinleiki
efna á frjálsum markaði yrði mun
meiri en á svörtum markaði. Lyfin
yrðu boðin til sölu í lyfjabúðum og
virt lyfjafyrirtæki færu varla að
taka þá áhættu að drýgja lyfín með
eiturefnum, þar sem neytendur
myndu njóta vemdar réttarkerfis-
ins og hins frjálsa markaðar. Ekk-
ert svar frá Eiríki.
I umræðu um lögleiðingu fíkni-
efna að undanförnu hefur verið
haldið fram að fíkniefnabannið hefði
mikil og neikvæð fé-
lagsleg áhrif á neyt-
endur. Við neyslu fíkni-
efna leiddust menn nú
út í glæpi og lentu jafn-
vel í fangelsi. Þá væri
erfítt að stíga skrefið
til baka. Einnig væri
erfiðara að leita hjálp-
ar vegna fíknarinnar
en ella. Ekkert svar frá
Eiríki.
Eiríkur telur að
leyfa eigi mönnum
að skaða sjálfa sig
séu hvatir þeirra
heilbrigðar
Ég hélt því fram að
frelsið til að neyta fíkniefna væri
sambærilegt við annað frelsi til at-
hafna, þar sem ekki væri verið að
skaða aðra. Ég tók dæmi um fjall-
Fíkniefnaglæpir
tegjast, að mati ívars
Páls Jónssonar, lög-
banni fíkniefna.
göngu á Everest-tind, sem er stór-
hættuleg þeim sem hana stundar.
Nú loks sá Eiríkur sér fært að
svara. Munurinn á fíkniefnaneyslu
og fjallgöngu felst í hugarfarinu, að
mati Eiríks, sem skrifaði: „Hann
lætur því hins vegar ósvarað, hvað
liggi að baki því að klífa einn erfið-
asta tind í heimi, heldur leggur það
að jöfnu við að reykja hass, án þess
að gera sér grein fyrir þeirri af-
stöðu til lífsins, sem liggur til
grundvallar og hvergi er betra að
láta reyna á en í Himalæjafjallgarð-
inum.“ Mér er með öllu óljóst hvaða
afstöðu hann er að tala um sem
liggur til grundvallar fjallgöngunni
og er svona merkileg. Ér semsagt í
lagi að stunda hátterni sem er
hættulegt manni sjálfum, svo lengi
sem hugarfarið er heilbrigt, að mati
Eiríks eða valdhafa á hverjum
tíma? Það er skringileg röksemda-
færsla.
Upphrópanir og svívirðingar
Eiríkur ýjar að því að ég reyki
hass, sé svokallaður „hasshaus" og
eiturlyfjafíkill. Ég láti sem ég hafi
hugsjónir um frelsi einstaklingsins,
en vilji í raun bara fá að reykja hass
í friði. Hann kallar mig „uppgjafar-
mann“ sem reyni að slá sig til ridd-
ara með óábyrgum og óheilbrigðum
sjónarmiðum og beri fyrir sig frelsi
einstaklingsins. Af þessu tilefni get
ég svosem tekið fram að ég hef
aldrei neytt fíkniefna þótt það komi
málinu að sjálfsögðu ekkert við.
Málatilbúnaður Eiríks að þessu
leyti dæmir sig auðvitað sjálfur og
segir heilmikla sögu um innræti
hans, en enga um mitt. Það er varla
sæmandi fyrir mann sem telur sig
til menntaðra manna að láta frá sér
fara ritsmíð sem hefur ekki annað
inni að halda en gífuryrði og rök-
leysu.
Höfundur er hdskólanemi.
ívar Páll
Jónsson
Islensk tunga,
Alþingi og gagna-
grunnur
í TILEFNI af ný-
liðnum móðurmálsdegi,
og hvatningu til fólks
um að hugsa vel um
tungu þjóðarinnar og
reyna að sneiða hjá
óæskilegum áhrifum frá
öðrum tungum á ís-
lenskuna, þá fannst mér
ég verði að setjast niður
og vekja athygli á frum-
varpi, sem liggur iyrir
Alþingi til afgreiðslu, og
er komið úr fyrstu um-
ræðu og í heilbrigðis-
nefnd þingsins, en það
er frumvarp um gagna-
grunn á heilbrigðissviði.
Mér fínnst þetta heiti
ekki íslenskulegt,
reyndar minnh’ þetta mig á þegar ég
var að reyna að þýða úr ensku hjá
Boga Ólafssyni á fyrstu mennta-
skólaárunum mínum. Bogi náttúr-
lega hundskammaði mig eins og þá
var tíska og benti mér á að þýða á ís-
lenskt mál, og það hef ég reynt síð-
an. Á ensku heitir þetta Bill on a
Health Sector Database.
Orðið gagnagrunnur kom með
tölvunni. Við Islendingai’ höfðum
kynnst orðinu grunnur löngu áður, I
hugum okkar flestra, sem fæddir eru
fyrir miðja öldina, mun þetta einfald-
Alþingi þyrfti að hafa
á sínum snærum ís-
lenskumenn eða orð-
snillinga, segir Friðrik
J. Friðriksson, til
að fara yfir frum-
vörp og laga þau að
íslensku máli.
lega þýða hola, sem grafin hefur ver-
ið niður í jörðina, til að byggja undir-
stöður húss í. Margir gi’unnar voru
með leðju í botninum og stundum
töluverðu vatni og gátu verið hættu-
legir. Vegna þessa finnst mér undar-
legt að menn skuli ætla að henda
gögnum í grunn, og láta þau vera
miðlæg í honum. Það minnir mig á
að Egill Skallagrímsson gróf fé sitt í
jörðu, og þá kom það engum að
gagni nema honum sjálfum, ef hann
hefur þá ekki farið beint upp í himin-
inn. Base getur þýtt kjallari í húsi,
en við notum grunn aldrei í þeirri
merkingu.
Af hverju ekki að nota orðið
gagnabrunn, bara sturta gögnunum í
brunninn og þegar þau eru uppleyst
má setja þau á flöskur og selja út um
borg og bý? Mér finnst ekki viðeig-
andi, og það mun ekki vera hugmynd
aðstandenda að grafa gögn í jörðu,
mér skilst, að það eigi að vinna úr
þeim, og því sé betra að hafa þau á
yfirborðinu. íslenskan á fjölda orða
til um yfirborð, t.d. gagna -reitur, -
stæði, -bali, -tún og mörg, mörg
fleiri. Þetta voru og eru vinnustaðir
fólks og margir kjósa að vinna undir
beru lofti.
Þeir, sem kann að þykja nokkuð
mikill gustur fyrir gögn á bersvæði,
mundu vilja að byggt væri yfír gögn-
in og þá komum við að orðinu Data-
bank, gagnabanki, sem
notað var hér áður. Lík-
lega hefur vantað í hug-
takið eitt g og því hefur
það lagst af. Én þetta
er miklu skárra, nú er-
um við komin upp á yf-
irborð jarðar. Islenskan
á líka til fjölda orða til
að túlka slíkar bygging-
ar: gagna -höllin, -hús-
ið,-verksmiðjan, -vinnsl-
an o.s.frv. Islenskan á
til orð yfir allt, sem er
hugsað á jörðu!
Þá er það á heilbrigð-
issviði. Segjum við:
„Hann er prestur á
dómkirkjusviði, eða hún
er maður á Alþingis-
sviði? Afhverju stendur ekki grunn-
ur á gagna- og heilbrigðissviði eða ís-
lensk greining á erfðasviði? íslensk-
an gerir einkunnina að forlið nafn-
orðsins, sem það á við: Dómkirkju-
prestur, Alþingiskona, Stóra (eða af
monti Aðal) heilbrigðis-gagnavmnsl-
an (gefa henni nafn, t.d. KÁRI).
(Sector er þýtt sem svið (field), ætti
frekar að vera -geiii).
Og hvað er nú þetta heilbrigðis-
svið? Ég held að það sé búið að koma
því fyrir kattarnef. I minni sveit er
málvenja að segja að veðrið sé ann-
aðhvort þurrt eða vott, heilsufarið
slæmt eða gott, fólkið hraust eða
sjúkt. Eftir þessu nýja orðalagi ætti
hraust fólk að vera á heilbrigðissvið-
inu, en veikt eða sjúkt fólk að vera á
sjúkdómasviðinu. Af hverju er ekki
notað orðið heilsufars- í heitinu í
staðinn fyrir heilbrigðis-? Heilsufar
spannar bæði sviðin, og svo er það
notað víða í frumvarpinu, ég skil
ekki mismuninn nema það sé fordild.
Svo er lika enginn á heilbrigðis-
sviðinu lengur. Til hvers að grafa þar
fyrir gagnagrunni? Þetta svið er eins
og sviðið, sem Einar Ben. lýsir í
Norðurljósunum sínum: ,Autt er allt
sviðið og harðlæst hvert hlið og
hljóður sá andi, sem býr þar.“
Alþingi afgi’eiddi nefnilega í fyrra
lög um réttindi sjúklinga, og vai’ð
það á að útrýma hraustum mönnum
og konum. Hugtakið sjúklingur er
skilgreint: Notandi heilbrigðisþjón-
ustu. Mér skilst að allir íslendingar
og margir útlendingar séu notendur
heilbrigðisþjónustu. Þar af leiðir, að
allir Islendingar eru sjúklingar og þá
á sjúklingasviði, og nú fórum við að
nálgast skilgreiningu heimspekings-
ins, sem hélt því fram að lífið væri
sjúkdómur í efninu. Nú eru nýfædd
börn á íslandi ekki lengur hraust,
þau eru sjúklingar og mæður þeirra
líka, eftir skilgi’einingu, þolendur
heilbrigðisþjónustunnar.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra,
en miklu meira er verulega að-
finnsluvert, t.d. miðlægur. Þetta orð
þarf sína umfjöllun og er merkingar-
laust í mínum huga, kannske getur
vinnslan orðið miðlæg í sjálfri sér,
hvað sem það þýðir. Mér finnst að
Alþingi þyrfti að hafa á sínum snær-
um íslenskumenn, t.d. skáld eða vin-
sæla þýðendur bóka eða aðra orð-
snillinga til að fara yfu- frumvörp og
laga þau að íslensku máli. Rökfræð-
ingai- eru einnig nauðsynlegir, svo að
komist verði sem mest hjá hugsunar-
villum.
Höfundur er fv. hóradslæknir.
Friðrik J.
Friðriksson
Loðskinnsbönd # V EGGERT
Lobskmnshúfur ta/j feldskeri Æ efst á Skólavörðustígnum, ▼ sími 551 1121