Morgunblaðið - 26.11.1998, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐAUGLÝSINGA
AT VIISIIM U -
AUGLÝSIIMGAR
Ritstjóri
upplýsingavefs
Auglýst er eftir ritstjóra upplýsingavefs Sam-
taka iðnaðarins, wvwv.si.is.
Starfið felst aðallega í ritstjórn, uppbyggingu
og gerð vefsins, en einnig að nokkru leyti í um-
sjón með tölvumálum Samtakanna.
Lýst er eftir karli eða konu sem getur unnið
sjálfstætt. Umsækjandi þarf að vera hugmynda-
ríkur og eiga auðvelt með að vinna með fólki
með ólíka reynslu og viðhorf. Hann þarf að hafa
góð tök á íslenskri tungu og vera vel ritfær auk
þess að hafa menntun, reynslu og þekkingu
á sviðum sem geta nýst í starfinu, s.s.
• Fjölmiðlun.
• Vefsíðugerð.
• Tölvumálum.
• Möguleikum alnetsins.
• Útgáfumálum.
• Almannatengslum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst. Umsóknum skal skila til Samtaka iðnað-
arinsfyrir7. desember nk. merktum: „Ritstjóri
^upplýsingvefs".
Öllum umsóknum verður svarað.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.
Sími 511 5555, tölvupóstur: mottaka@si.is,
upplýsingavefur: www.si.is
Fiæðslumiðstöð
'I' Reykjavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Selásskóli, sími 567 2600
Kennari í almenna kennslu í 4. bekk eftir
hádegi v/forfalla, 2/3 staða.
Starfsmaður í lengda viðveru, 50—100%
'starf. Æskilegt er að viðkomandi sé með upp-
eldismenntun.
í Selásskóla er blómlegt þróunarstarf í gangi
og þar ríkir góður starfsandi.
Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri í síma skólans, og í símum 895 8926 eða
861 1126.
Þessar auglýsingar sem og annan fróöleik er aö finna á heimasíðu
Fræöslumiðstöðvar Reykjavíkur: www.reykjavik.is/fmr.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Verkamenn
■^Nokkra verkamenn vantar í byggingarvinnu
á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar
á skrifstofunni, Skúlatúni 4 og í síma 530 2700
á skrifstofutíma.
ÍSTAK
Auglýsingastjóri
Fróði hf. vill ráða auglýsingastjóra að einu
tímarita sinna. Um er að ræða eitt útbreiddasta
tímarit landsins. Vinsamlegast leggið umsóknir
inn á afgreiðslu Mbl. merktar „A — 6946" fyrir
-^L desember nk.
Lykilhótel Cabin
Óskum eftir að ráða starfsmann í gestamóttöku
á dagvakt og næturvörð.
Óskum einnig eftir starfsfólki í kvöld- og helg-
arvinnu í ýmis þjónustustörf.
Upplýsingar á Lykilhótel Cabin föstud. 27. nóv.
og laugard. 28. nóv. kl. 14—16.
Meðmæli þurfa að fylgja öllum umsóknum.
Hótel Örk - Hótel Norðurland - Hótel Mývatn
Hótel Cabin - Hótel Valhöll - Hótel Garður.
FUINIOm/ MANNFAGNAÐUR
Hvernig náum við endum
saman?
Fræðslufundur haldinn í safnaðarheimili Há-
teigskirkju fimmtudaginn 26. nóvember 1998
kl. 13-16.
Fundarstjóri: Helgi Seljan.
Dagskrá:
1. Það er alltaf verið að Ijúga að okkur.
Stefán Jón Hafstein, ritstjóri.
2. Ráðstöfunartekjur láglaunafólks.
Harpa Njáls, félagsfræðingur, Hjálparstarfi
kirkjunnar.
Kaffiveitingar
3. Hagsýni í heimilishaldi.
Vigdís Stefánsdóttir, blaðamaður.
4. Innihaldsríkur jólaundirbúningur.
Vigfús ÞórÁrnason, sóknarprestur í Grafar-
vogi.
Fræðslufundurinn er öllum opinn og aðgangur
er ókeypis.
Fundurinn er haldinn á vegum Félags ein-stasðra
foreldra, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða kross
íslands og Öryrkjabandalags íslands.
Almennur félagsfundur
Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni,
verður haldinn í félagsheimili félagsins í
Ásgardi, Glæsibæ, laugardaginn 28. nóv.
1998 kl. 13.30.
Gestur fundarins: Geir H. Haarde,
fj ármá I ará ðherra.
Dagskrá:
1. Ávarp formanns FEB, Páls Gíslasonar.
2. Almannatryggingar. Margrét H.
Sigurðardóttir, varaform. FEB.
3. Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde fer
yfir þá málaflokka í frumvarpi til fjár-
laga, sem snerta hagsmuni aldraðra.
4. Kaffihlé. í kaffihléi verða kynnt lög af
geisladiskinum „Maður lifandi" sem kom
út fyrir skömmu til styrktar þroskaheftum.
Þeir söngvarar sem koma fram eru:
André Backmann, Guðrún Gunnarsdóttir
og Sævar Sverrisson. Kynnir: Þorgeir
Ástvaldsson útvarpsmaður.
5. Umræður um erindi fjármálaráðherra
og fyrirspumir.
6. Félagsstarfið, nútíð — framtíð.
7. Um kl. 17.00 koma þau Ómar Ragnarsson
og Sigrún Hjálmtýsdóttir og syngja dúett
af geisladiskinum „Maður lifandi".
8. Önnur mál.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
Framkvæmdastjórn FEB.
Vetrarfagnaður
Sjálfstæðisfélags
Kópavogs
Sjálfstæðisfélag Kópavogs efnirtil vetrarfagnað-
ar föstudagskvöldiö 27. nóvember í Hamraborg
1, 3. hæð.
Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis veröur sér-
stakur gestur kvöldsins.
Sjálfstæðismenn og stuöningsmenn fjölmenniö.
Sjálfstæðisfélag Kópavogs.
TILKYNNINGAR
Garðabær
Auglýsing um tillögu að
deiliskipulagi skolpdælu-
stöðvar við vestanverðan
Arnarneslæk
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar
og með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemd-
um við tillögu að deiliskipulagi skolpdælustöðvar
við vestanverðan Arnarneslæk.
Um er að ræða dælustöð í skolpveitu Garðabæj-
ar, sem er rúmlega að hálfu leyti ofanjarðar. Hæð
aðalbyggingar er 5 m yfir aðliggjandi landi.
Tillagan liggurframmi á bæjarskrifstofunum í
Garðabæ, Garðatorgi 7, frá 26. nóvembertil 24.
desember 1998 á skrifstofutíma alla virka daga.
Athugasemdum við skipulagstillöguna skal
skila til undirritaðs fyrir 7. janúar 1999 og skulu
þær vera skriflegar.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarverkfræðingurinn
í Garðabæ.
Húsafriðunarsjóður
Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir um-
sóknumtil Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í
þjóðminjalögum.
Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar
vegna:
— Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar
og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda
vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum
húsum og húsum, sem hafa menningar-
sögulegt og listrænt gildi.
— Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu
þeirra.
Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að
leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og
sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast.
Umsóknirskulu berasteigi síðaren l.febrúar
1999 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyngási
7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem
þarfást. Eyðublöðin verða póstlögðtil þeirra
sem þess óska.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260
milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga.
Húsafriðunarnefnd ríkisins.
Flugmenn —
flugáhugamenn
Fundur umflugöryggismái verður haldinn í
kvöld á Hótel Loftieiðum og hefst hann kl. 20.
Fundarefni:
• Tölfræði flugslysa á íslandi.
Þorsteinn Þorsteinsson,
flugvélaverkfræðingur.
• Kvikmyndasýning.
Allir velkomnir.
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík,
Flugmálafélag íslands,
Flugmálastjórn,
Öryggisnefnd FÍA.
Auglýsendur athugið
skilafrest!
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-,
rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast
í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12
á föstudag.
auglýsingadeild
sími 569 1111
símbréf 569 1110
netfang: augl@mbl.is