Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 26. NÓVBMBER 1998 45 Hver skrökvar að hverjum? MEÐ virðingu og athygli hef ég lesið megnið af því sem þú hefur skrifað að undanfömu og iðulega getað fundið í því heiðarleika og sanngirni. Þess vegna varð mér illa bragðið er ég las grein þína „Það er svo mörgu skrökvað", sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 17. nóv. sl. Augljóst var af skrifum þín- um að þú hafðir skyndilega hrokkið úr hásæti víðsýni og réttsýni og hlammast niður í þrönga hagsmuni framkvæmdastjórans. Á undanfömu ári hef ég verið tíð- ur gestur á sjúkrastofnunum. Bæði hef ég verið að sinna sjúkum ætt- ingjum en einnig að afla heimilda í úttekt á því ástandi sem þar ríkir. Kafli um það sem þar hefur verið að gerast verður í samantekt minni um óheiðarleika í þjóðfélaginu. Skrif þín benda til að þú verðir verulega hissa þegar sá raunveruleiki kemur allur upp á yfirborðið. Það er nefni- lega víða skrökvað með þögninni, eins og þú segir. En vegna orða þinna í garð heilbrigðisstétta langar mig að benda þér á plagg sem er á veggjum margra sjúkrastofnana. Á því er eftirfarandi texti. „Það sem tungan meiðir er torvelt að lækna.“ Við sem tjáum skoðanir okkur opin- berlega, ættum ekki síður en starfs- fólk heilbrigðiskerfisins að hafa þessi gullvægu sannindi að leiðar- ljósi. Því miður er of algengt við skoð- anamyndun þjóðarinnar, að notuð sé helsta aðferð Gróu á Leiti, „ólyg- inn sagði mér“. Of mikið er um að fólk myndi sér skoðun út frá því sem aðrir segja en skoði málin ekki sjálft frá fyrstu hendi. Af skrifum þínum tel ég mig þekkja þig það vel að þú viljir að þau endurspegli rétt- sýni. En svo bregðast nú krosstré sem önnur tré, er þú gengur svo greinilega í smiðju Gróu á Leiti, í heimildagrunni þessara skrifa þinna. Árás þín á starfsfólk heilbrigðis- stétta er verulega ómakleg og tel ég víst að þú viljir biðja þetta fólk opin- berlega afsökunar, eftir að hafa kynnt þér málin af kostgæfni. Það vill nefnilega svo til að réttlætið er ekki bara frá launafólki til vinnu- veitanda, það er líka í hina áttina. Þar virðist hin raunverulega mein- semd þessara mála. Að hætti heil- brigðisstétta verð ég því að segja að sjúkdómsgreining þín er röng og gæti stefnt lífi sjúklingsins í voða. Ef þú værir starfandi í heilbrigðis- þjónustunni væri þetta alvarlegt mál, en þar sem þú nýtur þess frels- is að vera utan þeirra stétta, skrif- ast þessar skoðanir þínar á lítt grandaða skapvonsku. Aðdróttanir þínar að starfsstétt- um „mislangskólagenginna kvenna í hefðbundnum kvennastarfsstétt- um“ og hugarfar þitt til þess vanda- máls sem þama er uppi, sýnir að langskólaganga er ekki sú leið sem tryggir réttsýni manna á ýmis vandamál í þjóðfélaginu. Ekki efa ég að þú hafir mikið lengri skóla- göngu en flest það fólk sem staðið hefur í baráttu við ýmsar heilbrigð- isstofnanir á sl. ári. Það hefur hins vegar ekki hjálpað þér að skilja sannleikann í þessu máli. Eg er ekki langskólagenginn og get því ekki Ef þú værir starfandi í heilbrigðisþj ónustunni væri þetta alvarlegt mál, segir Guðbjörn Jónsson, en þar sem þú nýtur þess frelsis að vera utan þeirra stétta, skrifast þessar skoðanir þínar á lítt grundaða skapvonsku. flaggað mörgum prófskírteinum eða „menntagráðum". Eg hef sótt fræðslu mína í rekstrarfræðum og mannlegum samskiptum og gildum mannsins, í gegnum kvöldskóla, ráðstefnur og námskeið. Kannski þess vegna hefur mér lærst hve mikilvægt það er að hafa sannleika að baki alls þess sem ég tjái mig um opinberlega. Manngildi mitt og virðing fyrir kærleikanum og til- vera annars fólks, hefur lagt mér þær skyldur á herðar. Þessi skrif þín hljóma ekki illa frá þröngu sjónarhorni atvinnurekenda en þau eiga sér væntanlega ekki mikinn hljómgrunn hjá fólki sem þekkir þá baráttu sem launafólk í starfi hjá ríkinu þarf að fást við. Það hefði verið einkar fræðandi fyrir þig að vera viðstaddur fund BHM með 11 starfsstéttum á Landspítalanum, fimmtudaginn 12. nóv. sl. Þar hefðir þú fengið beint í æð þá virðingu sem sá at- vinnurekandi ber fyrir launafólki sínu. Allar starfsstéttimar lýstu því þar, að vinnuveit- andi þeirra hefði ekki enn framkvæmt kjara- samninga sem gerðir höfðu verið á árinu 1997. Nýtt launakerfi sem taka átti gildi 1. des. 1997 var ekki kom- ið til framvæmda. Handahófskenndar til- raunir til að setja ein- stakar stéttir inn í launakerfið, á annan hátt en kerfislýsingar og kjarasamningar tilgreindu, settu starfsfólk allra stétta í uppnám. Öll- um vora augljós brot vinnuveitand- ans á kjarasamningum og þar með 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfs- kjör launafólks. Fleira mætti tína til, það mun hins vegar bíða þess tíma að samantekt mín um þessi málefni líti dagsins ljós. Það vakti sérstaka athygli mína að stjórnarformaður RMsspítal- anna kom í ræðustól á fyrrgreind- um fundi, án þess að skilja í raun eðli vandans og án þess að biðjast afsökunar á brotum á kjarasamn- ingum. Hann sagði hins vegar eitt- hvað á þá leið, að launafólk yrði að hafa biðlund vegna þess að starfs- fólk skrifstofunnar væri svo fátt og það væri allt upptekið í öðrum störfum. Hann upplýsti þó að búið væri að ráða ráðgjafa-iv þjónustu til að leysa málin. Skn'tið að hafa fjármagn til að kaupa þjónustu af ráðgjafa- þjónustu en hafa ekki fjármagn til að kaupa vinnu fólks til að vinna að framkvæmd kjara- samninga á vegum skrifstofunnar sjálfrar. Ætli það sé hugsanlegt að þetta 3.000 manna fyrirtæki, (Ríkisspítal- arnir), í eigu ríkisins, eigi við stjórnunarvanda að stríða? Mig' granar það og er að skoða það. Tjái mig um það síðar, þegar ég hef afl- að mér fullnægjandi þekkingar á málinu. Frá hagfræðilegu sjónarmiði er talað um að það þurfi 12 plúsa til að vinna upp 1 mínus. Væntanlega tek- ur það þig því einhvern tíma að end- urvinna traust almennings á skrif- um þínum, eftir þá reiðiútrás sem þú fékkst með þessum skrifum. Lík- lega hefði verið betra fyrir þig að brenna þau en að senda þau í Morg- unblaðið. Höfundur er starfsmaður FSV. HÓTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 NYTT HOTEL A BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI VETRARTILBOÐ Verðjrá hr. 2.700 á mann i2ja manna herbergi. Morgunverðarbiaðborð innifalið. Frír drykkur á veitingabúsinu Vegamótum. Sími 511 6060, fax 511 6070 guesthouse@eyjar.is Guðbjörn Jónsson Undirdívan OPIÐ: LAUGARDAG 10:00-16:00. SUNNUDAG 13:00-17:00 Líttu við í glæsilega og breytta verslun okkar. Nú bjóðum við stórglæsileg og vönduð húsgögn í svefnherbergið. Sem fyrr höfum við fjölbreytt úrval af rúmum, dýnum, koddum og allt annað sem þarf fyrir góða hvíld og góðan svefn. Lystadún Snæland - þú þarft ekki að leita annað. E R S L U N I N L’ Skútuvogi 11 • Sími 568 5588 Góbur svefn gefur góban dag ekki af sérvinnslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.