Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 47
AÐSENDAR GREINAR
Liðleskjurnar við
krítartöfluna
HVERJUM hugs-
andi manni hér á landi
er kunn sú staðreynd
að atgervisflótti er úr
kennarastéttinni. Þess
gætir sérstaklega þeg-
ar vel árar og eftir-
spurn eftir vinnuafli
eykst. Þá brestur á
flóttinn frá töflunni í
betur launuð störf úti á
„hinnum almenna“
vinnumarkaði. Ein-
staka maður tekur
meira að segja svo
djúpt í árinni að segja
að þeir einir verði eftir
sem ekki er hægt að
nota í vinnu annars
staðar. Hvort sem menn eru svo
kokhraustir eða ekki, er flestum
ljóst að þau laun sem bjóðast fyrir
kennslu eru alls ekki sambærileg við
það sem víða er í boði fyrir fólk með
langskólamenntun.
Hverja telja menn ástæðuna svo
vera fyrir því að fvrir kennslu er
ekki greitt betur en raun ber vitni?
Ekki virðist áhuga- eða skilnings-
leysi ráðamanna um að kenna, svo
mikið er víst. Ekki líður sá tyllidag-
ur eða afmæli skálds eða frelsis-
hetju, að ekki sé stigið í pontu og
áréttað að sjálfstæði þjóðarinnar og
varðveisla menningar og tungu
verði helst tryggt með því að hlú að
menntakerfinu og tryggja börnum
okkar menntun sem stenst saman-
burð við aðrar þjóðir, bæði nær og
fjær. Nei, ástæðan íyrir því hve lág
kennaralaunin eru, er sáraeinföld:
þeir vinna svo lítið. Að vísu geta
þeir sem til þekkja, sagt frá því að
þá mánuði sem skólar eru starfandi,
er vinnuálag kennara mjög mikið;
ómældum stundum er varið í undir-
búning kennslu og yfirferð verk-
efna, á kostnað samveru við fjöl-
skyldu og vini. Hinu er hins vegar
ekki hægt að mótmæla að sumarfrí-
ið er um þrír mánuðir, páskafríið
rúm vika og jólafríið aldrei styttra
en tvær vikur, oftast nær það þó
þremur til fjórum.
Af þessu leiðir að framleiðni skól-
anna á menntuðu fólki er ekki mikil.
Menntastofnanir sem halda starfs-
liði sínu heima þriðjunginn af árinu
geta ekki verið mjög hagkvæmar.
Þar sem ég er þeirrar trúar að
fullorðinn einstaklingur sem hefur
lokið menntun sinni sé ekki baggi á
þjóðfélaginu heldm- sé hann fær um
að skapa verðmæti,
sjálfum sér og þjóðinni
til hagsbóta, leyfl ég
mér að setja hér fram
tillögur sem hafa
tvenns konar markmið;
að auka framleiðni í
framhaldsskólum með
því að tryggja betri
menntun á styttri tíma,
og hækka laun kenn-
ara. Aukaafurð af
seinna markmiðinu er
sú að friður kemst á í
skólum og næði til
náms, sem ekki er sí-
fellt truflað af verkföll-
um og uppsagnahótun-
um. Seinna markmiðið
styrkir væntanlega það fyrra og öf-
ugt. Aður en lengra er haldið, vil ég
þó taka fram að tillögur þessar eiga
*
Astæðan fyrir því hve
lág kennaralaunin eru
er sáraeinföld, segir
Þórður Kristjánsson.
Þeir vinna svo lítið.
eingöngu við nám í framhaldsskóla
til stúdentsprófs, ég læt öðrum eftir
tillögur til úrbóta á öðrum skóla-
stigum.
I dag er nám til stúdentsprófs
lagt upp sem átta anna nám sem
lokið er á fjórum árum. Hver önn
hefur verið að lengjast úr tólf upp í
fimmtán vikur á undanfórnum ár-
um, án þess að eðli námsins eða
námsefni hafi verið breytt. Þriðjungi
hvers árs, öll fjögur árin, er varið i
eitthvað annað en nám.
Ég legg til að tekið verði upp
þriggja anna kerfi, með hæfilegum
fríum, sem miði við að stúdentsprófi
verði lokið á níu önnum eða þremur
árum. Nemendur ljúka þá námi sínu
ári fyrr, háskólaprófi fyrr sem því
nemur og lengja starfsæfi sína á
vinnumarkaði um eitt ár. Öðium læt
ég svo eftir að reikna út hve miklu
þetta eina ár skilar í þjóðarbúið þeg-
ar upp er staðið.
Skólaárið myndi samkvæmt þessu
hefjast með haustönn upp úr miðj-
um ágúst, kennsla gæt t.d. hafist
þegar vika er til mánaðamóta. Eftir
órofna kennslu í ellefu vikur, væri
ein vika notuð í próf. Vikan þar á
eftir nýttist til úrvinnslu prófa og
birtingar einkunna. Að lokum færi
ein vika í undirbúning stundataflna
fyrir vetrarönn. Nemendur mættu
til vetrarannar, eftir tveggja vikna
hvfld, um mánaðamótin nóvem-
ber/desember. Vetrarönn myndi
óhjákvæmilega slitna sundur vegna
jólanna, en þó er engin ástæða til að
gefa lengra frí en sem nemur frá 22.
des. til 4. jan. Önninnni lyki svo í
marsbyrjun og við tæki sams konar
þriggja vikna prófa og undirbún-
ingstímabil og var milli haust- og
vetrarannar.
Vorönn væri sama marki brennd
og vetrarönn, hún slitnaði óhjá-
kvæmilega sundur vegna páskafrís.
Þó verði ekki gefið frí alla dymbil-
vikuna og fram á miðvikudag eins og
nú tíðkast, heldur aðeins frá skíi’-
degi og fram á annan í páskum.
Ekki væri gefið frí á sumardaginn
fyrsta eða fyrsta maí. Vorönn myndi
ljúka seinnipart júní og að loknum
prófum og einkunnagjöf kæmust
nemendur og kennarar í sumarfrí
undir miðjan júlí.
Þetta sumarfrí væri aðeins um
sex vikur í stað þriggja mánaða, og
nýtt skólaár hæfist upp úr miðjum
ágúst.
í þessu kerfi gæfist ekki rúm fyr-
ir upptökupróf eða sjúkrapróf, enda
ekki ástæða til þess þegar prófað er
þrisvar á ári. Hugsanlegt væri þó að
skólameistarar gætu staðið fyrir
haustprófum, í samvinnu við kenn-
ara. Kostnaður af því yrði þó að
greiðast af þeim nemendum sem
þeirrar sérþjónustu nytu.
I stuttri samantekt: 3 annir x 11
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qhmru
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
Þórður
Kristjánsson
ALHUÐA TOLVUKEHFI
HUGBUNAÐUR
FYRIRWINDOWS
RöhHjsch
purmK
Upplysingakerfi
hod:u.ll
KERFISÞROUN HF.
mm.-
Fákaleni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerlisthroun
SALuMUIV
Flott vetramlpa
áður kr. 8.100
Fullorðinsstærðir
LLjnVERSE
MATARLITIR
fyrir kökur, marsipan
og skreytingar
15 mismunandi litir
^rkonfektmórnn,
Vandaður fatnaður og öll
helstu spDrtvörumerkin
á sama stað.
VINTERSPORT
Bildshöfði 20 112 Heykjavík S: 510 8020 - www.intersport.iB
Qpid: Mán íim: 9 18 Fön: 9 19 Lnu 19 18
lí
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
vikur; 3 undirbúnings- og prófavikur
x 3; jól og páskar 3 vikur; sumarfrí 6
vikur = 33+ 9 + 3 + 6 = 51 vika.
Námsálag nemenda í þessu kerfi
ætti að verða minna en í núverandi
kerfi. Próf eru oftar og annir fleiri.
I núverandi kerfi er meðalfjöldi ein-
inga 17,5 á önn, en þyrfti einungis
að vera 15,5 einingar. Þetta myndi
gefa þeim nemendum sem féllu í
einstaka áföngum rýmra tækifæri
til að ná sér á strik og útskrifast eft-
ir þrjú námsár. Hinum gæfist þá
frekar tóm til að taka þátt í félags-
lífi meðfram námi, en sérstakir frí-
dagar nemenda sem eingöngu eru
helgaðir félagslífi skólanna yrðu
aflagðir.
Kemur nú að rúsínunni í pylsu-
endanum: launum kennara í svo-
felldu kei’fi. Þar sem kennarar legðu
sitt af mörkum til þess að auka
framleiðni skólanna og bæta árang-
ur, samfélaginu til hagsbóta, bæri að
umbuna þeim fyrir vikið. Einnig er
ljóst að ekki væri hægt að hafa þá á
sömu launum og fyrr, þegar þeir
væru farnir að stunda vinnu jafn
marga mánuði ársins og annað
launafólk.
Reiknireglan sem ég vil beita er
einföld. Kennarar skila samkvæmt
þessum tfllögum sömu vinnu éS
þremur árum eins og þeir nú gera á
fjórum. Þar af leiðandi greiðist þeim
í samræmi við það laun fjögurra ára
á þremur. Framhaldsskólakennari
sem er á fertugsaldri fær í dag kr.
106.445 á mánuði. Laun hans myndu
hækka í kr. 141.926. Þetta eru engin
svimandi laun, og langt frá þeim
kjörum sem tíðkuðust þegar laun
menntaskólakennara tóku mið af
þingfararkaupi. Jafnvel er hugsan-
legt að útsjónarsamir kennarar, sem
nýtt hafa sitt langa sumarleyfi í tún-
þökusölu, hellulagnir eða aðra
ábatasama iðju, teldu sig bera
skarðan hlut frá borði en ég tel víst
að hæfara fólk fengist til kennslu,
það dveldi lengur við og friður kæm-
ist á milli kennara og ríkissjóðs.
Höfundur er kerfisfræðmgur.
Er fjárhagslegur
gróði eða tap
af ESB-aðild?
Svarið fæst
í þessari bók
Ómissandi rit fyrir
áhugamenn um
stjórnmál
ASKOLAUTGAFAN
525-4003 • hu@hi.is
111
If
fyrir hátíðimar!
C.ajt Cafnict
Vélin sem sýður vatnið
fyrir uppáhellingu.
ísienskar leiðbeiningar.
Fullt verð kr. 9-975
Tilboðsverð nú:
7.876,- s®r.
Aðrar gerðir frá kr. 1.990,-
Urval annara raftœkja frd Severiru
lv?^J8i9öQiiIýerð.f^W0’
Verð frá
Hársiiyrtisett ] Brauðristar
Verð
frá
* ■’ ' j.
ÍEVERINÍBsKTSHlMEÍÁtóuffilstun
"M" Einar Fai-estveit&Co.hf
BORGARTUN 28 - S: 562 2900 & 562 2901