Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Nám á
nýrri öld
NÁM Á nýrri öld er
átak sem stúdentar
ásamt Hollvinasam-
tökum Háskóla Is-
lands blása nú til.
Átakinu er ætlað að
bæta ástandið í tölvu-
málum við háskólann
en eins og allir vita,
-sem eitthvað tengjast
háskólanum, er það
ekki til fyrirmyndar.
Ætlunin er einnig að
vekja stjórnvöld, al-
menning og íslenskt
atvinnulíf til vitundar
um hversu alvarlegt
ástandið er. Ekki er
nóg að safna ein-
göngu tölvum, því þær úreldast á
nokkrum árum auk þess sem
tölva án viðeigandi hugbúnaðar
er til einskis nýt. I tölvuátakinu
Nám á nýrri öld stendur því ekki
eingöngu til að safna tölvum.
Stærsta verkefnið er í raun að
^eafna í endurnýjunarsjóð, en
hlutverk hans verður að standa
straum af kostnaði við endurnýj-
un og viðhald á þeim tölvukosti
sem til er.
Tölvur eru
nauðsynlegar
Nú gætu margir hugsað sem svo
að tölvur séu munaðarvara og að
margt sé nauðsynlegra en tölvur
fyrir háskólastúdenta. En ef málið
er skoðað kemur í ljós að það er
~j|puðsynlegt íyrir Háskóla Islands,
og íslenskt þjóðfélag
að geta boðið stúdent-
um upp á viðunandi
tölvukost. Mannauð-
urinn er ein dý-
mætasta auðlind okk-
ar og ef Island ætlar
að vera samkeppnis-
hæft í kapphlaupi
þjóðanna á nýrri öld
er gott vald á tölvum
lykilatriði til þess að
mannauðurinn nýtist
sem best. Það gerist
ekki ef stúdentar hafa
ekki aðgang að lág-
marks tölvukosti.
Slæmt ástand
Tökum dæmi úr VR-II þar sem
verkfræði og hluti af raunvísinda-
deild eru til húsa. Þar er ástandið
almennt talið „gott“ miðað við
Það er von okkar sem
stöndum að þessu
átaki, segir Brynja
Baldursdóttir, að ís-
lenskt atvinnulíf sjái
sér hag í því að fá vel
menntað fólk til starfa.
aðrar deildir, en þar er eitt tölvu-
ver með 11 tölvum og í nærliggj-
andi húsi er annað tölvuver með
Brynja
Baldursdóttir
21 tölvu. Þessar tölvur eru hugs-
aðar fyrir nokkur hundruð nem-
endur sem flestir ef ekki allir eru
í námi þar sem vinna í tölvum er
stór hluti af náminu. Þar má
nefna greinar eins og tölvunar-
fræði og verkfræði. Þessi tölvuver
eru einnig kennsluver þannig að
oft á tíðum er staðan þannig að
engin tölva stendur þessum nem-
endum til boða heilu og hálfu dag-
ana. Kennarar og starfsfólk
leggja sig fram um að halda gæð-
um námsins uppi og það gerir
ákveðnar kröfur til stúdenta um
verkefnaskil og vinnu en því mið-
ur eru bara engar tölvur á lausu
til þess að vinna verkefnin í! Mörg
verkefni á að vinna í forritum sem
kosta hundruð þúsunda króna svo
ekki er hægt að ætlast til þess að
stúdentar vinni verkefnin heima
hjá sér.
Tölvuátak
Stúdentar eru orðnir lang-
þreyttir á þessu ástandi. Því miður
hefur menntamálaráðuneytið ekki
enn séð sér hag í því að bjóða stúd-
entum upp á viðunandi námsskil-
yrði og því eru ekki tO peningar til
þess að bæta úr vandamálinu þótt
háskólayfirvöld séu öll af vilja
gerð. Við sjáum okkur tilneydd til
þess að leita annarra leiða. Það er
von okkar sem stöndum að þessu
átaki að íslenskt atvinnulíf sjái sér
hag í því að fá vel menntað fólk til
starfa. Fólk, sem þekkir vel til
þess sem er að gerast í heiminum
og er í fararbroddi hvað varðar
nýjungar á hinum ýmsu sviðum
vísinda og fræða. Tökum höndum
saman og gerum Háskóla íslands
kleift að gegna hlutverki sínu með
sóma. Styðjum tölvuátakið Nám á
nýrri öld.
Höfundur er nemi í véla- og
iðnaðarverkfræði.
Ár aldraðra
Jenna Jensdóttir
„Vort fyrsta boð
er mannúðin“
(H.lbsen)
Mikið er rætt um aldraða og málefni þeirra. Umræðan
virðist oftar en ekki byggð á neikvæðri yfirsýn og gæti
því rótfest þá skoðun að aldraðir séu öðrum fremur byrði
á þjóðfélaginu. í mannlegu samfélagi er heilsan öllum
dýrmætasta eignin, missir hennar er ekki bundinn við aldur.
Hér verður reynt að bregða birtu á það sem reynslan hefur sýnt
að líklegt er til þess að búa öldruðum betri og gleðiríkari stundir
þegar beinni starfsævi lýkur.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjamarnesi er, hér í byrjun,
beðinn að láta í ljósi viðhorf sitt til málefna aldraðra. Hann segir:
„I starfi mínu hef ég bæði hitt einstaklinga sem kvíða ellinni vegna
skorts á viðfangsefnum og áhugamálum svo og aðra sem varla geta
beðið eftir að stundin renni upp og þeir geti helgað sig að fullu
áhugamálum sem ekki vannst tími til meðan þeir voru í fullu starfi.
Það ætti að vera forgangsverkefni þeirra sem að öldrunarmálum
starfa að sinna fyrri hópnum,
þ.e. þeim er kvíða ellinni og sjá Hér verður reynt að bregða
ekkert jákvætt við að hafa nú birtu á það sem reynslan
tíma til ráðstöfunar. Þarna á að hefur sýnt að líklegt er til
virkja hópinn sem er barmafull- þess að búa öldruðum betri
ur af hugmyndum og áhugamál- Qg gleðirikari stundir þegar
um og fá hann til að deila þeim beinni starfsævi lýkur.
til þeirra kvíðafullu. Á þessu ald-
ursskeiði eru margir að huga að brejdingum á búsetu og lifnaðar-
háttum, minnka við sig húsnæði og jafnvel losa peninga til þess að
láta verða af því að gera hluti sem þá hefur langað til en ekki látið
eftir sér vegna kostnaðar.
Kynslóðin sem nú er að komast á eftirlaunaaldur hefur lifað mjög
fjölbreytt æviskeið og nægir að nefna stríðsárin sem færðu okkur
inn í 20. öldina og verðbólguárin sem rugluðu allt verðmætaskyn og
nú siðustu árin er verið að leiða okkur um undraveröld tölvutækn-
innar sem við ættum að leggja áherslu á að ná valdi yfir til að stytta
okkur stundir þegar tíminn er nægur.
Við Islendingar erum ekki það fjölmenn þjóð að við ættum að
þurfa að gleyma þeim sem erfiðara eiga á þessum aldri. Fjármunir
sem við látum í samhjálp verða að finna þann farveg sem beinir þeim
til þess hóps sem mest þarfnast þeirra.
Ellin á ekki að vera tímabil áhyggju og kvíða heldur tímabil upp-
skeru og ánægju yfir ævinni sem liðin er og gleði yfir þvi sem hver
og einn hefur lagt af mörkum til að gera lífið betra fyrir sig og sitt
samferðafólk."
Jólamatur, gjafir og föndur,
64 síðna blaðauki fylgir blaðinu um helgina.