Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 5
MINNINGAR
Eru íslenskir
læknar menn
eða mýs?“
PÁLL Þórhallsson
skrifar athyglisverðan
pistil í Morgunblaðið 5.
nóvember sl. undir fyr-
irsögninni: „Geta
læknar hunsað gagna-
grunninn?" Hann velt-
ir fyrir sér ýmsum
álitamálum er leiða að
fyrirhuguðum lögum
um gagnagrunn á heil-
brigðissviði og tilmæl-
um stjórnar siðfræði-
ráðs Læknafélags Is-
lands er leggst „ein-
dregið gegn frumvarp-
inu sem hér um ræðir
og mun beina því til ís-
lenskra lækna að þeir
taki ekki þátt í gerð slíks grunns“.
Gagnagrunnurinn á að rísa af
upplýsingum úr sjúkraskrám. Páll
Aldrei, segir Sigurður
Þdr Guðjónsson, hefur
reynt eins mikið á
reisn og siðferðisstyrk
' 7
lækna á Islandi.
vitnar til þessara orða í 7. grein
frumvarpsins: „Rekstrarleyfíshafa
er, að fengnu samþykki heilbrigðis-
stofnana eða sjálfstætt starfandi
heilbrigðisstarfsmanna, heimilt að
fá til flutnings í gagnagrunn á heil-
brigðissviði, upplýsingar úr sjúkra-
skrám og aðrar heilsufarsupplýs-
ingar sem skráðar hafa verið hjá
þeim. Heilbrigðisstofnanir skulu
hafa samráð við læknaráð og fag-
lega stjórnendur viðkomandi stofn-
unar áður en gengið er til samninga
við rekstrarleyfishafa." En þarna
stendur einnig: „Starfsmenn við-
komandi heilbrigðisstofnana eða
sjálfstætt starfandi heilbrigðs-
starfsmenn skulu búa upplýsingar
til flutnings í gagnagnmn á heil-
brigðissviði."
Hér er augljóst að fá verður sam-
þykki lækna til að flytja uppýsingar
úr skránum og inn í gnmninn. Páll
túlkar þetta þó þannig að einungis
sjálfstætt starfandi læknar, sem
munu vera 2-300 af þúsundum
lækna, hafí neitunarvald en ekki sé
gert ráð fyrir að til þurfí að koma
samþykki starfsmanna heilbrigðis-
stofnana. Stofnanirnar skuli að vísu
hafa samráð við læknaráð og fag-
lega stjórnendur viðkomandi stofn-
unar en þeir hafi aðeins umsagnar-
rétt en ekki neitunarvald. Ef þetta
er rétt blasir við furðuleg mótsögn.
Læknar á heilbrigðisstofnunum
hafa ekki úrskurðarvald um
hálæknisfræðileg mál er snerta
kvikuna í samskiptum lækna og
sjúklinga, og þar með siðareglur
lækna og lög um réttindi sjúklinga,
en sjálfstæðir læknar hafa aftur á
móti þennan rétt, sem að mínum
dómi hlýtur reyndar að vera óhjá-
kvæmilegur eðli málsins sam-
kvæmt. En er þetta rétt túlkun hjá
Páli? Þótt ég sé ekki löglærður
dreg ég það í efa. Það stríðir að
minnsta kosti gegn hversdagsleg-
ustu skynsemi. Hvað er átt við með
orðinu „heilbrigðisstofnun“ í frum-
varpinu sem rekstrarleyfishafí
verður að fá hjá samþykki og hlýt-
ur því að geta neitað? Er „heil-
brigðisstofnun" einhver sjálfstæð
skepna með sjálfsvitund og stórar
meiningar? Eða er hér aðeins átt
við rekstrarlega stjórn þeirra, Guð-
mund G. Þórarinsson og það ágæta
kompaní? Eiga þá leikmenn að hafa
úrskurðarvald um mál er beinlínis
snerta háfagleg læknamál og rétt-
indi sjúklinga? Og meðal annaira
orða: Eru ekki yfírlæknar og ein-
hverjar læknastjórnir á öllum heil-
brigðisstofnunum? Eru þeir menn
ekki líka það sem felst
í orðunum „heilbrigðis-
stofnun“ líkt og rekstr-
arstjórarnir? Er þá
ekki innifalið að „heil-
brigðisstofnunin“ sem
samráðið hefur við fag-
aðila, en á þó að ráða
sjálf á endanum, eru
líka þessir læknar, ef
ekki fyrst og fremst,
þá að minnsta kosti
jafnframt?
Páll vekur athygli á
þagnarskyldu lækna
sem þó verði að láta
undan ef „lög bjóða
annað“. Ef gagna-
gi’unnsfrumvarpið
verður að lögum yrðu læknar á
heilbrigðisstofnunum því að hlýða
lögunum jafnvel þótt þeir teldu þau
stríða gegn þagnarskyldu sinni, en
sjálfstæðir læknar gætu hunsað
þau eins og að framan gi-einir.
Hér er komið að mikilvægasta
atriðinu. í pistli Páls er vitnað til
Guðmundar Björnssonar, foiTnanns
Læknafélags íslands, er kvartar
um það að réttur lækna sé ekki
nægilega ríkur í frumvarpinu:
„...læknar kynnu að lenda í þeirri
stöðu að það rækjust á mikilvægar
starfs- og siðferðisskyldur er
snertu trúnað við sjúklinga og hins
vegar löghlýðnin. Guðmundur segir
að læknar muni auðvitað fara að
lögum.“ Og bætir við að þá myndu
þeir breyta skráningu sinni til að
verja sjúklinga sína því „læknar
litu nefnilega á sig sem hagsmuna-
gæslumenn skjólstæðinga sinna".
En hvernig er hægt að koma þeirri
hagsmunagæslu heim og saman við
þá yfirlýsingu Guðmundar að lækn-
ar munu „auðvitað" hlýða lögum er
stríða gegn réttindum sjúklinga og
siðferðisskyldum lækna við þá, að
áliti læknanna sjálfra? Á ekki lækn-
ir í þessari stöðu „auðvitað" að
setja siðferðisskyldur við „skjól-
stæðinga" sína ofar landslögum og
verja þar með að auki heiður og
sjálfstæði stéttar sinnnar, sem
stjórnvöld ei-u að taka af umráð yfir
viðkvæmustu og mikilvægustu
samskiptum hennar við þá sem hún
þjónar? Með lögunum um gagna-
grunninn er þagnarskylda lækna
nefnilega að miklu leyti gerð ómerk
og beinlínis tekið af stéttinni sú
ábyi'gð sem hún hefur á henni borið
í tvö þúsund ár. Það er ekki hægt
að hugsa sér meiri niðurlægingu
íyi-ir eina fagstétt. Að láta yfirvöld
kúga sig eins og druslu til að skapa
fjárhagslegan gi-óða fyrir einkafyr-
irtæki.
Aldrei hefur því reynt eins mikið
á reisn og siðferðisstyrk lækna á
íslandi. Eftir aðalfundi Læknafé-
lagsins að dæma er drjúgur meiri-
hluti lækna andvígur gagnagrunns-
frumvarpinu. Læknum er því í lófa
lagið að hindra að grunnurinn kom-
ist í gagnið. Hvað er að óttast? Við-
urlög samfélagsins? Sjá menn fyrir
sér að meginþorri íslenskra lækna
verði sóttur til saka og refsað fyrir
að standa við siðferðisskyldur sín-
ar? Hvað segði „alþjóðasamfélagið"
um það? Hvers konar ógöngur eru
nú eiginlega í uppsiglingu? Verði
frumvarpið að lögum verða læknar
að standa við stóru orðin í verki til
að gæta hagsmuna sjúklinga en
ekki síður eigin sæmdar og sjálf-
stæðis. Þá hlýtur foiTnaður Lækna-
félagsins, ef hann er heiðarlegur og
sjálfum sér samkvæmur, að skora á
lækna að rísa gegn landslögum
vegna mannlegra verðmæta og vís-
indalegrar nauðsynjar sem eru
mikilvægari en landslög. Nú er að
hrökkva eða stökkva. Nú reynir á
hvort íslenskir læknar eni menn
eða mýs.
Sigurður Þór
Guðjónsson
+ Guðrún S.
Scheving fædd-
ist 14. septeniber
1915. Hún lést hinn
11. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru
Sesselja Sigurðar-
dóttir, húsfrú og
Sigfús Scheving,
skipstjóri og útvegs-
bóndi í Vestmanna-
eyjum, en hann var
fyrstur Vestmanna-
eyinga til að ljúka
skipsljórnarprófi,
1907. Hann stóð fyr-
ir fyrstu skipstjórnarnámskeið-
um sem haldin voru í Vest-
mannaeyjum, og veittu mönnum
skipstjórnarréttindi. Sigfús
reisti þeim hús í Heiðarhvammi
við Helgafellsbraut 5. Hún átti
einn bróður Vigfús Helga, sem
fæddist 1914, en hann lést af
slysförum aðeins tvítugur að
aldri. Maki Guðrúnar var Karl
O.J. Björnsson, bakarameistari,
fæddur 1899, en hann lést 1954.
Þau giftust 1936 og eignuðust
sex börn: 1) Hejgi Scheving, f.
1940. 2) Björn ívar, f. 1943. 3)
Okkur langar í fáum orðum að
minnast ömmu okkar, eða ömmu
Diddu eins og við kölluðum hana
alltaf. Það er alltaf sárt að kveðja
ástvin, en einhvern tíma kemur að
því hjá okkur öllum. Það sem við
eigum eftir era minningarnar. Þær
eru af góðum samverustundum,
mjólk og kexi í eldhúsinu hennar og
hlýju brosi. Amma var góð kona og
hafði létta lund þó að undir byggi
stúlkubarn sem
fæddist 1946 og Iést
aðeins sólarhrings-
gönml. 4) Sigurður
Orn, f. 1947. 5)
Hrafn, f. 1950. 6)
Sesselja Karitas, f.
1954. Karl íést
skyndilega 1954, og
fór þá ekkjan heim í
Fóðurhús með börn-
in. Helgi Scheving
er kvæntur Ádísi
Ástþórsdóttur og
eiga þau þrjú börn.
Björn Ivar er
kvæntur Helgu
Jónsdóttur og eiga þau tvö
börn, og hann á einnig son f'rá
fyrra hjónabandi. Sigurður Örn
er kvæntur Margréti V. Eiríks-
dóttur, og eiga þau þrjú börn.
Hrafn er kvæntur Önnu Maríu
Baldvinsdóttur og eiga þau fjög-
ur börn. Sesselja Karitas er gift
Stefáni Brandi Stefánssyni og
eiga þau þrjú börn. Að auki má
geta þess að langömmubörnin
voru orðin tíu.
Guðrún var jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
21. nóvember.
kannski ýmislegt sem við fengum
ekki að skyggnast í. Hún vildi okkur
vel, og lagði á það ríka áherslu að
við gengjum menntaveginn, því það
væri það besta sem við gætum gert.
Nú hefur hún amma Didda fengið
hvfldina sína og trúum við því að
hún sé nú í góðra vina hópi.
Það skildi enginn tár þín,
þegar þú komst inn í þennan heim
og ástvinir þínir brostu að þér óvitanum.
Og þú varst eitt hinna litlu skipa,
eitt hinna litlu skipa í flotanum mikla,
sem siglir frá öllum ströndum, hvert eftir
sinni stjörnu.
Það skildi enginn hið dularfulla bros þitt í
dauðanum.
Enginn sá hin duldu sannindi lífs þíns,
orð sem letruð vom með Ijósi á himin þinn.
Enginn skildi bros hinnar dýpstu hamingju,
sem þú tókst með þér inn í eilífðina.
(Gunnar Dal)
Guð geymi þig og varðveiti.
Þín barnabörn
Karen, Baldvin, Sæþór
og Elfa Dögg.
Eilífð
— að mega vakna
hvern morgun sem barn í reifum
til annar og leiks
í ljósi hins runna dags,
semaldreivar
og verður ei heldur framar,
og ganga hvert kvöld sem til grafar
í næturstað —
(ÞorstVald.)
Þín langömmubörn
Sigrún María og
Guðmundur Hrafn.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér*"*
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Didda mín, þakka þér fyrir
allt það sem þú kenndir mér. Eg
kveð þig með einu orði sem við skilj-
um báðar. Jósifína.
Guð geymi þig.
Þín
Sigríður Kristín (Sirrý).
GUÐRUN S.
SCHEVING
+ Jón Guðmundur
Júlíusson var
fæddur á Karlsstöð-
um í Arnarfirði 19.
nóvember 1926.
Hann lést á St. Jós-
epsspítala 5. nóvem-
ber siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Júlíus Pálsson,
bóndi, f. 29.11.
1886, d. 20.4. 1974
og seinni kona
hans, Ragnhildur
Jónsdóttir, f. 13.9.
1897, d. 26.4. 1973.
Fyrri kona Júlíusar
var Guðlaug, f. um 1891, d.
11.11. 1918. Þeirra börn voru
Ingunn Anna og Einar Björn,
þau létust bæði barnung. Systk-
ini Jóns: 1) Einar Vilhjálmur, f.
22.4. 1928. 2) Guðlaug Anna
Páliína, f. 26.7. 1930. 3) Ásthild-
ur, f. 15.1. 1932. 4) Sigurður
Vinur okkar Jón Júlíusson er lát-
inn. Andlát hans hefði ekki átt að
koma á óvart, því um nokkurt skeið
hafði verið ljóst að hverju stefndi.
Þrátt fyrir það vorum við óviðbúin.
Það er eðli mannanna barna að líta
fram hjá dauðanum sem einni af
staðreyndum lífsins. Ást okkar á líf-
inu er svo sterkt afl að við eigum
okkur alltaf von, von um lækningu,
von um örlítið lengri frest. Þegar
svo vonir okkar bregðast stöndum
við eftir með söknuð í hjarta og
skarð sem enginn getur fyllt.
Jón var tengdur fjölskyldu minni
vináttuböndum sem staðið hafa ára-
tugum saman og styrkst mjög hin
síðari ár. 1 nokkur ár leigði hann
hjá móður minni og stjúpa eða þar
til þau fluttust búferlum til Ástralíu
1969, þá flyst hann á Sjónarhól en
síðustu þrjú árin átti hann heimili
að Fögrukinn 21 í Hafnarfíði.
Jón var mikið gæðablóð að eðlis-
fari og hafði sérlega gaman af að
gera vel við börn. Það var því alltaf
Karl, f. 6.2. 1933. 5)
Olga Þorbjörg, f.
1.5. 1934. 6) Dag-
mar, f. 19.8.1938. 7)
Borghildur, f. 10.1.
1940.
Jón ólst upp á
Karlsstöðum og
síðar á Gljúfurá í
Arnarfirði. Hann
hólf ungur að
sækja sjó frá Bfldu-
dal en fluttist suð-
ur um tvítugt og
var til sjós, m.a. á
togurunum Maí,
Júní og Bjarna
riddara til ársins 1977. Eftir
það starfaði hann hjá Miðnesi í
Sandgerði uns hann Iét af
störfum 1994. Jón var ókvænt-
ur og barnlaus.
Utför Jóns var gerð frá Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði hinn 12.
nóvember síðastliðinn.
tilhlökkunarefni þegar hann var
væntanlegur heim af sjónum. Það
mátti ganga að því sem vísu að sitt-
hvað hefði hann meðferðis til að
gleðja litlar bamssálir. Eitt atvik er
mér minnisstætt frá bamsáram mín-
um. Eg mun hafa verið á tíunda eða
ellefta aldursári og var eitt sinn sem
oftar að selja Vikuna. Hitti ég þá Jón
og bauð honum blað til sölu og hann
keypti ekki bara eitt blað heldur öll
blöðin sem ég átti eftir. Mörgum ár-
um síðar þegar ég hafði sjálf eignast
stóran hóp af bömum og bæði höf og
lönd skildu okkur að um árabil hafði
hann stundum orð á að verst væri að
hafa mig ekki nærri sér, hann hefði
þó í það minnsta getað skroppið með
bömin í bíó fyrir mig.
Þegar ég flutti heim til íslands
ásamt fjölskyldu minni fyrir
nokkrum árum varð það eitt af
fyrstu verkunum okkar að heilsa
upp á Jón. Það var rétt eins og tím-
inn hefði staðið kyrr öll árin sem við
vorum fjarverandi, svo undrafljótt*
varð hann sjálfsagður hluti af fjöl-
skyldunni og það var honum mikið
ánægjuefni að fá að teljast til þess-
arar stóra fjölskyldu. Hann lagði oft
leið sína í eldhúsið mitt til að fá sér
kaffibolla og spjalla og á sinn hljóð-
láta hátt deildi hann með okkur
bæði gleði- og hátíðarstundum. Jón
var afskaplega traustur og góður
maður. Hann tróð ekki mönnum um
tær og var ekki allra en hann var
mikill vinur vina sinna.
Brátt fara jól í hönd, hátíð ljóss
og friðar. Að þessu sinni verður eitt
sæti autt við stóra jólaborðið okkar.
Vonin um að hann fengi að deila
með okkur einum jólum enn brást.
Fjölskylda mín saknar góðs vina*-»»
og þakkar samfylgd sem svo sann-
arlega hefði mátt vara lengur. Við
vottum aðstandendum hans samúð
okkar.
Blessuð sé minning okkar kæra
vinar.
Alda María Birgisdóttir
og fiölskylda.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og
útfarar
JÓNS G. JÚLÍUSSONAR,
Fögrukinn 21,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á
lyflæknisdeild St. Jósepsspítala, Hafnarfirði.
Systkini og vinir.
JON GUÐMUNDUR
JÚLÍUSSON
Höfundur er rithöfundur.