Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 52
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Margrét Þor-
steinsdóttir
fæddist á Þver-
hamri í Breiðdal 10.
júlí 1918. Hún lést á
Landspitalanum 13.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Anna Kristín Ara-
dóttir, f. 30.12. 1891
á Heyklifí í Stöðvar-
firði, d. 17.12. 1960,
Þorsteinn Sig-
urður Stefánsson, f.
26.10. 1883 á
Desjarmýri í Borg-
arfirði eystra, d. 16.2. 1982.
Systkini Margétar eru Ingi-
björg, f. 23.4. 1917; Rósa, f.
16.7. 1920, d. 8.8. 1992 og Ragn-
ar, f. 6.2.1923.
^ Margrét giftist 16.7. 1946
Árna Sigurðssyni, f. 1.11. 1917 í
Reykjavík, d. 11.12. 1982, þau
skildu. Foreldrar hans voru
Sigurður Árnason, f. 16.11.
1889, d. 3.2. 1979 og Ágústa
Hildibrandsdóttir, f. 24.8. 1894,
d. 19.10. 1975. Margrét og Árni
eignuðust fjórar dætur. 1)
♦-yÁgústa, f. 17.3. 1947, gift Gunn-
ari Kjartanssyni, f. 6.3. 1948.
Dætur þeirra eru Margrét, f.
1971, og Kristín, f. 1972. Mar-
grét er gift Jóni Gunnari Þor-
Þeir menn eru vandfundnir sem
slíkum kostum eru búnir að geta
ætíð séð góðar hliðar á hverjum
manni og hverju máli. Þannig var
Margrét Þorsteinsdóttir, tengda-
móðir mín, sem nýlega er látin átta-
tíu ára að aldri.
,.^Vegna einstakra mannkosta sinna
var Margrét allra hugijúfí. Til henn-
ar báru allir ótakmarkað traust og
hlýhug. Ekki spillti heldur fyrir að
Margrét var alla tíð óvenju glæsileg
kona og hef ég fyrir satt að hún og
systur hennar tvær, þær Ingibjörg
og Rósa, hafi þótt með bestu kven-
kostum bæjarins á sínum tíma. I
eðlilegu samræmi við það fór svo að
Margrét giftist myndarmanni, Árna
Sigurðssyni útvarpsvirkjameistara.
Ekki varð það þó langt hjónaband
en þó að því leyti til farsælt að þau
eignuðust fjórar dætur á þeim fimm
árum sem sambúðin entist.
Þegar hún var rúmlega þrítug
var hjónabandið að baki og ekki
^tofnaði hún til annars þótt víst sé
að vonbiðlarnir hafi verið margir. í
stað þess helgaði hún líf sitt dætr-
unum fjórum og stórfjölskyldunni
sem með myndarbrag hafði komið
sér fyrir á Hrísateig 8. Margrét hélt
heimili á einni hæð fyrir dæturnar
og foreldra sína meðan þau lifðu og
tvö af systkinum hennar og fjöl-
skyldur þeirra bjuggu á hinum
hæðunum tveimur.
Þrátt fyrir að Margrét byggi í
nokkru skjóli fjölskyldunnar, þar
sem hver gat stutt annan og ekki
þurfti í nauð að reka, var það engu
að síður svo að hún var einstæð
móðir með fjögur börn á framfæri
sínu. Líf einstæðra mæðra hefur
aldrei verið einfalt eða létt og var
~ an efa engu léttara fyrir um hálfri
öld en það er nú. Hún þurfti ein að
sjá fyrir sér og dætrunum, en
stuðningur föður bamanna var ekki
umtalsverður eftir að hann fór.
Stuðningur og vinátta systra eigin-
mannsins fyrrverandi bætti það þó
upp að nokkru leyti og sýndu mág-
konur Margrétar og fjölskyldur
þeirra henni ætíð mikla samstöðu
sem hún mat mikils.
Margrét var menntaður klæð-
skeri og eftirsóttur fagmaður.
Lengst af vann hún að iðn sinni
'jjþeima á Hrísateig, enda ekki auð-
hlaupið að heiman frá fjórum börn-
um. Bömum þurfti að sinna, þá
engu minna en nú er, og finnst flest-
um það víst fullt tveggja manna tak.
Dætumar gengu alltaf fyrir í lífi
hennar og velferð þeirra var hennar
æðsta kappsmál. Vinnan fyllti síðan
upp í aðrar vökustundir sólar-
^fingsins.
steinssyni, f. 1970,
börn þeirra eru
Þorsteinn Gunnar,
f. 1993 og Valgerð-
ur, f. 1998. 2) Anna
Þóra, f. 8.4. 1949,
gift Sveini Þor-
grímssyni, f. 5.11.
1948. Börn þeirra
eru Ingibjörg, f.
1972, gift Ragnari
Lárusi Gunnars-
syni, f. 1962, Þor-
grímur, f. 1976,
sambýliskona hans
er Valva Péturs-
dóttir, f. 1975 og
Þorsteinn Sigurður, f. 1989. 3)
Sigrún, f. 30.5. 1950, sambýlis-
maður hennar er Ragnar Ragn-
arsson, f. 16.6. 1962. 4) Mar-
grét, f. 13.4. 1952, gift Gunnari
Herbertssyni, f. 19.2. 1950.
Börn þeirra eru Ingibjörg, f.
1978, og Þorsteinn Gauti, f.
1985.
Árið 1935 flutti Margrét
ásamt íjölskyldu sinni úr Breið-
dal til Hafnarijarðar. Hún var í
Flensborgarskóla árið 1936 og
lauk námi í klæðskeraiðn árið
1937. Margrét var húsfreyja og
klæðskeri í Reykjavík.
Utför Margrétar fer fram frá
Laugarneskirkju og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Margrét innrætti dætrum sínum
heiðarleika og vinnusemi. Þetta
voru líka þeir eiginleikar hennar
sem leiddu til þess að til hennar var
leitað um langan veg með hin fjöl-
breytilegustu úrlausnarefni sem
tengdust starfi hennar. En vegna
frumskyldunnar við fjölskylduna
var annatími brauðstritsins oftar en
ekki á þeim tíma sólarhringsins sem
aðrir nota til hvíldar og afþreying-
ar. Þannig endaði dagur dætranna
iðulega á því að sofna út frá skrjáfi í
lérefti og glamri skæranna þegar
klæðskerinn, að áliðnu kvöldi, loks
fékk stund aflögu fyrir starf sitt.
Margrét var ekki aðeins kjölfesta
lífs dætra sinna og síðar aldraðs
föður. I húsi stórfjölskyldunnar
urðu einstakir eiginleikar hennar til
þess að hún varð haldfesta allra
sem þar bjuggu og fjölmargra ann-
arra einnig. Hjá henni var ætíð
huggun og uppörvun að fá og að
minnsta kosti þrjár kynslóðir hafa
deilt með henni sorgum sínum og
gleði. Hún sætti ólík sjónarmið og
veitti uppörvun eins og þörf var á
hverju sinni. En þegar horft er til
baka er ekki laust við að mér finnist
að sennilega hafi hún sjálf orðið út-
undan. Það var ætíð svo sjálfgefið
að til hennar mætti leita og þar
væri bestu úrlausnirnar að fá. Af
henni var alltaf allt gott að frétta og
aldrei neinn bilbug að finna. Þó er
það víst að líf hennar hefur á engan
hátt verið einfaldara eða auðveldara
en okkar hinna, sennilega þvert á
móti. Fyrir þær sakir var þörfum
hennar sjálfrar minna sinnt en
ástæða var til.
Hún var fyrst og fremst fyrir
okkur.
Sveinn Þorgrímsson.
Margrét, tengdamóðir mín, lést
13. nóvember sl., eftir erfiða sjúkra-
legu. Fyrir hana var dauðinn vel-
kominn gestur og líkn, sem hún ótt-
aðist ekki. Hún hélt sinni fullu reisn
allt til dauðadags.
Margrét var stolt kona með stóra
sál og leið best með marga í nálægð
sinni. Hún kom upp fjórum dætrum
sínum og tók virkan þátt að því
loknu að kenna barnabörnum sínum
ljóð og sögur íslenskrar menningar,
og kunni ógiynni ljóða. Þannig skil-
ur hún eftir sig menningarspor í sál
margra ungmenna, sem svo skila
þeim áfram. Mesta arfleifð hverrar
manneskju er sá mannauður sem
hún skilur eftir sig og hjá Margréti
er þar af nógu að taka. Ég er einn
tengdasona Margrétar og við tvö
tókum okkar tengdahlutverk alvar-
lega, vorum aldrei sammála svo
nokkru næmi nema óvart, allt til að
geta séð hlutina frá tveimur sjónar-
homum. En okkur þótti mjög vænt
hvoru um annað.
Fyrst þegar ég kom til stórfjöl-
skyldu Möggu, tók ég eftir því hve
ótrúlegur fjöldi virtist eiga heima
hjá henni. Og það tók nokkurn tíma
að átta sig á því hverjir áttu þar lög-
heimili. Lengst af bjó Margrét að
Hrísateigi 8 og virkaði heimili henn-
ar oft eins og hverfismiðstöð, allir
voru velkomnir og allt virtist fólkið
vera í einhvers konar uppfóstrun
hjá henni. Má segja að hún hafi alið
upp á sinn hátt alla sem nálægt
henni komu. Hún gat alltaf gefið öll-
um eitthvað, en var ekki sjálf gefin
fyrir að vera þiggjandi.
Með Margréti er gengin stór
kona. Það er eftirsjá að henni fyrir
alla sem henni kynntust. Hún lifir
áfram í afkomendum sínum og í
minningu okkar allra. Hvíl í friði,
mín kæra.
Þinn tengdasonur,
Gunnar Herbertsson.
Ein helsta gæfa barns er að eiga
góða ömmu. Ömmu sem elskar
barnabarnið sitt skilyrðislaust, leið-
beinir því og styður á lífsleiðinni.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga alveg einstaka ömmu, ömmu
sem var einn besti og ástríkasti vin-
ur sem ég hef nokkurn tímann átt.
Amma Margrét var ein af þeim
konum sem af öðrum bera, kona
sem var afburða greind, sterk, ást-
rík og glæsileg. Hún var okkur
hvatning til að rækta það besta í
sjálfum okkur.
Amma var ætíð örlát, jafnvel þótt
hún hafi aldrei verið rík af verald-
legum gæðum þá átti hún gríðarleg-
an auð í ástríki sínu. Aðrir höfðu
einatt forgang fram yfir hana sjálfa
í hennar hug og samhygð hennar
virðist ekki hafa átt sér takmörk.
Þess vegna er ekki skrítið að það
var tíðum gestkvæmt hjá ömmu.
Sama hvernig á stóð hjá henni
sjálfri bauð hún alla velkomna og
gaf sér tíma fyrir þá. Fólk leitaði til
hennar jafnt í gleði sem sorg því
hjarta hennar nímaði svo ótal
marga. Það er ekki ofsögum sagt að
amma hafi verið sálusorgari margra
í nauðum. Fólk vissi að það gat leit-
að til hennar og hún gerði sitt besta
til að hjálpa því. Hún elskaði okkur
öll ákaflega heitt og fyrirgaf okkur
hvað sem var.
Það var ekki einungis samhygð
hennar sem gerði hana ástsæla,
heldur bjó hún einnig yfir leiftrandi
gáfum og glettni. Henni veittist
auðvelt að greina hismið frá kjarn-
anum i hvaða umræðu sem var.
Kímnigáfa hennar var eins heillandi
og skarpskyggni hennar. Hún tók
sjálfa sig ekki of hátíðlega og sagði
aldrei illt orð um nokkurn mann.
Hún bar einnig mikinn metnað
fyrir hönd okkar allra og hvatti okk-
ur til að gera alltaf okkar besta mið-
að við efni og aðstæður. Henni
fannst að ef verk væri þess virði að
vera unnið þá ætti það að vera unnið
vel. Sjálf var hún sérlega ósérhlífin
til allra verka og sá fyrir stórri fjöl-
skyldu á eigin spýtur. Ekki er laust
við að vinnudagamir hafi einatt orð-
ið langir og strangir hjá henni. En
fjölskyldan hafði forgang í lífí henn-
ar og hún bar ætíð hag hennar fyrir
brjósti þannig að dætur hennar liðu
aldrei skort af neinu tagi. Amma var
dætrum sínum góð fyrirmynd og
gerði þær að þeim ástríku og sterku
konum sem þær eru.
Síðustu árin var amma mjög kval-
in en hún lét á engu bera því hún
vildi ekki fyrir nokkum mun að öðr-
um liði illa jafnvel þótt hún væri
sjálf sárþjáð. Þannig var hún amma,
hún elskaði aðra meira en sjálfa sig.
Hún hafði listræna hæfileika sem
komu fram í ævistarfi hennar sem
klæðskeri. Það má líkja henni við
myndhöggvara nema hvað hennar
höggmyndir voru fatnaður. Henni
var nóg að taka nokkur mál eða líta
grannt á viðskiptavininn, síðan
sneið hún fríhendis efni sem urðu að
flíkum sem pössuðu eins og mótað-
ar á viðskiptavininn.
Til hinstu stundar barðist amma
eins og sú ljónynja sem hún ávallt
var. Hún veitti okkur hugrekki og
styrk þegar þol okkar þraut. I
hjörtum okkar mun hún lifa og
halda áfram að hvetja okkur til
dáða.
Við erum betri manneskjur af því
að hafa átt hana að í lífi okkar.
Ingibjörg Sveinsdóttir.
Sumar manneskjur hafa meiri
áhrif á mann en aðrar, þó þær hafí
ekki hátt. Ég ætla ekki að tíunda
gullkornin sem hún Magga frænka
lagði mér til héma en mig langar að
þakka henni þau. Fyrir tæpum
tveimur ámm gaf hún mér bók sem
heitir „Lítill leiðarvísir um lífið“.
Hún á eftir að varðveita margar
minningar mínar um Möggu.
Það á eftir að sækja á mig tóm-
leiki í heiinsóknunum til ömmu,
núna þegar það verður ekki hægt að
skreppa líka niður til Möggu. Það,
hvað þær systur hafa verið miklar
vinkonur, sem þær hafa verið, er
einmitt ástæðan fyrir þvi hvað
tengslin innan þessarar fjölskyldu
eru mikil.
Elsku amma mín, það á eftir að
vera tómlegt hjá þér núna þegar
Magga er farin en ég vona að við,
fjölskyldan þín, getum gert þér lífið
að einhverju leyti bærilegra.
Ágústa, Anna Þóra, Sinna, Mansý
og fjölskyldur ykkar, missir ykkar
er líka mikill. Ég votta ykkur öllum
samúð mína.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Upp úr stríðsárunum og fram yfir
1970 tíðkaðist það í nokkrum mæli, í
Reykjavík, að systkini og fjöld-
skyldur þeirra byggju saman ásamt
foreldrum sínum og mynduðu nokk-
urs konar fjölskylduhús. Ef til vill
var þetta búsetuform framlenging á
stórfjölskyldu sveitanna. Við systk-
inin ólumst upp í einu slíku húsi,
Hrísateigi 8. Margrét föðursystir
okkar, sem nú er kvödd, var mið-
depill þessarar stórfjölskyldu og
sníðastofan, sem hún rak á neðstu
hæðinni, var hjarta hússins. Þar bjó
hún ásamt fjórum dætrum sínum og
foreldrum. Auk hennar og ömmu og
afa bjuggu í húsinu Ragnar bróðir
hennar og hans fjölskylda og Rósa
systir hennar og hennar fjölskylda.
Magga frænka, eins og hún var
ævinlega kölluð, sá fyrir sér og
dætrum sínum með því að sníða
fatnað fyrir fólk. Þetta var á þeim
tímum þegar flest föt voru heima-
saumuð. Heimilið var því bæði at-
hvarf hennar og vinnustaður. Hún
var glaðlynd og kát og tók okkur
alltaf opnum örmum þegar við birt-
umst, eða réttara sagt, ruddumst
niður. Hún naut þess að hafa fólk í
kring um sig og vera gestgjafi þó
efni væru ekki mikil. Við minnumst
margra stunda. Það var oft þröng á
þingi í litla eldhúsinu hennar
Möggu, enda gestkvæmt á heimil-
inu. En sérstaklega minnisstæð eru
þó „kaffipartíin" á kvöldin. Troðfullt
eldhús af gáskafullum krökkum
sem allir þurfa að komast að. Þess-
um „eldhúskvöldsumræðum" var
fátt óviðkomandi. Þarna voru
heimsmálin krufin, nýjustu dægur-
málin rædd eða lesin ljóð af mikilli
innlifun. Það var enginn lognmolla
yfir þessum samkomum. Stundum
voru deilur harðar og mikið rifist en
oftast réði léttleikinn og hláturinn
ríkjum. Á slíkum stundum nutu eig-
inleikar Möggu sín vel. Hún hafði
gaman af allri þjóðmálaumræðu og
hvatti okkur krakkana til að mynda
okkur skoðun á málunum en jafn-
framt skoða þau frá fleiri en einni
hlið. Magga var gædd ríkri kímni-
gáfu. Henni var lagið að sjá spaugi-
legu hliðina á málum og kom þá oft
með hnyttnar athugasemdir. Áhugi
Möggu á ljóðum og bókmenntum er
okkur einnig hugstæður og á senni-
lega ríkan þátt í því að kaffípartíin
snerust stundum upp í ljóðakvöld.
Bolludagurinn átti alltaf sérstak-
an sess í lífi okkai- systkinanna, því
eldsnemma á bolludagsmorgun var
farið niður til Möggu til að fá heitt
kakó og bollur áður en við fórum í
skólann. Þetta þótti hinn mesti við-
burður og mikil spenna í loftinu
varðandi hver yrði fyrstur í húsinu í
bollurnar hjá Möggu.
MARGRET
ÞORSTEINSDÓTTIR
Við sjáum Möggu frænku Ijóslif-
andi fyrir okkur við sníðastofuborð-
ið; að klippa dýrindis efni og afa
sitjandi í ruggustólnum undir
glugganum að lesa Morgunblaðið. Á
borði við hliðina á stólnum var stafli
af nýjustu tískublöðunum frá París.
Þar gátum við mörgum stundum
setið og blaðað í þessum blöðum,
handfjatlað efni og lært allt um
gæði þeirra. Magga frænka var góð
fagmanneskja og þekkt sem slík,
hún hefði örugglega náð enn lengra
á sínu sviði ef aðstæður hennar
hefðu verið aðrar. Við nutum góðs
af kunnáttu hennar þar sem hún
kenndi okkur að sauma og vakti
áhuga okkar á góðu handverki. Þeg-
ar litið er til baka má eflaust segja
að Magga hafi gert okkur meira
meðvituð um það sem var að gerast
í heimi lista og menningar.
Alla tíð var Magga frænka tilbúin
að hlusta á okkur systkinin og kom
iðulega með holl ráð varðandi þau
vandamál sem upp komu. Hún
sýndi mikinn áhuga á tilveru okkar
og vildi vita allt um það hvað var að
gerast í okkar nánasta umhverfi.
Hún var sú sem alltaf var til staðar
og maður gat alltaf treyst á að fá
lausn sinna mála hjá Möggu. Jafn-
vel eftir að við fluttum af Hrísat-
eignum voru heimsóknir til Möggu
jafntíðar og til foreldranna. Eitt af
því sem kemur upp í hugann þegar
við minnumst Möggu er sú hvatning
hennar að unga fólkið gengi
menntaveginn.
Frænka okkar flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum. Æðruleysi einkenndi
hana alla tíð. Rúmlega þrítug stóð
hún ein uppi með fjórar dætur.
Uppfrá því helgaði hún líf sitt upp-
eldi þeirra og umönnun foreldra
sinna. Hún var óeigingjöm og gerði
ekki miklar kröfur til lífsins gæða.
Hamingja hennar var að sjá dæt-
urnar, systkinabörnin og seinna
barnabörnin vaxa úr grasi. Hún var
ekki bara mágkona mömmu og
systir pabba heldur sannur vinur og
öll nutu þau góðs af sambýlinu. Fyr-
ir hönd foreldra okkar færum við
henni hjartans þakkir.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um og við kveðjum Möggu fræknu í
hinsta sinn mun minningin um
trausta, hlýja og fórnfúsa mann-
eskju fylgja okkur, manneskju sem
með nærveru sinni hefur gert okkur
að betri og ríkari einstaklingum.
Við sem eftir sitjum vitum að Guð
hefur veitt henni veglegan sess í
ríki sínu, en það á hún svo sannar-
lega skilið. Blessuð sé minning
hennar.
Systkinin á miðhæðinni.
Hún Margrét frænka hefur nú
kvatt þetta jarðlíf efth- nokki-a
þrautagöngu undir það síðasta. Hún
vissi að komið var að leiðarlokum og
hún var sátt við það. Samt eigum
við sem eftir lifum erfitt með að
sætta okkur við dauðann, jafnvel
þegar hann ber að sem eðlilegasti
hlutur lífsins.
Þegar ég heimsótti hana í síðasta
sinn, þá á Landspítalann, sagði hún:
„Af hverju eruð þið svona döpur,
getið þið ekki sagt mér einhverja
brandara," og þá gerði hún einnig
síðustu tilraunina til að stríða okkur
með smá orðaleik.
Mér finnst það hafa verið sérstök
forréttindi að hafa fengið að vera
samvistum með slíkri manneskju
sem hún Margrét frænka mín var.
Hrísateigur 8 var fjölskylduhúsið
þar sem bjuggu, auk Margrétar,
systkini hennar Rósa og Ragnar
ásamt mökum sínum og börnum og
þar var nú oft líf í tuskunum. Á
neðstu hæðinni bjó Margrét ásamt
afa og ömmu og dætrum sínum fjór-
um. Það kom í hlut Margrétar að
ala önn fyrir afa og ömmu þeirra
síðustu æviár.
Neðsta hæðin var miðpunktur
stórfjölskyldunnar, þar söfnuðust
allir saman og Margrét sá til þess
að þar var alltaf gott að vera og
stutt í glens og gaman. Hún hafði
lag á að láta öllum finnast þeir vel-
komnir á heimili hennar og allir
sem kynntust henni báru virðingu
fyrir henni, skoðunum hennar og
réttsýni ásamt glensi og á stundum
smá stríðni.