Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ N HÓLMFRÍÐUR SIGFINNSDÓTTIR + Hólmfríður Sig- finnsdóttir fæddist 23. febrúar 1924 ú Ósi í Borgar- firði eystri. Hún lést í Reykjavík 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar: Jóhanna Halldórsdóttir frá Húsey í Hróars- tungu og Sigfinnur Sigmundsson ættað- ur úr Hjaltastaða- þinghá. Bjuggu í Borgarfirði frá 1912 til 1947, er þau flytja í Neskaup- stað. Þeirra börn voru níu er lifðu og Hólmfríður fimmta í röðinni. Hólmfríður giftist árið 1942 Guðjóni Jónssyni frá Vopna- fírði, f. 22. mars 1916, d. 10. maí 1993. Börn þeirra eru: 1) Jó- hanna, f. 16.5. 1942, eiginmaður Guðmundur Richter, f. 1.12. 1941. Þau eiga fjögur börn. 2) Jóna Sigurveig, f. 5.7. 1945, hennar maður var Páll Þorfínnsson, f. 15.6. 1931, d. í dag verður gerð útfór Hólm- fríðar móðursystur minnar, merkr- ar konu sem vann mikið dagsverk, hávaðalaust, en af öryggi og elju þess sem vissi hvers með þurfti. Minningar að austan eru lifandi og góðar. Hulla, en svo var hún ávallt nefnd, flutti í Neskaupstað 1946, ásamt eiginmanni sínum, Guðjóni Jónssyni húsasmiði, ættuð- um úr Vopnafírði. Þar voru einnig fyrstu búskaparár þeirra og fædd- ust tvær dætur þar. Heimili þeirra var í Hlíðargötu, í sama húsi og for- eldrar Hullu bjuggu. Þau fluttu þangað úr Borgarfírði eystri 1947. Mikill og góður samgangur var á milli frændfólksins, sem á þessum tímum var flest orðið búsett í Nes- kaupstað. Þau voru þó alla tíð 1.9. 1993, þau eign- uðust þrjú börn og eru tvö á lífi. 3) Gunnar, f. 25.3. 1947, eiginkona Guðrún Björnsdótt- ir, f. 30.8. 1949, þau eiga þijú börn. 4) Sveina Kristbjörg, f. 26.11. 1948, eigin- maður Sigurgeir Ingi Lárusson, f. 26.2. 1945, þau eiga þrjú börn. Fyrir hjónaband átti Kristbjörg dóttur- ina Hólmfríði Tryggvadóttur. 5) Sigrún, f. 20.10. 1953, eiginmaður Jón Heiðar Sveinsson, f. 31.8. 1952, þau eiga þijú börn. 6) Birna, f. 13.5. 1962, eiginmaður Gísli Klemenzson, f. 3.5. 1960, þau eiga þijú börn. Barnabarna- börnin eru orðin 21. Afkomend- ur Hólmfríðar og Guðjóns eru því orðnir 47. Útför Hólmfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. bundin sínum æskuslóðum í Borg- arfirði eystri, enda þar flest fædd og uppalin í „fógrum fjallasal". Á þessum árum voru því nokkrar fjöl- skyldur barna þeirra Jóhönnu Hall- dórsdóttur og Sigfinns Sigmunds- sonar að eignast heimili og koma upp börnum í bænum rauða. Það var gott að eiga þetta fólk að og vera í þeirri stórfjölskyldu. Guð- jón og Hulla voru góð heim að sækja og mikill vinskapur með þeim Guðjóni og Guðröði föður mínum. Kaffi á sunnudagsmorgni og bfltúr með krökkunum tíðkaðist gjarnan og ekki talið inn í aftursæt- ið, engan mátti skilja eftii-. Eftir að þau hjón Hulla og Guð- jón fluttu til Reykjavíkur 1954 með barnahópinn var heimili þeirra Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS V. KRISTJÁNSSONAR kjötiðnaðarmeistari, Lambhóli v/Starhaga, Reykjavík, Sérstakar þakkir til starfsfólks Landsspítalans, deild 32a. Ragnhildur J. Magnúsdóttir, Sigurlína Sjöfn Kristjánsdóttir, Trausti Björnsson, Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Magnús Helgi Kristjánsson, Jóhannes Bragi Kristjánsson, Svava Hansdóttir, Auður Gróa Kristjánsdóttir, Guðmundur Bragason, Unnar Jón Kristjánsson, Guðný Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Unnur Ólafsdóttir, Víglundur R. Jónsson, Rannveig Christensen, Kristján M. Jónsson, Ásta Baldursdóttir, Gunnar Ó. Jónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristvin J. Sveinsson, Alma Capul Avila, Sigurður Þ. Sveinsson, Guðrún S. Róbertsdóttir, Jón T. Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR fastur liður í heimsóknum okkar sem í skóla vorum þar syðra og allra úr frændgarði er ferðir áttu til borgarinnar. Gestrisni og hlýja þeirra hjóna laðaði fólkið að. Eins og þá gekk til var lífsbarátta barna- fjölskyldu hörð, mikil vinna hjá for- eldrum og átak að eignast þak yfir höfuðið. Þetta tókst þó allt og eftir dvöl fyrst við fremur þröngan húsa- kost í Blesugróf var flutt á Laugar- nesveg í allgóða íbúð og síðar 1966 á Laugateig í ágætis húsnæði. Eftir því sem tíminn leið og börnin stálp- uðust og flugu úr hreiðrinu tók Hulla að vinna úti, og gerði það óslitið frá 1966-1994. Hin síðari ár- in vann Hulla í Hátúni hjá Sjálfs- björg og fórst það vel, natin og nærgætin við fólk, ekki síst þá er áttu í vök að verjast í lífsbarátt- unni. Þarna var sameiginlegur vinnustaður þeirra systra Hullu og Jónbjargar og raunar unnu þær alla tíð saman eftir að Jónbjörg fluttist suður. Þær vora nánar og vart leið sá dagur sl. þrjú ár í veik- indum Hullu að Jónbjörg kæmi ekki til hennar, veitti aðstoð og fé- lagsskapur var það fyrir báðar. Er amma Jóhanna var orðin ein kaus hún að hafa vetursetu hjá þeim Hullu og Guðjóni en flögraði austur á sumrin. Þarna átti hún gott heimili, og hafði sína stofu, ekki var nú vandi að þrengja að sér. Margan sunnudaginn kom ég á þetta góða heimili með börn mín. Þau undu vel hag, voru óþvinguð í því húsi. Mér þótti vænt um að finna hversu vel ömmu leið í skjóli þeirra hjóna og hefði hún þó ekki getað dvalið hvar sem var. Þetta veit ég að allir ættingjar þakka og mátu við þau ágætu hjón, Hólmfríði og Guðjón. Mér finnst ég alltaf hafa verið að kynnast Hullu frænku betur eftir því sem árin liðu og þá jafnframt að sjá kosti hennar eins og meira í nærmynd. Hún var ekki með fjas um sig og sína og ég heyrði hana aldrei kvarta. Því þurfti nokkuð eftir að ganga til að skyggnast inn í líf og tilvera fjölskyldunnar. Greinargóð var Hulla og prýðisvel greind, föst í skoðunum, heiðarleg og réttsýn. Ættrækin var Hulla og sýndi það í verki alla sína ævi. Eg þakka henni m.a. fyrir ferð austur á Hvolsvöll í tilefni fermingar yngstu dóttur minnar vorið 1995. Þá var glatt yfir Hullu. Ekki fór Hólmfríður var- hluta af lífsins þunga og áfóllum, „sorgin gleymir engum“ segir orð- takið. Missir dóttursonar, efnis- manns á besta aldri, var þung raun, síðan fráfall eiginmanns 1993. Ekki var æðrast, né heldur er hún síð- ustu þrjú árin barðist við illvígan sjúkdóm. Slíkur hugarstyrkur og æðruleysi er með eindæmum og hef ég ekki séð fólk taka örlögum sín- um af meiri sálarstyrk. Hólmfríður kaus að vera heima, þar til yfir lauk. Börn hennar önnuðust hana af einstakri alúð og natni. Þökk sé þeim og Jónbjörgu að svo gat orðið og gott og fagurt er að launa á þennan hátt. Eg mun geyma í hugskoti mynd- ina af frænku minni, er ég hitti hana síðast á heimili hennar tveim- ur sólarhringum áður en hún dó. Það er lærdómur, dýrmæt reynsla að muna kveðjuorð hennar, hand- takið og óhvikult augnaráðið. „Heilsaðu heim til þín,“ voru kveðjuorð hennar. Góða heimkomu kæra frænka. Friðjón Guðröðarson. Með íyi’stu minningunum. Eg var um fimm ára og yngsta systir okkar í vöggu, Hulla að líta eftir henni. Húsrýmið var ekki mikið, um það bil 32 fermetrar, innan- gengt í hlóðaeldhús, fjós og brann- hús. Ibúðin skipt í baðstofu, pínulít- ið herbergi þar við bræðurnir sváf- um, álíka stórt búr og lítið eldhús. Þar með upptalið. Þarna bjuggum við í tíu ár, foreldrar okkar og systkinin sjö utan eitt sumar, þegar við vorum átta. Móðh- okkar var að mörgu leyti alveg sérstök kona, gáfuð og skapstór, framúrskarandi smekkvís og myndarleg í öllum sín- um verkum. Eg gerði mér enga grein fyrir því þá og ekki fyrr en ég fór að fara að heiman, hversu blásnauð við vor- um. Það var nefnilega sama ástand nánast alls staðar þar við þekktum til á Borgarfirði á þessum tíma. En mér fannst bæði ég og systur mínar oftast fínni en aðrir krakkar, þó að sjálfsögðu væra notuð sömu efnin í fatnað á flestalla ki’akka í hreppn- um. Henni tókst einhvern veginn að gera allt sem hún sneið og saumaði bæði smekklegt og fallegt. Eins var það að henni tókst að gera bragðgóðan og lystugan mat úr nánast öllu sem hugsanlega kom til greina. Þessu öllu og mörgu fleiru miðlaði hún dætrum sínum og það koma síðar í ljós að þær höfðu tekið eftir, ekki síst Hulla. Það kom í hennar hlut um langt skeið, að gera mikið úr litlum efn- um. Faðir okkar var glaðlyndur og góðlyndur maður og ákaflega góður við okkur. Hann hélt ákaflega mik- ið upp á Hullu og hældi henni mjög oft. Bæði var að hún hét móður- nafninu hans og svo hitt sem skipti þó miklu meira máli, hversu fljót hún var að bregðast við öllu sem hann bað hana um og hve harðdug- leg hún var. Eg man aldrei eftir því að neitt okkar væri afbrýðisamt af þessum sökum, hann hældi okkur oft líka þegar við höfðum verið dugleg og við fundum og vissum að hún skar- aði frammúr. Þessu hélt hún líka til síðustu stundar. Faðir okkar var mjög heilsulítill langtímum saman af magasári. Það segir sig sjálft að við urðum að þjappa okkur saman systkinin og hjálpast að við þessar aðstæður, enda var hverjum og einum ætlað verk frá því fyrsta að nokkuð var hægt að nota krakka. Þegar Hulla var fjórtán og fimmtán ára var heilsufar föður okkar óvenju slæmt. Þá kröfðust þær systur þess að þær fengju orf þó að það væri nánast óþekkt að stúlkur gengju að slætti. Það hjálp- aði mikið að pabbi var snillingur að dengja ljái og brýna, enda beit hon- um alltaf sem bragðið væri í vatn. Hjálpaði hann þeim að halda biti í ljánum og tókst að ná heyjum eins og vanalega. Hulla var fimm árum eldri en ég, stuttklippt og snagg- araleg og gat stundum hlegið að öngvu, að mér fannst. Eða hversu óhemju handfljót og þolin hún gat verið þegar við vorum að þurrka svörðinn. Einnig þegar við vorum í berjamó, eða þegar bærinn brann. Þá sat ég í sæng úti á hlaðvapa og passaði litlu systur mínar tvær og horfði á eldri systurnar, Dóra, Fanneyju, Hullu og Jónbjörgu, hlaupa fáklæddar án afláts með vatnsfötur til að skvetta á eldinn, já ég man, ég man. En allt tekur enda, einnig æskan. Og æskan hennar Hólmfríðar varð ekki löng. Haustið eftir ferminguna fór hún í vist í Neskaupstað til næstelstu systur okkar. Það var vissulega betra að þurfa ekki að fara til vandalausra strax. Hún kom heim um sumarið og hjálpaði okkur í heyskapnum. Um haustið fór hún vinnukona til Vopnafjarðar hjá góðu fólki, en æskunni var lokið og hún stóð á eigin fótum upp frá því. Þarna á Vopnafirði kynntist hún manninum sem varð ævifélagi hennar og eigin- maður, Guðjóni Jónssyni. Hann var verkamaður jafnframt því að eiga nokkrar kindur og kú eins og algengast var með menn í þessum smáþorpum á þeiiri tíð. Hann var íyrirvinna foreldra sinna gamalla og átta áram eldri en hún. Hún flutti til hans og þau eignuð- ust fyrsta barnið sitt þegar hún var átján ára. Eg sá hana ekki aftur fyrr en að átta árum liðnum þegar þau byggðu sér hús í Neskaupstað og seldu foreldrum mínum og Birni bróður okkar neðri hæðina en bjuggu sjálf uppi. Þá kynntist ég Guðjóni íyrst. Hann var stór mað- ur, hæglátur og jafnlyndur og af- renndur að afli. Eg álít hann gegn- heilasta sómamann sem ég hef kynnst og hefi ég þó þekkt marga góða menn. Guðjón dreif sig í gegn- um nám í húsasmíði jafnhliða því að vinna fyrir stækkandi fjölskyldu. Börnin voru orðin fimm. 1954 var vinna farin að dragast það saman á Norðfirði að þau ákváðu að flytjast til Reykjavíkur. Þetta vora búin að vera erfið ár hjá Hullu. Það er ekkert of mikið að segja að þau hafi verið bláfátæk. En þá kom í ljós að hún hafði lært og lært vel af móður sinni. Myndar- skapur hennar og hagsýni var því- lík að til var tekið. En þegar til Reykjavíkur kom tók ekki betra við því að í mörg ár þurftu þau að vera í lélegu húsnæði. En öll él birtir upp um síðir. Þau eignuðust síðasta barnið sitt og nú fóra þau elstu að vinna og hjálpa til og síðan að fljúga úr hreiðrinu eitt og eitt. þau komust í betra húsnæði á Laugar- nesveginum og að síðustu afbragðs íbúð á Hraunteignum með ein- hverri hjálp móður okkar, sem nú var orðin einstæðingur. Þeir dóu með tiltölulega stuttu millibili faðir okkar og bróðir, sem alltaf hafði búið með foreldram okkar og séð fyrir þeim. Þá gerðu þau hjónin það sem ég álít að ekk- ert okkar systkinanna hefði verið fært um að gera. Þau tóku gömlu konuna til sín og létu henni líða svo vel sem nokkur möguleiki var á allt fram til þess að hún varð að fara á spítala undir það síðasta. En það var ekki bara Hulla sem lét þetta takast heldur einnig Guð- jón og börnin. Eg verð þeim öllum þakklátur ævilangt. Nú voru fjár- hagsáhyggjur að baki og þau áttu orðið þetta gullfallega heimili. Hulla var að vinna úti en Gaui var hættur vegna aldurs og versnandi heilsu. Hann átti samt nokkur all- góð ár í friði og ró en þá kom mað- urinn með ljáinn og hún varð ein eftir. Þá tók við síðasta viðfangsefnið. Hún greindist með illvígt krabba- mein. Síðustu tvö árin hafa verið ein sífelld barátta, þeirri baráttu er nú lokið. Hún barðist til síðustu stundar með þvflíkri reisn að fátítt er. Hún lést óbuguð í ráminu sínu með börnin sín hjá sér. Hún sagði við mig næstsíðast sem kom til hennar. „Börnin mín eru það besta sem ég hef eignast." Hún var þeim frábær móðir og þau guldu henni fósturlaunin. Þau ásamt Jónbjörgu systur okk- ar hafa reynst henni þannig að ein- stakt má teljast í öllu þessu stríði og allt til loka. Þannig afkomendur er dýrmætt að eiga. Snorri Sigfinnsson. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR L. STEFÁNSSONAR á Kleifum í Gilsfirði. Unnur Guðjónsdóttir, Guðjón Jóhannesson, Stefán Jóhannesson, Brynja Bernharðsdóttir, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.