Morgunblaðið - 26.11.1998, Qupperneq 58
- 58 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi greinargerð frá stjórn
Landssambands lögreglumanna:
„Stjórn Landssambands lögreglu-
manna (LL) hefur fylgst með við-
brögðum og ummælum Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráðherra
vegna athugasemda sambandsins
við skýrslu VSÓ ráðgjafar, dags.
26.10. 98, um stjórnskipulag lög-
reglustjóraembættisins í Reykja-
vík og framgöngu dómsmálaráðu-
neytisins í málinu í kjölfarið.
Stjórnin undrast mjög viðbrögð
ráðherrans en höfð hafa verið eftir
honum orð eins og; „rangfærslur
og gífuryrði", „órökstudd slag-
orð“, „mestu lágkúru“, „upphróp-
anir einar og órökstuddir sleggju-
dórnar", „órökstuddar yfirlýsing-
ar“, „órökstudd gífuryrði og get-
sakir“ og loks „órökstudd gapur-
yrði“.
Miðað við kurteislega orðaða
fréttatilkynningu sambandsins,
sem kynnt var á blaðamannafundi
hinn 18. nóvember sl., má með
sanni kalla ummæli ráðherrans
stóryrðaflaum. Jafnvel má setja
fram órökstuddar getsakir um að
hann hafi ef til vill slæman málstað
að verja og vilji skýla sér á bakvið
stóryrðin til að komast hjá því að
ræða efnisatriði málsins. Stjórn
sambandsins getur ekki lengur
setið aðgerðalaus undir þessum
málflutningi dómsmálaráðherra.
Landssamband lögreglumanna sendir frá sér greinargerð
Skipulagsbreytingar
hjá embætti lögreg’lu-
stjórans í Reykjavík
Hún telur því nauðsynlegt að
koma eftirfarandi atriðum á fram-
færi til þess að upplýsa ráðherr-
ann um ýmsar staðreyndir máls-
ins, ekki síður en allan almenning í
landinu sem fylgst hefur af undrun
með fjölmiðlaumfjölluninni síðustu
vikur:
Samráðið
Því hefur ítrekað verið haldið
fram af hálfu dómsmálaráðherra að
samráð hafi verið haft við samtök
lögreglumanna vegna málsins og í
bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags.
19.11. 98, er því mótmælt að þeim
hafi ekki verið gefinn kostur á að
koma athugasemdum sínum á
framfæri. Staðreyndir málsins
skýrast þegar farið er yfir atburða-
rásina í tímaröð og með skýringum.
Hið rétta er:
• að annar skýrsluhöfundanna frá
VSÓ ráðgjöf ræddi einu sinni við
Óskar Bjartmarz, formann LR, á
meðan ráðgjafarnir unnu að gagna-
öflun og undirbúningi skýrslunnar.
Lagðar voru nokkrar spurningar
fyrir Óskar um málefni lögreglunn-
ar. Um samráð var aldrei að ræða.
(Þetta var auk þess tveggja manna
tal og allir vita nú orðið hvaða álit
dómsmálaráðuneytismenn hafa á
slíku.)
• að það var aldrei haft samband
við forystumenn þess aðildarfélags
LL sem breytingar snerta mest,
Félag íslenskra rannsóknarlög-
reglumanna (FIR). Margir þeirra
lögreglumanna, sem breytingarnar
beinast að, eru félagsmenn þess fé-
lags auk þess sem breytingarnar
snerta að öðru leyti mest rannsókn-
.a
Nýjar verdanír
ný tsekífaerí, ný störf
-SERRESFÓLK ÓSKAST-
Vegna fjölgunar verslana og aukinna umsvifa, viljum við gjarnan ráða fleiri starfsmenn.
Um er að ræða margvísleg störf, við áfyllingar og önnur tilfallandi verslunarstörf,
sem kalla á ábyrgð, ótvíræðan dugnað, jákvætt viðmót og reglusemi.
Vaktavinna, dagvinna, kvöldvinna.
Við leitum að: Duglegu, reyklausu og lífsglöðu fólki á aldrinum 18-26 ára.
Við bjóðum: Góðan og kraftmikinn starfsanda og góð laun fyrir gott fólk.
Þeir sem áhuga hafa, eru vinsamlega beðnir að koma til viðtals,
í dag, fimmtudaginn 26. nóv. kl. 16-18 og á morgun,
föstudag 27. nóv., kl. 14-15, á skrifstofur 10-11,
að Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin).
Athugið, fyrirspurnum er ekki svarað í síma,
en þeim gjarnan svarað í ofangreindum viðtölum.
Farið verður með allar upplýsingar sem algjört trúnaðarmál.
krifar!
10-11 er ungt og framsækið fyrirtæki í örum vexti. Það rekur nú 12 verslanir
á höfuðborgarsvæðinu og mun þeim fjölga enn á næstunni.
Velgengni sína þakkar fyrirtækið m.a. starfsfólki sínu.
Áhersla er því ætfð lögð á, að gott fólk veljist til starfa.
ardeildirnar sem að miklum meiri-
hluta eru starfsvettvangur félags-
manna FIR.
• að það var aldrei haft samband
við LL vegna málsins á vinnslu-
stigi.
• að LL, LR og FIR fengu eintök
af skýrslu VSÓ ráðgjafar síðdegis
þann 28.10. 98 eftir að formaður
LL, hafði gengið fast eftir því við
dómsmálaráðuneytið. Hann sótti
skýrslurnar sjálfur í ráðuneytið.
Forsagan var sú að það hafði
spurst út að skýrsla með tillögum
um róttækar breytingar á stjórn-
skipan lögreglunnar í Reykjavík
hefði borist lögreglustjóraembætt-
inu 26.10. 98 og verið kynnt æðstu
yfirmönnum þess hinn 27.10. 98.
Rétt er að leggja á það áherslu
að ráðuneytið aðhafðist ekkert til
að kynna samtökum lögreglu-
manna skýrsluna heldur höfðu
samtök lögreglumanna frumkvæð-
ið og fengu skýrsluna með eftir-
gangsmunum.
I bréfi dómsmálaráðuneytisins
sem fylgdi skýrslunni segir að
skýrslan sé send „til skoðunar og
fróðleiks", annað segir þar ekki.
• að 30.10. 98 efndi dómsmálaráðu-
neytið til blaðamannafundar til að
kynna fjölmiðlum skipulagsbreyt-
ingarnar á lögreglustjóraembætt-
inu í Reykjavík. Þar tilkynnti
dómsmálaráðherra að breytingun-
um yrði hrint í framkvæmd.
• að 02.11. 98 boðaði Þórhallur
Ólafsson, aðstoðarmaður dóms-
málaráðherra, þá Jónas Magnús-
son, formann LL, og Óskar Bjart-
marz, formann LR, á sinn fund í
dómsmálaráðuneytinu. Á þeim
fundi var nær ekkert rætt um
skipulagsbreytingarnar á lögreglu-
stjóraembættinu heldur önnur
hugðarefni Þórhalls.
• að 2.11. 98, var yfirlögregluþjón-
unum í Reykjavík kynnt hvaða
breytingar væru í vændum varð-
andi störf þeirra.
• að 3.11. 98 var yfirlögregluþjón-
unum í Reykjavík tilkynnt um þá
ákvörðun að þeir yrðu fluttir til
embættis ríkislögreglustjóra og að
yfirlögregluþjónn við embætti rík-
islögreglustjóra yrði í staðinn flutt-
ur til Reykjavíkur til að taka við
störfum þeirra.
• að 05.11. 98 fór framkvæmda-
stjórn LL á fund í dómsmálaráðu-
neytinu með aðstoðarmanni dóms-
málaráðherra, skrifstofustjóra í
dómsmálaráðuneytinu og tveimur
höfundum að skýi’slu VSÓ ráðgjaf-
ar.
Það skal tekið skýrt fram að
þessi fundur var ekki haldinn að
frumkvæði dómsmálai’áðuneytisins.
Það var forysta LL sem óskaði eftir
fundinum til þess að fá upplýsingar
um hvað væri að gerast í málefnum
stéttarinnar og fékk fund með eftir-
gangsmunum.
Á þessum fundi gafst fulltrúum
lögreglumanna fyrst kostur á upp-
lýsingum um það hvað dómsmála-
ráðuneytið væri að aðhafast gegn
félagsmönnum lögreglufélaganna
og að kynna sér með hvaða hætti
og á hvaða forsendum skýrsla og
tillögur VSÓ ráðgjafar væru unn-
ar.
Til marks um „samráðs“andann
sem ríkti á fundinum var lögreglu-
mönnum skýrt frá því þar að í kjöl-
far breytinganna í röðum yfirlög-
regluþjóna þá hefði yfirlögreglu-
þjónunum (bæði þeim sem voru að
hætta störfum og taka við störfum)
verið falið að ræða við aðstoðaryfir-
lögregluþjónana um væntanlegar
breytingar á þeirra högum.
Á fundinum upplýstist það
einnig að samtökum lögreglu-
manna hefði verið afhent rangt
eintak af skýrslu VSÓ hinn 28.10.
98. Aðgerðaáætlun skýrslunnar
hafði verið breytt. Jafnframt er
rétt að geta þess að aðstoðarmað-
ur dómsmálaráðherra vísaði til
ákvæða upplýsingalaga til að rök-
styðja það að ráðuneytinu hefði
ekki verið stætt á því að kynna
samtökum lögreglumanna skýrsl-
una áður en ráðuneytið efndi til
blaðamannafundar um málið.
• að 6.11. 98 fór framkvæmda-
stjóm LL til fundar við ríkislög-
reglustjóra og fleiri yfirmenn þess
embættis. Þetta var fyrsti fundur-
inn sem LL átti með ríkislögreglu-
stjóra síðan það embætti var stofn-
að 1. júlí 1997. Nokkur dráttur
hafði orðið á þessum fundi m.a.
vegna mannabreytinga í embætti
ríkislögreglustjóra.
Tilgangur fundarins var að hefja
samvinnu við nýtt embætti sem fyr-
irsjáanlega yrði með mörg málefni
á sinni könnu sem áður höfðu verið
hjá dómsmálaráðuneytinu. Jafn-
framt að ræða ýmis mál sem upp
höfðu komið og talið var að myndu
heyra undir embætti ríkislögreglu-
stjóra. Slík mál voru rædd á fundin-
um en ekki minnst á yfirstandandi
skipulagsbreytingarnar í Reykja-
vík. Það skal skýrt tekið fram að
óskað hafði verið eftir fundinum
vegna annarra málefna fyrir tveim-
ur skipuritum síðan hjá lögreglunni
í Reykjavík.
I bréfi dómsmálaráðuneytisins,
dags. 19.11. 98, er látið að því liggja
að þessi fundur með ríkislögreglu-
stjóra hafi verið enn einn „samráðs-
fundurinn" vegna skipulagsbreyt-
inganna í Reykjavík en það er ein-
faldlega rangt.
Aðventudagskrá
í Hellisgerði
NÆSTU fjóra sunnudaga verður
fjölbreytt aðventudagskrá í Hellis-
gerði í Hafnaríírði. Sérhverri dag-
skrá er tileinkað þema og er byrjað
á ömmu og afa-jólum. Síðan koma
unglingajól, þá ærslajól með jóla-
sveinum og tilheyrandi og síðasta
sunnudag fyrir jól er það hátíð
ljóss og friðar, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Skemmtikraftar koma víðs vegar
að. Fyrsta sunnudaginn, á ömmu
og afa-jólum, ætlar Guðrún amma
Helgadóttir að sjá um kynningu og
e.t.v. lesa jólasögu. Leikskólabörn
frá Hvammi flytja gamlar íslensk-
ar rímur og Soffía frænka kemur
skikki á mannskapinn. Afínn Ómar
Ragnarsson skemmtir og Gaflara-
kór félags eldri borgara syngur.
Gríngellumar, þær Olafía Hrönn,
Helga Braga og Halldóra Geir-
harðsdóttir, gera síðan gys að öllu
saman.
Á dagskránni annan sunnudag í
aðventu verður meðal annars atriði
úr Hellisbúanum, hljómsveitin
Botnleðja leikur, unglingakór
syngur og Skai’i skrípó verður
kynnirinn sem töfrar eitthvað
fram.
Garðurinn í Hellisgerði hefur
verið skreyttur jólaljósum og búið
er að endurbæta og hækka sviðið.
Börn munu vinna að því að skreyta
garðinn allan jólamánuðinn og hafa
fimm leikskólar í Hafnarfirði tekið
að sér nokkur tré þar sem skrautið
er frumlegt og endurunnið, m.a.
málaðar jógúrtdollur, mjólkurfem-
ur og niðursuðudósir.
Dagskráin alla aðventusunnu-
dagana hefst klukkan 15 og lýkur
klukkan 17.