Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Banaslys í Eyjafírði Karlmaður lét lífið í umferðarslysi KARLMAÐUR á fimmtugsaldri beið bana þegar jeppi sem hann ók fór út af þjóðveginum á Mold- haugnahálsi skammt norðan Akur- eyrar um kl. 11 í gærmorgun. Svo virðist, að sögn lögreglu á Akureyri, sem maðurinn hafí misst vald á bflnum, en honum var ekið í norður í átt frá Akureyri. Bfllinn lenti úti í kanti, fór yfir upphækkun fyrir háspennulínu og virðist þá hafa kastast í loft upp, en hann hafnaði á hvolfi inni á túni skammt neðan vegarins. Ökumaður var einn í bflnum. Jeppinn er gjörónýtur. Frásögn stúlkna af áreitni ósönn RANNSÓKN lögreglunnar í Hafn- arfirði hefur leitt í ljós að frásagnir tveggja unglingsstúlkna sem kváð- ust hafa verið beittar kynferðislegri áreitni við Lækjarskóla í Hafnarfirði 30. nóvember sl., voru rangar frá upphafi. ,Atburðir gerðust ekki með þeim hætti sem lýst var,“ segir í tilkynn- ingu frá lögreglunni í Hafnarfirði og hefur verið ákveðið að hætta rann- sókninni. Gáfu ítarlega lýsingu Mánudaginn 30. nóvember sl. var tilkynnt til lögreglunnar í Hafnar- firði að tvær þrettán ára stúlkur hefðu verið beittar kynferðislegri áreitni við Lækjarskóla í Hafnar- firði. Lýstu stúlkumar ítarlega í vitnisburði sínum atburðum þeim sem þær sögðu hafa átt sér stað og þeim sem þær sögðu að staðið hefðu að baki áreitninni. Um grófa kyn- ferðislega áreitni var talið að ræða. Lögreglan efndi til viðtækrar leitar og lýsti í fjölmiðlum eftir vitnum sem kynnu að hafa orðið vör mannaferða á staðnum á þeim tíma er atburðurinn var talinn hafa átt sér stað. Frekari rannsókn leiddi síðan í ljós að frá- sagnir stúlknanna höfðu verið rangar frá upphafi og var í kjölfarið ákveðið að hætta frekari eftirgrennslan. Heilbngðiseftirlit Reykjavikur Oftekin gjöld endurgreidd Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hef- ur endurgreitt hátt á fjórða hund- rað fyrirtækjum á eftirlitssvæði sínu oftekin eftirlitsgjöld að upp- hæð 7,2 milljónir króna vegna ár- anna 1995 og 1996 í samræmi við samkomulag þar að lútandi milli Reykjavíkurborgar, Vinnuveitenda- sambands íslands og Verslunar- ráðs. Örn Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sagði að greiðslumar hefðu verið inntar af hendi 20. nóvember síðast- liðinn í framhaldi af niðurstöðu samráðshóps Reykjavíkurborgar, Vinnuveitendasambands íslands og Verslunarráðs, en hópurinn hefði verið settur á laggirnar til þess að fara yfir gjaldskrár vegna eftirlits og leiðrétta gjaldtöku ef gjöld hefðu verið oftekin. Náðst hefði sam- komulag um leiðréttingu vegna gjaldskránna á árunum 1995 og 1996 og fyrirtækin hefðu fengið endurgreiðslu í samræmi við það. Um væri að ræða eftirlitsgjöld og hefði rammi vegna endurgreiðsl- unnar numið 8,9 milljónum króna, en endanleg niðurstaða væri að endurgreiðslan næmi 7,2 milljónum króna til samanlagt 376 fyrirtækja. Örn sagði að fyrirtækin greiddu þessi gjöld vegna lögbundins eftir- lits, en samkvæmt lögum um holl- ustuhætti og mengunarvarnir væri sveitarstjórnum heimilt að setja gjaldskrár iyrir eftirlit af þessu tagi. Tekjur áætlaðar 27,5 milljónir Borgarstjórn setti gjaldskrána og hún væri síðan staðfest af um- hverfisráðherra. Tekjur vegna eft- irlitsgjaldanna í ár væru áætlaðar 27,5 milljónir króna, en gert væri ráð fyrir að á næsta ári næmu tekj- ur af þeim 31 milljón króna. Morgunblaðið/Ásdís Beðið eftir húsbændum Utanríkisráðherra um kröfur Spánar um áframhaldandi greiðslur EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð Líkur á að greiða þurfi áfram í sjóðinn HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir það orðið ljóst að ekki náist friður varðandi kröfur Spánar um áframhaldandi greiðslur EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð, sem styrkt hefur fátækari svæði innan Evrópusambandsins, nema samn- ingai’ náist sem væntanlega hafi í för með sér einhverjar greiðslur í sjóðinn. Halldór átti í gær viðræður um málið við utanríkisráðherra Spánar og Portúgals á fundi utan- ríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að það væri ljóst að krafa Spánverja væri mjög ákveðin og þeir hefðu fengið stuðning ann- arra Evrópusambandsiíkja í málinu. „Við erum einfaldlega að halda því fram að það þuifi að vera jafn- vægi í þeirri lausn sem fæst í mál- inu. Pað eru gerðar kröfur á okkur vegna þess að við njótum allra rétt- inda á innri markaðnum en það er ekki rétt. Þess vegna erum við með það uppi á borðinu að við fáum því framgengt,“ sagði Halldór. Hann sagði að hann myndi eiga viðræður við utanríkisráðheiTa Noregs um málið og í dag yrði hald- inn fundur fulltrúa Islands, Noregs og Lichtenstein, en í framhaldi af honum yrði lögð fram sameiginleg afstaða ríkjanna gagnvart Evrópu- sambandsríkjunum. „Þetta blandast inn í aðra þróun- arsjóði Evrópusambandsins sem eru mjög til umræðu núna og eiga að koma til endurskoðunar á næsta ári. Þar eru kröfur um að lækka greiðslur sem Spánn er mjög and- vígur, og telur hann þetta mál vera mikið prófmál í því sambandi. Við gerum okkur orðið grein fyrir því að það mun ekki nást neinn friður um þetta mál nema einhverjir samningar náist sem þýðir væntan- lega einhverjar greiðslur. Við höf- mn jafnframt þessu lagt á það áherslu að taka upp mál sem skipta okkur máli að því er varðar innri markaðinn, en það er ekki fríversl- un á þessum mai’kaði með allar okk- ar vörur,“ sagði Halldór. Tenglst stækkunarferli Evrópusambandsins Hann sagði að í því sambandi væri mikilvægust fyrir Islendinga fi’íverslun með t.d. sfld, humar og þurrkaðan saltfisk og verið væri að reyna að vinna þessu máli skilning. Því hefði verið vel tekið en óvissa væri um hverjar lyktir málsins yrðu. „Evrópusambandið hafði áður neitað því að taka slík mál upp en við bendum á að útflutningur okkar hefur aukist mun minna en innflutn- ingur frá Evrópusambandinu. Það liggur líka fyrir að þessi mál koma til umræðu í sambandi við stækkun Evrópusambandsins þegar þar að kemur og við erum að reyna að fá þessi mál upp á borðið í tengslum við það því við gerum okkur alveg grein fyrir því að sú krafa vei’ður uppi á borðinu að EFTA-þjóðirnar taki þátt í því ferli. Þá er mikilvægt að við fáum fríverslun áfi-am með vörur sem er fullt frelsi með í dag og það á ekki síst við um sfldina, en þegar Finnland og Svíþjóð gengu í Evi-ópusambandið var útflutningur okkar á síid tii þeiira landa tak- markaður við ákveðna kvóta,“ sagði Halldór Ásgrímsson. érblöð í dag www.mbl.is ► í VERINU í dag er m.a. sagt frá stöðu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja á Hornafirði í ljósi aflabrests á síldarvertíðinni. Einnig er sagt frá smíði nýja hafrann- sóknaskipsins í Chile.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.