Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 54
ÍDEA-6128-7 54 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ erslun f f lugstöðinni beint á móti gömlu fríhöfninni SONY Handycam videotökuvél CCD-TR411 Frábær „Video8 XR" videotökuvél meö aukinni upplausn í 280 línur sem skilar þér u.þ.b. 10% meirí myndgæðum. Lágmarks Ijósmagn 0,2 lux, 160x stafrænn aðdráttur, „InfoLithium" rafhlaða, vélin styður allt að 12 tíma upptöku með „STAMINA" rafhlöðu (NP-F950), „Program AE" grunnstillingar, val á mörgum tungumálum og innbyggðir myndeffektar. PHILIPS CD Personal l Feröageislaspilari AZ 7272 (Silfurlitaöur) \ Ferðageislaspilari á hreint frábæru verði - sá ódýrasti! Aukinn bassa- hljómur, forritanleg afepilun, sparnaðarstilling „Auto power-off“. Nokia GSM símif 5110 Mál: 13,2 x 4,7 x 3,1 sm\ Þyngd: 170 g Biðstaða: 270 klst. Tal: 5 klst. Fjölmargir aukahlutir fáanlegir fyrir þennan síma. kr. þessi tilboðsverð gilda aðeins á meðan birgðir endast Meðlimur í Kaupmannasamtökum fslands nskjétt QREIÐSLUB ® l rjssi <2?. Ný verstun i flugstödinni! TF - Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli. Sími: 425 0459, fax: 425 0460 alveg gapandi yfir verðinu FRÉTTIR Hátíðardagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 50 ára afmæli Mann- réttindayfírlýsingar SÞ UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ um mannréttindastarf á Islandi verð- ur opin í Tjarnarsal Ráðhússins frá kl. 14-19 fimmtudaginn 10. desember í tilefni af 50 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna. Þar verða einnig til sýnis ljósmyndir úr ljósmynda- maraþoni sem ungmenni frá Fé- lagsmiðstöðvum Iþrótta- og Tóm- stundaráðs Reykjavíkur tóku þátt í, þema ljósmyndamaraþonsins er „Öll mannréttindi til handa öll- um“. Dagskráin er eftirfarandi: Kl. 15 er skemmtidagskrá fyrir börn og ungmenni. Fram koma ungmenni frá Þjóðráði Bahá’ía, sönghópur frá Leikskólanum Sólborg, Hallfríður Ingimundardóttir les úr nýút- kominni bók sinni Pési og verndar- englarnir, börn frá Háteigsskóla og ungmenni frá Hlíðaskóla. „Kl. 16.45 verður haldinn opinn stofnfundur félags til að vinna að jafnrétti á Islandi og að fyrir- byggja misrétti á grundvelli kyn- þáttar, litarháttar, þjóðernis, upp- mna eða trúarbragða. Kl. 17.15 er málfundur um áhrif Mannréttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna á Islandi. Ávarp flyt- ur Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra. Erindi flytja Gréta Gunnarsdóttir lögfræðingur og Da- víð Þór Björgvinsson, formaður stjómar Mannréttindastofnunar Háskóla Islands. Að framsögunum loknum verða umræður. Fundar- stjóri er Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, varaformaður stjórnar Mannrétt- indaskrifstofu Islands. Kl. 20.30 er síðan skemmtidag- skrá. Meðal þeirra sem fram koma em: Lögreglukórinn, Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari, Edda Þór- arinsdóttir leikkona og Júh'a G. Hreinsdóttir, Daði Kolbeinsson óbóleikari ásamt strengjatríói, danshópurinn Extremety, Sif Ragnhildardóttir söngkona og Rús- síbanarnir. Ávarp flytur Haraldur Ólafsson prófessor, afhent verða verðlaun fyrir bestu myndaséríuna í ljósmyndamaraþoninu „Öll mann- réttindi til handa öllum“. Kynnir dagskrár verður Ævai- Kjartans- son. Hlé verður á dagskránni og Ráðhúskaffi verður opið. Dagskráin er öllum opin og að- gangur ókeypis. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli og rittúlkuð á ís- lensku,“ segir í fréttatilkynningu. Þeir sem standa að dagskránni em: Mannréttindaskrifstofa Is- lands, Bamaheill, Hjálparstarf kirkjunnat) Landssamtökin Þroska- hjálp, Islandsdeild Amnesty Intemational, Öryi-kjabandalag ís- lands, UNIFEM á íslandi, Rauði la-oss Islands, Kvenréttindafélag Islands, Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi, ELSA-ísland, Þjóðráð Bahá’ía á Islandi, Mannréttinda- stofnun Háskóla íslands, Félag heymarlausra, Lögmannafélag ís- lands,og undirbúningsnefnd um stofnun félags gegn misrétti. í sam- starfi við Félagsmiðstöðvar íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur, Hitt húsið og Miðstöð Nýbúa. Ljósmyndari/Kristján M. Baldursson SAKSUN á Straumey í Færeyjum. Kvöldvaka tileinkuð Færeyingasögu ÖGMUNDUR Helgason, forstöðu- maður handritadeildar Lands- bókasafns, fjallar um Færeyinga- sögu á kvöldvöku Ferðafélagsins í kvöld og verður farið á söguslóðir hennar í Færeyjum. Líklegast er að sagan sé skrifuð á Islandi skömmu eftir 1200 en at- burðir hennar gerast á tímabilinu frá miðri 10. öld og fram á þá 11. Ferðafélag Isiands hefur undan- Atvinnulausir fái desember- uppbót farin tvö ár efnt til velheppnaðra ferða til Færeyja þar sem m.a. hefúr verið farið á söguslóðir Færeyingasögu og mun þeim ferðum verða haldið áfram næsta ár. Sýndar verða nokkrar myndir úr ferðunum en Ögumundur greinir frá söguþræði og einkenu- um sögunnar en aðalpersónur sögunnar eru Þrándur í Götu og Sigmundur Brestisson. Færey- ingasaga var á sínum tíma ekki eingöngu samin mönnum til skemmtunar og fróðleiks heldur er hún fjölþætt listaverk, segir í fréttatilkynningu frá FÍ. Kvöldvakan er í Ferðafélags- salnum í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30. Stofnfundur félags til varnar mann- réttindum Á 50 ÁRA afmæli mannréttindayf- irlýsingarinnar fimmtudaginn 10. desember verður stofnað félag til að fyrirbyggja misrétti á grundvelli kynþáttar, litarháttar, þjóðernis, uppruna eða trúarbragða og stuðla þannig að jafnrétti á Islandi og eðli- legri þróun þjóðfélagsins, eins og segir í fréttatilkynningu. Nafn fé- lagsins er Fjölbreytni auðgar og verður stofnfundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 10. desember næstkomandi kl. 16.45. og er öllum opinn. Einnig segir að félaginu sé ætlað að vinna að auknum skilningi og virðingu fyrir gildi ólíkra menning- arstrauma og stuðla að almennri velvild og umburðarlyndi manna á meðal. Félagið muni vinna að mark- miðum sínum með funda- og ráð- stefnuhaldi, fræðslu, upplýsinga- miðlun, eflingu tengsla milli ólíkra þjóðfélagshópa og með ályktunum þar sem vakin sé athygli á því sem betur megi fara til að ná jafnrétti fólks af ólíkum uppruna hér á landi. Bæði einstaklingar og lögaðilar sem vilja vinna að markmiðum fé- lagsins geta orðið félagar í Fjöl- breytni auðgar. Að fundi loknum standa sautján félög sem starfa að mannréttindamálum fyrir málþingi um áhrif mannréttindayfirlýsingar- innar á Islandi en yfirlýsingin verð- ur 50 ára þennan dag. VERKAMANNAÉLAGIÐ Hlif hef- ur gefið út yfirlýsingu þar sem segir að ekki sé minni þörf fyrir fjárhags- legan stuðning við atvinnulausa nú en undanfarin ár og telur með ólík- indum ef ekki er hægt að verða við þeim sjálfsögðu tilmælum að at- vinnulaust fólk fái hliðstæða desem- beruppbót og annað launafólk. „Miðað við það mikla góðæri sem ráðherrar segja að sé í þjóðfélaginu geta sömu menn varla neitað svo eðlilegri beiðni. Félagið minnir stjórnvöld á eftirfarandi tillögu sem samþykkt var 13. desember í fyrra og send stjórnvöldum en náði ekki fram að ganga þá: „Stjórn Verkamannafélagsins Hlífar skorar á stjórnvöld að hlutast til um að greidd verði jólauppbót á atvinnuleysisbætur. Aðrir launa- menn hafa samningsbundinn rétt til sérstakrar desembergreiðslu og það er algjörlega óviðunandi ef atvinnu- lausir njóta ekki hliðstæðra réttind því ekki eru atvinnuleysisbæturnar það háar.“„ Jólahúsið opnað í BJÁLKAHÚSI neðst við Sniiðjuveg í Kópavogi hefur verið opnuð heilsárs jóla- verslun. I fréttatilkynningu segir: „Verslunin er sú eina sinnar teg- undar á suðvestur- horni landsins og er hugmynd að urngjörð rekstursins sótt til þess háttar verslana sem reknar hafa ver- ið í Bandarikjunuiu og Þýskalandi. Leitast er við að bjóða mikið úrval af skrauti sem flutt er inn af versluninni, s.s. allskyns jólatrésskrauti frá Bandarikjunum sem og jólasveina frá bandariskum handverkslista- inönnum, þýskt handunnið glerjólaskraut og muni eftir ís- lenskt handverkslistafólk. Verslunin stendur við Smiðju- veg 23a og er eigandi hennar Þóra Gunnarsdóttir. Afgreiðslu- tímar eru frá 13-18 alla virka daga og 12-20 laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Eftir jól verður lokað á mánudögum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.