Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 60
'80 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn „ kl. 17. ' Bústaðakirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Síðasta samvera fyrir jól hefst í kirkjunni kl. 14. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Jólasamvera eldri borgara kl. 12. Helgistund, jólamat- ur. Verð 500 kr. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18. _ Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13. Allir velkomnir. Ihugunar- og fyrirbænastund kl. 18. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10- 12. Frjálsar umræður um fjölskyld- una og heimilið. Ungar mæður og feður velkomin. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16. Litlu jólin. „Litli kórinn sjmgur“. Jólasveinn kemur með gjafir. Umsjón Kristín Bög- eskov, djákni. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Selíjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- > arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakkar- ar“ starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur kl. 18. Helgistund í Gerðubergi á fímmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára börnum (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið hefst með borðhaldi í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Námskeiðið er fræðsla um kristna trú fyrir hjón og einstaklinga. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Samvera heimavinnandi foreldra ungra barna. Kl. 12.05 bænar- og kyrrðar- stund í hádeginu. Fyrirbænaefnum má koma til prestanna. Kl. 20.30 biblíulestur í KFUM og -K húsinu. Jóhannesarguðspjall. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Fjöl- skyldusamvera k. 18.30 sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Allir hjartanlega velkomnir. DR. GUNNAR Sigurðsson, formaður Hjartaverndar, veitir við- töku gjöf Rannveigar Magnúsdóttur. Með þeim á myndinni er Hjördís Kröyer, framkvæmdastjóri Hjartaverndar. Hjartavernd gefinn sumarbústaður RANNVEIG Magnúsdóttir hef- ur gefíð Hjartavernd sumarbú- stað sinn ásamt lóðinni sem honum tilheyrir. Sumarbústað- urinn er í landi Valla, áður í Kjalarneshreppi, en nú innan borgarmarka Reykjavíkur, segir í fréttatilkynningu. Rannvegi er fædd að Völl- um og ólst þar upp en stofnaði síðar heimili í Reykjavík ásamt manni sínum Hjálmari Gunnari Steindórssyni. Hann lést á sl. ári úr hjartasjúkdómi sextíu og níu ára gamall. Hann var starfsmaður Land- spítalans síðustu starfsár sín en vann áður lengi hjá Timb- urverslun Árna Jónssonar í Reykjavík. Opinn ársfundur Samvinnuháskólans SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bifröst heldur opinn ársfund í Gallerí á Grand Hótel, Reykjavík, Sigtúni 38, í dag, miðvikudaginn 9. desember, kl. 16.30. Samkvæmt nýjum háskólalög- um sem gengu í gildi um áramót ber að halda slíka fundi og heldur Samvinnuháskólinn hann nú í fyrsta skipti. Kynntar verða nýj- ungar skólans nú í vetur, þar með talin fjamámsdeild skólans og sí- menntunarstofnun. Rristján Ey- steinsson, formaður skólanefnd- ar, mun flytja ávarp og Jónas Guðmundsson rektor mun fjalla um starfsskýrslu 80. starfsárs skólans og þess 10. á háskólastigi. VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Jóladaga- talið HINN 1 des. hóf jóladaga- talið göngu sína í Sjón- varpinu. Eg verð reyndar að játa að að mér læddist gnjnur þegar ég festi kaup á dagatalinu sjálfu, og jú, hér er á ferðinni endurtek- ið efni frá 1991. Með það í huga að umrætt dagatal er selt á tæpar 400 kr. sem renna til gerðar innlends dagskrárefnis lýrir börn, þá finnst mér þetta vægast sagt ódýr lausn. Við þetta bætist svo að persónu- sköpun í þessum þáttum, og þá er jóladagatalið í fyrra meðtalið, er tæpast boðleg ungum gagnrýnum áhorfendum. Af hverju? Jú, kvenpersónumar í þessum þáttum eru ýmist beinlínis kjánalegar eða einhvers konar gallagripir (sbr. firina í þáttunum núna og lúðuna sem var sínöldrandi í fyrra). Ekki þarf að taka fram að strák- arnir eru í hetjuhlutverk- um, eiga ýmis töfratól og vita a.m.k. að H20 er for- múla fyrir eitthvert efni. Eru þetta skilaboð ríkis- fjölmiðils til ungra stúlkna og drengja í lok 20. aldar. Nei, fyrir næstu jól verður keypt súkkulaðidagatal á mitt heimili. í lokin vil ég nota tækifærið og óska að- standendum Stikkfrí til hamingju með þær góðu viðtökur sem myndin hef- ur fengið heima og heim- an. Það er því miður sjald- gæft að sjá svo vel gert barnaefni þar sem stelpur halda uppi fjörinu og skemmta áhorfandanum svo vel, sem raun ber vitni. Með jólakveðjum, Erna Bjarnadóttir, Melabraut 15, Selljnesi. Innbrot og öryggis- leysi borgarbúa VIÐ hjónin höfum á löng- um tíma og með mikilli vinnu komið okkur fyrir í einbýlishúsi í austurborg- inni og talið okkur búa við öryggi í friðsælu hverfi. En skyndilega blasir ann- ar veimleiki við okkur. Ný- Iega þegar við komum heim eftir að hafa skroppið að heiman í 1-1% klst. hafði verið brotist inn og ýmsum verðmætum stolið. Að sjálfsögðu er tjónið áfall út af fyrir sig, en miklu frekar er sú tilhugs- un óbærileg að einhver ókunnugur hafi verið á ferli innandyra og grams- að í eigum okkar. Sú til- hugsun er óbærileg að hinn venjulegi borgari er ekki lengur öruggur með sjálfan sig og eigur sínar innan veggja eigin heimil- is. Stundum heyrast ábendingar frá lögreglu um að öllum sé ráðlagt að ganga tryggilega frá hurð- um og gluggum sé hús- næðið mannlaust í ein- hvern tíma. Einnig að biðja nágranna að hafa auga með húsinu. En slík- ar ráðleggingar heyrast allof sjaldan og áhersla ekki nægjanlega vel lögð á að ekki þarf endilega að vera um að ræða fjarveru í nokkra daga eða vikur heldur aðeins eina klukku- stund. Eða hefur þú, les- andi góður, gert þér grein fyrir að ekki er lengur óhætt að skreppa smá- stund frá, út í búð, í næsta borgarhluta eða jafnvel til nágrannanna nema krækja aftur öllum gluggum, láta loga ljós, tengja öryggis- kerfi eða .beita öðrum brögðum? Ef þú heldur að ekkert óhapp hendi þig, máttu vita að aldrei, aldrei, ekki einu sinni í hálfa klukkustund, getur þú ver- ið öruggur lengur. Ósjálfrátt vaknar sú spurning hvert sá hlutverk lögreglunnar. Aldrei höf- um við hjónin orðið vör við lögreglu í íbúðargötunum hér í kring. Vitað er að þjófarnir leita verðmæta hjá saklausu fólki til að fjármagna eitui-lyfjakaup. Ef þeir vissu að þeir gætu átt von á lögreglubíl í eftir- litsferð hvenær sem væri gæti verið að þeir hugsuðu sig tvisvar um. Að minnsta kosti myndi það auka ör- yggi íbúanna. En mundu það, lesandi góður, að fara aldrei úr íbúð þinni eða húsi, þótt í skamma stund sé, nema krækja öllum gluggum, jafnvel þótt þeir séu í 2 m hæð frá jörðu. íbúi í austurbæ. Kvennalistinn EG óska Kvennalistanum til hamingju með að hafa framíylgt landsfundarsam- þykkt sinni frá þvi í haust um eitt af hverjum þremur fyrstu sætunum á frain- boðslistum um land allt. Á nýframkomnum samfylk- ingarlista á Austurlandi er engin kvennalistakona. Er þá ekkert að marka sam- þykktir landsfundar leng- ur. Kristín. Söknuður MIKIÐ sakna ég Elínar sem svaraði símanum á Sjúkrahúsinu Vogi og tók á móti mér þegar ég lagð- ist þar inn. Einlægni henn- ar og fallega brosið hennar hlýjaði manni innan- brjósts. Er ég viss um að margir alkóhólistar eru sammála mér. Við söknum þín Elín. Sjúklingur. Tapað/fundið Stór g'ullhringnr týndist á Akureyri STÓR gullhringur með smásteinum týndist föstu- dagskvöldið 4. desember á leiðinni frá Fiðlaranum að Hótel KEA á Akureyri. Hringurinn hefur mikið minningargildi fyrir eig- andann. Skilvis finnandi hafi samband í síma 552 5524. Fundarlaun. SKAK llmsjúii Margeir Pétnrsson ÞESSI tvísýna staða kom upp á svæðamóti Úkraínu um daginn. Savtschenko (2.555) hafði hvítt og átti leik gegn Neverov (2.515). Svartur hótar öllu illu á g2, en það ræður samt úr- slitum hve drottning hans er illa staðsett. 31. Hxf7!! - Kfl - Kxf7 33. Dxh7+ - Kf8 (Hvítur vinnur einnig efth' 33. - Kf6 34. Hel - Hxc4 35. Dh8+ o.s.frv.) 34. Hel - Bd5 (Svartur hefði átt að reyna 34. - Hxa2 35. b5 - Bg2+ 36. Kgl - Da3 37. Bxa2 - Bh335. He7 og svartur gafst upp. Hxg2+ 32. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar... XXX AÞRIÐJUDAG í síðustu viku, hinn 1. desember, minntumst við íslendingar þess með margvís- legum hætti að þann dag átti þjóðin 80 ára fullveldisafmæli. Hér í Morg- unblaðinu birtist á sunnudag í síð- ustu viku merk grein eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing í tilefni þessara tímamóta og hinn 1. desember birt- ist íyrsta gi-einin af fjórum eftir Pál Þórhallsson blaðamann um fullveldi í 80 ár. Stúdentar gerðu þessum tímamótum að sjálfsögðu skU, en hefð er fyrir því að myndarleg full- veldishátíð er haldin á vegum stúd- enta í Háskóla Islands ár hvert. Það er bæði eðlilegt og skiljanlegt að þegar fullveldið á 80 ára afmæli, séu hátíðahöldin meiri en venjulega. RÁS 2, dægurrás Ríkisútvarps- ins, átti einnig afmæli 1. des- ember og varð hún 15 ára gömul fyrir rúmri viku. Það sem Vík- verja þótti fremur klaufskt og sér- deilis sjálfsupptekið af dagskrár- gerðarmönnum Rásar 2 fyrr og nú, þennan dag, var hversu gjör- samlega þetta litla afmæli, 15 ára afmælið, sem aldrei hefur þótt stórafmæli hjá nokkrum, nema ef vera skyldi hjá hundum, heltók dagskrána allan daginn, eftir því sem Víkverji best gat greint. Voru fyrrum dagskrárgerðarmenn kall- aðir í viðtöl í stríðum straumum, núverandi dagskrárgerðarmenn héldu afmælisveislu í beinni út- sendingu með afmælistertum og ómældu sjálfshóli, svo sem í þá veru að Rás 2 væri best, hún hafi verið best og hún ætlaði að halda áfram að vera best. Einhvern veg- inn er því þannig varið, að Vík- verja finnst alltaf heldur óþægi- legt að hlusta á fólk hrósa sjálfu sér og upphefja. Jafnan fær Vík- verji það á tilfinninguna er hann verður vitni að slíku sjálfshóli, að viðkomandi hljóti að þjást af minnimáttarkennd á háu stigi. Er Víkverji svona viðkvæmur, eða finnst fleirum sem hér hafi verið um heldur vandræðalega og upp- skafningslega dagskrá að ræða af fremur litlu og ómerkilegu tilefni?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.