Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 58
•f;58 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
/' ás V/ue AP BlkSSA UM EiTK [hVAÐ SEM VIÐ serVM<3BRT/ | $M£LL ^ fé& VAK- AÐ HU&SA UM EirrA MAV> S£M £<5 C3ETT ðERT J
py (xT HöS
Ferdinand
Smáfólk
GUES5 WHAXSPIKE.. MOM 5AT5 YOU CAN 60 HOME TOPAY.^ I HAVETO CARRY YOU BECAU5E 5HE 5AIP YOII'RE TOO WEAKTOWALK
Gettu hvað, Sámur
... mamma segir
að þú getir farið
heim í dag ...
Ég verð að bera
þig því að hún
sagði að þú værir
of veikburða til að
geta gengið.
Er það hérna
sem þú býrð?
Bý?
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Tækniskaut og
meinkon
Frá Selmu Þorvaldsdóttur:
í UPPHAFI skapaði Guð himin og
jörð og manninn eftir sinni mynd,
eftir Guðs mynd. Einnig segir í
Mósebók að Drottinn hafí talað til
Arons og segh-: Ef einhver niðja
þinna nú eða í komandi kynslóðum,
hafí lýti á sér þá skal hann eigi
ganga fram til þess að bera fram
mat Guðs síns, sama hver lýtin eru,
örkuml, kláði, útbrot, herðakistill,
eða sé dvergvaxin, því hann van-
helgi dóma sína, ef hann gangi fram
og beri fram mat Guðs síns, því að
hann sé Drottinn sá er helgar þá.
Petta las ég í biblíunni eða skrifa
það eins og ég skil það. I einu af
boðorðunum 10 segir: Eg er Drott-
inn Guð þinn, þú skalt ekki aðra
Guði hafa.
Eg skil það líka svo að Guð sé
höfundur að sköpunarverkinu
manninum, og þá ættu öll réttindi
að vera áskilin nema með leyfi höf-
undar eins og öll bókmenntaverk,
listaverk og þess háttar.
Er það þá ekki ákvörðun manns-
ins en ekki Guðs að eitthvert gen í
manninum gæti verið gallað, eða
eitthvað eitt í manninum sé eðlilegt
og annað óeðlilegt.
Hvaða mannvera hefur komist í
beint samband við höfundinn og
gengið með honum um aldingarðinn
Eden og fengið leyfí til að taka af
lífsins tré og éta og ætla að úthluta
öðrum af eftir eigin geðþótta? Mað-
urinn virðist hvergi setja sér mörk í
afhelgun veraldar og á ofríki gagn-
vart náttúrunni.
Gætum við hafa misskilið orð
Drottins þar sem hann segir okkur
að uppfylla jörðina og gjöra okkur
an erfða
hana undirgefna? Eða erum við á
réttri leið, leiðinni að „fullkomnun
mannsins" og það eigum við íslend-
ingar að þakka íslenskri erfðagrein-
ingu, sem er í anda þeirrar alþjóða
tæknimenningar sem ryður sér óð-
um til rúms.
Við látum slíkt tækifæri ekki
renna okkur úr greipum og mark-
aðsvæðum að sjálfsögðu, því ekki
viljum við dragast aftur úr öðrum
þjóðum.
Eg sé fyrir mér íslenska manninn
sem útflutningsvöru í framtíðinni,
sterka karlmenn og fallegar konur.
En ef fleiri og fleiri einstakling-
um færi að finnast þeir vera í öfug-
um líkama. En það verður bara tek-
ið á því þegar þar að kemur, því það
á eftir að finna upp nýtt félagsmála-
og heilbrigðiskerfi fyrir tæknifólk
framtíðarinnar.
Mér verður nú hugsað til kirkj-
unnar manna og þeirra sem vinna í
núverandi heilbrigðiskerfi. Þeir
hljóta að vera byrjaðir að safna í at-
vinnuleysissjóði sína. Eða er ein-
hver endurmenntun í gangi íyrir
þetta fólk? Æ, nei, hvaðan á hún svo
sem að koma, jæja, þið safnið þá
bara í sjóðina og æfið ykkur í
tölvunum sem við höfum fullkomnað
að þörfum mannsins. Svo ég tali nú
ekki um Netið og allt dýrðarefnið
sem þar er að finna.
Nei, atvinnuleysingjar breytinga-
skeiðsins þurfa engu að kvíða, mpð
tölvuna sér við hægri hönd og Is-
lenska erfðagreiningu, skapara
framtíðarinnar, til beggja handa.
SELMA
ÞORVALDSDÓTTIR,
leikskólakokkur.
Sælla er að gefa ...
blóð en ...
Frá Birni Harðarsyni:
EN HVAD? Þiggja blóð? Víst er
sælla að vera afiögufær og geta gef-
ið blóð, en vera í þeim sporum að
þiggja blóð. Þó er það svo að margir
þurfa á þessari dýrmætu gjöf blóð-
gjafanna að halda. íslenskir blóð-
gjafar sem af fúsum og frjálsum
vilja gefa blóð sitt þegar til þeirra
er leitað, eru ein af nauðsynlegum
undirstöðum heilbrigðiskerfisins.
A öllum tímum þurfa blóðbirgðir
Blóðbankans að anna eftirspurn og
vel það. Það er árvisst að í mesta
skammdeginu eru blóðbirgðir Blóð-
bankans með minna móti og eru
fyrir þvi margar ástæður. Um-
gangspestir ýmiskonar höggva
tímabundið stór skörð í blóðgjafa-
hópinn og nú á aðventunni hefur
fólk í mörgu að snúast.
Því skrifa ég þetta greinarkom til
að minna alla, sem eru aflögufærir
og geta gefið blóð, á að nota tæki-
færið einmitt nú á aðventunni að
koma í heimsókn í Blóðbankann,
gefa frá hjarta sínu, þiggja kaffi og
meðlæti, njóta kyrrðarinnar og
ganga út með þá vissu að blóðgjöf
er besta jólagjöfin í ár.
Með fyrirfram þökk, gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
BJÖRN HARÐARSON,
formaður Blóðgjafafélags íslands.
Lína til „Víkverja“
Frá Gunnari Þórðarsyni:
GÓÐAN daginn og takk iyrir dálk-
inn „þinn“. I pisli þínum 1. des. sl.
minnist þú á niðurstöður um stétta-
skiptingu á Islandi sem lýsi sér í
verri heilsu barna „lágstéttarfólks",
og ég get ekki orða bundist. Hversu
langt á forsjárhyggjan að ganga?
Er hægt að taka fram fyrir hendur
foreldra í uppeldi barna? Sjálfur hef
ég haft einfaldar áherslur í lífinu.
Að mitt helsta hlutverk og skylda sé
uppeldi barna minna og koma þeim
til manns og gera þau að hamingju-
sömum og heilbrigðum einstakling-
um. í öðru lagi er eigin heilsa og
vinnan númer þrjú.
Eg horfi upp á aðra foreldra raða
málum með allt öðrum forgangi og
uppskera eins og sáð er. Sérstak-
lega er það áberandi hjá „lágstétt"
eða hjá ómenntuðu fólki.
Virðingafyllst.
GUNNAR ÞÓRÐARSON,
Aðalstræti 13, ísafirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.