Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 46
j*46 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
SKOÐUN
MORGUNBLADIÐ
HÖFUÐBORGí vanda
REYKJAVIK er höfuðborg í vanda
sem birtist í útþynntri byggð,
splundraðri miðborgarstarfsemi,
versnandi almenningssamgöngum,
vítahring bílanotkunar, versnandi
ástandi umhverfismála og hnignun
miðborgarsvæðis. Orsakir vandans
eru grandvaraleysi í skipulagsmál-
,um og vanræksla á stefnumótun til
langs tíma.
Aðdragandi
Frá myndun þéttbýlis á 18. öld
var byggðarþróun Reykjavíkur í
jafnvægi og miðbærinn í samræmi
við þarfir á hverjum tíma. Fólks-
fjölgun varð ör í byrjun 20. aldar en
þá voru íbúar 5.600 en 38 þúsund
árið 1940. Margt fór úrskeiðis í
skipulagi á þessum tíma og m.a. fór
bæjarstjórnin í bága við fyrsta
skipulagsuppdrátt Reykjavíkur frá
1928 með úthlutun baklóða þrátt
fyrir aðvaranir kunnáttumanna til
að spara í gatna- og holræsagerð.
Þetta var talið jaðra við lögbrot og
-■i „ . . . bænum til stórtjóns og sví-
virðingar . . . „ eins og segir i
bréfi Guðmundar Hannessonar til
stjórnvalda 1935. Baklóðirnar hafa
torveldað eðlilega uppbyggingu og
endurnýjun miðsvæðis og eru tákn-
rænar fyrir glundroða sem einkenn-
ir skipulagsmál í Reykjavík. Allar
hrakspár hafa ræst og uppsafnaður
vandi þessarar byggðar er ólýsan-
legur.
A fyrri hluta aldarinnar voru þó
settar fram áhugaverðar skipulags-
hugmyndir sem gefa til kynna að
Reykjavík hefði getað þróast úr
kraftmiklum bæ í heilbrigða borg
en með hemámi Breta 1940 og
byggingu flugvallar í Vatnsmýri
urðu þáttaskil. í stríðslok sneru
ráðamenn baki við vandamálum
eldri borgarhluta og skildu þá eftir
án nothæfrar forsagnar um endur-
nýjun og uppbyggingu. Þess í stað
var sólundað dýrmætu byggingar-
landi. Byggð tók að þróast hratt og
óskipulega til austurs. Hvert hverf-
ið af öðru reis án þess að fullnægj-
andi samgöngukerfi næði að mótast
og víða varð eftir mikið ónotað land.
1998 nær byggðin að Mosfellsbæ í
norðri, að Kópavogi í suðri og í
austri að heiðarlöndum og vatna-
svæðum. í aðalskipulagi til 2016 er
gert ráð fyrir að byggilegt land í
Reykjavík verði fullnýtt á skipu-
lagstímabilinu. Viðbrögð ráða-
manna nú við yfirvofandi landleysi
borgarinnar er sameining við Kjal-
arneshrepp. Ef hugmyndir fjárfesta
um uppbyggingu 6.000 íbúa byggð-
ar í Blikastaðalandi verða að veru-
snegla
islenskir iistnuiiiir
t e x t í 11
leirlist
my ndlist
silkisiæður
englabjöllur
ullartreflar
smámyndir
textíltöskur
diskamottur
kertastjakar
leirvasar
myndvefnaðu r
s i 1 k i m y n d i r
leika er þó úti um upp-
byggingu á Kjalarnesi.
Flugvöllur
í Vatnsmýri
Mestöll byggð höfuð-
borgarsvæðisins væri á
Seltjarnarnesi vestan
Elliðaáa ef ekkert
óvænt hefði dunið yfir.
En reyndin varð önnur.
Flugvöllurinn í Vatns-
mýri gengur djúpt inn í
borgina á viðkvæmasta
stað líkt og öxi stríðs-
manns og nær yfir
rúmlega helming ness-
ins. Svæði innan flug-
vallargirðingar er 142 ha og ámóta
svæði utan hennar nýtist illa vegna
nálægðar. Flugvöllurinn er sá fleig-
ur sem endanlega klauf Kópavog
frá Seltjamarneshreppi 1948 og
leiddi til uppbyggingar þriggja
sveitarfélaga á litlu svæði.
Flugvöllurinn hindrar uppbygg-
ingu stofnbrautakerfis vestur nesið
og tekur upp verðmætt land fyrir
byggð og útivist. Mikil hávaða-
mengun og slysahætta rýra gildi
miðborgarsvæðisins, draga úr eftir-
spurn, leiða til lægi’a fasteignaverðs
og stuðla almennt að hnignun svæð-
isins. Hæðartakmörkun mannvirkja
Ráðamenn borgarinn-
ar hafa sjaldan verið til
fyrirmyndar í skipu-
lagsmálum, segir Örn
Sigurðsson. Þeir hafa
um of vanrækt eðlilegt
forystuhlutverk
Reykjavíkur á
höfuðborgarsvæðinu
og frumkvæði
borgarinnar í ýmsum
málum hefur tapast.
í aðflugslínum heftir uppbyggingu.
Loftmengun er vemleg og sérlega
áberandi við flugtak frá norðurenda
NS brautar.
Slysahætta og mengun af flug-
vellinum hafa rýrt gildi stórra íbúð-
arsvæða og stuðlað að lægi-a fast-
eignaverði í Skerjafirði, Vesturbæ,
Kvos, Þingholtum, Hlíðum, Foss-
vogi og Vesturbæ Kópavogs. Sjón-
mengun af flugvellinum og mann-
virkjum við hann hefur neikvæð
áhrif á allt umhverfi á verulegum
hluta borgarlandsins vestan Elliða-
áa og hávaðamengun við aðflugslín-
ur hans rýrir gildi flestra útivistar-
svæða.
Frá yfirtöku Islendinga á flug-
vellinum 1946 hefur hann verið hluti
af rekstri Flugmálastjórnar.
Reykjavíkurflugvöllur er ekki lög-
aðili og hefur ekki kennitölu. Hann
hefur ekki flugvallarstjóra, blaða-
fulltrúa, yfirmann öryggismála né
nokkurn annan starfsmann í fullu
starfí. Hann hefur ekki skráð síma-
númer.
Þannig er brugðið huliðshjálmi
yfir rekstur flugvallar-
ins til varnar gegn
kvörtunum Reykvík-
inga sem daglega finna
fyrir neikvæðum áhrif:
um af nábýli við hann.
1997 voru 93.000 flug-
hreyfingar á vellinum
eða með þriggja og
hálfrar mínútu millibili
frá 7:30-23:00 dag
hvern að meðaltali.
Tíðni flughreyfinga er
auðvitað mikið hærri á
góðviðrisdögum þegar
borgarbúar freista
þess að njóta útiveru.
Bráðlega verður
rekstur flugvalla einkavæddur. Því
þarf að finna Reykjavíkurflugvelli
framtíðargrundvöll þar sem allt
flug getur þróast til hagsbóta fyi-ir
höfuðborgarsvæðið í sátt við íbúana
því enginn friður verður um einka-
rekstur flugvallar í Vatnsmýri.
Undirbúningur að endurnýjun flug-
brauta þar er á lokastigi og því
brýnna en ella að finna nú framtíð-
arlausn fyrir flugvöll því rangar
milljarðafjárfestingar í Vatnsmýri
valda óbætanlegum skaða með því
að festa hann þar í sessi um
ókomna áratugi.
Línubyggð
Þungamiðja byggðar á höfuð-
borgarsvæðinu hefur færst hratt
inn nesið og er nú svo komið að Kr-
inglan er úr alfaraleið. Nú þegar
mótar fyrir óreiðukenndri línu-
byggð frá norðaustri til suðvesturs í
meginstefnu strandlengjunnar með
þungamiðju í Kópavogsdal. Rætt er
um framtíðarborg frá Akranesi til
Keflavíkur.
Uppbygging miðbæjar í Kópa-
vogsdal, tvöföldun Reykjanesbraut-
ar og ný Sundabraut styrkja þessa
þróun. Afleiðingin er minnkað vægi
byggðar á útnesjum vestan Elliðaáa
og á Álftanesi. Þessi línubyggð
verður til af sjálfu sér verði ekkert
vitrænt aðhafst í skipulagsmálum
höfuðborgarsvæðisins, heldur látið
reka á reiðanum hér eftir sem hing-
að til. Þessu til staðfestingar eru
t.d. áform um byggð í Blikastaða-
landi. Valkostur við þessa þróun er
þétting byggðar á útnesjum og nýt-
ing grunnsævis til landfyllinga.
Þannig nýtast borgarkerfi sem fyrir
eru og til verður skilvirk borg þar
sem menningarsögulega mikilvæg
svæði styi’kja stöðu sína til framtíð-
ar. Þessi leið ki-efst mikillar fram-
sýni, næmni og kjarks sem og mik-
illar sköpunar og þekkingar í skipu-
lags- og byggingarmálum.
Reykjavík er dreifbýlasta höfuð-
borg Evrópu og þó víðar væri leit-
að. Ibúum á hvern hektara hefur
fækkað mjög og t.d. bjuggu 38.000
manns innan Hringbrautar og
Snorrabrautar 1940 en nú búa þar
16 þúsund. Stefnuleysi í skipulags-
málum mun valda meiri þynningu
byggðar á ókomnum árum. Oum-
flýjanlegt virðist að aukinn íbúa-
fjöldi færi Reykjavík fjær því að
teljast alvöru borg. Mikil útþynning
byggðar hefur neikvæð áhrif á dag-
legt líf allra íbúa höfuðborgarsvæð-
isins. Byggðin er dýr og óskilvirk og
leiðir til sóunar á tíma og fjármun-
NÝ RÖK EFTIR GUNNLAUG GUÐMUNDSSON
O'j SAiV|-S>/.
RK! \\ \ \
Peisénuleiki allta stjötntimsrkjanna
Hvemig merkin eiga sansan
Bókm er 270 bls. og (ull af fréðleik
UTCöANDi STJÖRNUSPEIOSTÖÐIN S;SS3 707S
Örn Sigurðsson
f aÖÐATJ- OO MIOBOBGA8BYCWO
A UNDFYUINGU VHJ AKUHfeY
450 HA - AO.T AD 30 ÞÖ3. J8ÚAB:
/'■ W\ «*
NÝR F UX3VÖLUIR
MW
ikUÐSOWOARBYOOÐ
|i J.10ÞÖS.IBUAR
KðPAVOGUR
TILLAGA AÐ NÝJUM FLUGVELLI I REYKJAVlK OG
LANDFYLLINGU VIÐ GRANDAHÓLMA OG AKUREY
HAFNARFJI
um. Þróun línuborgarinnar, sem
minnst var á, mun gera illt ástand
verra.
Vítahringur
Vítahringur bflsins krefst aukins
lands undir gatnakerfið og með ári
hverju eyðum við lengri tima undir
stýri á yfirfullum og menguðum ak-
brautum. Æ meiri tími fer í að
vinna fyrir rekstri bflsins og oft er
lítið afgangs af tíma og fé_ til að
njóta raunverulegra gæða. Ai-legur
kostnaður af bílaumferð er hátt á
annað hundrað milljarðar króna.
Annar hluti vítahringsins snertir
mikla stækkun opinbers rýmis. Að
baki hverjum hektara af akbraut-
um, gangstéttum, bílastæðum og
aðlögunarsvæðum eru stöðugt færri
íbúar. Þannig hefur fé og tími til
endurbóta og þrifa í opinberu rými
minnkað ár frá ári og umhverfis-
gæðum hrakar jafnt og þétt. Þetta
leiðir til þverrandi virðingar borg-
aranna fyrir byggða umhverfinu og
stuðlar að auknu hirðuleysi á al-
mannafæri.
Gangandi vegfarendum fækkar
ört og nú skynja flestir borgarbúar
stækkandi opinbert rými út um rúð-
ur bíla sinna. Fáir þekkja umhverf-
isálagið í opinbera rýminu. Það er
ekki lengur hluti af reynsluheimi
ökumanna og snertir ekki hagsmuni
þeirra. En þó er þetta umhverfisá-
lag nánast alfarið af völdum þeirra,
ekki aðeins umferðarhávaði, nagla-
skruðningar, svift-yk, útblásturs-
mengun og löskuð umferðarmann-
virki heldur líka megnið af ruslinu
við götur og vegi. Öryggi barna og
unglinga sem eru uppistaðan í hópi
viðskiptavina strætisvagna, minnk-
ar á gangstígum borgarinnar því í
þessu umhverfi aukast líkur á af-
brotum.
Miðborg
Splundrun miðborgarstarfsemi
er vel þekkt í Reykjavík. Strax eftir
seinna stríð stöðvaðist öll þróun á
miðborgarsvæðinu. Það varð að-
kreppt á allar hliðar af íbúðar-
byggð, vesturhöfninni og flugvellin-
um í Vatnsmýri, sem að auki setti
þröngar skorður við hæð mann-
virkja. Það hætti að taka við nýrri
miðborgarstarfsemi stækkandi
byggðar og síðan þá hefur miðborg-
arstarfsemi dreifst á óskipulegan
og óskilvirkan hátt um alla byggð-
ina með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um. A s.l. 50 árum hefur ekki verið
tekist á við skipulagsvanda mið-
borgarsvæðisins og annarra eldri
borgarhluta í Reykjavík og nú eru
þeir án nothæfrar forsagnar um
nauðsynlega endurnýjun og upp-
byggingu. Vegna uppsafnaðs vanda
í hálfa öld ríkir þar því stöðnun og
niðurníðsla og reyndar fullkomin
upplausn.
Umræða um þennan vanda hefur
verið lítil sem engin en í því tóma-
rúmi sem myndaðist vegna þagnar
ráðamanna og fagaðila hafa vernd-
unarsinnar haslað sér völl með til-
lögum um varðveislu húsa, húsar-
aða og heilla reita í „upprunalegu
horfi“. A sama tíma býr fjöldi
Reykvíkinga við eins konar átthaga-
fjötra í eldri hverfum því eignir
þeirra eru illseljanlegar vegna
ástands í skipulagsmálum svæð-
anna. Og þó ættu þessar eignir
sannarlega að vera verðmætari en
ella vegna legu sinnar í borginni ef
allt væri með felldu.
Rekstrarskilyrði almenningssam-
gangna _ munu halda áfram að
versna. I dag er reynt að halda uppi
ódýru kerfi með lágri ferðatíði sem
einkum þjónar börnum og öldruð-
um en þessi þjónusta virðist fjar-
lægjast óðfluga það markmið að ná
til ört stækkandi hóps ökumanna.
Tillögur
1997 gerðu Miðborgarsamtökin,
Sigurður Kolbeinsson arkitekt og
undirritaður athugasemdir við aðal-
skipulag Reykjavíkur til 2016 til að
vekja athygli á þeirri háskalegu
þróun sem hér er um rætt, annars
vegar við ákvörðun um að festa
Reykjavíkurflugvöll í sessi í Vatns-
mýri og hins vegar við ákvörðun um
að efla olíuhöfn í Öi-firisey. Einnig
var kynnt tillaga að nýjum flugvelli
á landfyllingu í Skerjafirði, tillaga
þess efnis að skipulagt verði mið-
borgarsvæði i Vatnsmýri og tillaga
að miðborgarsvæði á landfyllingu
við Akurey.
Aður voru settar fram í einstök-
um atriðum svipaðar hugmyndir.
1975 lögðu Trausti Valsson arkitekt
og aðrir fram tillögu að flugvelli í
Skerjafirði og forsvarsmenn Björg-
unar hf. gerðu tillögu að landfylling-
um norðan Örfiriseyjar. 1981 gerði
Þórður Ben myndlistarmaður tillög-
ur að byggð í Vatnsmýri og að veg-
tengingu yfir Skerjafjörð að Álfta-
nesi. 1988 gerðu Þorsteinn Magnús-
son verkfræðingur og undinitaður
tillögu að nýrri legu stofnbrautar á
brú yfir hafnarmynni Vesturhafnar
til að vekja athygli á mikilvægi
landfyllinga við Ákurey. 1996 vann
Sigurður Kolbeinsson arkitekt til-
lögu að alþjóðlegum flugvelli í
Skerjafirði.
í tillögu að flugvelli í Skerjafirði
er stærð landfyllingar 83 ha, magn
fyllingarefnis 7,8 milljónir rm og
lengd brimvarnar 8.000 m. Líklegur
kostnaður er 4,2 milljarðar króna
og verð fyrir fermetra tilbúins lands