Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 48
>^8 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PÁLL Á.
PÁLSSON
+ Páll Ásgrímur
Pálsson skip-
stjóri fæddist í Héð-
insfirði 25. apríl
1919. Hann lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 26. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Páll
Þorsteinsson, sem
lést í snjóflóði 12.
apríl 1919, og Helga
..Erlendsdóttir. Páll
átti eina systur,
Soffíu, f. 20. febrú-
ar 1917, d. 25. maí
1990. Soffía giftist Jóhanni Jó-
hannssyni og eignuðust þau
ljóra syni, Pál Þorstein, Helga,
Má og Odd Guðmund.
Árið 1949 kvæntist Páll Herdísi
Guðmundsdóttur frá Syðsta-
Mói í Fljótum, f. 23.
nóvember 1912, d.
31. janúar 1978, og
eignuðust þau tvo
syni. Þeir eru: 1)
Jón Gunnar, kona
hans er Sigþóra
Oddsdóttir, saman
eiga þau þijú börn,
Herdísi, Pál Ásgrím
og Odd Arnþór en
fyrir átti Sigþóra
þijú börn, Bjarka
Þór, Oddnýju og
Ingibjörgu. 2) Guð-
mundur, kvæntur
Rósu S. Eiríksdótt-
ur. Þau eiga fjögur böm, Her-
dísi, Gyðu Karen, Hauk og Sig-
ríði Eir.
títför Páls var gerð frá Siglu-
fjarðarkirkju laugardaginn 5.
desember.
Nú er afi Páll búinn að kveðja
þennan heim, tuttugu árum á eftir
ömmu Dísu. En þar sem tíminn er
í mínum augum afstæður langar
mig til að minnast þeirra beggja
því ég kynntist þeim báðum vel.
Amma og afi bjuggu alltaf í
„Þonnóðsbrekkunni“ rétt fyrir of-
an fótboltavöllinn ásamt pabba og
bróður hans. Foreldrar ömmu áttu
líka heima í þessu sama húsi og
um tíma bjuggum við þrjú eldri
systkinin í kjallaranum með
mömmu og pabba. Það hefur því
oft verið kátt á hjalla í þessu húsi,
sérstaklega þegar sfldarævintýrið
var í gangi. Þetta var mitt fyrsta
heimili og þegar ég var lítil var ég
viss um að það væru gimsteinar í
^ormóðsbrekkunni og var ég dug-
“ leg að bera grjót af götunni og inn
í húsið.
Þegar amma dó var ég að verða
sex ára. Eg man það eins og það
hafi gerst í gær. Þetta var í fyrsta
skipti sem einhver nákominn mér
dó og mér fannst eins og himinn
og jörð hefðu hrunið. Amma var
okkur svo ofsalega góð að það var
erfitt að trúa því að hún væri kom-
in í Himnaríki. Eg ímyndaði mér
að hún sæti við hliðina á Jesú í há-
sæti og fylgdist með okkur þaðan.
Amma kom stundum að heim-
sækja okkur þegar við fjölskyldan
bjuggum í Garðabæ. Eg vaknaði
þá um miðja nótt til að spyrja
mömmu hvort ég mætti ekki vekja
ömmu. Það endaði síðan alltaf með
því að ég fór og vakti ömmu fyrir
allar aldir og við fórum í bátaleik.
Rúmið var báturinn okkar og
sængin var segl. Svo þegar bátur-
inn tók á sig óveður hentum við
sængunum upp í loft og ég hoppaði
í rúminu og datt meira að segja út-
byrðis. En amma bjargaði mér
alltaf upp í bátinn aftur með því að
draga mig upp af gólfínu. Svo
héldum við siglingunni áfram og
veiddum fiska og hvali. Þegar
þessum skemmtilega leik var lokið
læddumst við inn í eldhús og
amma gaf mér súrmjólk á disk.
Það fannst mér algert „sport“ því
þegar amma gaf mér súrmjólk
mátti ég ráða hvað ég setti mikinn
púðursykur.
Amma sendi okkur Gyðu líka
stundum bréf, ljóð eða pakka.
Flest bréfin voru um ketti sem
voru á sveimi um bæinn og tóku
upp á ýmsu skemmtilegu. Upp úr
pökkunum komu m.a. dúkkur,
dúkkuföt, bílar, hálsmen og vasa-
ljós, þannig að það var augljós-
lega mjög spennandi þegar kom
pakki frá ömmu og afa því maður
+
Afasystir mín,
GUÐBJÖRG KRISTJANA
KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Blómsturvöllum,
Eskifirði,
Mýrargötu 18,
Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað
sunnudaginn 6. desember.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Kristrún Helga Arnarsdóttir,
Eskifirði.
+
ANNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Brautarholti,
lést á sjúkrahúsinu Hvammstanga mánudaginn 7. desember.
Útförferfram frá Staðarkirkju laugardaginn 12. desember kl. 13.30.
Synir, tengdadætur, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
I!
ANNA LA COUR,
fædd Claessen 27. júlí 1915
í Reykjavík,
lést laugardaginn 5. desember síðastliðinn í Kaupmannahöfn.
Peter La Cour
og fjölskylda.
vissi aldrei á hverju maður ætti
von.
Þegar við voram í heimsókn á
Sigló var spennandi að horfa á
ömmu gefa villiköttunum að drekka
mjólk. Mér fannst líka mjög spenn-
andi þegar hún pantaði vörur úr
búðinni og fékk þær sendar heim í
kössum því þá vissi ég að upp úr
einhverjum kassanum kæmi kók.
Amma var nefnilega vön að gefa
mér kók þegar við komum í heim-
sókn og færa mér það í minnsta
glasinu sem hún átti til. Maður gat
nefnilega drakkið svo mörg kókglös
þegar glasið var svona lítið.
En nú víkur sögunni að afa.
Tæpu ári eftir að amma dó fluttum
við þrjú systkinin með mömmu og
pabba í kjallarann á Þormóðsgöt-
una. Afi bjó einn á hæðinni fyrir
ofan og við systkinin heyrðum alla
leið niður þegar hann gekk um gólf
og trallaði frumsamdar þulur.
Þegar hann var ekki á trillunni
kom hann í mat til okkar. Okkur
krökkunum fannst hann rosalega
stór og sterkur og hann átti verð-
launapeninga sem hann hafði feng-
ið fyrir að spila.
Hann bauð okkur stundum upp
til sín í ís á kvöldin. Hann setti ís-
inn á diskana og hrærði hann til en
sat svo þögull og fylgdist með okk-
ur háma ísinn í okkur af bestu lyst.
Eg verð að taka fram að hann átti
alltaf súkkulaði með appelsínu-
bragði, harðfisk og súkkulaðiköku
með appelsínuhlaupi sem hann
keypti hjá Sigga Fanndal.
Afi hafði rosalega gaman af því
að leggja spil fyrir sig á borðið
eins og hann væri að spila brids.
Hann spilaði oft við okkur barna-
bömin og fannst gaman að svindla
á okkur og athuga þar með hvort
við værum að fylgjast með. Við
urðum stundum alveg óð og reynd-
um að rökstyðja okkar málstað en
hann þrætti á móti og svo endaði
allt með því að við hlógum bara.
Stundum fór ég með pabba nið-
ur á bryggju þegar afi kom í land á
kvöldin. Mér fannst alltaf jafn
spennandi að spyrja afa hvað hann
hefði veitt mikið og sjá hann gera
að aflanum. Skemmtilegast var þó
þegar ég fékk að fara smáhring
með honum á trillunni og fá að
stýra bátnum sjálf og prufa að
veiða í alvöranni.
Ég kynntist afa enn betur þegar
ég var 15 ára. Þá bjó ég hjá honum
eitt sumar þegar ég vann hjá Þor-
móði ramma. Afi vaknaði á nótt-
unni til að fara á sjó og hringdi
vekjaraklukkan hans svo hátt að
vinkona mín í næsta húsi vaknaði
oft við lætin. Afi sá til þess að ég
færi klyfjuð af nesti í vinnuna og
keypti allt sem mér fannst best.
Hann eldaði svo alltaf á kvöldin
handa okkur tveimur. Oft var fisk-
ur í matinn en stundum var líka
pizza, kjúklingar eða saltkjötsfars.
Ég veit að honum fannst pizza
ekki vera neinn matur enda borð-
aði hann mest lítið af henni, en
þetta gerði hann bara fyrir mig. Á
kvöldin spjölluðum við síðan sam-
an, spiluðum, horfðum á sjónvarp
og máttum náttúrulega aldrei
missa af veðurfréttunum.
Afa hrakaði mikið síðustu dag-
ana sem hann lifði. Báðir synir
hans vora staddir erlendis vegna
vinnu sinnar þegar hann dó. Síð-
asta daginn sem hann lifði leið mér
mjög illa í vinnunni. Ég hringdi
norður á spítalann og bað hjúkran-
arkonu að skila til hans sérstakri
kveðju. Þó að hann hafi verið mikið
veikur og meðvitundarlaus trúi ég
því að kveðjan hafi komist til hans.
Elsku afi. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og
ömmu. Það er miklu dýrmætara
en margir halda að fá að kynnast
öfum sínum og ömmum og eiga
skemmtilegar og hlýjar minningar
um þau. Maður býr að því alla ævi.
Ég veit að þið erað núna búin að
hittast aftur. Ætli bátur ykkur
sigli ekki rólega frá landi inn í ei-
lífðina á vit nýrra ævintýra? Guð
blessi ykkur og góða ferð.
Herdís Guðmundsdúttir.
JÓN
HARALDSSON
+ Jón Haraldsson
fæddist 11. nóv-
ember 1924 í
Reykjavík. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 30.
nóvember síðastlið-
inn, eftir mánðar-
löng veikindi. For-
eldrar hans voru
hjónin Lára Jóns-
dóttir frá Grund í
Eyjafirði, fædd 27.
júní 1898, d. 16.
ágúst 1960 og Har-
aldur Briem Björns-
son fæddur 7. feb.
1902, d. 17. mars 1930, verslun-
armaður í Reykjavík. Jón var
næstelstur fjögurra alsystkina.
Björn var þeirra elstur, f. 14.
okt. 1923, vélstjóri í Reykjavík.
Þriðji bróðirinn, Magnús bif-
reiðastjóri í Keflavík, var fæddur
18. janúar 1926. Hann er látinn.
Systir þeirra Guðný Briem hús-
móðir í Reykjavík, fædd 29. júní
1927, er einnig Iátin. Hálfbróðir
þeirra, sammæðra, er Jón Aðal-
steinn Stefánsson, f. 9. febrúar
1934, járnsmiður á Seyðisfirði.
Jón kvæntist 10. maí 1952,
Hildigunni Valdimarsdóttur frá
Teigi í Vopnafirði. Börn þeirra
urðu sex. Þau eru: 1) Pétur
Valdimar bóndi í Teigi, ókvænt-
ur. 2) Lára garðyrkjufræðingur
og húsmóðir, Reykjavík. Maki:
Jón Gunnar Guðlaugsson, þau
eiga tvö börn. 3)
Haraldur, bóndi á
Ásbrandstöðum í
Vopnafirði. Sambýl-
iskona hans er Krist-
jbörg Erla Alfreðs-
dóttir. Eiga þau einn
son. 4) Vigfús Hjört-
ur, trésmiður í Fella-
bæ á Héraði.
Sambýliskona hans
er Margrét Aðal-
steinsdóttir og eiga
þau þijú börn. 5) Jón
Trausti, trésmiður í
Reykjavík, kvæntur
Vilborgu Önnu
Árnadóttur. Eiga þau tvö börn.
6) Grétar, bóndi á Einarsstöðum
í Vopnafirði, kvæntur Guðbjörgu
Pétursdóttur. Þau eiga fjóra syni
og hjá þeim hefur einnig alist
upp sonur Guðbjargar.
Jón og Hildigunnur byijuðu
búskap sinn í Teigi í Vopnafirði
1951 og bjuggu þar ásamt Gunn-
ari Valdimarssyni og fjölskyldu
næstu ár. 1955 fluttu þau hjónin
að Einarsstöðum í Vopnafirði.
Jón var siðan bóndi þar í 37 ár.
1992 fluttu Jón og Hildigunnur í
Teig, nú í sambýli við Pétur
Valdimar son sinn. Fluttu 28.
júní sl. í nýbyggt hús í Fellabæ á
Fljótsdalshéraði.
títför Jóns Haraldssonar verð-
ur gerð frá Hofskirkju í Vopna-
firði miðvikudaginn 9. desember
og hefst athöfnin klukkan 13.
Árið 1951 hóf Jón Haraldsson bú-
skap ásamt eiginkonu sinni, föður-
systur okkar, Hildigunni Valdimars-
dóttur, á Teigi í Vopnafírði. Þar
bjuggu þau um skeið í tvíbýli með
foreldram okkar, Gunnari og Sól-
veigu, og var þá lagður grundvöllur
að samvinnu og vináttu þessara fjöl-
skyldna sem enst hefur ævilangt.
Árið 1954 byrjuðu Jón og
Hildigunnur að byggja nýtt íbúðar-
hús á Einarsstöðum í innanverðum
Hofsárdal. Jörðin hafði þá verið í
eyði en nytjuð frá Teigi í nokkur ár.
Þetta var landkostajörð en orðin
innsti bær í byggð og hús öll úr sér
gengin. Á þessum tíma var ekkert
vegasamband við Einarsstaði.
Byggingarefnið var flutt á hertrukk
yfir vegleysur innan við Bustarfell
og yfir vað á Hofsá á móti Einars-
stöðum. Þegar farartækið var ekki
til staðar var treyst á hesta til flutn-
inga og ósjaldan bar Jón aðföng til
byggingarinnar á bakinu yfir Hofsá.
Vistir til þeirra sem byggðu húsið
voru svo fluttar með hestum frá
Teigi til Einarsstaða um 7 km. leið.
Þrátt fyrir langa og erfiða aðdrætti
gekk byggingin vel og árið 1955
fluttu Jón og Hildigunnur í Einars-
staði með böm sín þrjú. Með stækk-
andi barnahóp, sem urðu alls sex,
bjuggu þau þar af mikilli reisn þrátt
fyrir að vera afskipt lengi af þeim
lífsgæðum sem sjálfsögð þykja í
dag. Ljósarafstöð var fyrst sett upp
á Einarsstöðum 1960, bíll kom á
heimilið 1964 en greiðfær vegur var
ekki lagður þangað fyrr en 1970. Á
mælikvarða nútímamannsins þykja
þetta afarkostir að búa við en ósér-
hlífni og fórnfýsi Jóns leystu úr
hverri þraut. Á vetram á fyrri bú-
skaparárum spennti hann hestinn
Grána fyrir sleða og flutti þannig
aðdrætti til búsins. Annar Gráni,
Ferguson traktorinn, dugði stund-
um til flutninganna en þegar ísskar-
imar á Hofsánni urðu of háar og
brattar axlaði Jón þungar byrðarn-
ar yfir ána.
Jón var mikið prúðmenni, hógvær
og æðrulaus. Hann var góður bú-
maður, átti gott sauðfé og snyrti-
mennska hans við búskap og aðra
umgengni var annáluð. Hann var
mikill náttúruunnandi, tók vel eftir
og fræddi samferðamenn sína og
börn um það sem var að gerast í
umhverfinu. Veiðimennska var hon-
um í blóð borin. Hann ásamt Hildig-
unni bjó börnum sínum gott heimili
þar sem öryggi þeirra var í fyrir-
rúmi en treysti þeim frá unga aldri
til verka við bú og heimili og gaf
þeim þannig gott veganesti. Þegar
barnabörnin og ýmis frændsystkin
bættust við hændust þau að Jóni afa
og það var jafnan eftirsótt hjá ungu
kynslóðinni að komast í sveitina til
hans. Jón var einstaklega vandaður
maður og aldrei heyrðist hann hall-
mæla samferðamönnum sínum, í
mesta lagi gerði hann góðlátlegt
grín að yfirborðsmennsku og oflát-
ungshætti því réttlætiskennd hans
var mikil. Það var gaman að sækja
Jón og Hildigunni og börnin heim
og margar góðar minningar eru frá
samverustundum í kringum eldhús-
borðið á Einarsstöðum þar sem sög-
ur vora sagðar og dægurmálin
rædd fram og til baka.
Árið 1992 fluttu Jón og
Hildigunnur í Teig og bjuggu þar
með Pétri elsta syni sínum til vors
1998 er þau fluttu austur í Fellabæ
á Héraði. Þar byggðu þau á brekku-
brún á fögrum stað við fljótið fallegt
hús þar sem snyrtimennska Jóns
naut sín vel. Vinnulúinn bóndinn
ætlaði að njóta ævikvöldsins ásamt
konu sinni laus við amstur og erfiði
búskaparins. En örlögin gripu inn í
og vera hans í þessum sælureit var
allt of stutt.
Við systkinin frá Teigi viljum
þakka Jóni fyrir allar góðu sam-
verastundirnar og fyrir þá góðu fyr-
irmynd sem hann veitti okkur. Við
sendum Hildigunni, börnum þeirra
og barnabörnum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þorsteinn, Erla, Helga og Einar.
Er þú hverfur á braut til annarra
heima vil ég þakka þér fyrir þau
augnablik er við áttum saman.
Þau skipti sem ég kom við á Ein-
arsstöðum eða við hittumst af ein-
hverju tilefni hjá dóttur þinni mætti
ég þér sem barni náttúrunnar sem
þú varst með sanni og er minning
mín hæverska þín, þín glaða ásýnd
og hreinleiki hugans. Það kom mér
ekki á óvart er ég leit sveitina þína
augum í fyrsta skipti og heim að
Einarsstöðum hvað þitt hugprúða
fas endurspeglaði umhverfi þitt. Að
lifa og starfa í slíkri náttúrufegurð
hlýtur að halda mönnum föngnum
og móta menn. Blessuð sé minning
þín.
Hildigunni, börnum, bamaböm-
um og tengdafólki vil ég votta mína
dýpstu samúð og bið Guð að blessa
þau og styrkja í sorg sinni.
Ingólfur Guðlaugsson.