Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 55 FRÉTTIR Skemmtun til styrktar börnum í Mið- Ameríku HALDIN verður skemmtun í Há- skólabíói laugardaginn 12. desember til styrktar SOS-bamaþorpunum í Mið-Ameríku. Þar munú skemmta hljómsveitimar Unun, Súkkat, Jagúar og Magga Stína og sýrupolkahljóm- sveitin Hringh' ásamt Radíusbræðr- um og Hallgrími Helga. Að þessari skemmtun standa nokkrir fyrrverandi skiptinemar í Hondúras og kviknaði hugmyndin að henni í kjölfar fellibylsins Mitch er gekk yfir lönd Mið-Ameríku nú fyrir stuttu og olli gífurlegri eyðileggingu, einkum í Hondúras og Níkaragúa, segh’ í fréttatilkynningu. SOS-bamaþorpin veita munaðar- lausum bömum um heim allan heimili og von um framtíð. Sem aðrir urðu þau fyrir miklu tjóni er fellibylurinn gekk yfir Mið-Ameríku og vantar alla þá hjálp sem möguleg er til endur- byggingar sem og til að taka við þeim fjölda bama sem misstu aðstandend- ur sína í hörmungunum sem dundu yfir. SOS-bamaþorpin á íslandi munu vera í Háskólabíói að kynna starfsemi sína íyrir og eftir dagskrá. Söftiunarreikningur hefur verið opnaður í Landsbankanum nr. 0115- 26-5002. Jólafundur hjá Styrk STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðtandenda þehra, held- ur jólafund 10. desember kl. 20.30 í Kiwanishúsinu á Engjeteigi 11, Reykjavík. Sigurðui' Ragnai-sson, prestur í Mosfellsbæ, flytur jólahugvekju, Ragnhildur Rúriksdóttir, leikkona, les upp, Kór Snælandsskóla syngur. Stjómandi er Heiðrún Hákonardóttir. Undh’leikari er Lóa Björk Jóelsdóttir. Stefán Aðalsteinsson fer með frum- samdar lausavísui' og Hafliði Jónsson leikui-jólalög. Veitingar verða í boði Kiwanis- klúbbsins Esju. í frétt írá Styrki segir að allir velunnarar félagsins séu vel- komnir. Gengið úr Sundahöfn inn í Elliðaárvog HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld með- fram hafnarbökkum í Sundahöfn og ströndinni úr Kleppsvík inn í Elliðaár- vog. Fai'ið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20 með rátu inn að Hrafnistu, Laugarási. Þaðan verður farið kl. 20 og gengið niður á athafna- svæði Samskipa við Holta- og Voga- bakka og með ströndinni inn í Elliða- árvog. Val er um að ganga til baka að Hrafnistu eða niður í Hafnarhús. Einnig verður hægt að fara með SVR. Allir em velkomnir. Afmælishátíð í tilefni Mann- réttindayfír- lýsingar SÞ HÚMANISTAFLOKKURINN stendur fyrir aftnælishátíð fimmtu- daginn 10. desember í tilefni af 50 ára afmæH Mannréttipdayfirlýsingar Sa- meinuðu þjóðanna. Hátíðin er haldin í Risinu, Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20. Þar munu koma fram ýmsir skemmtikraftar, s.s. Megasukk (Meg- as og Súkkat), Hörður Torfa, félagai- í FÍA (Filippísk-íslenska félaginu) sýna dans, kínversk stúlka leikur á píanó auk annarra atriða. Ennfremm- verða flutt stutt ávörp frá ýmsum félaga- samtökum. Harma aukna neyslu vímuefna MORGUNBLAÐINU hefui’ borist efthfai-andi tiHaga frá haustþingi Umdæmisstúku nr. 1 sem er sam- band templara á Suðurlandi. Þar voru samþykktar tvær tiHögur. Onnur tiHagan er almenn hvatning vegna minnkandi bindindis og ógæfu er því fylgir. „Haustþingið hai-mar þau ótíðindi sem nú hafa verið staðfest með fræðUegri rannsókn að neysla vímu- efna fer vaxandi í landinu og tó- baksneysla unghnga sömuleiðis. Tó- bak er að vísu ekki vímuefni en það er fíkniefni og reynslan sýnir að út- breiðsla þess eða höftiun stendur í hlutfalH við vímuefnaneyslu al- mennt. Þar hefur því tapast hluti hins jákvæða árangui-s sem vissu- lega vannst á undanfömum ámm gegn tóbaksnotkun. Með tiUiti tH þessa undanhalds og ógæfu í málum bindindis, hvetur þingið alla bindindissinnaða menn og konur til samstöðu og harðrar baráttu í sókn og vöm. I sambandi við umræður um for- vamir gegn vímueftium leggur haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 1 áherslu á það að þær einar vamir komi að gagni sem byggðar eru á bindindi og áfengislausu umhverfí. Haustþingið fagnar aUri þeirri starfsemi sem snýr hug fólks eldra sem yngra frá vímuefnum en árétt- Börn teikna jólakort HEIMILISTÆKI hefur hafið sölu á jólakortum. Kortin eru til í fimm mismunandi útfærslum, öll með myndum sem börn á Barna- spítala Hringsins teiknuðu. Allur ágóði af sölu kortanna fer til styrktar Barnaspítala Hr- ingsins. ar að vímuvamir verða að byggja á traustum gmndvelli áfengislaus- um.“ Fagna sölu ríkisbanka MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórn- ar Samtaka fjárfesta, almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda: „Stjórn Samtaka fjárfesta fagn- ar þeirri stefnu stjórnvalda að selja ríkisbankana til almennings í mjög dreifðri sölu. Þannig er komið til móts við félagsmenn Samtaka fjárfesta sem flestir eru smáir. Stjórn Samtaka fjárfesta lýsir áhyggjum sínum yfír þeim lágu vöxtum sem fjármálastofnanir greiða sparifjáreigendum. Samtök fjárfesta munu standa eindregið gegn hvers kyns til- raunum til að hækka fjár- magnstekjuskattinn sem þegar kemur mjög harkalega við ávöxt- un bankainnstæðna. Samtökin mótmæla harðlega fyrirhuguðu frumvarpi um breyt- ingu á tekju- og eignarskatti, sem nú liggur fyrir Alþingi og felur einkum í sér aukna skattbyrði eldri borgara sem hafa verulegan hluta tekna sinna af sparifé. Stjórn Samtaka fjárfesta mun leita eftir samstarfi við félög eldri borgara svo hnekkja megi fyrir- huguðu skattafrumvarpi.“ LEIÐRÉTT Söngvarann vantaði ÞAU mistök urðu í Morgunblað- inu í gær við myndbirtingu frá söng Kristjáns Jóhannssonar í Kringlunni, að sama myndin birt- ist tvisvar, en sú sem hér birtist féll niður. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. Farþeginn sem slasaðist í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um bifreið sem fór út af veginum á Hrútafjarðarhálsi í fljúgandi hálku á sunnudagskvöld, var mis- sagt að það hefði verið ökumaður- inn sem var alvarlega slasaður. Hið rétta er að það var farþeginn sem slasaðist alvarlega en öku- maðurinn slapp ómeiddur. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. EkkiIndependent FRÉTT Morgunblaðsins á dögun- um um að skáldkonan Fay Weldon hefði valið skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness, Sjálfstætt fólk, sem skáldsögu aldarinnar var ekki fengin úr brezka blaðinu Independent, eins og sagt var, heldur Daily Thelegraph. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. íslenskur iðnaður til móts við 2000-vandann! Samtök iðnaðarins boða til almenns félagsfundar um 2000-vandann, fimmtudaginn 10. desember nk. í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg I. Timi: Staður:____ Veitingan Dagskrá: fimmtudagur 10. desember nk. frákl. 8:15 til 10:00. 1 j Veislusalurinn Gullhamrar, i Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg I i Léttur morgunverður 2000-vandinn og aðgerðir Samtaka iðnaðarins Guðmundur Ásmundsson, Samtökum iðnaðarins Úttektir og aðgerðir framleiðslufyrirtækja innan Sl Páll Halldórsson, Kassagerð Reykjavíkur hf. Þórunn Pálsdóttir, íslenska Álfélagið hf. Kerfi og þjónusta þjónustuaðila upplýsingakerfa Marina Candi, Álit ehf. jónas Jónatansson, Hugur-forritaþróun hf. Almennar umræður og fyrirspurnir Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi fyrir hádegi í dag miðvikudag í síma 511-5S5S. & SAM1KM mmm HALLVEIGARSTÍG 1 • PÓSTHÓLF 1450 • 121 REYKJAVÍK SÍMI511 5555 • FAX 511 5566 • TÓLVUPÓSTUR mottaka@si.is UPPLÝSINGAVEFUR www.si.is andi hrcJJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.