Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 43
I
4
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 43.
AÐSENDAR GREINAR
Hæstirettur
og fiskveiðar
DÓMUR Hæstarétt-
ar í máli Valdimars Jó-
hannssonar gegn sjáv-
arútvegsráðuneytinu
hefur vakið mikla at-
hygli. Dóminn má auk
þess túlka á ýmsa
vegu, og því er víst, að
um hann mun verða
rætt og ritað um langa
framtíð.
Ein túlkun, sem án
efa verður gerð, er að
hver og einn Islending-
ur hafí rétt til að nýta
sameiginlegar auðlind-
ir þjóðarinnar, físki- Rögnvaldur
stofnana umhverfis Hannesson
landið, þó þannig, að
heimilt sé að takmarka aðganginn
að fiskstofnunum, séu þeir í hættu.
Slík útlistun á dómi Hæstaréttar
væri þjóðhagslegt slys. Frjáls að-
gangur að sameiginlegum auðlind-
um er fyrirkomulag, sem er löngu
úrelt. Afkastageta fiskiskipa og
eftirspum eftir fiskafurðum er
löngu komin fram úr framleiðni
náttúrunnar. Ef sókn í fiskistofna
er ekki takmörkuð, má í mörgum
tilfelium ganga að því vísu, að
stofnunum verði útrýmt, að öllu
eða því sem næst. Dæmin um
þorskinn við Nýfundnaland og síld-
ina á sjöunda áratugnum eru vænt-
anlega flestum kunn.
En það er miklu meira í húfi en
að vemda fiskistofna, sem era „í
hættu“. Það má koma í veg fyrir
ofnýtingu fiskistofna með því að
halda aftur af sókninni í þá með
alls konar hindranum; fyrirskipuð-
um landlegum, skrapdögum, banni
á afkastamikil skip og veiðarfæri,
o.s.frv. Slíkum aðferðum fylgir hins
vegar efnahagsleg sóun. Mörgum
er væntanlega enn í fersku minni
hin gegndarlausa fjárfesting Is-
lendinga í fiskiskipum áður en
kvótakerfið kom til sögunnar.
Þessi fjárfesting leiddi svo til
skrapdagakerfisins, sem reyndi að
takmarka þorskaflann við það, sem
stofninn var talinn bera, en það
tókst þó ekki að fullu.
Það þarf ekki að eyða mörgum
orðum að því, hvílík þjóðarógæfa
það yrði, ef nú ætti að fara að
„opna“ kerfið og leyfa hverjum
sem vill aðgang að fiskimiðunum.
Það skapast engin ný verðmæti við
að fjárfesta í tvisvar til fjórum
sinnum fleiri fiskiskipum en þörf er
á til að taka þann afla sem náttúr-
an gerir okkur kleift að taka. ís-
lendingar hafa fram að þessu verið
svo heppnir að sóa ekki vinnuafli í
fiskveiðum í jafn ríkum mæli og
nágrannar þeirra; meðan þorsk-
veiðarnar við Nýfundnaland vora
og hétu, stunduðu um
30.000 manns veiðar
við Nýfundnaland, og í
Noregi hafa um 15.000
manns fiskveiðar sem
aðalstarf. A Islandi
era um 6.000 sjómenn,
og aflaverðmæti í ís-
lenskum fiskveiðum er
ekki miklu minna en í
Noregi og mun hærra
en það hefur nokkru
sinni verið við
Nýfundnaland. Það
þarf ekki að eyða
mörgum orðum að því,
hvað þetta þýðir fyi'ir
lífskjör Islendinga og
íslenskra sjómanna.
Meðan sjávarútvegur Nýfundna-
lendinga og Norðmanna hefur sótt
tekjur sínar í ríkiskassann engu
síður en á fiskimið, er sjávarútveg-
ur Islendinga svo arðbær, að oft er
Hvílík þjóðarógæfa
yrði það, segir Rögn-
valdur Hannesson,
ef nú ætti að fara að
„opna“ kerfíð og leyfa
hverjum sem vill að-
gang að fískimiðunum.
litið á hann sem ógnun við aðra at-
vinnuvegi í landinu.
Þetta mundi fljótt breytast, ef
það væru talin almenn mannrétt-
indi, að hver og einn sem svo vildi
hefði frjálsan aðgang að fiskimið-
unum. Það varðar því öllu íyrir
efnahagslega viðgengni þjóðarinn-
ar, að aðgangurinn að auðlindum
sjávarins sé takmarkaður, og tak-
markaður við þá, sem best kunna
með þær auðlindir að fara. Til þess
er ekkert kerfi betur fallið en afla-
kvótakerfið. Hinu er svo ekki að
leyna, að það hefur ekki að öllu
leyti tekist vel að hanna þetta
kerfi. Það hefur verið bent á það
margsinnis, að fyrirkomulag, sem
skipti arðinum af fiskimiðunum
ójafnt niður meðal þjóðarinnar,
mundi ekki verða liðið til lengdar.
Dómur Hæstaréttar er rækileg
staðfesting á því. Það var að mínu
áliti mikil skyssa, að ekki var í upp-
hafi gert ráð fyrir því, að handhaf-
ar aflakvóta gi-eiddu fyrir þá með
einhverjum hætti og skiptu arðin-
um af fiskimiðunum milli sín og
þjóðarinnar allrar, sem með réttu
er talinn eigandi þessara auðlinda
þegar allt kemur til alls.
Onnur túlkun á dómi Hæstarétt-
ar er, að ekki sé hægt að úthluta
kvótaréttindum nema um skamm-
an tíma. Þetta er þjóðhagslega
háskaleg túlkun. Kostir kvótakerf-
isins eru að veralegu leyti undir
því komnir, að kvótum sé úthlutað
til langs tíma. Tvennt kemur til
þess. I fyrsta lagi gefa langtíma-
kvótar mönnum hvatningu til að
leggja langtímasjónarmið til
grandvallar fjárfestingum í fiski-
skipum. Mikið veltur þó á því,
hvernig skammtímaúthlutunin
yi'ði framkvæmd og til hve
skamms tíma. Það væri einkum og
sér í lagi óheppilegt, ef framtíðar-
úthlutun á kvótum yrði ráðin af
því, hversu mikið menn hefðu fjár-
fest, eða ef mönnum yrði gefinn
kostur á að ná sér í „aflareynslu",
eins og var á dögum sóknarkvóta-
kerfisins. I öðra lagi má gera ráð
fyrir, að menn fari betur með auð-
lindir sjávarins, ef menn eignast
einhverja varanlega hlutdeild í
þeim. Það er ekki óalgengt, bæði á
Islandi og annars staðar, að betur
sé farið með sjálfseignaríbúðir en
leiguíbúðir. Astæðan virðist aug-
ljós; menn fara gjarnan betur með
eigin eign en félagseign eða eignir
annarra.
Dómur Hæstaréttar verður von-
andi til þess, að aflakvótakerfinu
verði breytt og það styrkt í sessi
með einhverju því fyrirkomulagi,
sem gæfi þjóðinni beina hlutdeild í
arðinum af fiskimiðunum. Það má
hanna slík kerfi á ýmsa vegu;
gjaldi á kvóta, uppboði á kvótum til
takmarkaðs tíma, og fyrningar-
kvótum, en útlistun á þeim aðferð-
um öllum yrði of langt mál hér,
enda hefur verið um það fjallað
margsinnis í ræðu og riti.
Höfundur er prófessor í Verslunnr-
háskóla Noregs en er í rannsóknar-
leyfi við Háskólann i Queensland,
Brisbane, Ástralíu.
HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16
NYTT HOTEL A BESTA
STAÐ í MIÐBORGINNI
VETRARTILB0Ð
Verðfrá kr. 2.700 á manti i2ja manna herbergi.
Morgunverðarhlaðborð innifalið.
Frir drykkur á veitingahúsinu Vegamótum.
Sími 511 6060, fax 511 6070
guesthouse@eyjar.is
Lax & síld
Góðgæti d jólabordid
&
ÍSLENSK MATVÆLI
Þú
q
qætir
jolagjarir
allan ársins hring!
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna króna!
Fáðu þér miða fyrir kl. 17 í dag.
( ATH! Aðeins^^jkr. röðin )
i