Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 53
f
FRÉTTIR
Mótmæla
skatta-
hækkunum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun miðstjórnar
Samiðnar vegna skattahækkana
sveitarfélaga:
„Við gerð síðustu tveggja kjara-
samninga beitti Samiðn sér fyrir því
að skapa forsendur fyrir stöðugu
verðlagi og auknum kaupmætti
launafólks. Til að ná þessu mark-
miði lagði Samiðn áherslu á að
kaupmáttaraukningin kæmi að
hluta til í gegnum breytingar á
skattakerfmu. Um þessar breyting-
ar myndaðist víðtæk sátt í síðustu
kjarasamningum milli verkalýðs-
hreyfingarinnar og stjórnvalda. Á
síðustu misserum hefur árangurinn
verið að koma í ljós með stigvaxandi
kaupmætti og stöðugu verðlagi.
Nú hafa hins vegar sveitarfélögin
rofið þessa sátt með ákvörðunum
um hækkun útsvars og þjónustu-
gjalds. Með ákvörðun Reykjavíkur-
borgar og Vestmannaeyjabæjar um
hækkun útsvars er verið að taka til
baka nær alla skattalækkun sem
launafólki í þessum sveitarfélögum
hafði verið lofað um næstu áramót.
Þessu mótmælir miðstjórn Sa-
miðnar harðlega og skorar á sveit-
arfélögin í landinu að hætta við fyr-
irhugaðar hækkanir og sýna með
því að sveitarfélögin era ábyrgir
samnningsaðilar. Samningsaðilar
sem hægt er að treysta og eru til-
búnir að standa við þær forsendur
sem launafólki voru gefnar þegar
samningar voru undimtaðir í mars
1997.“
Manna-
nafnaskrá
á Netinu
SKRÁ yfir mannanöfn, þ.e. eig-
innöfn karla og kvenna og milli-
nöfn, hefur verið birt á heimasíðu
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins,
samkvæmt því sem fram kemur í
fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Ný lög um mannanöfn, nr.
45/1996, tóku gildi hinn 1. janúar
1997. Samkvæmt lögunum skal
mánnanafnanefnd semja skrá um
þau eiginnöfn og millinöfn sem
heimil ei'u. I mannanafnaskrá era
eiginnöfn kvenna og karla og rit-
myndir eiginnafna, ásamt skrá yfir
millinöfn. Einnig er í mannanafna-
skrá að finna skrá yfir eiginnöfn,
ritmyndir eiginnafna og millinöfn
sem mannanafnanefnd hefm- hafn-
að.
Mannanafnaskrá var gefin út í
janúar 1997, en sú skrá var sam-
þykkt á fundi mannanafnanefnd-
ar hinn 6. janúar 1997. I þeirri
skrá er að finna eiginnöfn sem
mannanafnanefnd hafði samþykkt
fyrir 1. janúar 1997 og eiginnöfn
sem mannanafnanefnd hafði hafn-
að samkvæmt ákvæðum eldri laga
en teljast heimil samkvæmt nýj-
um mannanafnalögum. Sú
mannanafnaskrá sem nú er birt á
heimasíðu ráðuneytisins er að
stofni til sú skrá sem gefin var út
í janúar 1997, auk viðbóta vegna
úrskurða mannanafnanefndar frá
1. janúar 1997. Skráin verður
uppfærð reglulega í samræmi við
ákvarðanir mannanafnanefndar.
Slóð heimasíðu dómsmálaráðu-
neytisins er www.stjr.is/dkm.
Skóvinnustofa
Halldórs
opnuð á ný
SKÓVINNUSTOFA Halldórs
Guðbjömssonar, Hrísateigi 19 við
Sundlaugaveg, hefur verið opnuð á
nýjan leik. í fréttatilkynningu frá
Halldóri segir að hann bjóði upp á
allar almennar hækkanir og við-
gerðir og hann geri jafnframt við
reiðtygi, töskur og fleira. „Er með
gott úrval af mannbroddum, lepp-
um, reimum og áburði. Geri við
meðan beðið er,“ segir þar jafn-
framt.
ATViNNU-
AUGLÝ5INGAR
III
MENNTASKÓUNN f KÓPAVOGI
Kennarar
Aðstoðarskóla-
meistari
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir aö ráða
kennara í eftirtaldar greinar á vorönn 1999:
Dönsku 16—20 stundir
íslensku 20 stundir
Líffræði 12stundir
Vélritun 12stundir
Þá er auglýst starf aðstoðarskólameistara frá
15. febrúar 1999.
Aðstoðarskólameistari er ráðinn til fimm ára
í senn.
Launakjör fara eftir samningum kennara-
félaganna og ríkisins. Umsóknum skal skila
til skólansfyrir 12. desember. Nánari upplýs-
ingar veitir skólameistari eða aðstoðarskóla-
meistari í síma 544 5510.
Skólameistari.
TILKYNIMINGAR
Auglýsing um aðalskipulag
Djúpárhrepps 1998—2010
Sveitarstjorn Djúpárhrepps hefur samþykkt
að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Djúpár-
hrepps 1998—2010 samkvæmt 18. gr. skipu-
lags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Aðalskipu-
lagstillagan liggurframmi á skrifstofu Djúpár-
hrepss á skrifstofutíma, frá fimmtudeginum
10. desember 1998 til mánudagsins 11. janúar
1999. Athugasemdum við skipulagstillöguna
skal skila á skrifstofu Djúpárhrepps í síðasta
lagi 26. janúar 1999 og skulu þær vera skrifleg-
ar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Oddviti Djúpárhrepps.
SEMENTSVERKSMIÐJAN HF.
Ný símanúmer
Sementsverksmiðjan hf. hefurfengið ný síma-
númer á Akranesi:
Skrifstofa: Sími 430 5000.
Fax 430 5001.
Sementsafgreiðsla: Sími 430 5050.
Fax 430 5051.
Sementsverksmiðjan hf.
AUGLÝ5INGAR
KENNSLA
FJÁRFESTU í FRAMTÍÐ ÞINNI - NÁM í USA
• Alþjóðlegt yfirbragð:
8200 nemendur frá 85 löndum
• Möguleiki á launuðu hlutastarfi:
Starfsþjálfun í viðkomandi fagi
• Einstaklingurinn í fyrirrúmi:
Meðalfjöldi í bekk er 22.
KYNNINGARFUNDUR
föstudag 11. desember
kl. 19.00 til 20.30
• Akademísk námsskrá:
Val um yfir 40 aðalnámsgreinar.
• HPU býður upp á 7 prófgráður
(„graduate degrees").
• Öflug enskunámskeið, staðfest
námsárangursskírteini og „Nám
erlendis“ námskeið í boði.
VIÐTÖL
laugardaginn 12. desember
frá 9.00 til 21.00
á HÓTEL SÖGU við Hagatorg, sfmi 552 9900.
Ókeypis aðgangur - Foreldrar og nemendur velkomnir!
HAWAII PACIFIC UNIVERSITY
Office of Intemational Admissions
45 045 Kamehameha Highway, Kaneohe. Hl 96744-5297 USA
Sími 001808 236 3502. Fax: 001808 236 3520. Netfang: international@hpu.edu Heimasíða: www.hpu.edu
Victoría — Antik
Antík og gjafavörur — sígildar vörur
kynslóð eftir kynslóð.
Antik er fjárfesting ★ Antik er lífstíll.
Ný vörusending: Jólagjafir, brúðkaupsgjafir,
afmælisgjafir og gjafavörur fyrir öll tækifæri.
Gjafirsem ekki gleymast. 15% jólaafsláttur
Sölusýning í dag, fim., fös. og lau. kl. 13—18
á Sogavegi 103, s. 568 6076 utan opnunartíma.
Geymið auglýsinguna.
FÉLAGSSTARF
Auglýst eftir framboðum
til prófkjörs á Suðurlandi
Ákveðið hefur verið að viðhafa prófkjör um val frambjóðenda Sjálf-
stæðisflokksins við næstu alþingiskosningar sem fari fram laugardag-
inn 6. febrúar 1999.
Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs. Skal framboð vera
bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki
hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu
vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. 20 flokksbundnir sjálf-
stæðismenn, búsettir í Suðurlandskjördæmi, skuiu standa að hverju
framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum
en 6.
Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar
frambjóðendum eftir að framboðsfresti lýkur.
Framboðum ber að skila ásamt mynd af viðkomandi og stuttu ævi-
ágripi til kjörstjórnar ísíðasta lagi fimmtudaginn 7. janúar 1999 og
sendisttil einhvers neðangreindra kjörstjórnarmanna.
Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi:
Bogi Karlsson, Selfossi,
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Hellu.
Ólafur Elísson, Vestmannaeyjum,
Sesselja Jónsdóttir, Þorlákshöfn,
Sveinn Pálsson, Vík.
UPPBOD
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu
6, Siglufirði, mánudaginn 14. desember 1998 kl. 13.30 á eftir-
farandi eign.
Hlíðarvegur 22, efri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Guðrún Hjaltalín Guð-
jónsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Norðurl.
vestra.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
8. desember 1998,
Guðgeir Eyjólfsson.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
□ GLITNIR 5998120919 III
I.O.O.F. 9 = 1791298V2 =
I.O.O.F. 18 = 1791298 ■
I.O.O.F. 7 = 179120981/2 = Jv.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
áSAMBAND (SUENZKRA
___' KRISTNIBOÐSFÖAGA
Háaleitisbraut 58
í kvöld kl. 20.30 verður samkoma
í Kristniboðssalnum.
Margrét Hróbjartsdóttir talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MORKINNI6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 9. desember
kl. 20.30
Kvöldvaka um Færeyinga-
sögu. Ögmundur Helgason fjall-
ar um söguna og farið er á sögu-
slóðir hennar í Færeyjum með
myndum og frásögn. Ahugavert
efni sem enginn ætti að missa af.
Verð 500 kr. (veitingar innifaldar).
Kvöldvakan verður í Ferðafé-
lagssalnum í Mörkinni 6.
Sunnudagsferð 13. desember
kl. 13.00.
Heiðmörk (Ferðafélagslund-
urinn) — Elliðavatn. Auðveld
ganga fyrir alla. Brottför frá BSÍ,
austanmegin og Mörkinni 6.
Minnum á áramótaferðina
í Þórsmörk 30/12—2/1.
Gist í Skagfjörðsskála, Langadal.
Gönguferðir, kvöldvökur, flugeld-
ar, brenna o.fl. Miðar á skrif-
stofu.
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag íslands
80 ára
Af því tilefni verður efnt til af-
mælisfagnaðar í Iðnó fimmtu-
dagskvöldið 10. desember kl.
20.00. Nokkrir af þeim miðlum
sem starfa á vegum SRFÍ munu
koma fram ásamt breska ærsla-
miðlinum Derek Johnson sem
ætlar að reyna að koma öllum
verulega á óvart með dagskrá
sem er ólík öllu því sem viö eig-
um að venjast. Miðasala í Garða-
stræti 8 og við innganginn.
SRFÍ.
EINKAMÁL
Bandaríkjamaður
á miðjum aldri
Hvítur, fjárhags-
lega vel stæður, I
tilfinningalegu
jafnvægi. Býr [
hlýju umhverfi í
N-Ámeríku í Kent-
ucky. Líkamlega
hraustur og drekkur hvorki né
reykir. Þær sem hafa áhuga á að
kynnast honum og eru á aldrin-
um 20—30 ára, leggi inn svör á
afgreiðslu Mbl. merkt: B — 30".
www.mbl.is