Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 3----------------------------- AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skynsemis- stofnun ríkisins Hvernig stendur á því að ekki hefur verið sett upp Skynsemisstofnun ríkisins þar sem ungu fólki yrði bent á óskynsemi þess að láta tilfinningarnar ráða við makaval? Eftir Hávar Sigurjónsson Eg er haldinn þeirri óþolandi áráttu að taka tilfínningalega afstöðu til flestra hluta í lífí mínu. Jafnvel hluta í umhverfinu, nær og fjær, sem strangt til tekið ættu ekki að koma mér neitt við. Iðulega fyllist ég tilfinn- ingasemi yfír aðskiljanlegustu málum og rausa sjálfan mig heitan við eldhúsborðið eða við nánustu kunningja. Svo líður þetta hjá. Þessi árátta hefur sannarlega komið mér í koll og oft orðið til þess að réttmætar efasemdir um rökhugsun mína og skyn- semi hafa verið látnar í ljós; mnuAnr s.Íá!fur get ég VIÐHORF tekið undir þetta og reyni - ég reyni - að láta tilfinning- arnar ekki ná tökum á mér og halda mig við kalda skynsemi og rök. Nærtækt dæmi er börn- in mín. Uppeldi þeirra ætti auð- vitað fyrst og fremst að byggj- ast á skynsamlegu mati á því hvað þeim er fyrir bestu. Til- finningasemi þvælist fyrir. Tillitssemi þvælist h'ka fyrir. Einfaldur hlutur eins og að klæða sig á morgnana getur orðið býsna tiifínningaleg upp- lifun fyrir fjögurra ára gamla dóttur mína. Hún vill vera fín, hún vill fara í spariskónum á leikskólann, hún vill fara í kjól og sokkabuxum. Helst á hverj- um degi. Eg segi við hana í skynsemistón og þolinmæðin drýpur af mér, að úti sé 8 stiga frost, vindhraði talsverður, snjó- föl á jörðu og hagkvæmast sé fyrir hana að fara í þykkar síð- buxur, ullarpeysu og hlýja sokka. Síðan þegar hún hafí borðað staðgóðan morgunverð sé ráðlegast að fara í loðfóðrað- an heilgalla, setja á sig skinn- húfu og draga á sig kuldaskó. Þegar ræðunni er lokið er hún um það bil að ljúka við að festa spennuna á seinni spariskónum. Svo brosir hún og ætlast til að ég hrósi henni. Ymislegt togast á innra með mér, skynsemin berst vonlausri baráttu við til- fínningarnar og ég get ekkert annað sagt en: „Mikið ertu orð- in fín og þetta er allt í lagi, þú ferð bara í gallann utanyfír ef þú þarft að fara út í dag.“ Hún ljómar, snýr sér í hring og stingur upp á því að við fáum okkur kókópöffs. Akvarðanir um hvernig skuli eyða frítíma byggjast líka á fá- ránlegri tilfinningasemi. Hafa það gott, heitir það. Fara á staði sem maður hefur ekki komið á áður, verða fyrir nýjum upplif- unum og afla sér nýrrar reynslu. Tilfínningalegrar reynslu, því upplifun er ekkert annað en flæði tilfinninga á til- teknu augnabliki. Hvaða praktískum tilgangi þjónar slíkt? Ekki neinum, auðvitað. Þeir sem ferðast um ósnortna staði eru sérstaklega á valdi til- finninga sinna; fyllast aðdáun, upplifa frelsi, skynja hið óút- skýranlega (hér skortir rök) og óendanlega samhengi hlutanna í náttúrunni. Svona tilfínninga- semi er í sjálfu sér einskis virði, hún skilar engu áþreifanlegu til baka, heldur bara hjómi einu á borð við minningar. Sjálfur hef ég reiknað út að skynsamlegast og hagkvæmast væri að fara alltaf á sama staðinn. Ennþá betra væri auðvitað ef allir færu alltaf á sama staðinn. Allra best væri ef fólk hætti hreinlega að langa til að gera eitthvað annað en vinna, sofa og éta. Legði af ósiði eins og forvitni og nýj- ungagimi. Og ef grundvallar- þættina þrjá - vinna, sofa, éta - væri nú hægt að byggja á ein- hverju öðru en tilfinningasemi. Þarf fólk t.d. að taka tilfinninga- lega afstöðu til þess hvar og við hvað það vinnur? Varla hafa þeir hjá Landsvirkjun látið ann- að en skynsemina ráða þegar þeir völdu sér vinnustað. Ekki hafa þeir látið tilfinningaleg at- riði eins og löngun í góð laun, flotta bíla, völd og áhrif ráða ákvörðun sinni. Þeir hljóta ávallt að taka þjóðarhagsmuni fram yfir persónulegan hégóma. Sumir ein jafnvel svo óskyn- samir að láta tilfinningamar ráða því hvað nám þeir leggja stund á. Þeir læra eitthvað af því þá langar til þess! Skynsamir menn hafa reyndar markvisst reynt að breyta þessu. Stýra fólki í nám af skynsemi með ýmsum ráðum. Og fólk tekur til- finningalega afstöðu til þess hvað það lætur ofan í sig. Eins og það skipti máli. Smekkur og bragð eru ekkert annað en til- finningaleg fordild. Talsverður fjöldi fólks lætur meira að segja tilfinningalega afstöðu ráða því hvar og hjá hverjum það sefur. Öllum ætti þó að vera Ijóst hvert það hefur leitt okkur. Þjóðin samanstendur í dag að stærstum hluta af tilfinningaverum. Þetta erfist auðvitað. Vonandi tekst að einangra þessi tilfinningagen með tilkomu miðlæga gagna- grunnsins og koma þeim fyrir í læstu hólfi í genabanka. Síðan yrðu þau seld skynsemisverum framtíðarinnar gegn háu gjaldi að sjálfsögðu. Þá fyrst yrði skyn- semi í því að bjóða fólki upp á ósnortna náttúra ef það hefur orðið að gjalda hæfileikann til að njóta hennar dýra verði. Hvernig stendur á því að ekki hefur verið sett upp Skynsemis- stofnun ríkisins þar sem ungu fólki yrði bent á óskynsemi þess að láta tilfinningarnar ráða við makaval. Þetta er grandvallará- kvörðun í lífl hverrar mann- eskju og svo mikilvæga ákvörð- un ætti ekki að byggja á neinu öðru en kaldri skynsemi og ná- kvæmum hagkvæmniútreikn- ingum. Þetta vissu foreldrar í gamla daga og mér verður óneitanlega hugsað aftur til dóttur minnar fjögurra ára og fyllist áhyggjum yfir því hvern- ig henni muni reiða af með allar ólukku tilfinningarnar í genun- um. Samt er það svo skrýtið að heldur vil ég að tilfinningar hennar verði ávallt endurgoldn- ar af heitri tilfinningu fremur en kaldri skynsemi. I þessu er auðvitað engin skynsemisglóra enda erum við móðir hennar genabanki dóttur okkar og komin af tilfinningaverum í marga ættliði. Félagshyggjufólk, lausnarorðið er réttlæti s A undanförnum árum hefur mikið verið rætt um hugmyndafræðilega kreppu á vinstri væng stjórnmálanna. Þetta á rætur sínar að rekja til þess að nú aðhyllast nán- ast allir einhvers konar markaðsbúskap, segir Jón Steinsson, og hefðbundin bar- áttumál vinstriflokka um miðstýringu og ríkisforsjá eru orðin óvinsæl á meðal kjós- --------------... — .. ------------------ enda. Hér á Islandi hefur félagshyggju- öflunum ekki tekist að laga sig nægilega vel að þessum nýja veruleika. ÞAÐ er lífsnauð- synlegt fyrir stjóm- málahreyfingu að hafa á bak við sig heil- steypta hugmynda- fræði sem lýsir á víð- tækan hátt hvers kon- ar þjóðfélag hreyfing- in leitast við að skapa. Lengst af hefur hug- myndafræði vinstri- manna í Evrópu átt rætur sínar að rekja til heimspeki Marx sem byggist á því að stjómmál séu fyrst og fremst stéttabarátta. Slíkar hugmyndir áttu skiljanlega upp á pallborðið hjá mörgum í upphafi iðnbyltingar þegar stór hluti fólks vann myrkranna á milli við heilsu- spillandi aðstæður fyrir smánar- launum og lifði við ömurlega fá- tækt. Miklar framfarir hafa sem betur fer átt sér stað síðan þá. Nú er svo komið að kjósendur líta ekki lengur á stjórnmál sem stéttabar- áttu í eins ríkum mæli og áður. Það er því löngu tímabært að félags- hyggjuöflin á Islandi endurskil- greini sig hugmyndafræðilega til þess að þau geti veitt kjósendum verðugan valkost. Eg legg til að hugmyndafræði félagshyggjuafl- anna grundvallist á næstu áratug- um í heimspeki Rawls í stað heim- speki Marx. Margir hafa haldið því fram að nú þegar nánast allir hafa fallist á markaðsbúskap sem eina af grund- vallarstofnunum samfélagsins séu allir flokkar orðnir miðjuflokkar. Það er vissulega rétt að allir flokk- ar eru miðjuflokkar hvað markaðs- búskap snertir. En það er ekki þar með sagt að ekki sé lengur djúp- stæður ágreiningur milli félags- hyggjufólks og frjálshyggjufólks um það hvernig skipuleggja eigi þjóðfélagið. I dag felst munurinn aðallega í mismunandi skoðunum manna á því hversu víðtæk afskipti ríkisvaldið þurfi að hafa af mark- aðsöflunum til að fram- kalla réttlátt þjóðfélag. Frjálshyggjufólk legg- ur áherslu á að réttlæti sé fólgiö í víðtæku ein- staklingsfrelsi sem samkvæmt því tryggir best hagkvæmni og þar með hámarksvelmegun fyrir þjóðfélagið. Fé- lagshyggjufólki er hins vegar í mun meira mæli umhugað um jöfn- uð og er almennt tilbú- ið að ganga lengra en frjálshyggjufólk í að nota ríkisvaldið til að hafa áhrif á tekjuskipt- inguna í þjóðfélaginu. Samkvæmt Rawls er réttlæti fólgið í sanngirni. Rawls ímyndar sér frumástand þar sem einstak- lingar samfélagsins velja samfé- lagsgerð án þess að vita neitt um stöðu sína í samfélaginu, þ.e. kyn, greind, stétt, aldur, kynþátt eða auð. Samkvæmt Rawls er sú sam- félagsgerð sem yi-ði fyrir valinu við slíkar aðstæður sanngjörn og þar með réttlát. Sanngirnin felst í því að við val á samfélagsgerð í framástandinu komast menn ekki hjá því að vega hlutskipti hvers og eins þjóðfélagsþegns jafnt þar sem hans hlutskipti gæti allt eins verið þeirra. Frjálshyggjufólk jafnt sem félagshyggjufólk ætti að geta fall- ist á að þessi skilgreining á póli- tísku réttlæti er í góðu samræmi við eðlilega réttlætiskennd okkar flestra. Megininntakið í heimspeki Rawls er hins vegar fólgið í því hvaða þjóðfélagsgerð yrði fyrir val- inu við slíkar aðstæður. Hann telur að slík þjóðfélagsgerð þurfí að upp- fylla tvö skilyrði. Fyrsta skilyrðið er að hver einstaklingur hafi eins víðtæk mannréttindi og mögulega samrýmast því að aðrir hafi sömu réttindi. Síðara skilyrðið er að ójöfnuður í lífskjöram sé aðeins umborinn að svo miklu leyti sem hann kemur þeim sem minnst Jón Steinsson mega sín í þjóðfélaginu til góða. Það era þessi réttlætisskilyrði fyr- ir leikreglum samfélagsins og þá einkum það síðara sem ættu að geta orðið hornsteinninn í hug- myndafræði félagshyggjuflokka á næstu áratugum. En viðbrögð þingmanna á vinstrivæng stjórnmálanna við þeirri hugmyndafræðilegu ki-eppu sem fylgir því að sátt hefur náðst um ágæti markaðsbúskapar hafa því miður ekki verið þau að koma sér saman um nýjan hugmynda- fræðilegan grunn. Þess í stað hafa þingmenn félagshyggjuaflanna far- ið hver í sína áttina og gerst ötulir talsmenn einstakra málaflokka s.s. umhverfísmála, spillingar eða veiðileyfagjalds. Þingmennirnir hafa með þessu gleymt því sem sameinar þá og látið ágreining um einstaka mál koma í veg fyrir að á vinstrivæng stjórnmálanna rísi stjórnmálaflokkur sem er nægilega sterkur til að ógna Sjálfstæðis- flokknum. í flestum Evrópuríkjum hefur þróunin orðið sú á síðustu áram að vinstri flokkar hafa endurnýjað baráttumál sín hvað skipulag hag- kerfisins snertir. Mörgum þeirra hefur tekist það vel upp að hag- stjórnarstefna þeirra er nú í betra samræmi við sjónarmið nútíma- hagfræði en hagstjórnarstefna hægi'iflokkanna. Á meðan vinstri- flokkar aðhylltust gamaldags sósí- alisma gátu hægriflokkar leyft sér að leiðast út í öfgar á ýmsum svið- um án þess að tapa miklu fylgi. En nú þegar flestum vinstriflokkum í Evrópu hefur tekist að sameina grundvallarhugsjónir sínar um réttlæti og jöfnuð nútímalegri hag- stjórnarstefnu er ástæða kjósenda fyrir að þola öfgar hægriflokkanna ekki lengur fyrir hendi. Þetta (ásamt öðru) hefur leitt til þess að vinstriflokkar hafa komist til valda í nánast öllum Evrópuríkjum. Sú virðist þó ekki ætla að verða raunin hér á landi. Það verður samt að virða félagshyggjuöflunum hér það til vorkunnar að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur gert þeim erfiðara fyr- ir þar sem hann hefur ekki leiðst út í jafn öfgakennda hægristefnu og til dæmis Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum og íhaldsflokkur- inn í Bretlandi. Það er því stærri hluti kjósenda sem ekki aðeins kýs hann sem þann skásta af mörgum slæmum kostum heldur er tiltölu- lega sáttur við stefnumál hans. Staða félagshyggjuaflanna á ís- landi er veikari en hún hefur verið um langt árabil. Nánast útilokað er að ímynda sér að nokkur fé- lagshyggjuflokkur taki þátt í rík- isstjórn á næsta kjörtímabili. Þessu veldur sundrung vinstri- flokkanna. En sundrungin er bein afleiðing af því að hin ýmsu flokkabrot á vinstri vængnum virðast ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Fullkomna samstöðu um hvert einasta mál þarf ekki til að félagshyggjuflokkarnir geti sam- einast. En það sem óneitanlega þarf er að félagshyggjufólk sam- einist um heilsteyptan hugmynda- fræðilegan grunn sem hægt er að hafa að leiðarljósi við úrvinnslu smærri ágreiningsefna. Heim- speki Rawls er ákjósanlegur kost- ur þar sem hún leggur áherslu á mannréttindi og jöfnuð á sama tíma og hún samrýmist lýðræði og markaðsbúskap. Höfumlur slundar nám í hagfræði viil Princeton-háskóhi í Biindnríkjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.