Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 30
80 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
I
L
TOIVLIST
lligraneskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Donatoni: Fili; C.P.E. Bach: Sónata f
g; Sciarrino: D’un faune; Boulez:
Sónatína; Schumann: Þrjár rómönsur
Op. 94; Atli Ingólfsson: POST
SCRIPTUM (frumfl.). Þuríður Jóns-
dóttir, flauta, altflauta og pikk-
ólóflauta; Stefano Malferrari, píanó.
Digraneskirkju, mánudaginn 7. des-
ember kl. 20.30.
ÞAÐ er ekki oft sem maður sér
dagskrá vega jafnfullkomið salt
milli nýs og gamals og gerðist í
Digraneskirkjunni á mánudags-
kvöldið var. Raunar var fortíðartón-
listin í minnihluta, „B“ í tveim ABA-
samlokum sitt hvoru megin við hlé,
og miðklassískur C.P.E. Bach og
miðrómantískur Schumann auk
þess frá ólíkum tíma, en tónrænar
tilfinningar gömlu meistaranna
samsvöruðu sér hins vegar furðu
vel, þrátt fyrir meira en hálfrar ald-
ar tímagjá, og hreinsuðu loftið á
milli framúrstefnuverkanna með
gamalkunnugu tónmáli sínu.
Ekki rekur mann minni til að
Þuríður Jónsdóttir hafi áður komið
fram sem flautuleikari á tónleikum
hér, né heldur ítalski píanóleikarinn
Stefano Malferrari, en um það var
LISTIR
Rödd að handan
ekkert tekið fram í annars velrituð-
um tónleikaskrártexta Atla Ingólfs-
sonar. Eins og mörgu áhugafólki
um nýja tónlist mun kunnugt, hafa
þau hjónin Atli og Þuríður dvalið
langdvölum suður í Bologna á ítal-
íu, þar sem Þuríður hefur numið
flautuleik og tónsmíðar, þó að tón-
leikaskráin vildi sem minnst um það
vita. Fjölbreytnin var í fyrirrúmi
á þessum tónleikum. Ekki einasta
voru fjögur gjörólík nútímaverk á
dagskrá innan um tvö aftan úr öld-
um, heldur komust allir meðlimir
þverflautufjölskyldunnar (að
bassaflautu undanskilinni) í pontu,
því auk C-flautunnar hefðbundnu
kvaddi altflautan í G sér hljóðs í
verki S. Sciarrinos og pikkólóflaut-
an í verki Atla Ingólfssonar sem
þau Þuríður frumfluttu við þetta
tækifæri. Virtist Þuríður jafnvíg á
allar blístrumar, sem hljóta að út-
heimta töluvert mismunandi munn-
stillingu og blásturstækni, þó að
fingrasetningin sé eins.
Tónskrámótur Atla um verk og
höfunda voru öðravísi en menn eiga
að venjast; skemmtilega persónu-
legar athugasemdir með spakljóð-
rænum undirtóni á kostnað hefð-
bundinna æviskráratriða. Franco
Donatoni sagði hann m.a. hafa upp-
götvað, að „þótt sköpunin væri liðin
undir lok, væri uppgötvunin enn
möguleg.“ „Fili“ (=Þræðir) bar með
sér að leggja litla áherzlu á sam-
hengi. Það hófst á slitróttum púls-
lausum punktastíl sem síðar varð
hvassari, sló yfir í mínímalíska þrá-
frumaítrekun ásamt örum samstíg-
um píanóhljómum, þaðan yfir í ólíka
heima vellandi vatns og blakandi
fiðrilda, tilbrigði um trillur og fors-
lög og loks í iðandi „agitato". Verkið
var mjög vel leikið, og vottaði þá og
þegar fyrir þeirri afbragðs tækni og
fjölhæfni í túlkun beggja flytjenda
sem seinni verk dagskrár áttu eftir
að staðfesta frekar.
Hamborgarsónata Emmanúels
Bach frá 1786 er elliverk í tveim
þáttum, þar sem hinn ljúfsári Al-
legretto ber enn keim af hinum
brautryðjandi „tilfinningastíl“ hans
30 ámm áður, en hið bjartara lokar-
ondó stendur nær háklassík Moz-
arts. Verkið léku þau Þuríður af
sérlega samtaka næmni og þokka.
Eftirminnilegasta verk kvöldsins
var án efa „S’un faune“ eftir Sciarr-
ino, sem að sögn tónskrár leitast við
að „stöðva tímanrí1, auk þess sem
hann kvað hafa „sérstakt dálæti á
flautunni og hefur uppgötvað ótal
ný blæbrigði í rödd hennar“. Það
voru orð að sönnu, því það sem úr
altflautu Þuríðar kom (hafi það þá
komið þaðan en ekki að handan;
erfitt var að staðsetja uppsprett-
una) var líkara draugalegum söng
tónsagar en flautublæstri. Þó að
efniviður væri afar sparneytinn, var
útkoman með ólíkindum áhrifamik-
il, að maður jafni ekki við dulræna
reynslu; e.k. tímafrystur ballett fyr-
ir útfrymi og Hitchcoek-píanó á
milli ógnar og yndis. Forðum tið
vora menn brenndir á báli fyrir
minna en þetta.
Sónatína Boulez frá 1946 var ekki
nærri eins áhrifamikil, þótt vissu-
lega gengi ekki lítið á, sérstaklega í
knúsuðum píanópartinum sem var í
forystu allt til enda og hefði að
ósekju mátt vera með hálfopið lok
en ekki alopið. Þó að flytjendur léku
sín hlutverk með glans, skildi verkið
lítið eftir miðað við átökin og bar,
eins og svo mörg öfgaframúrstefnu-
leg verk fyrrí tíma, ekki aldurinn
vel, þrátt fyrir vel útilátnar spil-
tæknikröfur.
Hinar þrjár Rómönsur
Schumanns voru kærkomnar eftir
hamaganginn, þótt eilítið í tilfinn-
ingasamari kantinum væru, n.k.
melódrömu án orða og mjög fallega
mótaðar í flautu og píanó, þó að
flaututónninn hefði mátt vera eilítið
bjartari í nr. 2 og píanóið - enn á
opnu loki - aðeins veikara í heild.
Að lokum var frumflutt nýtt verk
eftir Atla Ingólfsson, POST
SCRIPTUM íyrir pikkólóflautu og
píanó, stutt en fersk samleiksetýða
á diskant-tíðnisviði sem þó vakti
meiri væntingar en hlustendur gátu
með góðu móti náð að torga á að-
eins þremur mínútum. Mætti vel
hugsa sér að efniviðurinn dygði í
helmingi lengi-a verk. Eins og flest
fyrr á dagskránni var stykkið skín-
andi vel leikið.
Ekki tókst síður uppklöppunar-
verk utan prentaðrar dagskrár,
„Þrjár anddrár“ eftir Atla, sérlega
fallegar öi-myndir fyrir sömu áhöfn
í ofurlítið eldri stíl sem enduðu á
ljóðrænni depurð í anda Prokofievs.
Og hvað sem fálæti tónleikaskrár-
ritara líður um hvort hér hafi
„debút“ Þuríðar Jónsdóttur á flautu
farið fram eður ei, verður ekki ann-
að sagt en að frammistaða hennar
hafi verið hin ánægjulegasta, tækni-
lega gegnheil og músíkölsk fram í
fingurgóma.
Ríkarður Ö. Pálsson
l
!>
I
í
Gunnar Guðbjörns-
son á Jólatónleik-
um Mótettukórsins
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
STEFAN Arngrímsson, f.v., Svava Ingólfsdóttir, Hreinn Hjartarson,
f.h. Hjartar Hreinssonar, Berglind Garðarsdóttir, f.h. Huldu B. Garð-
arsdóttur, og Hrönn Hafliðadóttir.
Ekki meir! Ekki meir!
TENÓRSÖNGVARINN Gunnar
Guðbjömsson syngur einsöng með
Mótettukór Hallgrímskirkju á
jólatónleikum föstudaginn 11. og
sunnudaginn 13. desember nk. og
mun Hjálparstarf kirkjunnar njóta
ágóða af tónleikunum.
Á efnisskránni er aðventu- og
jólatónlist frá ýmsum löndum, m.a.
Svíþjóð og Frakklandi. Af íslensk-
um verkefnum má nefna frumflutn-
ing á jólalagi eftir stjórnanda kórs-
ins, Hörð Áskelsson, og tónlist eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Með kórn-
um koma fram trompetleikaramir
Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur
Öra Pálsson, Daði Kolbeinsson óbó-
leikari og Douglas A. Brotchie org-
Sýningum lýkur
Gallerí Stöðlakot
SÝNINGU Magnúsar Þorgríms-
sonar á eld- og reykbrenndum leir-
kerum lýkur á sunnudag.
Stöðlakot er opið daglega frá kl.
14-18 og á öðrum tíma eftir sam-
komulagi.
Mokkakaffi
Sýningu Þórodds Bjarnasonar
lýkur nú á fóstudag.
elleikari. Gunnar Guðbjörnsson
kemur sérstaklega hingað til lands
frá Frakklandi til þess að syngja
með Mótettukómum en hann hefur
að undanfornu verið á ferð og flugi
milli óperuhúsa á meginlandi Evr-
ópu þar sem hann hefur hlotið ein-
róma lof fyrir söng sinn.
I fréttatilkynningu frá
Mótettukórnum segir að efnisval
tónleikanna sé að mestu sprottið af
rótum rómantískrar tónsköpunar.
„Gunnar syngur Kirkjuaríu Stra-
della og Ó, helga nótt eftir Adams,
auk jólalaga, m.a. eftir Agusta
Holmes og Max Reger. Kórinn flyt-
ur einnig tónlist eftir Otto Olsson,
Þorkel Sigurbjömsson, Hörð
Áskelsson, auk þekktra jólasálma.
Á tónleikunum verða frumflutt tvö
lög, inngangsmúsík fyrir tvo
trompeta og orgel yfir aðventusálm-
inn Kom þú, kom vor Immanúel eft-
ir Þorkel Sigurbjörnsson og jóla-
sálmurinn Jólagjöfin eftir Hörð
Áskelsson við texta Sverris Páls-
sonar frá Akureyri," segir þar enn-
fremur.
Tónleikarnir verða í Hallgríms-
kirkju kl. 20 á föstudagskvöld og kl.
17 á sunnudag og verður forsala að-
göngumiða í Kirkjuhúsinu við
Laugaveg.
Þrír hlutu styrk
úr Söngvara-
sjóði FÍL
ÞRÍR söngvarar hafa hlotið
styrk úr Söngvarasjóði FIL, Fé-
lag islenskra leikara, sem styrk-
ir unga og efnilega söngmenn
til framhaldsnáms, svo og starf-
andi söngvara til frekari mennt-
unar í listgrein sinni. Styrki
hlutu : Hulda Björk Garðars-
dóttir, Svava Ingólfsdóttir og
Hjörtur Hreinsson.
Uthlutunarnefnd sjóðsins
skipa þau Stefán Arngrímsson,
Ingveldur G. Ólafsdóttir og
Hrönn Hafliðadóttir.
BÆKUR
Barnabók
DÓMSDAGSFLASKAN
Eftir Clive Gifford. Hannað af
Russell Punter. Teiknað af Geo Park-
in. Þýðandi: Björn E. Arnason. Rit-
stjóri: Jane Chisholm. Prentað í
Englandi. Utgefandi: Hávellir ehf.
1997 48 síður.
Æ! Æ! Hvers vegna er verið að
eyða prentsvertu og vinnu í slíkt
verk? Það er mér með öllu óskilj-
anlegt. Að vísu skal á það bent, að
margar myndanna eru mjög vel
gerðar, en meir þarf til svo úr verði
þokkaleg bók.
Ekki nægir heldur löngun til að
fræða, sem virðist tilgangur kvers-
ins, það les eg úr spumum í lok
hverrar opnu, sem lagðar eru fyrir
lesandann. Því líka, að aftan við að-
alefni er spumunum svarað, hafi
gátur ekki verið rétt ráðnar.
Virðingarverður ásetningur lyftir
ekki lélegum efnistökum yfir lág-
kúra „spennumynda" sjónvarpsiðn-
aðarins, og til hvers er þá verið að
kalla bam frá skjá að bók?
Dómsdagsflaskan er sögð íyrst í
flokki ævintýrasagna. Æ! Æ! Æ!
Sig. Haukur
Ævisögur
Péturs og
Steingríms
kynntar
BÓKAKYNNING á vegum
Minja og sögu verður haldin í
Norræna húsinu í dag kl. 17.
Jakob F. Ásgeirsson les úr
bók sinni, Pétur Ben, og svar-
ar fyrirspumum og Dagur B.
Eggertsson les úr bók sinni,
Steingrímur Hermannsson,
ævisaga. Steingrímur og Dag-
ur svara lyrirspumum að
lestrinum loknum.