Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
h
FRÉTTIR
Endurbygging Reykjavíkurflugvallar hefst næsta sumar
Framkvæmdum
skipt í þrjá áfanga
ENDURBYGGINGU Reykjavík-
urflugvallar verður skipt upp í
þrjá áfanga. Stefnt er að því að
framkvæmdir við fyrsta áfangann,
endurbætur á austur-vesturbraut,
hefjist næsta sumar. Framkvæmd-
ir við lokaáfangann, endurbygg-
ingu norður-suðurbrautar og flug-
hlaða, eiga að hefjast árið 2002 og
vera lokið sama ár.
Kostar 1,5-1,6
milljarða króna
Varið verður um 200 milljónum
króna til verksins á næsta ári en
heildarframkvæmdakostnaður er á
bilinu 1,5-1,6 milljarður króna.
Ekki er gert ráð fyrir að flugvell-
inum verði lokað á fram-
kvæmdatímanum en afkastagetan
skerðist tímabundið.
Gert er ráð fyrir því að útboð á
fyrsta áfanga verði í lok mars á
næsta ári og fer það fram á evr-
F ramkvæmdum
við lokaáfanga
lokið árið 2002
ópska efnahagssvæðinu. Ekki er
frágengið hvemig staðið verður að
útboðum á öðram áfóngum verks-
ins.
Ráðgert er að framkvæmdir
geti hafist í byrjun júlí. Meðan á
þeim stendur verður norður-suð-
urbraut notuð fyrir flug en einnig
er hugsanlegt að hluti austur-vest-
urbrautar verði opinn.
Mikil timamót
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri,
sem hefur unnið að undirbúningi
framkvæmdarinnar, segir að hér
sé um mikil tímamót að ræða.
Menn hafi gert sér grein fyrir að
löngu væri tímabært að gera við
flugvöllinn sem væri aðalmiðstöð
innanlandsflugsins en rúmlega
90% af öllum farþegum í innan-
landsflugi fara um þennan flugvöll.
Hann segir að þar sem verkið
hefjist vart fyrr en um mitt næsta
ár verði helmingur fyrsta áfang-
ans, vestur-austurbrautarinnar,
unninn á fyrsta árinu. Stefnt er að
því að endurbyggingu seinni helm-
ings brautarinnar verði lokið áríð
2000 ásamt brautarmótunum. Arið
2001 er ráðgert að endurbyggja
suðurhluta norður-suðurbrautar
og akstursbraut meðfram henni.
Arið 2002 er síðan ráðgert að end-
urbyggja norðurhluta norður-suð-
urbrautar, akstursbraut og flug-
hlöð.
Samkvæmt deiliskipulagi sem
nú er verið að leggja síðustu hönd
á er gert ráð fyrir nýrri flugstöð
sem þó er ekki hluti af fyrirliggj-
andi framkvæmdaáætlun.
t T-Á.i'V-vj
Framkvœmdir 1999
Framkvœmdir 2000
Framkvœmdir 2001
Framkvœmdir 2002
100 200 300 400 500 m
s Reykjovíkurflugvöllur
Orög oö Öfongaskiptlngu framkvemda
{asftt ÆB&íSfiSisrjz. j
HM> |T«Mk tlMNB
■>*»* r=: | »nua l»l 964 1 J 1 89 1.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
VÖRUBÍLSPALLURINN, sem sést lengst til vinstri, skildi eftir stórt
skarð í hesthúsinu sem hann féll á í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ.
Vörubílspallur hafnaði
inni í hesthúsi
PALLUR af malarflutningabíl
hafnaði inni í hesthúsi við Drífu-
bakka í hesthúsahverfinu í Mos-
fellsbæ síðdegis í gær eftir að
pallfestingarnar á bílnum brotn-
uðu þegar verið var að dreifa úr
honum hlassi.
Að sögn Guðfinns Vilhjálms-
sonar, sem var í hesthúsinu þeg-
ar óhappið varð, mátti engu
muna að pallurinn lenti á honum
sjálfum og hestum sem voru í
húsinu. „Pallurinn valt bara ofan
á húsið og inn í hlöðuna. Það
slasaðist sem betur fer enginn en
ég stóð þarna mjög nálægt og
var því heppinn. Mér dauðbrá
hins vegar þar sem þetta gerist
ekki á hveijum degi,“ sagði Guð-
finnur.
Hann sagði að fimm hestar
hefðu verið í húsinu þegar pall-
urinn féll á það en engum þeirra
hefði orðið meint af.
HOLTAGARÐAR
OPIÐ í DAO TIL KU
I8UO
Félagsmenn í Dagsbrún/Framsókn
Samþykktu að rifta
kj arasamningunum
FÉLAGSMENN í Dagsbrún/
Framsókn, sem starfa hjá Reykja-
víkurborg, hafa samþykkt með mikl-
um meirihluta greiddra atkvæða að
heimila riftun kjarasamninga við
borgina. Á kjörskrá voru 928 en 240
greiddu atkvæði, eða 26%. Samþykk-
ir riftun voru 88% þeirra sem þátt
tóku en 9,5% voru á móti.
Tilefni riftunarinnar er deila
félagsins við borgina vegna þess að
samfara nýráðningu fólks sem sér
um ræstinga í skóla undir nýju
starfsheiti skólaliða og breytingu á
starfssviði þess hefur það verið að
færast inn í Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar.
Forystumenn Dagsbrúnar/Fram-
sóknar töldu að þetta væri óheimilt
vegna þess að í gildi væri kjarasamn-
ingur sem byndi báða aðila til ársins
2000, en félagsdómur dæmdi borg-
inni í vil. Halldór Björasson, formað-
ur Dagsbrúnar/Framsóknar, segir að
borgin hafí eftir það gefíð loforð um
að taka ekki upp skólaliðafyrirkomu-
lagið í fleiri skólum án samráðs við
félagið, en það hafi verið svikið.
A
Obreytt
líðan
FARÞEGI bifreiðai-innar,
sem fór út af veginum við
Hrútafjarðarháls á sunnu-
dagskvöld, liggur enn á
gjörgæsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur með alvarlega
mænu- og hálsáverka. Að
sögn aðstoðarlæknis á heila-
og taugaskurðdeild era vonir
bundnar við að sjúklingurinn
verði fluttur af gjörgæslu-
deild yfir á heila- og tauga-
skurðdeild í lok vikunnar.
Líðan hans er eftir atvikum
góð og er hann ekki í lífs-
hættu.
Ibúðareigendur torveldi
innbrotsþjófum aðgengi
TVEIR menn vora handteknir á
mánudag og aðfaranótt þriðjudags
fyrir þrjú innbrot inn á heimili í
miðbænum og í vesturbænum. I
fyrradag var brotist inn á heimili
við Miklubraut og stolið þaðan
verðmætum fyrir um eitt hundrað
þúsund krónur. Hafði þjófurinn
brotist inn um aðaldyr íbúðarinnar
að degi til þegar húsráðendur vora
að heiman og látið greipar sópa.
Hann hefur ekki náðst enn. Þjófur-
inn braut gler í útidyrahurð íbúðar-
innar með steini, sem lá á gólfínu
og blasti við húsráðanda er hann
kom heim til sín að loknum vinnu-
degi.
Þjófurinn hafði farið inn í stofu
og tekið helming af geisladiskasafni
heimilisins, hljómflutningstæki og
þráðlausan síma og farið þaðan inn
í svefnherbergi hjónanna. „Þar
hafði verið rótað í skápum og hvolft
úr skartgripaskríni konu minnar,“
sagði húsráðandi í samtali við
Morgunblaðið. „Tæmt hafði verið
úr skjalatösku minni og henni
stolið, líklega til að bera þýfið í og
einnig fór þjófurinn inn í eldhús og
tæmdí úr söfnunarbauk Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, sem í vora
nokkur hundruð krónur. Fjölskyld-
unni varð ekki svefnsamt um kvöld-
ið vegna tilhugsunarinnar um að
ókunnugir hefðu raðst inn á heimil-
ið og að þeir gætu hugsanlega kom-
ið aftur.“
Skáka í skjóli nætur
Innbrotsþjófar skáka í skjóli
nætur, að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns. I dimmasta mánuði ársins,
sem nú fer í hönd, gefst þeim enn
betra svigrúm til að brjótast inn að
degi til. Þótt nýleg dæmi sýni að
innbrotsþjófar svífast einskis í leit
sinni að verðmætum, segir Ómar
Smári að samkvæmt bókum lög-
reglunnar séu ekki merki þess að
þjófar séu óvenju bíræfnir nú frem-
ur en venjulega. Tíðni innbrota í
heimahús er ekki hærri í desem-
bennánuði miðað við aðra mánuði
ársins þótt auðgunarbrotum fjölgi
verulega í desember, einkum
hnupli úr verslunum.
Ástæða er þó fyrir borgara að
gera allar þær ráðstafanir, sem
mögulegar eru, til að minnka lík-
urnar á að verða fyrir tjóni af völd-
um innbrotsþjófa. Góð lýsing í
kringum heimili er mikilvæg og
einnig hefur samkomulag milli
nágranna um að þeir gæti hver ann-
ars heimilis dugað vel. Nágrannar
geta fylgst með mannaferðum og
skráð hjá sér númer grunsamlegra
bifreiða og haft auga með gransam-
legum mannaferðum. Þá géta hús-
ráðendur gert innbrotsþjófum erfíð-
ara fyrir en ella með því að ganga
vel frá öllum opnanlegum fögum og
sé ætlunin að skilja heimilið eftir
autt í tiltekinn tíma má ekki gefa
það óþarflega til kynna með skila-
boðum þess efnis á símsvara.
Gott er að tryggja reglulegan
umgang ættingja eða vina meðan
dvalið er íjarri og hafa það jafn-
framt hugfast að innbrotsþjófar
velja sér heimili fólks með fyrirvara
og hafa fyrir því að rannsaka
hvenær þeim sé óhætt að brjótast
inn. Þeir hringja jafnvel í símanú-
mer heimila til að finna út á hvaða
tímum fólk er helst heima og að
heiman að sögn lögreglu.
Það sem innbrotsþjófar sækjast
helst eftir era ýmis heimilis- og raf-
magnstæki, sem era meðfærileg og
koma má í verð með skjótum hætti
svo sem hljómflutningstæki, sjón-
vörp, myndbandstæki og því um
líkt.
Afsláttur á tryggingum
vegna þjófavama
Mismunandi er hvemig brotaþol-
ar eru tryggðir gagnvart innbrotum,
en ti-yggingar, sem bæta skaða
vegna innbrota eru frjálsar og því er
það á hendi íbúðareigenda hversu
mikla áhættu þeir taka á því sviði.
Hins vegar stendur mönnum til boða
afsláttur á tryggingum setji þeir upp
þjófavai’narkerfí á heimilum sínum
og ennfremur er starfrækt endur-
greiðslukerfi hjá Sjóvá-Almennum,
sem virkar í stórum dráttum líkt og
bónuskerfi bifreiðatrygginga.
t.
I
Hnnw------------------........................................ W'"'"'"'3