Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVTKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vandaðar innréttingar frá Belgíu á verði sem ekki hefur sést áður. Otal möguleikar! VERSLUN FYRIR ALLA ! ilLDSOI ERSLUNI tívérði/ Vi& Feiismúia Sími 588 7332 NWDNAM hefst í janúar 1999. Nuddnámið tekur eitt og hálft ár. Utskriftarheiti er nuddfræðingur. Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðinga. Upplýsingar í síma 567 8921 eða á Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík alla virka daga kl. 13-17. Hægt er að sækja um í síma, á staðnum eða fá sent umsóknareyðublað. Nuddskóli Guðmundar VIÐSKIPTI Bankar og fjármálastofnanir halda áfram að safna kennitölum SPRON hækkar, Landsbanki og Islandsbanki bjóða afturvirkt Morgunblaðið/Kristinn í GÆRDAG stóð starfsmaður Landsbankans, lengst til vinstri, í sér- stökum bás úti á gangi Kringlunnar og kynnti „kaupréttarþjónustu" bankans fyrir vegfarendum og úthlutaði þar til gerðum eyðublöðum þar sem fólk gat framselt kauprétt sinn. I baksýn má sjá liðsmann Hjálpræðishersins selja Herópið. Bankar og fjármálastofnanir héldu áfram í gær að bítast um kennitölur og kauprétt fólks í þeim tilgangi að kaupa út á hann hlut í Búnaðar- banka íslands. Fjárvangur býður besta kaup- gengið, eða 2,54, og á eftir þeim kemur Handsal með 2,52, þá Kaup- þing Norðurlands með 2,50. í gær bættist SPRON í hóp næsthæstu bjóðenda, einnig með gengið 2,50. Landsbankinn sem í Morgunblað- inu í gær tilkynnti að hann myndi veita alla sömu þjónustu við hluta- bréfakaupin og Islandsbanki hafði tilkynnt, þar á meðal að kaupa kaup- rétt fólks, sendi í gær frá sér frétta- tilkynningu þar sem sagt er að bank- inn hafi ákveðið að kaupa kauprétt að hlutabréfum í hlutafjárútboði Búnaðarbankans á nýju gengi 2,40 og á gengið einnig að gilda aftur- virkt, þ.e. fyrir þá aðila sem þegar hafa framselt kauprétt sinn til bank- ans. Áður hafði Landsbankinn boðið 2,28 líkt og íslandsbanld. Boð Landsbankans er nokkru lægra en hæsta boð, sem verðbréfa- fyrirtækið Fjárvangur býður þeim, sem framselja vilja kauprétt sinn, 2,54. I kjölfar tilkynninga um afturvirkt boð Landsbankans boðaði íslands- banki breytingu á boði sínu og sagði í tilkynningu að allir fengju aftur- virkt kauptilboð á genginu 2,40. í tii- kynningunni frá banknaum segir: „í kjölfar þess að íslandsbanki hækk- aði gengi sitt á kauprétti á hlutabréf- um í Búnaðarbankanum úr 2,28 í 2,40 hefur hann ákveðið að láta alla þá 10 þúsund einstaklinga, sem strax á fýrsta degi sýndu bankanum þá velvild að framselja honum rétt sinn með bindandi samningum á genginu 2,28, að njóta þessarar hækkunar að fullu.“ Búist við stíganda Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, SPRON, hækkaði tilboð sitt til fólks í annað sinn á hádegi í gær en í fyrradag hafði bankinn boðið kaupgengið 2,28 og síðai- þann dag 2,45. Boðið var 2,50 og þar með varð SPRON annar hæsti bjóðandi ásamt Kaupþingi Norðurlands sem einnig býður 2,50 í kauprétt al- mennings. Búist er við því á markaðnum að bréfin í Búnaðarbankanum stígi áfram rólega, enda þýðir kaupgeng- ið 2,52 17% hækkun bréfanna frá sölugenginu 2,15. Það er til dæmis enn nokkru minna en gengi á bréf- um Landsbankans hefur hækkað um frá byrjunargengi, 25%, og gengi á bréfum FBA, 30%. Áskriftartímabilinu lýkur nk. föstudag klukkan 16 og verða allar áskriftir að hafa borist bankanum fyrir þann tíma. Hver einstaklingur getur skráð sig fyrir 500.000 króna hlut að nafnvirði. Financial Times fjallar um íslenskan snyrti vörumarkað HEILDVERSLUN Halldórs Jóns- sonar hefur tiyggt sér umboð íyrir framleiðsluvörur japanska snyrti- framleiðandans Shisheido hér á landi. Fjallað er um sókn Shisheido á mörkuðum í Evrópu í fjármála- blaðinu Financial Times og segir að á Islandi vaxi markaður íýrir krem- vörur um 7% á ári. I frétt blaðsins segir að vörur Shisheido-fýrirtækisins, stofnað 1872, væru seldar í 27 löndum í Evrópu og að forsvarsmenn þess gerðu gerð ráð fýrir að sala utan Japans verði 25% af heildarsölu árið 2000. Þá kemur fram að fýrirtækið hafi hafið sölu á framleiðslunni í Rússlandi og sala hefjist á Islandi næsta vor. Ráðandi á Asíumarkaði Kristján Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Heildverslunar Hall- dórs Jónssonar, segir að Shisheido framleiði m.a. snyrtivörur, krem og ilmvörur fyrir dömur og herra. Hann segir að vörur fyrirtækisins hafi verið alls ráðandi á Asíumörk- uðum um áratuga skeið, en fyrst komið á markað í Evrópu fyrir 35 árum. „Viðræður hafa staðið yfir í tvö ár og var skrifað undir í nóvem- ber sl. Við eigum von á fulltrúum frá japanska fyrirtækinu síðar í þessum mánuði til að undirbúa markaðssetningu vörunnar. Fyrir- tækið setur strangar reglur um hvar vörur þess eru seldar, en þær eru meðal annars ekki seldar í frí- höfnum. Shiseido leggur mikla áherslu á þjálfun, þekkingu og þjón- ustu og þar af leiðandi þarf að þjálfa starfsfóik heildverslunarinnar og þeirra verslana sem koma til með að selja þessa vöru.“ Heildverslun Halldórs Jónssonar var stofnað árið 1955 og hefur um áratugaskeið selt m.a. WELLA- hársnyrtivörur, en hóf sölu á snyrti- vörum árið 1994. Samsung og Da- ewoo vilja losa sig við tugi deilda Seoul. Reuters. SAMSUNG- og Daewoo-fyrir- tækjasamsteypurnar í Suður- Kóreu munu skiptast á bágbornu bílafyrirtæki og skuldugu rafeinda- tæknifyrirtæki og hafa skýrt frá ráðstöfunum til að losa sig við tugi deilda. Ríkisstjórn Suður-Kóreu reynir um leið að hrinda af stað endur- skipulagningarherferð með því að tilkynna að fjölskyldureknar fyrir- tækjasamsteypur (kallaðar chaebol) hygðust afla 58 milljarða dollara með erlendum fjárfestingum, fjár- magnsaukningu og sölu eigna. Almenningur kennir aðallega chaebol fyrirtækjum um ef efna- hagsþrengingar eru í landinu og er- lendir fjárfestar eru vantrúaðir á umbætur í fyrirtækjum. Kim Dae- jung forseti kallaði því á sinn fund leiðtoga fimm helztu fyrirtækjanna til að ræða ástandið. Eina áþreifanlega samkomulagið sem hefur náðst var á þá leið að Samsung Group samþykkti „í meg- inatriðum“ að selja nýtt bílafýrir- tæki sitt Daewoo Group í skiptum fyrir óskráð fyrirtæki, Daewoo Eleetronics. Samsung er helzta rafeindaiðnað- arfýrirtæki Suður-Kóreu og mesti örgjörvaframleiðandi heims. Da- ewoo Motors er næststærsti bfla- framleiðandi Kóreu á eftir Hyundai Motors. Daewoo Electronics skuldaði 3,7 milljarða won í lok júní, eignir fyrir- tækisins voru metnar 4,8 milljarða won. Samsung Motors skuldaði 3,6 milljarða won, en eignir fýrirtækis- ins námu 4,3 milljörðum won. Sérfræðingar segja að örlög Samsung Motors hafi verið ráðin þegar fýrirtækinu tókst ekki að komast yfir Kia Motors og Asia Motors Hyundai Group sigraði á uppboði í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.