Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
því 5.100 kr. Til samanburðar er
áætlaður kostnaður við Sundabraut
12 milljarðar og við tvöfóldun
Reykjanesbrautar 6,5 milljarðar.
Landfylling er leið til hagkvæmra
landvinninga í hafnarborgum um
allan heim. Hérlendis hafa landfyll-
ingar einnig verið notaðar við hafn-
argerð. Margir helstu flugvellir
heims eru á landfyllingum t.d. í
Tókýó, Hong Kong, Sydney, San
Francisco, Toronto, Boston, New
York, Ríó og Isafirði.
Tilgangur tillagnanna er að
sporna gegn öfugþróun byggðar,
niðurníðslu miðborgarsvæðis og
skelfílegu ástandi í umhverfismál-
um í Reykjavík. Meginforsenda er
að byggðarþróun næstu áratugi
verði vestast í borginni. Reiknað er
með þéttri íbúðar- og miðborgar-
byggð á landfyllingum við Akurey,
norðan Sæbrautar og í Vatnsmýri.
Að auki er lagt til að gamla höfnin
verði felld inn í miðborgarsvæðið og
hafin þar uppbygging íbúðarsvæða
og miðborgarstarfsemi í sambýli við
hafnarstarfsemi. Slíkar lausnir eru
vel útfærðar í hafnarborgum víða
um heim.
Þétting byggðar
Þéttleiki byggðar er ein helsta
kennistærð í skipulagi og segir til
um umhverfisgæði og skilvirkni
borga. Óhætt er að bera saman
blóðþrýsting mannslíkamans og
þéttleika byggðar. Hvorugur má
vera of lágur né of hár til að ekki
fari illa. Lágmarksþéttleiki byggðar
með almenningssamgöngum er um
50 íbúar á hektara. 1940 var þétt-
leiki byggðar í Reykjavík 170 íb./ha
en 1998 er hann 28 íb./ha. Þessi tala
lækkar mjög þegar byggð á Kjalar-
nesi, á svokölluðum nýbyggingar-
svæðum og í Blikastaðalandi er
reiknuð með. Borgir með mjög lága
þéttleikatölu er að finna í Banda-
ríkjunum og Ástralíu og eru þær
sniðnar að þörfum bflsins. Þéttleiki
evrópskra borga er að jafnaði
þrefalt hærri en í Reykjavík.
Ábati af þéttingu byggðarinnar
er mikill en byggist á flóknu sam-
hengi. T.d. er erfitt að verðleggja
fagurfræðileg gæði bygginga, götu-
mynda og torga. Ný stofnbraut frá
austri til vesturs um Vatnsmýri er
forsenda þess að unnt sé að endur-
hæfa byggð og gera borgina skil-
virka. Óll Reykjavík mun njóta góðs
af vegna skilvirkari samgangna,
aukinna gæða opinbera rýmisins og
vegna öflugrar miðborgar. í þéttri
byggð er efnahagslegur gi-undvöll-
ur íyrir vönduðum lausnum í sam-
göngumálum. Gert er ráð fyrir að
almenningssamgöngur standi undir
sér og að dýrar lausnir í gatnagerð
skili sér að fullu í bættri landnýt-
ingu.
Unnt er að meta afmarkaða þætti
og spá í líklegan ábata. - T.d. má
gera ráð fyrir að afgangur af lóða-
gjöldum þéttrar byggðar í Vatns-
mýri nægi fyrir landfyllingu undir
flugvöll í Skerjafirði. - Friðun 20
þúsund íbúa byggðar fyrir hávaða-
mengun af flugvelli gæti leitt til 7
milljarða króna hækkunar á fast-
eignaverði þeirra. - Fari Reykvík-
ingar árlega í 50 milljón atvinnu-
tengdar ökuferðir sparast á ári
hverju um 450 mannár fyrir hverja
mínútu sem hver ökuferð styttist
með tilkomu skilvirks samgöngu-
kerfis. - Fækki ökuferðum
Reykvíkinga um fjórðung minnkar
kostnaður af einkabilaakstri í borg-
inni um 10 milljarða króna á ári. -
Ef helmingur Reykvíkinga byggi í
þéttri og skilvirkri byggð kæmist
hver fjölskylda e.t.v. af með einn bfl
að jafnaði í stað 1,6 bfla eins og nú
er. Þá gætu 18 þúsund fjölskyldur
sparað árlega um 6 milljarða króna.
Niðurlag
Með flugvelli í Vatnsmýri hófst
hálfrar aldar öfugþróun byggðar á
höfuðborgarsvæðinu og stöðnun
miðborgar Reykjavíkur. Til urðu
þrjú sveitarfélög á litlu svæði, sem í
dag mynda þó eina efnahagsheild
ásamt öði'um sveitaifélögum á höf-
uðborgarsvæðinu en þar er þéttleiki
byggðar miklu lægri en í Reykjavík
og í sjálfu sér kominn langt niður
mafyrir lífsmark venjulegs þéttbýlis
og óskilvirknin er óskapleg. Ef ekk-
ert vitrænt verður aðhafst í skipu-
lagsmálum á svæðinu verður til af
sjálfu sér dreifð og víðáttumikil línu-
borg fyrir bfla. Það er því mikilvægt
að byggja upp á útnesjum og þétta
byggðina með öllum ráðum. Frum-
skilyrði er að leggja niður flugvöll í
Vatnsmýri. Það er að mati margra
góð lausn að byggja nýja aðstöðu
fyrir flugrekstur í Skerjaftrði.
Á tímamótum er við hæfi að líta
um öxl og fram um veg. Líklega eru
Skólavörðustíg 21 a • 101 Reykjavík
Sími / Fax: 552 1220
Netfang: blanco@itn.is
Veffang: www.blanco.ehf.is
Vitundarvígsla manns og sólar
Dulfræði fyrir þá sem leita.
Fæst f versl. BETRA LÍF í Kringlunni 4-6
Námskeið og lcshringar. Opnar umræður á hóppóstlista-rafpósti
mjAhugamenn um Þróunarheimspeki
Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, fax 587 9777, sími 557 9763
þegar fæddir allmargir íslendingar
sem munu lifa aldamótin 2100. Þeg-
ar litið er yfir sögu Reykjavíkur á
þessari öld virðist hún ekki mjög
fjarlæg en íbúafjöldi þar árið 1900
var 5.600 og hefur því nærri tutt-
ugufaldast á hundrað árum. Um
aldamótin 2100 verða íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu 500-800 þúsund og
er því brýnt að horfa langt inn í
framtíðina þegar unnið er að skipu-
lagi. Flestar borgir eiga sér langa
sögu og byggingarhefð sem eru
þeim bæði menningarleg kjölfesta
og vegvísir til framtíðar. Ekki er
slíku til að dreifa í Reykjavík og því
mikilvægara en ella að móta hér
mjög öfluga framtíðarstefnu í
skipulagsmálum.
Ráðamenn borgarinnar hafa
sjaldan verið til fyrirmyndar í
skipulagsmálum. Þeir hafa um of
vanrækt eðlilegt forystuhlutverk
Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu
og frumkvæði borgarinnar í ýmsum
málum hefur tapast. Hefðbundin
framsýni atvinnumanna í stjórn-
málum er fjögur ár að hámarki og
gagnast því t.d. ekki í skipulags-
málum sem í eðli sínu eru mál
framtíðarinnar. Hefð er fyrir því að
tillögur sem ekki rúmast innan
tímamarka eins kjörtímabils séu af-
greiddar sem framtíðarórar en
þessir atvinnumenn mega vita það
eins og við hin að framtíðin byrjar
strax í dag því nútíminn er aðeins
andartak á mörkum fortíðar og
framtíðar.
Höfundur er arkitekt.
éddvmta
á(§f£ó/ddrú
JÓLAMATSEÐILL með
STEIKARHLAÐBORÐI
í HHDEGINU 2.150
H KVÖLDIN 3-450
Skólobrú
BOROHPnNTHNIR
f SÍMfl S62445S
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 4%
sími með kallkerfi.
300 m innanhúss og
m utanhúss.
Rafhlaðan endist 30 klst. í
biðstöðu eða 4 klst. í notkun.
Hægt að nota fleiri símtól við
móðurstöð.
íslenskur leiðarvísir.
9.900
(1011 númerabirtir
er í minni.
DRS sfmi með númerabirti
Hátalari.
Beinval.
Tengi fyrir heyrnartól.
6.900 )
bonuó
einit
lunicf jó
100.000 krónur dregnar út vikulega!
Ef þú verslar fyrir 7.000 krónur eða meira
í verslun okkar I Sætúni 8 fer nafn þitt f lukkupottinn.
(iátœhja
Heimilistæki hf
SÆTLIN8 SlMI 660 1500
www.ht.ls