Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 41.% Fiskveiðistj órnun á villigötum UM fátt hafa orðið illvígari deilur síðustu árin en það kerfi fisk- veiðistjórnunar sem verið hefur hér við lýði undanfarin 15 ár. Marg- ir hafa gegnum árin haldið fram þeirri skoð- un að 5. grein laga um fiskveiðistjórnun stang- ist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Um það held ég þó að allir hljóti að vera sam- mála að hér þurfi að vera einhvers konar stjóm á fiskveiðum. Með þeirri tækni sem við ráð- um yfir, þeirri græðgi sem við illa ráðum við og þeim skipastól sem við geram út, sem er að flestra dómi langtum of stór, höfum við alla burði til þess að útrýma eftirsóttum fisktegundum svo ítarlega að ekki verði úr bætt. En þótt menn séu sammála um að fiskveiðum verði að stýra fer því fjarri að nokkurn tíma hafi verið sátt um það kerfi sem notað hefur verið og ósætti við það hefur vaxið hröðum skrefum og skal engan undra. Þegar lögin um stjórnun fiskveiða voru sett árið 1983 og veiðiheimildir bundnar við þá sem árið áður höfðu haft atr vinnu af fískveiðum sá líklega enginn fyrir hver ólög mundu af þessu leiða. Menn sáu ekki fyrir þá þróun að tekið yrði í stórum stíl að úrelda báta og flytja kvóta þeirra til frystitogara, þannig að þeir sem komið höfðu að landi með besta hráefnið með minnstri sóun verðmæta og haldið uppi atvinnu í litlum sjávarplássum vora skornir niður við trog. Næst var því að úrelda frystihúsin og flytja at- vinnu fólksins út í sjó með hörmuleg- um afleiðingum fyrir smáþorp út um land. Þótt tekið væri fram í áður- nefndum lögum um stjórn fiskveiða að fiskistofnar við ís- land séu sameiginleg eign þjóðarinnar rak að því fljótlega að þeir sem höfðu einkarétt á veiði- heimildum gátu farið að versla með kvóta sín á milli. Sú aðferð leiddi til þess að rýrð voru kjör sjómanna með því að þvinga þá til þess að taka þátt í kvótakaup- um. Það má hins vegar telja á fingrum annarrar handar þá sjómenn sem nutu góðs af kvótasölu. Þegar rak svo að því að útgerðarmönnum var heimilað að veðsetja kvóta, hann tók að ganga að erfðum og togast var á um kvótaeign í hjóriaskilnaðarmálum mátti öllum vera ljóst að lagaákvæði Það hníga engin skyn- samleg rök að því, seg- ir Sigríður Jóhannes- dóttir, að einstaklingur sem kýs að hætta út- gerð geti selt forrétt- indi sín fyrir tugi eða hundruð milljóna áður en hann snýr sér að annarri atvinnu. um „þjóðareign“ var orðið eins og hver annar ósmekklegur brandari. Núverandi kerfi við úthlutun afla- heimilda hefur haft í för með sér stór- felldari eignatilfærslu en áður eru dæmi til í sögu þjóðarinnar. Fámennri stétt eignamanna hefur verið gefinn einkaréttur til þess að fénýta þessa sameign. Það hníga engin skynsamleg rök að því að einstaklingur sem kýs að hætta útgerð geti selt forréttindi sín fyrir tugi eða hundrað milljóna áður en hann snýr sér að annarri atvinnu. Það má segja að bragð sé að þá bamið finrii því að á landsfundi Framsóknar- flokksins var borin fram afar variærin hugleiðing um hvort mætti e.t.v. ein- hverju breyta. Um afgreiðslu flokks- ins á þeirri tillögu á vel við gamla vísubrotið: „List er það líka og vinna /lítið að tæta upp í minna.“ Stjómvöld hafa staðið dyggan vörð um núverandi keifi og réttmætri gagnrýni yfirleitt svai'að út í hött og afgreidd sem öf- und. Þegar ég ræddi á Alþingi síðastlið- ið vor hvort ekki væri ráð að skipta aukningu á veiðiheimildum með öðr- um og réttlátari hætti en hingað til hefði tíðkast svaraði sjávarútvegsráð- herra því einu að ekki yrði vikið frá lögum um stjóm fiskveiða. Með dómi Hæstaréttar era þau lög nú ónýt orð- in. Því miður gefa viðbrögð ríkis- stjómarinnar við dómnum ekki mikla von um að hún taki sönsum fremur en endranær. Viðbrögðin einkennast af hroka og geðillsku. Davíð gagnrýnir Hæstarétt fyrir að hafa ruglast á hugtökum og skapað óvissu. Halldór gefur í skyn að ef lög um stjóm fisk- veiða stangist á við stjómarskrá skuli stjómarskráin vikja. Það virðist svo að ríkisstjómin ætli að hóa saman hópi lögfræðinga í þeim tilgangi að geta með þrætubók- arlist haldið núverandi ranglæti til streitu. I þeim ólögum sem gilt hafa um stjórn fiskveiða frá árinu 1983 er innbyggt kerfi óréttlætissóunar og eignaupptöku. Nýuppkveðinn dómur Hæstaréttar gefur okkur viðspyrnu til þess að hnekkja þessu kerfi. Höfundur er alþingismaður. Sigríður Jóhannesdóttir Vinnuumhverfi í byggingariðnaði UNDANFARNAR vikur hefur verið mikil umræða í þjóðfélaginu um rússneskt fyrirtæki sem unnið hefur að línu- lögn fyrir Landsvirkjun. Fyrirtækið hefur verið uppvíst að því að hlunn- fara starfsmenn sína í launum, vinnuaðstöðu og aðbúnaði. Þau vinnu- brögð sem fyrirtækið hefur beitt, þ.e. að láta starfsmenn sína bera hluta af þeim kostnaði sem í framkvæmd verksins felst, er víða þekkt í Evrópu. Al- mennt er starfsemi sem þessi kölluð „social dumping“ eða „félagsleg undirboð". Hún felst í því að starfsmenn njóta ekki þeirra kjara og réttinda sem kjarasamningar, lög og reglugerðir tryggja þeim. Til að bregðast við þess- um vanda hefur Evrópusambandið sett reglur og tilskipanir til að tiyggja rétt launamanna og jafna samkennis- stöðu fyiirtækja. Þessar reglur gilda hjá þeim löndum sem eru aðilar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Eitt þeirra landa er ísland. En hvernig er ástandið hér? Þessi umræða hefur leitt huga minn að ástandi íslenskra launa- manna og ef til vill öðru fremur í byggingariðnaði þai- sem ég starfa. Hvernig er ástandið þar? Hvað varð- ar launin er ástandið yfirleitt gott. En þegar komið er að öðrum þáttum svo sem eins og vinnuumhverfinu er oft annað uppi á teningnum. Það er algengt að byggingamönnum sé ekki tryggð sú aðstaða sem þeim ber samkvæmt lögum um vinnuvernd frá 1980 og reglum og reglugerðum um vinnuumhverfi. Þar má nefna vinnuaðstöðu, s.s. vinnuskúra eða svo- kallaða kaffiskúra. Þar á að vera forstofa, fata- skápar, snyrting, sturta og aðstaða til að neyta matar. Víða er þessi aðstaða algerlega ófullnægj- andi. Sums staðar gegn- ir kaffistofan því hlut- verki að vera jafnframt fata- og verkfæra- geymsla. Snyrtingin er stundum úti undir vegg eða næsti staur. Það finnast vinnustaðir þar sem ekki er aðgangur að rennandi vatni og hand- laugum og á mörgum útivinnustöð- um hafa menn eingöngu aðgang að köldu vatni til þvotta. Snyrtingin er stundum, segir Guðmundur Omar Guðmundsson, úti undir vegg eða næsti staur. Hafi einhver haldið að ég hafi farið áravillt þá er svo ekki. Ég er að lýsa því ástandi sem allt of margir bygg- ingamenn búa við árið 1998. Auk þess að ástandið er eins og áðui’ er lýst þurfa þeir að búa við þetta ástand í útivinnu yfir veturinn. Þegar unnið er úti í kulda og vætutíð eiga starfsmenn rétt á að fá Guðmundur Ómar Guðmundsson persónuhlífar gegn kulda og regni. Yfirleitt er hér um að ræða kulda- eða regngalla auk þess að fá viðeig- andi hlífar fyrir hendur og fætur. Þessi réttur starfsmanna er tryggð- ur með reglugerð sem gefin var út 1994. Ekki hefur en tekist fjórum ár- um síðar að fá öll fyrirtæki í bygg- ingariðnaði til að fara eftir þessari reglugerð. Þessi atriði sem ég hef nefnt hér að framan eru dæmi um fé- lagsleg undirboð. Þar sem starfs- menn era látnir bera með beinum eða óbeinum hætti hluta af þeim kostnaði sem verktaki eða fvrirtæki á sannanlega að bera. Það sem betur má fara Það ástand sem að framan er lýst á sem betur fer ekki við öll fyrirtæki í byggingariðnaði. Mörg þeirra standa sig mjög vel og tryggja starfsmönnum sínum þá aðstöðu og búnað sem þeim ber. Eitt dæmi vil ég sérstaklega nefna hér í lokin sem dæmi um góða framkvæmd. Bygg- ingafélagið Hyrna ehf. á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri hafa gert samning um að skólinn smíði stai’fsmannaaðstöðu fyrir fyrirtækið. Þetta ágæta framtak tryggir starfs- mönnum fyrirtækisins góða framtíð- aj- aðstöðu jafnfram sem það gefur nemendum í húsasmíði við Verk- menntaskólann tækifæri til að takast á við raunverulegt verkefni. Að lokum vil ég beina því til bygg- ingafyrirtækja að þau kynni sér hvaða reglur gilda á íslenskum vinnumarkaði. Ekki bara kynni sér þær heldur að þau fari eftir þeim. Senn styttist í að við stígum inn í nýja öld. Er ekki einmitt nú rétti tíminn fyrir þau fyrirtæki í bygging- ariðnaði þar sem aðbúnaðarmálum er ábótavant að taka virkilega vel á og mæta nýrri öld með því að bjóða starfsmönnum sínum upp á vinnu- umhverfi sem er í fullu samræmi við lög og reglur. Höfundur er formaður Félags bygg- ingarnanna, Eyjafirði. Baráttan um fískinn Ólafur Þorláksson Á undanförnum miss- erum hafa verið í gangi nokkrar deilur á milli aðila í sjávarútvegi. Annarsvegar smábáta- eigenda, sem gjaman kalla stórútgerðarmenn sægreifa, og svo aftur stórútgerðarmanna (_að- alráðamanna í LIU, með Kristján Ragnars- son á oddinum), sem kalla smábátaeigendur (trillukarla) frekjudalla, vegna þess að þeir vilja stærri hlut en 3% af leyfðum veiðikvóta. Þótt sá sem þetta skrifar, eigi engra hagsmuna að gæta í þessari at- vinnugrein, geri ég mér að fullu Ijóst mikilvægi hennar fyrir þjóðar- búið. Ég sakna þess því í þessari umræðu, að ég hefí hvergi rekist á það, hvernig hagkvæmast væri fyrir þjóðfélagið að hún væri rekin. Þess vegna langar mig að vekja þá um- ræðu með þessum línum og gera samanburð á veiðiaðferðum. Oft finnst mér að stórhugur hafi ráðið meir en fyrirhyggja i grein- inni. Ég tel t.d. misráðið að færa fiskvinnsluna út á sjó. Frá mínum sjónarhóh lítur dæmið þannig út: Frystitogari mun kosta 1-1,5 millj- Ef stórútgerðin fer á hausinn skelfur héraðið eða lánastofnunin, segir Olafur Þorláksson. En þó trillukarl leggi upp laupana blaktir varla hár á höfði. arða og vextir af þeirri upphæð öðru hvoru megin við 100 milljónir. Þetta skip aflar kannske 3-4 þúsund tonna af fiski árlega. Þennan afla gætu svo sem 10 smábátar, sem ekki kosta meira en sem nemur vöxtum af togaranum, auðveldlega dregið að landi. Togarinn nýtir aðeins 40% af hrá- efni sem sagt er, hitt fer í sjóinn. Smábátarnir koma með allan afia að landi og allt er gert að verðmætri útflutningsvöru. Togarinn veitir um 30 manns atvinnu en 10 bátarnir a.m.k. þrefalt fleiri beint og óbeint. Ef regnskógi, sem er fullur af lífi, er eytt, myndast bara eyðimörk þar sem lítið líf finnst. Togarinn skefur og sléttar botn- inn svo allt skjól hverfur fyrir upp- vaxandi ungviði. Eftir verður eyði- mörk, líkt og þegar skógum er eytt. Tiillukarlinn festir kannske færið sitt í hraunnibbu og slítur, en botn- inn er óskemmdur. Togarinn með 3- 5 þús. ha. vél, sem er í gangi kannske 300 sólarhringa á ári, mengar eins og lítið stóriðjuver (og svo erum við að vandræðast yfir of litlum mengunarkvóta). En 10 smá- bátamir sem eru á sjó hluta úr sól- arhring 200 daga á ári menga aðeins brot af mengun togarans. Togarinn mengar því bæði hafið með að henda í það aftur kannske 60% af aflanum og andrúmsloftið með spúandi reykjarsvælunni frá 5.000 ha. vél- inni. Margir hafa séð í sjónvarpi út- troðinn pokann af fiski, margi'a metra langan og 2-3 m í þvermál, dreginn inn um skut á togaranum og karlamfr spígsporandi ofan á allri kösinni. Skyldi ekki vera orðinn Listrænar jólagjafir| gallerí Listakot einskonar plokkfiskur neðst í pokanum og skyldi ekki hafinu vera skilað til baka ein- hverju af þessum afla? Hvemig yrði tekið á trillusjómanninum, væri hann staðinn að slíkri meðferð á aflan- um? Ef stórútgerðin fer á ( hausinn skelfur héraðið eða lánastofnunin. En þó trillukarl leggi upp laupana blaktir varla hár á höfði. Svo er það mannlegi þátturinn. Þeir sægreifar telja hve mörg þúsund lands- menn séu hluthafar í stórútgerðum. Sú eign er nú æði ópersónuleg, þó menn eigi kannske eitthvert brot úr % og geta á engan hátt haft áhrif á stjórn fyrirtækisins. Ég skil vel þær tilfinningar, sem hljóta að fara um huga trillukarlsins þegar hann byrjar að draga línuna á lognkyrrum vormorgni þegar sólin, nýkomin á loft, glitrar á spegilslétt- '' um haffletinum. Linan flýtur uppi svo langt sem augað eygir og fiskur á öðrum og þriðja hverjum ki’ók. Já, betra á dauðlegi heimurinn eigi - karlinn á trillunni er kóngur um stund og kórónulaus á hann ríki og álfur. Niðurstaða þessara hugleiðinga er, að við eigum að stórauka afla landróðrabáta, sérstaklega þeirra sem veiða á króka, jafnvel gefa handfæraveiðar frjálsar um tíma til reynslu. Banna allar togveiðar á »• hrygningar- og uppeldisstöðvum. Beina frystitogurum meir á fjarlæg mið, en ísfisktogarar gætu stundað veiðar með landinu til jöfnunar á hráefni fyrir landvinnslu. í umræðunni um auðlindagjaldið hefi ég aðeins lesið eftir einum fylgjanda þess, að nota skuli fé það sem inn kæmi til að grynna á skuld- um ríkisins. Hinir hafa yfirleitt vilj- að nota féð til að minnka skatta eða nota á annan hátt til að efla velferð- arkerfið. Með öðrum orðum veita því út í hagkerfið, þ.e. flytja inn meira af bflum og fara í fleiri ferðir til út- landa, svo hætt er við að með auð- lindagjaldi gæti myndast enn eitt . ríkisapparatið, sem ekki sér fyrir 1 endann á, þó hugmyndin sé ekki að öllu leyti fráleit. Höfundur er bóndi. I DeLonghi PRIMA Lítil og létt, abeins 4 kg. Kraftmikil, 1250W 4 þrepa síun Inndregin snúra Sogstykkjahólf Val um tvœr gerbir á aöeins 7,900, og 9,900,- __ FYRSTA A FLOKKS /rQniX HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.