Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 29

Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 29 Sovésk söguskoðun KviKFVivixmi; K o g n Imi « i n n: VETRARVINDAR ÞJÓFURINN „VOR“ ★★★ Leikstjóri og handritshöfundur Pavel Chukhrai. Tdnsmiður Vladimir Das- hkevich. Kvikmyndatökustjdri Igor Tolstunov. Aðalleikendur Vladimir Mashkov, Ekaterina Rednikova, Misha Philipchuk. 95 mín. Rússnesk. Mosfilm 1997. MYNDIN sem Rússar völdu og var ein tilnefndra til Oskarsverð- launanna í ár, er óvægið og dapur- legt uppgjör höfundarins, Pavels Chukhrai, við ógnartíma Stalíns. Myndin hefst árið 1945, rétt eftir stríðslok. Katja (Ekaterina Rednikova), heimilislaus, ung og falleg kona, eignast sveinbam úti á víðavangi. Faðirinn er látinn. Næst sjáum við hana 1952 ásamt syni sínum, Sanya (Misha Philipchuk), sem nú er orðinn sex ára. Þau eru á lestarferðalagi, áætlunarstaður virðist óviss. Tolyan (Valdimir Mashkov), foringi í hernum, verður klefafélagi þeirra. Þetta verður ást við fyrstu sín hvað einstæða móð- urina snertir; hrósar happi, vel launaðir og myndarlegir heimilis- feður liggja ekki á lausu. Fljótlega kemur í ljós að Tolyan er ekki allur þai- sem hann er séður. Heldur ótíndur þjófur sem sér fyrir „fjöl- skyldu sinni“ með því að ávinna sér traust samborgaranna vítt um Sov- étið og ræna þá síðan. Fyrir honum era mæðginin og einkennisfötin skálkaskjól, felubúningur gagnvart samfélaginu. Sanya er sögumaðurinn, áhorf- andinn fylgist með atburðunum einsog hann upplifir þá. Innra með honum berst ást og hatur á þessum óforskammaða loddara, sem er fjairi því að vera gjörsneyddur mannlegum eiginleikum, getur ver- ið hrífandi og aðlaðandi þegai- sá gállinn er á honum. Þeir refilstigir sem hann leiðir mæðginin inná hljóta að enda með skelfingu, að lokum stendur drengurinn ber- skjaldaður frammi fyrir óvægnum sannleikanum. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Tolyan táknar Stalín. Hann er drykkfelldur kvennabósi, ósvífinn og svífst einskis við að blekkja saklausan almúgann. Heldur fjölskyldunni í ógnarklóm harðneskju og einræðis, hrífur með sér fólk með annarri hendinni en rænir það með hinni. Tilfinn- ingar drengsins eru blendnar, bæði elskar og óttast þennan harðstjóra, uppgjör hans er afger- andi, hann verður að byrja aftur frá granni, allslaus. Rúinn inn að skinni. Ahrifarík mynd en með lík- ingasöguna í huga er hún bæri- legri og þegar upp er staðið at- hyglisverð upplifun. Grátóna martröðin með fölskum vonum og tálsýnum er sjálfsagt raunsæ lýs- ing á hversdagslífi undir Stalín. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar hljómplötur • BARNAGÆLUR er með söng Skólakórs Kársness. Stjórnandi er Þdrunn Björns- ddttir. Á plötunni eru 27 sígildar ís- lenskar söngperlur og þekkt erlend kóralög. Kórnum til að- stoðar eru nokkrir hljóðfæra- leikarar og eru þeir flestir úr röðum núverandi og fyrrver- andi kórfélaga. Leikið er á fiðlu, gítar, hörpu, mandólín, balalaiku, harmonikku, flautu, saxófón og píanó. Skólakór Kársness starfar í fimm hópum: Litli kór, Miðkór og Stóri kór Kársnesskóla, Barnakór Kársness og Skóla- kór Kársness. Alls syngja um 300 kórsöngvarar á aldrinum 8-16 ára. Kórinn gefur sjálfur út, en Japis sér um dreifínguna. Upp- tökumar fóru fram sl. vor og sá Sigurður Rúnar Jónsson um alla tæknivinnu. Verð: 1.999 kr. • MELÓNUR og vínber fín er með lögum Jóns Afú/a Árna- sonar við ljóð Jönasar Árna- sonar. Á plötunni eru 18 þekkt lög: Ágústkvöld, Það sem ekki má, Stúlkan mín, Brestir og brak, Hvað er að?, Augun þín blá, Sérlegur sendiherra, Sjómenn íslenskir erum við, Gettu hver hún er, Án þín, LjúflingshólJ, Við heimtum aukavinnu, Ástardúettinn, Undir stóra steini, Söngur jólasveinanna, Vikivaki, Því lægra sem númerið er og Jóns Múla syrpa. Utgefandi er Skífan. Verð: 1.899 kr. Ferskir leggir a fersku FJARÐARKAUP Ferð til fjá V og létt, fyrir jolin J t Fljótlegt og auðvelt aðelda, enn betra að borða. Verði ykkur aðgóðu! KJUKLINGAR Finndu muninn! frímerkin Hringdu í síma 580 1050 og við komum frímerkjunum til þín Nú getur þú hringt í okkur á milli kl. 8.00 og 18.00. alla virka daga. og pantað frímerkin á jólapóstínn. Þú lætur gjaldfæra upphæðina á kreditkortið þitt og við sjáum um að færa þér frímerkin eins fljótt og auðið er. Einfaldara getur það ekki verið. Áhugaverð jólagjöf Frímerkjasöfnun erskemmtilegt og áhugavert tómstundagaman. Á öllum pósthúsum landsins fást fallegar frímerkjamöppur sem tilvaldar eru til jólagjafa. Þú getur einnig pantað þær í síma 580 1050 og fengið þær heim að dyrum. (SLENSK FRlMERKI 19 98

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.